Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU EGGERT Björnsson og Ásgeir Árnason við hliðina á nýja bátnum sínum Gísla Gunnarssyni SH 85. Miklar breytingar hafa verið gerðar á honum og öll vinna við þær fór fram í Stykkishólmi. Þetta er sjöundi bátur í eigu Eggerts Björnssonar með þessu nafni. Nýr skelbátur í Hólminn ÞEIR félagar Eggert Björnsson og Ásgeir Arnason í Stykkis- hólmi hafa fengið nýjan bát til hörpudiskveiða. Þeir keyptu í vor bátinn Blika sem var í eigu íshákarls. í sumar var báturinn lengdur um 2,5 metra hjá Skipa- smíðastöðinni Skipavík í Stykk- ishólmi og gerðar í leiðinni fleiri endurbætur á bátnum. Miklar breytingar Báturinn hefur tekið miklum breytingum og mælist um átján lestir. Eigendurnir eru mjög ánægðir með hversu vel hefur tekist með breytingarnar. Bát- urinn heitir nú Gísli Gunnars- son SH 85. Báturinn fór strax á hörpudisksveiðar og landar afla sínum hjá Sigurði Ágústs- syni hf. Hefur stundað sjóinn í yfir 60 ár Eggert Björnsson hefur stundað sjóinn í yfir sextíu ár. Allir bátar Eggerts hafa heitið Gísli Gunnarsson og er nýi bát- urinn sá sjöundi með þessu nafni. Gísli Gunnarsson var langafi Eggerts og segir hann að heill hafi fylgt nafninu og á sínum langa sjóferli hafi aldrei neitt komið fyrir, ekki einu sinni rekist á sker, þótt hann hafi oft í misjöfnum veðrum siglt um skeijóttan Breiða- fjörðinn. Eggert er orðinn 81 árs og hefur stundað sjó- mennsku allt sitt líf þar til í fyrra að hann fór í land. Sáu á eftir stóru loðn- unni inn í lokaða hólfið BOTNINN er nú dottinn úr loðnu- veiðum og eru öll loðnuskipin kom- in í land með lítinn sem engan afla enda hefur nær engin veiði verið síðustu tíu daga þrátt fyrir mikla leit á stóru hafsvæði. Hrá- efni er nú uppurið hjá fiskimjöls- verksmiðjum og hefur starfsemi þeirra stöðvast í bráð. Óvissa ríkir um framhald loðnuveiða, en nokk- ur skip munu fara til loðnuleitar að nýju upp úr helginni, að sögn Viðars Karlssonar, skipstjóra á Víkingi AK. Mikið afsmáloðnu „Eftir að hann brældi um dag- inn hefur ekkert fengist. Hins veg- ar er mikið af smáloðnu á stóru svæði þarna norður frá, en við sáum á eftir stóru loðnunni og hnúfubökunum inn í lokaða svæð- ið þegar við vorum að veiðum við línuna fyrir um viku,“ sagði Við- ar, sem hætti leit sl. þriðjudag eftir víðtæka leit á stóru svæði fyrir utan lokaða svæðið úti fyrir Norðurlandi langleiðina til Græn- lands. Síðustu tvö loðnuskipin, sem eftir voru á miðunum, Guð- mundur VE og Þórshamar GK, héldu svo til hafnar á miðvikudag. Að mati Viðars voru það regin- Loðnuleit hefst á ný eftir helgi mistök að loka stóra hólfinu úti fyrir Norðurlandi. Engin vísinda- leg rök hafi legið þar að baki enda hafi ekki einu sinni verið fyrir því haft að skoða ástandið. „Það þarf annaðhvort að senda rannsóknaskip á staðinn eða vís- indamenn um borð í loðnuskipin til að kanna aðstæður. Við erum alfarið á móti því að svæðum sé lokað án þess að fyrir því liggi rök. Það er alveg ljóst að við veið- um enga loðnu í haust ef hólfið verður ekki opnað því að allt okk- ar haustveiðisvæði er innan þessa hólfs. Við getum allt eins gleymt loðnuveiðum fram að áramótum ef ekki verður opnað. í ágústmán- uði í fyrra fengum við t.d. fjóra mjög góða túra í þessu sama hólfi og nú er lokað.“ Sátum bara eftir og horfðum á Viðar segir að sú smáloðna, sem fengist hafí innan þess svæðis, sem nú sé lokað, fyrir um þremur vikum, sé nú komin langt norður eftir, og væri alveg eins hægt að banna loðnuveiðar alfarið þar sem vart hafi orðið smáloðnu mjög víða utan lokaða svæðisins undanfarið. Fyrir viku hafi hins vegar stóra loðnan verið elt upp að lokunarlín- unni. „Loðnan og hnúfubakarnir héldu áfram inn í hólfið. Við mátt- um aftur á móti ekki fara lengra heldur sátum eftir og horfðum á.