Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 I HEIMSQKN HJÁ HELGA ÞORGILS I vinnu- tafu myndlist- MORGUNBLAÐIÐ FRIÐJQNSSYNI Helgi Þorgils Friðjónsson er í hópi þekktustu myndlistarmanna okkar --7---------—------------------------- Islendinga og hefur sýnt víða erlendis. Hann opnar sýningu á nýjum verkum sínum í Gerðarsafni í Kópavogi síðari hluta septembermánaðar. Olafur Ormsson heimsótti Helga Þorgils á vinnustofu hans í Þverholtinu í Reykj avík. ÞAÐ er á miðvikudags- morgni í áliðnum ágúst að ég kem að verksmiðju- byggingu Sólar hf. í Þverholtinu í Reykjavík. Það er úrhellisrigning, skýfall, og rigningin lemur þak- plötumar á verksmiðjuhúsinu. Ég hleyp upp tröppumar og inn í and- dyrið, upp stigann og upp á aðra hæð hússins og stúlkan á skipti- borðinu segir að þessi rigningartíð undanfamar vikixr hafí verið held- ur leiðinleg og hún þrái það að fá að sjá sólina að nýju. Ég spyr um Helga Þorgils? - Er hann komin til landsins? spyr stúlkan á skiptiborðinu. - „Já, hann er nýkominn frá Grænlandi og á von á mér á vinnu- stofuna,“ segi ég. Hún ýtir á takka á skiptiborðinu og er komin í sam- band við listamanninn á vinnustof- unni í öðrum enda hússins. Ég skoða stórt málverk eftir listamanninn sem þekur heilan vegg í móttökuherbergi þegar Helgi Þorgils birtist allt í einu og heilsar og við göngum eftir löngum gangi og yfir í hvem salinn af öðr- um þar til við komum að vinnustofu listamannsins. Hún er um eitt hundrað og fímmtíu fermetra og rúmgóð. Þar hefur Helgi Þorgils unnið að verkum sínum á síðustu tveim árum. Á vinnustofunni er allt hvað innan um annað, trönur, ferðatrönur, penslar og tómar málningartúpur á borðum, skrif- borð, stólar, tómar gosflöskur og ýmist fullunnin eða hálfunnin verk. Á vinnustofu listamannsins eru fjórir stórir gluggar og nokkrir ne- onljóslampar hanga úr lofti. Þar em heilu rekkamir með málverk- um. Það er heilmikil vinna sem liggur að baki málverkanna og kröfuhörð. Helgi Þorgils er í ljósgrænum gallabuxum og dökkri peysu. Hann er dökkskolhærður, glað- vær, hláturmildur og hefur gaman af að spjalla um eitt og annað sem vekur áhuga hans. Ég er ekki fyrr kominn inn á vinnustofuna að sím- inn hringir. Listamaðurinn er kominn í samband við útlönd og ég heyri að einhver viðskiptamál em í gangi. Sýning í september Helgi Þorgils hefur haldið fjöl- margar sýningar víða um Evrópu og selt mörg verk á liðnum áram. Hann sýnir mér nýleg málverk frá Grænlandi og ég hef orð á því að mér fínnist þau ólík því sem hann hefur verið að gera áður. Helgi Þorgils brosir. Við göngum yfír að stómm málverkum á vegg í vinnu- stofunni. Helgi Þorgils bendir á nokkrar myndir. „Jú, jú. Ég hef reyndar alltaf LISTAMAÐURINN á vinnustofunni við nýtt verk sem enn er nafnlaust. Morgunblaðið/Þorkell málað landslagsmyndir. Þetta era svona æfingar. Ég hef verið með þá hugmynd að gefa kannski út bók eða að halda sýningu í anda gömlu nítjándu aldar ferðamannanna sem vatnslituðu og teiknuðu þar sem þeir fóru og oft um sögustaði á Islandi.“ - En þessar stóru myndir hér á veggjun- um, verða þær á sýn- ingu þinni í Gerðar- safni í Kópavogi í lok septembermánaðar? „Já, þessar stóru myndir verða þar. Hér sérðu að ýmis- legt er á myndun- um. Hér er til dæmis næturfiðr- ildi, bakfiðrildi þarna og maður á miðjum aldri. Hér er landið og þríhymingurinn og allt þetta og hér er drengurinn og hann er þarna með merki Jesú Krists, eða gefur það í skyn þó það sé það ekki alveg. Þessi mynd hérna er tveir metrar á breidd og tveir og tuttugu á hæð.“ - Hvað heldurðu að þú verðir með margar myndir á sýningunni? „Það fer eftir því hvemig þær raðast niður. Ég verð mikið með þessar stóra myndir þannig að þær verða ekkert mjög margar. Ég er alltaf með sýningar í gangi erlendis. Ég var síðast með sýn- ingu hér heima á Sjónarhóh í Gesta Fyrsta sfðan í gestabók listamannsins, frá fyrstu sýningunni í Gallerf SÚM f ágúst 1978. fyrravetur með Hannesi Sigurðs- syni.