Morgunblaðið - 14.09.1997, Page 2

Morgunblaðið - 14.09.1997, Page 2
2 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sjúkrahúsin í Reykjavík fá 320 milljónir í aukafjárveitingu Verkaskipting sjúkra- húsanna verður aukin HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, fjár- málaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa undirritað sam- komulag sem felur í sér 320 millj- óna króna aukafjárveitingu úr ríkis- sjóði til sjúkrahúsanna í Reykjavík. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukið samstarf sjúkrahúsanna og meiri verkaskiptingu. Auk þeirra 320 milljóna sem koma úr ríkissjóði leggur heilbrigð- isráðuneytið fram 45 milljónir af hagræðingarlið sínum og 100 millj- ónir koma úr safnlið á fjárlögum. Framkvæmdasjóður aldraðra legg- ur fram 7 milljónir og Reykjavíkur- borg 2 milljónir. Samtals eru þetta 474 milljónir sem skiptast þannig að Ríkisspítalar fá 223 milljónir, SHR 232 milljónir, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 15 milljónir, geðlæknis- þjónustan að Bjargi 1,5 milljónir og hjúkrunarheimilið Skógarbæ 2,5 milljónir. Samkomulagið gerir ráð fyrir að rannsóknarstofur spítalanna verði aðskildar frá öðrum rekstri. Ætlun- in er að kanna hvort hagkvæmt sé að stofna sérstakt félag um þennan rekstur. Samkomulagið gerir sömu- leiðis ráð fyrir að tekin verði upp samræmd gagnavinnsla í fjármálum og skráningu á starfsemi sjúkrahús- anna. Stefnt er að því að ná fram hag- ræðingu í rekstri skurðstofa á báð- um sjúkrahúsunum t.a.m. með opn- un sérstakra innritunarmiðstöðva. Verkaskipting verður aukin á bækl- unarsviði og breytingar verða á geðsviðum. Þá verður Vífilsstaða- spítala breytt í hjúkrunarheimili. Endurhæfingarþjónusta aukin Gert er ráð fyrir að þessar að- gerðir skili umtalsverðri hagræð- ingu í rekstri sjúkrahúsanna á kom- andi árum. Aætlað er að hagræð- ingin á árinu 1998 verði 205 milljón- ir og 255 milljónir 1999. „Þetta er mjög mikilvægt sam- komulag og sýnir vel hvað hægt er að ná fram mikilli hagkvæmni með samhæfingu í rekstri sjúkrahúsa. Þetta leiðir til þess að við getum aukið verulega endurhæfingar- pláss, sem er brýnt að gera vegna þess að það eru margir sem bíða á bráðadeildunum eftir endurhæf- ingu. Ennfremur fjölgar rúmum fyrir aldraða og þjónusta við geð- sjúka verður bætt,“ sagði Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra. Grjót í götu VIÐA er unnið að því að fegra borgina og endumýja götur og göngustíga. Á horni Barónsstígs og Laufásvegar vann steinsmiður að því að leggja tilhoggið grjót eftir kúnstarinnar reglum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. -------------- Jarðskjálfti fannst á Húsavík JARÐSKJÁLFTI fannst á Húsavík snemma á laugardagsmorgun og mældist hann 3 á Richterskvarða. Upptökin voru rétt norðan Húsa- víkur, á Skjálfanda. Steinunn Jakobsdóttir jarð- skjálftafræðingur segir að jarð- skjálftavirkni hafi verið úti fyrir mynni Eyjafjarðar síðustu vikur og stöku skjálftar hafi verið austan við Flatey á Skjálfanda. Upptök skjálftans sem fannst á laugardags- morgun voru hins vegar austar og rétt norðan Húsavíkur. Virkt jarð- skjálftasvæði er á þessum