Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 35 Upplýsingar á alneti - magn eða gæði? FBR boðar til málþings 11. september næst- komandi. Hrafnhildur Hreinsdóttir segir markmiðið vera að kynna leiðir til að nýta sem best gagnagrunna og upplýsingakerfi. skammt. Menn reka sig á að marg- ir gagnagrunnar á Internet eru lok- aðir, þ.e. til þess að leita þarf að hafa lykilorð og fyrir upplýsingarn- ar og aðgang þarf að borga. Gagnagrunnar eru safn upplýs- inga sem aðallega byggist á tíma- ritagreinum og hafa oftast að geyma vandaðar upplýsingar á ákveðnum sviðum, t.d. læknis- fræði. Einnig eru til alfræðigagna- grunnar eins og t.d. Britannica. í upphafi voru gagnagrunnarnir til- tölulega fáir en með aukinni sér- hæfingu hefur þeim fjölgað. Gagnagrunnar fást annaðhvort á prenti, eða á geisladiskum og einn- ig eru margir orðnir aðgengilegir á Internet. Tölvutengdir gagnagrunnar eru um 6.000 talsins en um helmingi fleiri á geisladiskum eða prentuðu formi. Þessir gagnagrunnar hafa að geyma upplýsingar úr 4-500 ur því miklu fjölbreyttara og skemmtilegra en áður og við kynn- umst börnunum betur, öllum aldurs- hópum. Hvað sjálfa mig áhrærir finnst mér mun áhugaverðara og eftirsókn- arverðara að fá nú tækifæri til þess að vinna nú margbreytileg störf og í félagi við aðra, í stað þess að vinna ein afmarkað verk eins og ég gerði áður. Ég var áður eini gangavörður- inn í barnaskólanum og sá um allt sem þurfti að gera þar. Það var enginn annar að vinna með mér og það var auðvitað ekkert skemmtiiegt og oft einmanalegt. Nú vinn ég með öðrum að miklu fjölbreyttari verk- efnum en áður. Komum að starfi með opnum hug Við skólaliðarnir úr þessum þrem- ur skólum vorum á námskeiði í fyrra- dag þar sem sálfræðingur ræddi við okkur m.a. um einelti og þarfir barna, ræstitæknir talaði um ræst- ingu og efnin og hvernig þau virka. Farið var yfir hjálp í viðlögum. For- maður Starfsmannafélags Reykja- vikur skýrði okkur frá laununum og fleiru sem því viðkemur. Okkur er lofað að ræstingarkonur sem fara í þessi störf haldi sínum lífeyris- og veikindarétti sem er mjög mikil- vægt. Á námskeiðið kom einnig kona sem vinnur við þetta skipulag í Kópavogi og hefur gert í sex ár. Hún sagði okkur að hún vildi alls ekki skipta til fyrra fyrirkomulags, þetta væri miklu skemmtilegra og fjölbreyttara starf. Því miður erum við með lægri laun en þær og þær hafa líka laun allt árið. Vonandi fáum við brátt sömu kjör! Ég vil vinna skólanum mínum vel og mér þykir vænt um þennan vinnu- stað minn. Þar er gott fólk, góðir stjórnendur og góður andi auk þess sem ég á þar mína bestu vini. Ég vona bara að skólaliðar allir komi að þessu starfi með opnum huga og átök milli stéttarfélaga verði ekki til þess að spilla fyrir þessari til- raun. Þá vinnst þetta vel og skólum okkar til heilla. Höfundur er skólalidi í Langholtsskóla. 0 lis ^HUJ Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 GQC . plasthuöun • Fjölbreytt vandaö úrval af efnum • Fullkomnar plasthuöunarvélar • Vönduö vara - betra verö J. RSTVFHDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535. ALHLIÐATOLVUKERFI BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrír WINDOWS Sjáðu frábæran hugbúnað: www.treknet.is/throun 0 KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uéuntv tískuverslun m V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 ■ VIÐ sem vinnum á bókasöfnum höfum upplifað miklar breyt- ingar á skömmum tíma. Starf bókasafns- og upplýsingafræð- inga hefur breyst frá því að leggja mikla vinnu í leit að upplýs- ingum í það að draga fram nothæfar upplýs- ingar úr öllu flóðinu. Það sem veldur þessari byltingu er auðvitað Internet. Bókasafns- og upplýsingafræðing- ar hafa m.a. mikla reynslu og þekkingu í að, leita að upplýsing- um, ekki síst í gagna- grunnum hvort sem er á Internet eða með beinlínutengingum og hjá mörgum verður þessi þjónusta sí- fellt stærri hluti af vinnu þeirra. Mjög margir íslendingar þurfa á Internet að halda í námi og starfi. Internet er net sem getur tengt saman tölvur um allan heim. Það er byggt upp af gagnagrunnum og vefsíðum og hefur hver síða sitt veffang. Hver og einn getur sett upp vefsíðu og enginn skráir eða hefur eftirlit með því hvað birtist. En hvergi er að finna slíkan hafsjó af upplýsingum sem á Internet og því finnst flestum eðlilegt að leita