“ Áhugamál- in tengast mgndiist- inni Við göngum um vinnustofuna og ég skoða nokkrar myndir. Ég spyr Helga Þorgils um áhugamál hans. „Áhugamál mín tengj- ast meira eða minna myndlist. Ég les mikið miðað við það sem almennt gerist, að ég held. Ég skrifa mikið, ég geng á fjöll, ég ferðast mikið með fjöl- skyldunni og fer víða, bæði á eftir myndum og þegar ég er að kenna. Fjölskylda mín er með sumarhús í Dölunum og þar dveljum við, ég og konan mín og bömin, oft á sumrin. Þá hef ég mikinn áhuga á sögu, bæði lista- og menningarsögu og al- mennri sögu. Það kemur auðvitað að einhverju leyti fram í myndun- um. Ég hlusta töluvert mikið á tón- Iist en er þó ekki jafn mikill sér- fræðingur og Sigurður Örlygsson. Ég hlusta aðallega á klassíska, hefðbundna tónlist." Að lokinni skoðunarferð um vinnustofu listamannsins fáum við okkur sæti á stólum við borð sem er kannsld ekki beinlínis veisluborð Er eðlilegt að lemja foreldra sína ? GYLFY ÁSMUNDSSON SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Er talið eðlilegt að böm á leikskólaaldri lemji foreldra sína ef þau fá ekki sínu framgengt? Ef ekki, hvað er þá til ráða? Svar: Líklega er það nokkuð al- gengt að böm á þessum aldri lemji foreldra sína til að fá sínu fram- gengt. Hvort það er eðlilegt, æski- legt eða viðunandi er svo annað mál. Allir foreldrar vilja leiða böm sín til farsællar hegðunar og þroska, en er misjafnlega sýnt um að finna til þess réttu leiðimar. Fer það oft eftir þeirra eigin upp- eldi og skapferli hvernig til tekst. Böm eru ákaflega fljót að læra á foreldra sína. Þau beita sínum aðferðum til að fá það sem þau langar í, biðja vel, nauða, kasta sér í gólfið og gráta eða jafnvel lemja. Sú aðferð sem gefur þeim bestan árangur er síðan notuð aftur og aftur og festist í sessi, ef viðbrögð foreldranna eru þeim hagstæð. Mörgum foreldrum finnst það léttasta lausnin að kaupa sér frið með því að láta undan barninu. Ekki síst á það við þegar aðrir sjá til, svo sem eins og í verslunum, þar sem börnin sjá margt gimilegt sem þau langar í. Þar má stundum sjá böm lemja foreldra sína til að fá sitt fram, og það er óþægilegt fyrir foreldra að standa í stríði við Börn og foreldrar barn sitt frammi fyrir fjölda ókunnugra, og þeir láta oft undan. Líklegt er þó að sömu foreldrar hafi tamið sér það áður í heima- húsum að kaupa sér frið á þennan hátt. Sá friður getur orðið dýr- keyptur þegar til lengdar lætur. Böm þurfa aga, og það sem meira er, börn vilja aga. Hann veitir þeim öryggi, sem er þeim mikilvægara en flest annað á bemskuárunum. Agi og festa er því hluti af ástríku uppeldi for- eldra á börnum sínum. Það er hins vegar ekki sama hvers konar aga er beitt. Margir líta á aga sem nei- kvæð viðbrögð, refsingar eða hörku í samskiptum við börn. Harður agi sem barninu finnst ósanngjarn getur haft í för með sér þrjósku eða uppreisnargimi. Jákvæður agi felst hins vegar í festu, leiðsögn og umbun fyrir það sem barnið gerir vel. Umbun skil- ar að jafnaði betri árangri en refs- ing. Foreldrar þurfa þá jafnframt að vera sjálfum sér samkvæmir í viðbrögðum sínum gagnvart barn- inu. Margir foreldrar reyna að stýra börnum sínum með umvönd- unum og skömmum, en fylgja þeim á engan hátt eftir. Börnin hætta fljótt að taka mark á slíku þusi og fara sínu fram. Þegar svo heldur fram lengi hafa bömin tekið völdin af foreldrunum, án þess að hafa lært að stjórna sér sjálf. Uppeldi felst í því að fá það besta út úr bömunum, þar á meðal að temja þeim æskilega umgengnis- hætti, tillitssemi við aðra, biðlund og sjálfstæði. Bamauppeldi er um sumt svipað tamningu hesta, þótt að öðru leyti sé þar ólíku saman að jafna. Góður tamningamaður reynir að sveigja hestinn undir vilja sinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.