Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Einu
sinni var
Newman/W oodward
►ÁRIÐ 1968 áttu leikarahjónin Paul Newman og Joanne
Woodward tíu ára brúðkaupsafmæli. Þau hittust á skrif-
stofu umboðsmanns árið 1952 en Joanne þoldi Paul ekki
í fyrstu. Það kemur því ekki á óvart að síðan þau rugluðu
saman reytum hafa andstæður einkennt samband þeirra.
Hann er til dæmis mikill íþróttaunnandi en hún er unn-
- andi lista. Bæði hafa þau fengið Óskarsverðlaun og þykja
jafningjar í leiklistinni. Heimili þeirra er í Connecticut en
þar reyna þau að halda sig frá fjölmiðlum og frægðinni.
Á áttunda áratugnum þegar, leikferill Pauls var á toppn-
um, lét Joanne það ekki angra sig. „Mér er stundum illa
við það að vera kölluð frú Paul Newman en ég elska að
vera frú Paul Newman," sagði þessi ákveðna leikkona.
FÓLK í FRÉTTUM
FRÉTTIR af fræga og ríka fólkinu eru stöðugt að berast og skiptir ekki alltaf
máli hvað viðkomandi er að gera eða hvort hann er yfirleitt að gera eitthvað_
fréttnæmt. Sömu nöfnin ber oft á góma og auðvelt er að fylgjast með lífshlaupi
átrúnaðargoðanna. En hvað var sumt af þessu fólki að gera fyrir 25 eða 30 árum?
1971
Melanie Griffith og stjúpbróðir hennar að
leika sér við ljónsunga á heimili sínu, aðeins
13 áragömul.
1973
Diana Ross komin á toppinn og fátæktin
minningin ein.
Melanie Griffith Diana Ross
►ÁRIÐ 1971 var leikkonan Melanie Griffith 13 ára og lék
sér við fjörugan Ijónsunga ásamt stjúpbróður sínum Jerry.
„Það var ekki auðvelt að alast upp með svona mörgum
villiköttum," sagði Melanie en móðir hennar sinnar Tippi
Hedren er mikill dýraunnandi. Á búgarði fjölskyldunnar
í Acton í Kaliforníu voru 71 ljón, 17 tígrísdýr, 13 hlébarð-
ar, 10 fjallaljón, 3 sebrahestar, tveir fílar og tveir jagúarar.
Þegar Melanie var aðeins 14 ára hóf hún sambúð með
leikaranum Don Johnson. „Hann forðaði mér frá ástarsorg-
inni og leiðindunum sem fylgja því að verða skotinn í
mörgum strákum," sagði Melanie um Don. Leiðir þeirra
skildi en mörgum árum seinna tóku þau saman aftur, eign-
uðust dótturina Dakota, og skildu aftur.
►ÁRIÐ 1973 var Diana Ross á hátindi frægðarinnar og
lifði í allsnægtum. Hún var næstelst sex systkina og ólst
'upp í fátækrahverfi Detroitborgar. „Þaðan flutti ég í lítið
hús í Detroit með móður minni og svo hingað," sagði Díana
sem þá var búin að koma sér fyrir í glæsihýsi í Beverly
Hills.
Hin 29 ára Diana Ross hafði sama ár verið tilnefnd til
Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni „Lady Sings
the Blues“ sem var byggð á ævi söngkonunnar Billie
Holiday. Hún vonaði að tilnefning hennar yrði hvatning
fyrir unga aðdáendur og sannaði fyrir þeim að allar hindr-
anir væru yfirstíganlegar. „Eg sýndi og sannaði að hvaða
litla blökkustúlka sem er getur náð á toppinn," sagði Diana.
Ef þú ert á aldrinum 9-18 ára og vilt komast í góðan
félagsskap, skemmta þér með hressum krökkum við
leiki og störf, læra að þjarga þér úti í náttúrunni, fara
1 gönguferðir og útilegur, læra að t)inda hnúta og
súrra, læra skyndfhjálp eða rötun, taka þátt í
umhverfisverkefnum, kvöldvökum, varðeldum
skátamótum, eða jafnvel taka þátt í alþjóðle
skátastarfi?
Er bá skátastarf ekki eitthvað fvrir big?
Hafðu samhand við skátana á þínu
heimasvæði. Flest skátafélög hafa opið h
laugardaginn 13. sept. milli kl. 13 og 16
BANDALAG ISLENSKRA SKATA
rtz&to
v—)
PAMELA Anderson í mynd-
inni Barb Wire.
Sjálfsævi-
saga
Pamelu
PAMELA Anderson er hætt að
leika í Strandvörðum og þvertekur
fyrir að leika í nektaratriðum í
kvikmyndum, a.m.k. í „Helio, She
Lied“. Þurfti hún nýlega að ganga
í gegnum ströng réttarhöld til að
komast hjá því að standa við sam-
komulag um að leika í þeirri mynd.
Pamela situr þó ekki alveg
auðum höndum. Hún undirritaði
samning við Warner Books árið
1996 um útgáfu á sjálfsævisögu
og fær hún 800 þúsund dollara
fyrir vikið. I samkomulaginu
sagði að í bókinni yrði kafli með
yfirskriftinni „Saga bijósta
minna“.
Þrátt fyrir að réttarhöldin
tækju sinn toll hefur Pamela lok-
ið við 300 blaðsíðna handrit að
bókinni. Er bókin væntanleg í
bókabúðir í júní á næsta ári.