slóðum. Búist við öflugum skjálfta á næstu áratugum Steinunn sagði að lítil virkni hefði verið á laugardagsmorgninum eftir stærsta skjálftann. Hún vildi samt ekki útiloka að fleiri skjálftar íynd- ust næstu daga. Steinunn sagði að búast mætti við því að einhvem tíma á næstu áratugum gæti komið öflugur jarðskjálfti á þessu svæði, allt að 7 á Richter. Borgin greiðir ekki leigu í Austurstræti 9 Veitingahúsum fjölgi ekki INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir ekki koma til greina að borgin greiði leigu fyrir Austurstræti 9 nema ef borgin telji sig geta nýtt húsnæðið. Eigendur telja sig ekki geta nýtt það, þar sem borgarráð hefur hafnað beiðni um veitingaleyfi í húsnæðinu þar til lok- ið er endurskoðun á deiliskipulagi miðbæjarins. Borgarstjóri segist skilja sjónar- mið eigendanna. Þeir hafi einungis fengið leigutilboð í húsnæðið fyrir veitingarekstur en ákveðið hafi ver- ið að setja allar ákvarðanir um frek- ari breytingar í miðborginni á ís á meðan unnið er að þróunaráætlun fyrir miðborgina þar sem meðal annars verði tekin afstaða til þess hvort efla beri viðskipti í miðbæn- um eða hvort taka eigi mið af þeirri staðreynd að miðborgin er að þró- ast yfir í að hýsa svo til einvörðungu menningarstarfsemi og veitinga- rekstur. Leyfíð ekki veitt „Á meðan ekki eru skýrar línur hefur verið ákveðið að veita ekki þetta leyfi,“ sagði Ingibjörg. Sagði hún að í staðfestu deiliskipulagi væri gert ráð fyrir verslun á neðri hæð hússins og að borgaryfirvöld væru ekki tilbúin að hverfa frá þvi með þetta tiltekna hús. „Við finnum að krafan er að spomað verði við þeirri þróun í veitingahúsarekstri sem er í miðborginni," sagði hún. „Þegar árið 1986 hefði átt að vinna eftir deiliskipulaginu en það var ekki gert. Veikleiki okkar hefur ver- ið sá árum saman að við höfum ekki reynt að stýra þróuninni. Við eigum að fara eftir deiliskipulagi því ann- ars skapast óöryggi hjá þeim sem eru með rekstur eða búa í miðborg- inni þegar ekki er hægt að treysta gildandi skipulagi." Fréttabréf Háskóla Sameinuðu þjóðanna Islenzkum sjávarútvegi hrósað ÍSLENZKUM sjávarútvegi og ís- lenzkum fræðimönnum á sviði sjáv- arútvegsfræða er hrósað í hástert í nýjasta tölublaði fréttabréfs Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU). Um sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ, sem ákveðið hefur verið að hafi aðsetur hér á landi, er komizt svo að orði að hann eigi að taka þátt í að bjarga framtíð fiskveiða. í fréttabréfinu er fjallað almennt um stöðu sjávarútvegs og fiskveiða í heiminum og fjallað um vandamál tengd ofveiði og slæmri fiskveiði- stjórnun. Greinarhöfundur segir mörgum iðnríkjum hafa mistekizt að stjóma fiskveiðum sínum. Sam- starfi UNU og ríkisstjómar íslands um stofnun sjávarútvegsháskóla sé hins vegar ætlað að koma í veg fyrir að þróunarríkin geri sömu mistökin. íslenzkir sérfræðingar eftirsóttir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Heitor Gurgulino de Souza, rektor UNU, undirrituðu samkomulag um stofnun sjávarút- vegsskólans 3. júní síðastliðinn. í fréttabréfinu segir að skólinn muni „reyna að stuðla að því að bjarga framtíð