Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 19 ERLENT Haraldur Sigurðsson hefur eldfjallafræðingurrannsakað eldvirkni á Montserrat Gjóskuflóð gæti bor- ist 50 km á haf út Reuter LÍKAMSLEIFAR óþekkts íbúa höfuðstaðar Montserrat, Plymouth, fundust grafnar í ösku í miðborg- inni í fyrradag. íbúar borgarinnar voru fluttir á brott nokkru áður en eldgos hófst en eftir urðu nokkrir heimilisleysingjar. „GOSIÐ á Montserrat gæti átt eftir að standa yfir í nokkur ár. Sumir hafa talið að það gæti átt eftir að vaxa en mér finnst nú sennilegast að það haldi áfram með svipuðum hætti. Þeirri hættu sem stafað getur af gjóskuflóðum og flóðbylgjum hefur að mínu mati enginn gaumur verið gefinn, en ég og félagar mínir hér í Rhode Island-háskólanum höfum sýnt fram á að gjóskuflóð getur runnið eftir yfirborði sjávar allt að 50 kíló- metra og lagt þar líf og gróður í rúst,“ sagði Haraldur Sigurðsson, prófessor í jarðvísindum við haf- fræðistofnun Rhode Island-háskól- ans, í samtali við Morgunblaðið í gær. Haraldur hefur unnið að rann- sóknum á Montserrat, var þar síðast í fyrra en er á leið þangað upp úr næstu áramótum ásamt starfsfélögum sínum við haf- fræðistofnun Rhode Island- háskóla í Narragansett. „Við för- um í hafrannsóknarleiðangur í kringum eyna og við strendur hennar til að kanna þau gosefni sem fara í sjóinn. Kanna áhrif gjóskuflóða á haf út og þeirra jarðmyndana sem þau mynda á hafsbotni. Við munum rannsaka eyrar sem eru að myndast vestan og austan við eyna en þar er að hlaðast út nýtt land. Megnið af gosefnunum fara í sjóinn, þau streyma sem heit gjóskuflóð yfir landið og út í sjó. Það merkilega við þessi flóð er að þau renna eins og snjóflóð, eru blanda af vikri, ösku í heitu gasi. Og þau streyma eftir hafsyfir- borðinu, renna eftir því langt út frá landi. Gera má ráð fyrir því að þau fari marga kílómetra eftir sjónum hlaupi meiri kraftur í gosið. Við gerðum þá uppgötvun þegar við vorum við rannsóknir í Indónesíu í sumar, á eldfjallinu Krakatá, sem gaus 1883 og drap 36.000 manns, að svona gjósku- flóð í því runnu 50 kílómetra út frá fjallinu eftir sjónum," sagði Haraldur. íbúar Antigua í hættu „Þess vegna teljum við að hinir 60.000 íbúar á Antigua, sem er um 50 km austur af Montserrat, séu í hættu þó ekki hafi verið minnst á það opinberlega ennþá.“ - Gæti gjóskuflóð komist þangað? „Já, þau gætu það ef gosið er mjög stórt. Gjóskuflóðin kólna ekk- ert þótt þau fari yfir sjóinn. I Krak- atár-gosinu voru þau það heit enn- þá er þau höfðu farið 50 kílómetra eftir sjávaryfirborðinu að þau kol- uðu tré og brenndu 2.000 manns til bana.“ - En hvað með flóðbylgjur? „í sambandi við gosið í Mont- serrat höfum við nokkrar áhyggjur af hugsanlegum flóðbylgjum. Mikið gosefni hefur hlaðist út í sjó og hefur myndað mikla eyri út frá landi sem er þriggja kílómetra breið og tveggja kílómetra löng. Hlíðar hennar neðansjávar eru mjög bratt- ar og mikil hætta á að þær hrynji; að eyrin sígi út en við það myndu flóðbylgjur myndast. Að mínu áliti hefur ekki verið tekið tillit til þeirr- ar hættu sem öðrum eyjum í ná- grenninu kann að stafa af flóðbylgj- um og frá gjóskuflóði. Það er þátt- ur sem við ætlum að kanna í leið- angrinum uppúr áramótum." - Af