Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 27 AÐSENDAR GREINAR Að berja höfðinu við malbikið AUKIN áhersla er nú lögð á það víðast hvar að vinna gegn neikvæðum áhrifum bílaumferðar, slysum, hávaða og mengun. Þetta kemur til af því að mönnum er fullljóst að bílar eru tæki sem hafa mikla kosti sem samgöngutæki. Þeir eru komnir til að vera en það þarf að útrýma neikvæðu þáttunum. Vegna aukins áhuga á umhverfismálum og hertra reglna í mörg- um löndum, hefur markaðurinn ötullega Árni Sigfússon leitað að betri lausnum gegn nei- kvæðum áhrifum umferðar. Þessar lausnir eru til og sumar þeirra til- heyra orðið bílaframleiðslunni en alls ekki allar. Meðal lausna sem þegar eru algengar má nefna meng- unarvarnabúnað í bíla, sem eyðir skaðlegum efnasamböndum í út- blæstri, tölvustýringu í vélum sem bætir eldsneytisnýtinguna og ör- yggisbúnað eins og ABS-bremsur og líknarbelgi. En tæknin er komin mikið lengra. Því miður skortir víða á vilja til að nýta hana. Kjarni nauðsynlegra aðgerða felst í að draga úr útblástursmengun, auka afkastagetu vega og gatna, að minnka slysahættu og setja háv- aðamörk. ísland gæti verið og á að vera í fararbroddi slíkra aðgerða. Áhrifaríkasta mengunarvörnin Fljótlegasta, öruggasta og ódýr- asta leiðin til að draga úr útblásturs- mengun er að minnka magn brenni- steins í eldsneytinu. Sú aðgerð hefur tafarlaust áhrif á útblástur allra bíla. Þetta hlutfall brennisteins í eldsneyt- inu er nú allt að u.þ.b. 1.000 hlutum af milljón (ppm) í Evrópu. Nýjasta og öflugasta tækni í mengunarvörn- um virkar ekki nema brennisteins- hlutfallið sé undir 50 ppm. Það er auðvelt að minnka það. Sem dæmi um svæði sem tekur alvarlega á málinu má nefna Kaliforníu í Banda- ríkjunum, en þar er þetta hlutfall komið niður í 30 ppm. Japanir setja þær reglur að ppm fari ekki yfír 100. Þá hefur tekist að framleiða vélar sem draga úr eldsneytiseyðslu um þriðjung en virka aðeins ef ppm magnið í eldsneytinu er undir 50. Með lægra ppm-hlutfalli virkar hreinsibúnaður bílanna einnig mun betur. Verði brennisteinshlutfallið lækkað og nýjasta tækni véla nýtt, dregur því bæði verulega úr eldsney- tiskostnaði og útblástursmengun. Kostnaður við að lækka brenni- steinshlutfallið er að mati Kaliforn- íubúa aðeins um 32 aurar á lítra. Evrópusambandið setur reglur á þessu sviði og í meginatriðum fara reglur okkar eftir þeim samkvæmt EES-samningum. Nýlega sam- þykktu umhverfísráðherrar EES- landanna, þar á meðal lslands, að leggja til að stefnt verði að því að hiutfallið fari í 150 ppm. Þetta er óviðunandi þegar tækni til meiri árangurs er þegar til staðar og al- þjóðleg hagsmunasamtök bifreiða- eigenda hafa sjálf lýst yfír að raun- hæft sé að stefna að því að hlutfall- ið fari undir 50 ppm. Það er verðugt verkefni íslenskra stjórnvalda að berjast fyrir því á alþjóðavettvangi að brennisteins- hlutfall í eldsneyti verði lækkað. Það væri í góðu samræmi við þá ímynd, sem Islendingar vilja hafa af landi sínu sem hreinni og tærri náttúruperlu. Ef opinberir aðilar geta ekki sameinast um þetta mætti ætla að það væri ímyndarmál fyrir olíufélögin að bjóða hér eldsneyti með mjög lágu brennisteinshlut- falli. Aðrar áhrifaríkar mengunar- og slysavarnir Til að gera umferð greiðfærari er mikil- vægt að stuðla að auk- inni afkastagetu vega sem fyrir eru og draga þar með úr þörf fýrir nýja vegi nærri íbúa- hverfum. Þess vegna eru rétt hönnun mann- virkja og skipulag um- ferðar afar mikilvægir þættir til að rask og landnotkun verði í lágmarki. Þessir þættir hafa mikil áhrif varðandi varnir gegn útblástursmengun, vegna þess að því lengri tíma sem ökuferð tekur, þeim