Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður leikskólakennara segir útlitið dökkt í kjaradeilunni „Sé ekki annað en það skelli á verkfall“ ENGINN árangur varð af sátta- fundi samninganefndar Félags ís- lenskra leikskólakennara og samn- inganefndar launanefndar sveitar- félaga hjá ríkissáttasemjara á fímmtudag en annar fundur hefur verið boðaður næstkomandi fimmtudag. „Með þessu áframhaldi sé ég ekki annað en það skelli á verkfall," segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. Verkfall ríflega 1.000 leikskóla- kennara á leikskólum, sem reknir eru af opinberum aðilum á öllu landinu, hefst 22. september, hafí ekki samist fyrir þann tíma. „Við fengum mjög skýr svör þar sem þeir hafna nánast öllum okkar kröfum, standa fast við tilboðið sem þeir lögðu fram í byrjun ágúst en fallast á að kanna möguleika á breytingu á þeirri launatöflu sem lögð var fram í tilboði þeirra,“ seg- ir Björg. Tekist á um launahækkanir og röðun í launatöflu Tekist er á um launalið væntan- legra samninga og röðun í launa- töflu. Leikskólakennarar krefjast hækkunar byrjunarlauna úr tæp- um 82 þús. kr. á mánuði í 110 þús. kr. á samningstímanum sem yrði fram undir lok ársins 2000, en sveitarfélögin hafa boðið hækkun byrjunarlauna í um 95.000 kr. í lok samningstímans. „I kröfugerð okk- ar erum við einnig með ýmis atriði sem við viljum samræma á milli sveitarfélaga en þeir hafna því al- farið með þeim rökum að þar sé um að ræða stjómvaldsákvarðanir hvers og eins sveitarfélags. Þessi atriði lúta m.a. að yfirvinnu leik- skólastjóra, vinnuskyldu leikskóla- stjóra á deild og afslátt á vinnu- skyldu fyrir aðstoðarleikskóla- stjóra,“ segir Björg. Hún segir einnig að launastigi leikskólakennara sé svo þjappaður að félagsmenn í efstu flokkunum haldi öðrum niðri og því krefjist leikskólakennarar þess að breyt- ingar verði gerðar á launastiganum til að skapa aukið svigrúm til launabreytinga innan hans. Á fund með borgarstjóra í gær Fulltrúar Félags leikskólakenn- ara gengu í gær á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra til að gera henni grein fyrir hversu alvarleg staða væri komin upp í kjaradeilunni. Björg segir að af- staða borgarinnar í viðræðunum að undanfömu hafi valdið vonbrigð- um. „Það var höfuðmarkmið hjá borginni, þegar þeir ákváðu að vísa samningsumboði sínu til launa- nefndar sveitarfélaga, að samræma kjörin og reyna að rétta hlut leik- skólakennara sem vinna hjá borg- inni, en þeir hafa haft lakasta kjarasamninginn. Ég sé ekki þann vilja við samningaborðið," segir hún. Björg kveðst ekki hafa fengið nein sérstök viðbrögð hjá borgar- stjóra á fundinum í gær. Komið verulega á móts við kröfumar Karl Bjömsson, formaður launa- nefndar sveitarfélaganna, sagði að staðan í viðræðunum væri slæm. Hann sagði að launaneftidin hefði boðið leikskólakennumm sambæri- legar hækkanir og aðrir launþegar hefðu fengið auk leiðréttinga á launaflokkaröðun. Þá hefði nefndin boðið fram einn samræmdan samn- ing fyrir leikskóla á öllu landinu, en það hefði m.a. í för með sér að leik- skólakennarar í Reykjavík fengju hækkanir umfram aðra. Hann sagði því ekki rétt hjá formanni leikskólakennara að öllum kröfum þeirra hefði verið hafnað. Launa- nefndin hefði komið veralega á móts við kröfur þeirra. ítreka níu mánaða gamlar kröfur „Viðbrögð leikskólakennara við útspili okkar var að ítreka níu mán- aða gamlar kröfur sínar. En sam- kvæmt útreikningum okkar á þeim fela þær í sér 35% hækkun lægstu launa og allt að 70% hækkun hæstu launa. Á sama tíma hefur allt þjóð- félagið verið að semja um 15-20% hækkun launa á samningstímanum og oft hafa komið á móti breyting- ar á vinnutíma eða annað til hag- ræðingar í rekstri. Staðan er því mjög alvarleg." Karl sagði að 60-70% útgjalda sveitarfélaganna væra laun og í viðræðum sveitarfélaganna við leikskólakennara yrðu þau að taka mið af öðram samningum sem þau hefðu gert við aðra hópa. Ef sveit- arfélögin samþykktu kröfur leik- skólakennara og grannskólakenn- ara yrði útsvar að hækka mjög mikið eða að skera yrði stórkost- lega niður í framkvæmdum sveit- arfélaganna. Skipting- Pósts og síma hf. samþykkt HALLDÓR Blöndal sam- gönguráðherra samþykkti á hluthafafundi í gær að skipta Pósti og síma hf. í tvö hlutafé- lög. Hlutafélagið íslandspóst- ur verður stofnað um póst- reksturinn og verður stofn- fundur félagsins haldinn 27. desember nk. Starfsemi sím- ans verður áfram rekin af sama félagi en undir nýju nafni; Landssími íslands hf. Reikningslegur aðskilnaður fé- laganna miðast við 1. janúar 1988. Starfsmenn halda öllum réttindum f fréttatilkynningu frá Pósti og síma hf. kemur fram að nafnverð stofnhlutafjár ís- landspósts hf. skuli nema 75% af bókfærðu eigin fé póstsins í endurskoðuðum stofnefna- hagsreikingi Pósts og síma hf. en 25% af eigin fé skal sett í varasjóð. Starfsmenn póstsins flytjast yfir til hins nýja hluta- félags og halda öllum áunnum réttindum sínum eins og þeir gerðu þegar þeir fluttust frá Póst- og símamálastofnun yfir til Pósts og síma hf. Forstjóri fyrir íslandspóst hf. verður ráðinn fljótlega og gengið frá ráðningu annarra yfirmanna fyrir 1. október nk. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands Jákvætt viðhorf til sjálfboðaliða Núpi. Morgunblaðið. „ÞATTASKIL hafa orðið í viðhorfi stjórnvalda til frjálsra félaga sem vinna sjálfboðaliðastörf í þágu um- hverfisvemdar bæði á alþjóða vettvangi sem og hér á landi,“ sagði Hulda Valtýsdóttir, formað- ur Skógræktarfélags Islands, við setningu aðalfundar félagsins á Núpi í Dýrafirði. Sagði hún að stjómvöld hlustuðu í æ ríkara mæli á hvað félögin hefðu fram að færa og tækju tillit til þeirra við ákvarðanatöku. Hulda benti einnig á að breyt- ingar hafi átt sér stað í starfsemi aðildarfélaga Skógræktarfélags ís- lands og að félögin þyrftu að kynna sér nýjar starfsreglur í tengslum við gildistöku samkeppnislaganna árið 1993 og lög um virðisauka- skatt sem stundum hefði komið með óréttmætum hætti niður á fé- lögum sem ynnu sjálfboðaliðastarf. Loks yrðu félögin að kynna sér á hvem hátt mæta mætti nýjum lög- um um umhverfismat. Þakkaði hún aðild að félögunum sem nú era 63 fyrir ötult starf í heimahéraði og fyrir að halda á lofti merki Skóg- ræktar á íslandi. Gott árferði Jón Loftsson, skógræktarstjóri ríkisins, vakti í sínu ávarpi athygli á að trjá- og viðarvöxtur um allt land væri með mesta móti í ár. Hann myndi ekki eftir jafngóðu ár- ferði. AKUREYRI, SAUÐÁRKRÓKUR, ÍSAFJÖRÐUR, VESTURBYGGÐ, EGILSSTAÐIR OG SIGLUFJÖRÐUR flðia leiáina ^ þú borgar urn leíö og þú bókar. Upplýslngar og bókanir I síma: 570 8090 ISLANDSFLUG gctrir fleirum tært aó fljúga Morgunblaðið/Keli INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Halldór Blöndal samgönguráðherra klippa á borða og opna göngubrúna formlega. Fljót bílaumferðar brúað GÖNGUBRÚIN yfir Miklubraut var vígð í gær í blíðskaparveðri af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Halldóri Blöndal samgönguráðherra. I ávarpi borg- arstjóra kom fram að ekki hefði verið fundið nafn á brúna, sem tengir Vogahverfið við smáíbúða- hverfið eða Sogamýrina, en hug- myndir væru uppi um að kalla hana Sogamýrarbrúna eða Soga- brúna. Sogamýrarbrúin er önnur göngubrúin sem byggð er í borg- inni og áform eru uppi um að byggja þá þriðju yfir Kringlumýr- arbraut hjá Laugarneshverfinu fyrir næsta vor. Við vígsluna sungu eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur nokkur lög. Fulltrúar Sjálfsbjargar, blindra- og sjónskertra, íslenska fjallahjóla- klúbbsins og félagsins Iþróttir fyrir alla komu fylktu liði yfír brúna rétt eftir vfgsluna. Brúin er samstarfsverkefni Vegagerðarinnnar og Reyhjavíkur- borgar, en borgin sá um fram- kvæmdina. Heildarkostnaður við gerð hennar er um 62 milljónir. Brúin var hönnuð af Verkfræði- stofu Stefáns Ómarssonar í sam- vinnu við Baldvin Einarsson verk- fræðing. Ráðgjafi við útlitshönnun brúarinnar var Ingimundur Sveins- son og Ragnhildur Skarphéðins- dóttir landslagsarkitekt sá um út- litshönnun göngustfga og næsta umhverfis. Við vígslu göngubrúarinnar rifj- aði borgarstjóri upp æskuárin í Vogunum og ófáar ferðir þaðan yf- ir í Sogamýrina sem þá var verið að ræsta fram. Á þeim tíma sagði borgarsljóri að mesti farartálminn hefði verið stórir skurðir. Núna áratugum seinna væri farartálminn milli hverfanna fljót bílaumferðar um Miklubraut sem nú hefði verið brúað fyrir gangandi vegfarendur. Þá ávarpaði einnig Ilalldór Blön- dal samkomuna og þakkaði m.a. Reykjavíkurborg samstarfið við byfrginfrn brúarinnar. I lok athafnar afhenti borgar- stjóri samgönguráðherra viður- kenningarskjal með svofelldum orðum: Að fötluðum hollt er að hyggja, yfir hindranir leið þeirra tryggja, og brúin svo breið, mun bæta hér leið, með Halldóri er hagstætt að byggja. Norðanlands vill hann sig viðra og vegum og göngum þar hliðra, því brosum við sæl, ef sýnir hann stæl, og gefur í Gullinbrú syðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.