hverju rennur gjóskan svo langt? „Það er léttleiki gjóskuflóðsins. Þó grjót sé í flóðinu er heildar eðlisþyngd þess, vegna hins heita lofts í því, minni en eðlisþyngd sjávar. I flóðinu er sandur, aska, vikur, loft og gas, í afar heitri loft- kenndri blöndu. Getur hitinn í henni verið frá 500 og upp í 800 gráður á Celcius. Blandan fær hreyfikraft er strókurinn fellur aft- ur niður á fjallið eftir að hafa spýst upp eins og vatn úr gosbrunni. Er hann missir máttinn, dettur gos- efnið niður á fjallið og rennur nið- ur hlíðar þess eins og snjóflóð. Leitar niður dali og árfarvegi og beint út á sjó. Einhver hluti gjósku- flóðsins fer strax niður á hafsbotn en töluverður hluti virðist bara fara með vatnsfletinum því hann er mjög sléttur og veitir ekkert viðnám. Það myndast gufupúði á milli sem flóðið flýtur ofan á er það rennur út frá ströndinni. Við höfum sýnt fram á að svona flóð getur farið 50 kílómetra leið eftir yfirborðinu áður en það stöðvast." - Þau hafa ekki náð svo langt í þessu gosi? „Nei, þau hafa aðeins_ runnið nokkra kílómetra á sjó út. Ástæðan er sú að gosin hafa verið lítil þótt þau hafi verið stöðug." - Er búist við stærri gosum í Montserrat? „Það veit enginn og ekkert hægt að spá um það. Á eynni sjálfri er ekkert sem bendir til að þar hafi verið risagos. Eldri gos virðast hafa verið af svipaðri stærð og það sem nú hefur staðið yfir. Miðað við lengd gosa í grenndinni gæti gosið þó átt eftir að standa yfir nokkur ár í viðbót. Sumir hafa talið að það gæti átt eftir að vaxa en mér fínnst nú sennilegast að það haldi áfram með svipuðum hætti. Ef mikil kvika væri fyrir hendi mundi maður ætla að fjallið hefði bólgnað meira upp en það hefur gert.“ Reyna að kúga Breta - Hver er mesta hættan af gosinu á Montserrat? „Gjóskuflóðin eru langhættuleg- ust og þau ský sem fylgja þeim. Þau hafa þegar eytt öllum gróðri og lífríki á tæplega helmingi eyj- unnar svo og byggð. Norðurhlutinn er enn grænn og í byggð en það er hætt við því að hann fari einnig undir gjósku vaxi gosið. Til þess þarf þó nokkuð stórt gos en það gæti gerst.“ - Nú er eins og íbúamir vilji ekki burt og hafi fært sigyfir á norður- hlutann? „Jú, jú, og ástæðan er sú að þeir eru að reyna að ná sem best- um samningum við Breta, sem vilja kaupa íbúana burt, að þeir yfirgefi eyna algerlega. Þetta er hálfgert pókerspil, íbúarnir reyna að vera eins lengi í eynni og þeir þora og meðan þeir þijóskast við freista þeir þess að fá bresku stjómina til að bjóða þeim stöðugt betur.“ Að sögn Haralds hófst eldvirkn- in í Montserrat í júlí 1995 með því að stærðar líparítsgúll gekk upp úr því. í þeim goshrinum sem orð- ið hafa með reglulegu millibili síð- an hefur hrunið úr honum. Zhírínovskíj gerist mat- vörukaupmaður M ATV ORUVERSLUN Zhír- fnovskíjs er að líkindum ástæða þess að minna hefur heyrst að undanförnu af einum litríkasta stjómmálamanni Rússlands, og þótt víðar væri leitað, Vladímír Zhírínovskíj. Fyrir sex áram mdd- ist hann með skætingi út á stjóm- málavöllinn og höfðaði til stolts kjósenda og örvæntingar vegna hinna erfiðu tíma er fylgdu breyt- ingunni úr kommúnískum áætl- anabúskap í kapítalískan markaðs- búskap. Flokkur hans er, ásamt kommúnistum, eina