Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 52
52 I.AUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SIGURBJÖRG Jóh. Þórðardóttir eiginkona Gísla B. Kristjánssonar, Hallfríður Freysteinsdóttir kona Arn- ar Eiðssonar og Sigríður Jónsdóttir kona Óskars Jónssonar. MIKLIR fagnaðarfundir urðu er Örn Clausen og Sig- urður Steinsson fararstjóri hittust í ÍR-heimilinu. Að baki þeim eru Finnbjörn Þorvaldsson og Þórarinnn Gunnarsson. BOÐHLAUPSSVEITIN sem gerði garðinn frægan fyr- ir fimmtíu árum. íþróttakapparnir eru frá vinstri Haukur Clausen, Örn Clausen, Reynir Sigurðsson og Finnbjörn Þorvaldsson. Kjaftaskur í gmnnskóla Hljómsveitin SAGA KLASS og Sigrún Eva halda uppi fjörinu frá kjj. 23.30. Nú er um að gera að draga fram dansskóna og skella sér á ballið. >_ Minntust fræðgarfarar IR-inga FRÆKNIR íþróttamenn með forystumönnum ÍR, (f.v.) Kjartan Jóhannsson, Þorberg- ur Halldórsson formaður ÍR, Reynir Sigurðsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Þórarinn Gunnarsson og Gylfi Magnússon formaður fijálsíþróttadeildar ÍR. Komdu á ballið! Frj álsíþróttahópur- inn, sem keppti á 10 mótum, vakti mikla athygli nor- rænna fjölmiðla og blés þrótti í íslenska þjóðarvitund. UM þessar mundir eru 50 ár frá því 15 manna frjáls- íþróttahópur úr ÍR hélt í nær fjögurra vikna keppnis- ferð til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Kepptu þeir á 10 mótum og í stuttu máli var um mikla sigurför að ræða sem vakti mikla athygli norrænna fjölmiðla og blés þrótti í íslenska þjóðarvitund. Á fyrsta mótinu, alþjóðlegu stórmóti á Bislet í Ósló, vann Óskar Jónsson einn fræknasta sigur ís- lensks hlaupara er hann vann 1500 metra hlaup á 3:53,4 mínútum og bætti íslandsmetið um fimm sek- úndur. Kjartan Jóhannsson varð annar í 800 metrum og Finnbjöm Þorvaldsson og Haukur Clausen í 3. og 4. sæti í 100 metrunum. Var það vísir þess sem verða vildi um góðan árangur í ferðinni þar sem nokkur íslandsmet féllu. Hámarki náði ferðin á Norðurlandamótinu í Stokk- hólmi er Haukur Clausen 18 ára að aldri vann fræk- inn sigur í 200 metra hlaupi á nýju íslandsmeti, 21,9 sek. Vann hann alla bestu hlaupara Norðurlandanna fyrir troðfullum ólympíuleikvanginum og sögðu sænsku blöðin að fagnaðarlátunum hefði aldrei ætlað að linna, svo vinsæll hefði yngsti keppandi mótsins verið. Finnbjörn Þorvaldsson varð annar í 100 metra hlaupi á sama móti. Morgunblaðið flutti fréttir af frammistöðu ÍR-ing- anna en hún hafði þó aðeins staðið í viku er blaðið segir frá því, að fólkið hér heima hafi áreiðanlega _____ haft mikinn áhuga fyrir því hvernig ÍR-ingun- um gengi úti, því frá því fyrsta fréttin birtist í Morgunblaðinu af afrekum þeirra hefði upp- hringingum til þeirra á ritstjórninni varla linnt. „Allir hafa spurt eftir nýjum fréttum frá Ósló eða Stokkhólmi. Og það hafa verið fleiri en félagar þeirra í íþróttafélagi Reykjavíkur sem hafa spurt. Gamlir og virðulegir embættismenn, skip- stjórar og húsameistarar, hafa fullir eftirvæntingar viljað fá fréttir úrslitunum í 200 m. hlaupinu o.s.frv." í vikunni efndi minntist frj álsíþrótta- deild ÍR fræðgarfarar- innar með samsæti fyrir þá sem þátt tóku 5 ferðinni. Montgomery ekki gleymdur ► „LIVE Flesh“, nýjasta kvik- mynd Pedros Almodovars, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíð í New York, sem hefst 26. septem- ber. Fjallar myndin um samband tveggja lögreglumanna og daðurs- fulla eiginkonu og verður hún sýnd 12. október. Opnunarmynd hátíðarinnar verð- ur aftur á móti „The Ice Storm,“ sem leikstýrt er af Ang Lee. 28 myndir verða sýndar á hátíðinni sem fer fram í „Lincoln Center". ► Eddie Murphy og Martin Lawr- ence sem fyrst léku saman í myndinni Boomerang munu leika sama í nýrri mynd Life leikstýrð af Ted Demme, og fjallar hún um fangelsisfélaga. Myndir hefst 1940 þegar félagarnir tveir fá lífstíðar- fangelsisdóm, og er fylgst með þeim til dagsins í dag. Hilmar Sverrisson verður í góðum gír á -þín saga! ►Montgomery heitinn Clift er ekki alveg gleymdur og grafinn. Nú á að gera mynd um leikarann sem dó aðeins 45 ára að aldri árið 1966. Myndin mun fjalla um Holly- wood ferii hans, og munu því marg- ar glitta í marga kvikmyndastjörn- una eins og þau Elizabeth Taylor, Frank Sinatra og John Wayne. Monty verður titill myndarinnar, og þessa dagana eru framleið- endurnir í óða önn við að finna þann leikara sem verður full- kominn í hlutverkið hans Monty. Martin Lawrence ► JIM CARREY greinir frá því í nýlegu viðtali að hann hafi verið svo mikill kjaftaskur í grunnskóla að kennarinn hafi leyft honum að standa fyrir stuttu skemmtiat- riði í lok hvers skóladags, gegn því að hann væri til friðs í tímum. „Á einkunnaspjaldinu mínu stóð alltaf: Jim er fyrstur til að ljúka verkefnum og truflar síðan hina nemendurna," segir háðfugl- inn með gúmmískoltinn. í skemmtiatriðinu í lok dagsins henti Carrey gaman að kennurum og skólastjóranum. „Eg sendi út- drátt úr þessum atriðum til „The Carol Burnett Show“ og vonaðist til þess að hún myndi ráða mig,“ segir Carrey og bætir við: „Ca- rol, hvað ætlarðu að láta mig bíða lengi!?“ FAR NN Kvikmyndafréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.