mun meiri er útblásturinn og mengunin. Rétt hönnun umferðar- Á meðan Reykvíkingar búa við frumstæð við- horf núverandi meiri- hluta borgarstjórnar í garð bíla og umferðar, --------z------------------ segir Arni Sigfússon, er ekki að vænta að umbætur verði á þess- um sviðum. inn sér ekki aðra leið til að bregð- ast við útblástursmengun en að kosta stórfé í að setja hluta Miklu- brautar í göng. Ekki fer mengunin burt við það. Til verður risastórt púströr í miðri Miklubraut. Hvers eiga þeir að gjalda sem búa í nánd við púströrið frá göngunum? R-listinn hefur ákveðið að auka ekki umferðarrýmd vestan Elliða- ánna, eins og það er kallað í nýju aðalskipulagi. Hluti af þessari áætl- un R-listans er að hætta við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar, sem nú eru einhver hættulegustu og mengunarmestu gatnamót landsins. Þannig verður áfram slysahætta og umferðartappi með tilheyrandi útblástursmengun frá bílum í lausagangi meðan beðið er eftir að komast áfram. Þeir sem eru óþreyjufullir munu læðast inn í gegnum nærliggjandi íbúahverfi og skapa þar með aukna slysa- hættu. Þörf Reykvíkinga á að kom- ast leiðar sinnar í Reykjavík, vestan Elliðaánna, mun ekki minnka í framtíðinni, heldur aukast. Það er ekki aðeins vestan Elliða- ánna sem þarf að auka umferðar- rýmd en vilji R-listans er afar tak- markaður hvert sem litið er. Tillögur okkar sjálfstæðismanna um að hefj- ast handa við breikkun Gullinbrúar í Grafarvogi á þessu ári, voru ekki á forgangslista R-listans þegar borgarstjóri ræddi við samgöngu- ráðherra fýrr á árinu. Það verkefni er nú brýnasta samgöngubót í Reykjavik að okkar mati. Sam- gönguráðherra gerði hins vegar sitt ti! að bæta umferð í borginni með því að leggja til fjármagn ríkisins við breikkun brúar yfir Elliðaár og göngubiýr bæði yfír Kringlumýrar- brapt og Miklubraut. Á meðan Reykvíkingar búa við frumstæð viðhorf núverandi meiri- hluta í garð bíla og umferðar, er ekki að vænta að umbætur verði á þessum sviðum. Lausnirnar eru til fyrir þá sem þekkja og vilja fram- kvæma. Við svo búið verða ekki unnar raunhæfar aðgerðir gegn útblástursmengun. Við getum ekki búist við bættu umferðarskipulagi né mannvirkjum sem draga úr slysahættu og mengun um leið og umferðin verður greiðari. Því miður hafa of margir borgarfulltrúar R- listans haldið áfram að berja höfð- inu við malbikið, sem er þó ærið holótt fyrir, og þverskallast við að sjá þarfir borgarbúa ef þær tengj- ast bílum og umferð. mannvirkja og skipulag umferðar skiptir sköpum fyrir öruggari um- ferð. Mislæg gatnamót á fjölförnum stöðum, þar sem einn vegur liggur yfir annan í brú, eru talin mikið öryggisatriði. Umferðin lendir ekki í tappa við gatnamót með þeim af- leiðingum að bflstjórar freista nýrra leiða inn í íbúahverfi, útblásturs- mengun eykst vegna tafa í umferð- inni, og streita eykst sem leiðir til aukinnar slysahættu. Stjórnvöld setja hávaðamörk um umferð. Bæði um hávaða frá bílum og frá umferð, mælt við glugga íbúða. í skipulagi er gert ráð fyrir að við nýframkvæmdir verði séð til þess að umferðarhávaði trufli íbúana sem minnst. Auk þessa er hægt að setja upp hljóðvarnir, veggi eða manir, þar sem umferðaræðar eru nærri eldri byggð. í sumum tilvikum þarf að beina þungaumferð annað. Gerð slitlags vega hefur einnig áhrif á umferðarhávaða. Á svæðum þar sem umferðarhávaði er mikill má draga úr honum með sérgerðu slit- lagi. Að berja höfðinu við ... Þrátt fyrir að mörg skynsamleg úrræði séu til gegn neikvæðum áhrifum bílaumferðar, mega borg- arbúar nú búa við að fjórir vinstri- flokkar, í nafni R-listans, kjósi að gefa bílaumferð hornauga og kalla