fanga þar. Oft er þó erfitt að finna það sem leitað er að. Nú eru síðurnar orðnar svo margar að leit að upplýsingum er miklu flóknari en fyrir t.d. ári. Nú munu um 82 milljónir vefsíða vera á Internet og árið 2001 er spáð að þær verði orðnar um 268 milljón- ir talsins. Algengt er að sem svar við leit- arorði komi um 10.000 síður þar sem orðið kemur fyrir og ekki sjálfgefið að viðkom- andi finni það sem leit- að er að. Gervigreind leitarvélanna er nefni- lega önnur en mann- anna. Flestar leitarvél- arnar finna einfaldlega allar þær síður þar sem viðkomandi orð kemur fyrir án nokkurs tillits til samhengis í texta. Það eru til fjölmarg- ar leitarvélar, þær þekktustu eru kannske Alta Vista, InfoSeek, Lyc- os, Web Crawler, Excite og Yahoo. Mikill munur er á því hvernig leitar- vélarnar vinna. Sumar leitarvélar leita að póstföngum eða hugbún- aði. Aðrar flakka um netið og safna upplýsingum í leitargrunn og enn aðrar leita eftir lykilorðum. Sem dæmi má nefna Yahoo sem hefur til langs tíma haft marga bóka- safns- og upplýsingafræðinga í starfi við að fara skipulega yfir vefsíður og flokka efnið þar. Það skiptir líka miklu máli að hvers konar upplýsingum menn eru að leita. Einfalt er að finna t.d. heimilisfang fyrirtækis, eða upplýs- ingar um starfsemi þess. Hins veg- ar vandast málið ef verið er að leita að góðum heimildum um sérhæft efni. Þá duga leitarvélarnar Hrafnhildur Hreinsdóttir þúsund tímaritum af margvíslegum toga. Til að einfalda aðgang að þeim hafa fyrirtæki selt sameigin- lega aðgang að mörgum gagna- grunnum. Sem dæmi má nefna Knight Ridder sem býður upp á um 650 mismunandi gagnagrunna. Þeir eru þó ekki ennþá allir að- gengilegir á Internet, en fyrir um það bil tveimur mánuðum voru um 250 vinsælir Dialog-gagnagrunnar komnir þar inn. En kostnaður vegna aðgangs að gagnagrunnum er mikill og hefur það hamlað að- gengi manna að þeim. Það er einmitt þetta aðgengi sem er svo mikilvægt. Það er ljóst að smærri fyrirtæki og bókasöfn hafa ekki fjárhagsiegt bolmagn til að kaupa aðgang að mikilvægum upp- lýsingum. Þá er um marga sér- hæfða gagnagrunna að ræða sem kannski eru notaðir af örfáum ein- staklingum sem starfa alls ekki allir hjá sama fyrirtækinu. Einnig má taka sem dæmi að íslenskir vísindamenn hafa alls ekki sama aðgang að upplýsingum og t.d. vís- indamenn á hinum Norðurlöndun- um. Þar er boðið upp á aðgang að rannsóknartengdum upplýsingum þeim að kostnaðarlausu í gegnum þeirra tölvur. Við sem vinnum á bókasöfnum, viljum hafa áhrif á þróun mála og hrinda af stað umræðu um stöðu íslendinga varðandi aðgang að upp- lýsingum. Tryggja þarf jafnrétti ís- lensks atvinnulífs, menntunar og S vísinda á við erlenda aðila. Því er það að FBR (Félag bókavarða í rannsóknarsöfnun) boðar til mál- þings 11. september næstkomandi um þessi mál sem ber yfirskriftina: Upplýsingar á Internet, málþing um aðgang atvinnulífs og vísindasam- félags að upplýsingum. Markmið þingsins er að kynna og ræða hvaða leiðir eru færar til að nýta sem best gagnagrunna og upplýsingakerfi til að efla atvinnu- líf og rannsóknir á íslandi. Ætlun- in er að ljúka málþinginu með pall- borðsumræðum um sameiginlega stefnu - hvað viljum við og hver á að semja fyrir Island. Því vegna smæðar okkar verðum við á ein- hvern hátt að sameinast um aðgang og kaup á upplýsingum. Við hvetj- um því alla þá sem vilja nýta upp- lýsingar í tölvum til að leggja okk- ur lið og sameinast um leiðir til framfara í þágu framtíðar. Höfundur er yfirbóka vörður hjá Pósti og síma og í stjórn FBR. K9ANDI v KVEÐJA og keppnin um sterkosta mann íslands! Sunnudaginn 31. ágúst verður mikið um að vera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrir alla fjölskylduna. Vöðvafjöll, leikrit, brúður, grin og flugeldar. Garðurinn opnar kl. 10:00 og fjörið heldur áfram allt til kl. 21:00. Komið og njótið dagsins. Kl. 14:00 • Keppni um sterkasta mann íslands • Brúðubíllinn Kl. 15:00 • Skari Skrípó • Leikritið „Undir Breiðholtinu" • Hljómsveitin Geirfuglamir Kl. 20:00 • Varðeldur* Kl. 21:00 • Flugeldasýning* * í boði Skátasambands Reykjavíkur og Hjálparsveit skáta Reykjavík Allir sem mæta í skátabúningi fá frítt inn eftir kl. 19:00 Ath! Vetraropnun frá 1. september: Kl. 10:00 -17:00 alla daga nema miðvikudaga. spíÆ' ' FJÖISKYLDU-OC HUSDÝRACARPURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.