Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 53
FÓLK í FRÉTTUM
Aðalleikarar í Sporlaust eru rétt yfir tvítugu og eru að öðlast sína fyrstu reynslu í kvikmyndum
Bara eitt
tækifæri
Upp með veggjum Sundhallarinnar eru Dofri,
Þrúður og1 Guðmunchir Inffi að leika í kvik-
myndinni Sporlaust undir leikstjórn Hilmars
Oddssonar. Hildur Loftsdóttir bað þau að
koma niður að spjalla við sig.
SPORLAUST fjallar um hóp vina á
tvítugsaldri í Reykjavík nútímans.
Övæntir og uggvænlegir atburðir
verða til þess að vinirnir standa
skyndilega andspænis háskalegum
vanda sem umturnar lífí þeirra og
framtíðaráformum gersamlega.
Aðalleikararnir eru flestir rétt
yfir tvítugu, og eru að öðlast sína
fyrstu reynslu í kvikmyndum. Þeir
gefa sig allir í leikinn og það fer
ekki á milli mála að þeir hafa gam-
an af.
Kjöt á beinunum
Guðmundur Ingi Þorvaldsson: Ég
fer með hlutverk Gunnlaugs Bjöms-
sonar, títt nefnds Gulla í myndinni.
Hann er sundmaður góður og af-
skaplega ljúfur drengur, held ég.
Þetta er bara saga um venjulegan
strák og vini hans sem lenda í slæm-
um málum. Eitthvað sem gæti kom-
ið fyrir alla.
Þrúður Vilhjálmsdóttir: Ég leik Ellu
sem er kærasta Gulla. Stelpa sem
á ríka foreldra og hefur fengið allt
upp í hendurnar. Hún breytist eftir
þessi vandræði og líka við það að
þurfa að umgangast mis-hæpna
náunga og jafnvel treysta á þá.
Þessi breyting er það erfiðasta við
að móta þessa persónu. Mér finnst
Ella voða sæt þótt hún sé dálítið
snobbhænsn í byrjun myndarinnar.
Dofri Hermannsson: Ég er svo
Beggi sem er trúðurinn, eiginlega
þessi sorglegi trúður í hópnum.
GIÞ: Það sem er flott við Begga
er hvernig hann stendur sig í lífinu,
þar sem fjölskyldan hans er dálítið
vafasöm.
DH: Já, hann er sá sem tengir
Gulla og Ellu við fólk sem hefur
ekki jafn pottþéttan bakgrunn.
Hann getur átt alla að vinum. Það
sem gerir handritið að Sporlaust
gott er að persónusköpunin er mjög
góð; það er kjöt á beinunum. Eitt-
hvað meira en bara góð söguflétta.
ÞV: Já, þessar ólíku persónur gera
handritið litríkt og skemmtilegt.
GIÞ: Málið er að viðbrögð og örlög
þessa fólks eru sett ofar fléttunni.
Hvernig bregst venjulegt fólk við
þegar það lendir í svona aðstæðum?
Skiptir sköpum að æfa
GIÞ: Fólkið sem við erum að vinna
með er frábært, Hilmar er leikstjóri
sem gefur sér tima til að æfa, þann-
ig að við lærum alveg ótrúlega
mikið. Ég hefði hvergi annars stað-
ar viljað byija.
DH: Já, ég segi það sama. Maður
hefur heyrt að sumir kvikmynda-
leikstjórar á Islandi viti ekki hvað
þeir vilji fá frá leikurum.
ÞV: Mér finnst svo gott fyrir per-
sónusköpunina að hafa æfingar, í
stað þess að mæta á upptökustað
og vera einungis búin að móta per-
sónuna í huganum við lestur hand-
ritsins;
GIÞ: Ég held að það sé sparnaður
fyrir leikstjóra þegar leikari kemur
á tökustað og veit hvað hann er
að gera. Hilmar útskýrði líka kvik-
myndaleik fyrir okkur og kenndi
okkur fagmálið svo við skildum
hvað væri að gerast á tökustað.
DH: Við spjölluðum líka saman um
það hvernig við gætum fengið sem
mest út úr hverri persónu og hvem-
ig hún gæti hjálpað til að gera sög-
una spennandi.