fiskveiða". Góðar líkur séu á að það markmið náist. „UNU veit heilmikið um rannsóknir og þjálfun; íslendingar vita heilmikið um fisk,“ segir þar. Fram kemur að Sameinuðu þjóð- imar og aðrar alþjóðastofnanir hafi um árabil sótzt eftir starfskröftum íslenzkra sérfræðinga í fiskveiðum vegna þekkingar þeirra. Á íslandi hafi sjávarútvegur breytzt úr sjálfs- þurftarbúskap í meiriháttar atvinnu- grein. „íslendingar geta kennt þróunar- ríkjunum margt varðandi fiskveiðar. Floti þeirra, vinnsla og markaðs- setningarkerfi eru öll háþróuð. Þeir hafa ýtt erlendum fiskiskipum út úr efnahagslögsögu sinni, tekizt á við eigin ofveiðivanda og haft forgöngu um eitt fyrsta fiskveiðistjómunar- kerfið, sem byggt er á eignarrétti. Önnur rík lönd þurfa að niðurgreiða sjávarútveg sinn til að halda í honum lífinu en ísland hefur gert sinn sjáv- arútveg að hagkvæmri, fjársterkri og sjálfbærri atvinnugrein," segir í fréttebréfinu. „Öll þessi reynsla, auk þeirrar staðreyndar að landið hefur gefið af sér einhverjar beztu rannsóknir tengdar sjávarútvegi í heiminum, þýðir að Islendingar vita nákvæm- lega hvers konar þjálfun er nauð- synleg til að stuðla að því að bæta fiskveiðistjórnun í þróunarríkjun- um.“ Valdid tíl fólksins? ►Þótt málefni grunnskólanna hafi verið flutt til sveitarfélaganna eru camningar um kjör kennara enn miðstýrðir. /10 Framtíðartónar með fortíðarhljóm ►Á flokksþingi sænskra jafnaðar- manna í vikunni var framtíðin umræðuefnið. /12 Vistvæn lífsmenning ►Albert K. Bates, lögfræðingur hefur flutt fjölmörg mál varðandi umhverfið og mannréttindi. /20 Veitum vöruskiptum trygga umgjörð ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við forsvars- menn Viðskiptanetsins. /26 B ► 1-24 Sungu sig inn í hjörtu Grænlendinga ►Karlakórinn Heimir fór í söng- ferðalag til Grænlands og skóp þar eftirminnilega íslandsdaga. /1,12 Auðæf i í óbyggðum ►Öræfi íslands eru auðlind fyrir ferðamenn sem sækja í náttúru- kyrrð og fegurð. Þar á meðal eru Lónsöræfi. /4 Farðari forsetanna ►Lillian Brown hefur verið aðal förðunarmeistari bandarískra for- seta í áratugi. /6 Nútíma vesturfarar ►Gunnar Thors lýtalæknir starfar í Chicago í Bandaríkjunum. /8 c FERÐALOG ► 1-4 Villtdýr í aðalhlutverkum ►Masai Mara-hásléttan í Kenýa er undraverður heimur. /2 Frá íslandi - ekki Disneylandi ►í sumar kom út á Spáni ferða- handbók um ísland. /3 D BÍLAR________________ ► 1-4 Reynsluakstur ►Daihatsu Terios er fjórhjóladrif- inn bíll með veghæð jeppa en þæg- indi fólksbíls. /4 Litlir og sparneytnir bílar í Frankfurt ►Tími smábílsins er runninn upp ef marka má áherslur hjá bílafram- leiðendum. /2 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ 1-16 Gagnabanki í Háskólanum um atvinnutækifæri ►Þróaður hefur verið hjá Upplýs- ingaþjónustu Hl gagnabanki um atvinnutækifæri. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 42 Leiðari 28 Stjömuspá 42 Helgispjall 28 Skák 42 Reykjavíkurbréf 28 Fólk (fréttum 46 Skoðun 30 Bió/dans 51 Minningar 32 Útv./sjónv. 44,54 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 16b Hugvekja 42 Gárar 20b ídag 42 Mannlífsstr. 20b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.