stjórnarand- stöðuaflið sem hefur á að skipa frambjóðendum um allt land. Þannig hefur Zhírínovskíj enn nokkur völd, þrátt fyrir að kannski hafi ekki gengið sem best í pólitík- inni. Mýkt ímynd Nú hyggst hann mýkja dálítið ímynd sína, að sögn aðstoðar- manna, og sá Zhírínovskíj sem matvömverslun í Moskvu er kennd við er þægilegri viðskiptis en hvassyrti pólitíkusinn sem vill gera Rússland mikið á ný. „Við viljum sýna að leiðtoga okkar er annt um það sem almenningi er annt um. Flestum stendur á sama um stjóm- mál en hafa mikinn áhuga á að fá sýrðan ijóma á góðu verði,“ segir Mikhafl Bashaglov, þingmað- ur flokks Zhírínovskíjs og fram- kvæmdastjóri matvöruverslunar- innar, í samtali við Washington Post. Stjórnmálaskýrendur segja að stjarna Zhírínovskíjs skíni sífellt daufar á stjórnmálafestingunni, og skoðanakannanir sýni að al- menningur í Rússlandi líti ekki á hann sem vænlegt forsetaefni. í fyrstu umferð forsetakosninganna í fyrra varð hann í fimmta sæti. Það er flokkur hans sem á og rekur matvöruverslunina sem við Reuter RÚSSNESKI þjóðernis- sinninn Vladimír Zhírínovskíj sýnir hve annt honum er um lítilmagnann og selur honum sýrðan ijóma á góðu verði. hann er kennd, og þar fást rúss- neskar vörur og einnig erlendar, til dæmis jógúrt og koníak, þrátt fyrir að Zhírínovskíj hafi jafnan talað illa um Vesturlönd. En vodk- inn er rússneskur, og ber nafn Zhírínovskíjs. Á merkimiðanum er mynd af manninum sjálfum. Juncker fagnar einhug Frakka og Þjóðverja Bonn, París. Reuter. JEAN-CLAUDE Juncker, forsætis- ráðherra Lúxemborgar, sem nú fer með forsæti í ráðherraráði Evrópu- sambandsins (ESB), fagnaði í gær endurnýjuðum ásetningi franskra og þýzkra stjórnvalda til að hvika hvergi frá fyrri áætlunum um Efna- hags- og myntbandalag Evrópu, EMU. Sagðist Juncker vera sann- færður um að þessi tvö ríki, sem EMU stendur og fellur með, séu nú samstiga í átt að settu marki. Juncker sagði yfirlýsingu leið- toga ríkisstjómanna tveggja, Helm- uts Kohls og Lionels Jospins, sem gefin var út eftir fund þeirra í Bonn í fyrradag, hafa tekið af öll tví- mæli um hvert stefnan lægi. „Það var öllum ljóst að evróið kæmi á tilsettum tíma, 1. janúar 1999. Nú hefur það verið staðfest á ný án tvímæla,“ sagði Juncker í viðtali við þýzka sjónvarpið ZDF. Hann vísaði á bug efasemdum þess efnis, að Frakklandsstjóm væri ekki eins ákveðin í stuðningi sínum við myntbandalagið og fyrir- hugaða dagsetningu fyrir stofnun þess. „Engin ákvörðun franskra stjórnvalda á undanförnum vikum hefur gefið tilefni til að ætla að þau væru fylgjandi því að hvika frá stofndagsetningunni 1. janúar 1999.“ Jospin ítrekar staðfestu Jospin endurtók við heimkomu sína úr Þýzkalandsheimsókninni til Parísar í gær yfirlýsingu um að Frakkland yrði tilbúið á tilsettum tíma undir stofnaðild að EMU. Hann ítrekaði ennfremur ásetning stjórnarinnar til að halda hallanum á ríkisrekstrinum innan við þau mörk sem sett eru í Maastricht-sátt- málanum. I síðasta mánuði ákvað stjórn Jospins að hækka skatta á fyrirtæki í því skyni að ná fjárlaga- halla ársins í ár niður að 3,0%- mörkunum, sem kveðið er á um í sáttmálanum og Þjóðvetjar leggja mikið upp úr að verði virt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.