ÞV: Þannig veit leikstjórinn líka
hvað leikararnir era að hugsa í sam-
bandi við sínar persónur.
Vanmetið nám
DH: Ef ég ætlaði að láta byggja
skólanum sér maður aðallega leik-
hús fyrir sér í framtíðinni, því að
bíómyndir hafa verið svo fáar en
þeim er farið að fjölga.
GIÞ: Ég held að bíómyndir séu
framtíðin, þar er þenslan. Ég hef
alltaf horft með opnum hug til kvik-
myndaleiks ekki síður en til sviðs-
leiks. Það sem er samt erfiðara við
kvikmyndaleik, er að maður fær
bara eitt tækifæri. Maður tekur
eitthvert atriði upp og þá þýðir
ekki að hugsa um það eftir á að
þú hefðir viljað gera hlutinn öðru-
vísi. _
ÞV: Í leikhúsi fær maður fleiri tæki-
færi.
DH: Þetta er stundum flókið, þar
sem atriðin í myndinni eru ekki
tekin upp í réttri röð. Maður tekur
upp eitthvert atriði, og þá þýðir
ekki að gera næsta atriði, sem
kannski er tekið upp þremur vikum
seinna, allt öðruvísi.
GIÞ: Svo þarf maður að bíða í heilt
Listræn
tilþrif?
DOFRI, Þrúður og
Guðmundur Ingi
skemmta sér vel við
upptökurnar á kvik-
myndinni Sporlaust
Hilmar Oddsson horf-
ir á leikarana sína og
klórar sér í kollinum.
Morgunblaðið/Þorkell
fyrir mig hús, þá myndi ég vilja fá
fagmann í það þótt laghentir menn
séu ágætir.
ÞV: Ahugaleikarar eru oft fínir í
bíómyndum, en oftast hefði orðið
miklu betra að nota leikara, því
áhugaleikarar eru svo misjafnir.
DH: Þegar talað er um að áhuga-
leikari standi sig vel, er verið að
gera lítið úr þessu námi sem okkur
finnst svo merkilegt.
ÞV: Já, í alvöru, þetta er vanmetið
nám.
GIÞ: Við erum ekki fjögur ár í skóla
fyrir ekki neitt.
ÞV: Mér finnst spennandi að fá að
vera í bíómynd með leikhúsinu. í
ár til að sjá hvernig atriðið kemur
út.
ÞV: Ég langar að sjá myndina fyr-
ir frumsýningu, annars verð ég með
hjartað í buxunum.
GIÞ: Við eigum líka eftir að fara í
hljóðsetningu til Kaupmannahafn-
ar. A.m.k. við Þrúður, manstu Bláa
lóns-atriðið?
ÞV: Já, einmitt.
GIÞ: Já, Sporlaust verður tvímæla-
laust góð mynd.
ÞV: Þetta er það gott handrit að
það lofar góðu.
DH: Góður leikstjóri...
ÞV: Góðir leikarar...
GIÞ: Já, frábærir leikarar! Ha, ha!
Stutt
Hengdi sig
fyrir slysni
^ BRESKUR leikari sem var að
leika Júdas í grískri hótelupp-
færslu á söngleiknum „Jesus
Christ Superstar“ hengdi sjálfan
sig fyrir slysni nú á dögunum.
Atburðurinn átti sér stað fyrir
framan um sex hundruð áhorf-
endur í Aþenu en ekki er vitað
með vissu hvernig hinn 26 ára
gamli Antony Wheeler lenti í
_ snörunni. Að sögn hótelsljórans
Dimitris Hatziýannakis, hafði
■ Wheeler unnið sem leikari á hót-
elinu síðastliðin þijú ár. „Hann
var þægilegur, harðduglegur og
vinsæll meðal leikaranna,“ sagði
hótelstjórinn. Wheeler átti að
láta sig svífa ofan af aftökupalli
niður á gólf þar sem hann venju-
lega losaði sig auðveldlega á
meðan ljósin voru slökkt. Áhorf-
endum og aðstandendum sýning-
arinnar brá því heldur í brún
þegar þeir sáu leikarann hang-
andi í byrjun næsta atriðis.