hana einkabílisma og líta á sem fyrirbæri sem ekki komi manninum við. Slíkum fulltrúum borgarbúa er gjarnt að gleyma því að bílana á fólk sem notar þá til að komast leiðar sinnar á öruggan hátt. R-Iist- Vörulistinn okkar er á netinu: -g • • • www.nyhenus Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Jaðarskattar lækkaðir og dregið úr tekjutengingu 1 STEFNUYFIR- LÝSINGU ríkisstjórn- arinnar frá miðju ári 1995 var boðuð endur- skoðun á ýmsum veiga- miklum þáttum skatt- kerfisins með það að markmiði að lækka tekjuskatt einstaklinga og draga úr jaðaráhrif- um ýmissa bóta- greiðslna. í kjölfar þessarar yfírlýsingar skipaði ég sérstaka nefnd, jaðarskatta- nefndina svokölluðu, til að undirbúa þetta mál. í nefndinni sátu fulltrú- ar aðila vinnumarkað- arins og ríkisstjórnarinnar, auk emb- ættismanna. Nefndin ræddi ýmsar leiðir til að draga úr jaðaráhrifum skatta- og bótakerfisins sem koma fram í greinargerð nefndarinnar, en Stjórnvöld hafa ekki setið auðum höndum, segir Friðrik Sophus- son, hvað varðar lækk- un jaðarskatta. hún hefur nú lokið störfum. í beinum tengslum við undirbún- ingsstarf nefndarinnar og gerð kjarasamninga lögfesti Alþingi síð- astliðið vor umtalsverða lækkun tekjuskatts einstaklinga. Sam- kvæmt því lækkar tekjuskattur ein- staklinga um 4 prósentustig á tæp- lega tveggja ára tímabili. Fyrsti áfangi, 1,1 prósentustiga lækkun, kom strax til framkvæmda á þessu ári, um næstu áramót lækkar skatt- hlutfallið um 1,9 stig í viðbót og loks um 1 stig í ársbyijun 1999. Auk þess var lögfest að skattleysis- mörk skyldu hækka um 2,5% á ári næstu þrjú ár. Loks kemur til fram- kvæmda á næsta ári breyting á barnabótakerfinu þar sem skerðing- arhlutföll verða lækkuð með það fyrir augum að draga úr jaðaráhrif- um barnabóta. Með þessum ákvörðunum eru stig- in veigamikil skref í átt til þess að Friðrik Sophusson lækka jaðarskatta hér á landi. Þetta kemur í kjölfar íyrri ákvörðunar um að undanþiggja líf- eyrisiðgjöld launþega skattlagningu, sem kom til framkvæmda á árun- um 1995 og 1996, en sú ákvörðun jafngilti 1,5-1,7 prósentustiga lækkun tekjuskatts. Fyrsta skref í átt til þess að draga úr jaðar- áhrifum bamabótakerf- isins var hins vegar stigið þegar á árinu 1996. Til viðbótar þessum ákvörðunum ákvað rík- isstjómin síðastliðið vor breytingar á bótum almannatrygginga sem draga verulega úr jaðaráhrifum al- mannatryggingakerfisins, meðal annars varðandi uppbót á lífeyri vegna lyfjakostnaðar og niðurfell- ingu á afnotagjaldi ríkisútvarpsins. Jafnframt hefur ríkisstjómin ákveð- ið umtalsverða hækkun á bótum almannatrygginga, sem nemur um 13% frá ársbyrjun 1997 til ársbyij- unar 1998. Með þessari ákvörðun er lífeyrisþegum tryggð einhver mesta kaupmáttaraukning trygg- ingabóta á síðustu áratugum, eða sem nemur 10-11% á þessu tímabili. Það er einnig ástæða til að vekja athygli á því að stjórnvöld hafa nýverið ákveðið að draga úr jaðar- áhrifum í námslánakerfinu með lagabreytingu sem lækkar endur- greiðsluhlutfall lána úr 7% í 4,75%. Af þessu sést að stjórnvöld hafa ekki setið auðum höndum hvað varðar lækkun jaðarskatta eins og ýmsir hafa gefið í skyn. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin ákveðið og Alþingi lögfest breytingar á skött- um og félagslegri aðstoð í bótakerf- inu sem fela í sér stór skref í átt til þess að lækka jaðarskatta heimil- anna og draga úr neikvæðum áhrif- um tekjutengingar. Þessar aðgerðir hafa þegar leitt til umtalsverðrar kaupmáttaraukningar heimilanna og enn frekari aukningar er að vænta á næstu árum þeirra vegna. Höfundur er fjármálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.