“ Að mati Viðars er enginn tilgang- ur með lokuninni þó hún skipti svo sem ekki máli til eða frá þessa dagana enda hefði reynslan sýnt að fyrrihluti september væri alltaf lélegur veiðitími. „En strax 1. október þurfum við að geta byijað loðnuveiðar norður af Vestfjörð- um innan lokaða hólfsins. Það er alveg á hreinu.“ Viðar gerði ráð fyrir að hefja loðnuleit að nýju á mánudag eða þriðjudag eftir langt helgarfrí. Síðan væri ætlun- in að hefja síldveiðar um miðjan september. 370 þúsund tonn komin á land Heildaraflinn á yfirstandandi loðnuvertíð, sem hófst 1. júlí, er kominn í rúm 370 þúsund tonn, ívið meira en á sama tíma í fyrra, auk þess sem erlend skip hafa landað um 60 þúsund tonnum til bræðslu hér á landi. Af upphafs- kvótanum er eftir að veiða tæp 200 þúsund tonn, en ákvörðun um hvort eða hversu miklu verður bætt við loðnukvótann verður ekki tekin fyrr en að afloknum haustleiðangri Hafrannsókna- stofnunar. Tillaga um geymslu kjarnorku- vopna á Grænlandi Danir ítreka andstöðu sína PAUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hefur hafnað tillögum um að urða kjarnorkuvopn á Grænlandi eftir tveggja mánaða umhugsun. í bréfí sem hann sendi Lars Emil Johansen, formanni grænlensku landsstjórnarinnar, lýs- ir Nyrup Rasmussen „þungum áhyggjum og miklum efasemdum" vegna tillögunnar um að gera Grænland að kjarnorkuvopna- kirkjugarði, að því er fram kemur í Jyllands-Posten. í bréfinu rökstyður forsætisráð- herrann þessa skoðun sína með því að taka þurfi tillit til „hinnar ein- stæðu og ósnertu en afar viðkvæmu náttúru á Norðaustur-Grænlandi" auk þess sem hann nefnir „alþjóðleg öryggisvandamál" sem hafa beri í huga. „Að sjálfsögðu verður að út- vega nákvæma vitneskju og skjöl áður en hægt er að taka ákvörðun - með eða á móti - um að setja í gang svo umfangsmikil verkefni eins og það sem rætt er um,“ segir í bréfinu. Það var bandaríska RAND stofn- unin sem lagði það upphaflega til að úreltum kjarnorkuvopnum yrði komið fyrir á Grænlandi, þar sem landið væri langt frá Bandaríkjun- um og Rússlandi og afar stijálbýlt. Taldi stofnunin að Thule-herstöðin á Norðaustur-Grænlandi væri heppilegasti geymslustaðurinn. Bandaríkjamenn og Rússar hafi frumkvæði Svar Nyrups Rasmussens er við- brögð við tillögu Lars Emils Johans- ens um að Grænland og Danmörk eigi að koma á fót nefnd til að kanna hvaða afleiðingar slík geymsla hefði á umhverfis- og ör- yggismál. Hann bendir á að hvorki bandarísk né rússnesk yfirvöld hafi snúið sér til Dana vegna málsins. Því sé best að bíða átekta. Hann útilokar þó ekki möguleikann á því að málið verði tekið upp, berist slík beiðni frá Rússum og Bandaríkja- mönnum. Tillagan um vopnaeftirlit líkt því sem yrði í Grænlandi, yrði tillagan að veruleika, er algerlega ný af nálinni og myndi krefjast samn- ingaviðræðna Bandaríkjanna og Rússa. Þá yrðu þær að vera innan ramma afvopnunarsamkomulags sem þjóðirnar hafa þegar gert. Svar danska forsætisráðherrans er á sömu nótum og svar Niels Helveg Petersens utanríkisráðherra frá því fyrr í sumar en hann telur að þeir sem búi yfir kjarnorkuvopnum, verði sjálfir að losa sig við þau og leysa þau vandamál sem því fylgi. Reuter Sihanouk kominn heim NORODOM Sihanouk, konungur Kambódíu, kom til heimalands síns í gær, þar sem honum og konu hans, Monineath drottn- ingu, var tekið með kostum og kynjum. Konungurinn hefur dvalið í Peking síðan í febrúar þar sem hann hefur verið undir læknishendi. I síðasta mánuði steypti Hun Sen, annar forsætis- ráðherra landsins, Norodom Ranariddh prins af stóli fyrsta forsætisráðherra og tók öll völd í sínar hendur. Sihanouk kom til bæjarins Si- em Reap í norðurhluta landsins, en þar skammt frá er Angkor musterið og kveðst konungur ætla að biðja þar fyrir friði í landinu og sátt og samlyndi. Ófriður blossaði upp í norð- austurhluta landsins um það leyti sem konungurinn kom til Siem Reap, en átök hafa staðið í nokkrar vikur milli stjórnarhers- ins, undir Hun Sen, og hersveita sem eru hliðhollar Ranariddh um bæinn O’Smack.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.