Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 7/9-13/9
►SÖLUSAMBAND ís-
lenskra fískframleiðenda
hf., SÍF, hefur keypt allt
hlutabréf kanadíska físk-
vinnslufyrirtækisins Sans
Souci Seafood Limited í
Yarmouth á Nova Scotia í
Kanada. Einnig hefur SÍF
keypt aliar eignir, land,
fastafjármuni, áhöld og
tæki fyrirtækisins Tara
Nova í Shelbourne á Nova
Scotia. Tekur SÍF við
rekstri beggja fyrirtækj-
anna um mánaðamótin.
► FORSÆTISRÁHERRA
hefur skipað nefnd þing-
manna sem tilnefndir eru
af öllum þingflokkum, til að
kanna möguleika á breyt-
ingu á kjördæmaskipaninni
og tilhögun kosninga til Al-
þingis. Er nefndinni ætlað
að halda áfram störfum
nefndar sem starfaði í lok
siðasta kjörtimabils og skila
tillögum sinum fyrir iok
kjörtímabilsins eða i síðasta
lagi á þingi 1998-99.
►LEIKSKÓLAKENNAR-
AR hafa boðað verkfall 22.
september. Ef til verkfalls
kemur er ljóst að áhrif þess
verða víðtæk þegar yfír 14
þúsund börn missa gæslu.
Er þetta í fyrsta sinn sem
Félag íslenskra leikskóla-
kennara boðar verkfall frá
því félagið var stofnað, en
leikskólakennarar tóku þátt
í verkfalli BSRB árið 1984.
►BÆJARSTJÓRNIR Eski-
fjarðar, Neskaupstaðar og
Reyðarfjarðar hafa hver
fyrir sig samþykkt að ganga
til kosninga um sameiningu
bæjarfélaganna 15. nóvem-
ber. 3.300 manns búa í bæj-
unum þremur.
Býður konungs-
fjölskyldu birginn
SPENCER jarl, bróðir Díönu prins-
essu, hóf harðvítuga deilu við bresku
konungsfjölskylduna um það hvaða
hlutverki sonum Díönu og Karls Breta-
prins ber að gegna, í minningarræðu
sem hann flutti við útför systur sinnar
í Westminster Abbey sl. laugardag.
Viðbrögð í Bretlandi við bitrum orðum
í minningarræðunni voru sterk og tóku
margir Bretar undir yfírlýstan vilja
jarlsins til að hlífa prinsunum ungu,
Vilhjálmi og Harry, við stífum hegðun-
arreglum konungsfjölskyldunnar.
Stjórnmálaskýrendur breskra fjölmiðla
voru sammála um að hið þúsund ára
gamla konungdæmi yrði að aðlagast
betur tíðarandanum til að eiga sér von
um að halda velli á þeirri fjöimiðlaöld,
sem gerði Díönu að þeirri persónu, sem
tókst að snerta viðkvæma strengi í
bijósti stórs hluta almennings.
Sótt var að konungsfjölskyldunni
eftir útförina og sá hún sig knúna til
að lýsa því yfir á mánudag, að ekkert
væri hæft í fréttum þess efnis að Elísa-
bet drottning hefði verið andvíg því
að Díönu prinsessu yrði veitt opinber
útför. Skoðanakönnun, sem birt var í
byijun vikunnar, bendir til að kon-
ungsfjölskyldan sé ekki eins illa liðin
og ætla mætti af gagnrýni í liðinni
viku. 22% töldu að Elísabet stæði sig
illa, en 63% voru ánægð með störf
hennar. í könnuninni kom fram að 82%
kváðust hlynnt konungdæminu ef Vil-
hjálmur prins yrði konungur en ekki
Karl Bretaprins faðir hans. Þriðjungur
kvaðst vilja að Elísabet afsalaði sér
völdum og Vilhjálmur tæki við.
Á fimmtudag var hafin hreinsun
tugi tonna af blómum sem lögð höfðu
verið að þremur höllum konungdæmis-
ins í London og öðrum minnismerkjum
en þrátt fyrir það streymir enn fólk
að höllunum og leggur þar nýja blóm-
vendi.
Sterkur þorsk-
árgangur
MIKIÐ af þorskseiðum fannst í hafinu
við ísland í árlegum leiðangri Hafrann-
sóknastofnunar. Hefur ekki fundist
jafn mikið af þorskseiðum og nú frá
árinu 1984 og er seiðavísitalan sú
fjórða hæsta sem mælst hefur frá því
mælingar hófust árið 1970. Útbreiðsla
seiðanna var einnig mjög mikil og
fundust þau meira og minna á land-
grunninu úti fyrir Vestfjörðum, Norð-
urlandi og suður fyrir miðja Austfirði.
Stærð seiðanna var í meðallagi.
Nýr biskup
KARL Sigurbjömsson sóknarprestur i
Hallgrímsprestakalli hlaut hreinan
meirihluta í biskupskjöri og er því rétt-
kjörinn næsti biskup íslands. Karl
hlaut 111 atkvæði, Sigurður Sigurðar-
son 42 atkvæði, Gunnar Kristjánsson
15 atkvæði og Auður Eir Vilhjálms-
dóttir hlaut 14 atkvæði.
Dómur í Noregi
UNDIRRÉTTUR í Bodö í Noregi hef-
ur, að kröfu norska ákæruvaldsins,
dæmt skipstjórann á Sigurði VE og
útgerð hans til greiðslu sektar að upp-
hæð 4,3 milljónir króna. Ákveðið hefur
verið að áfrýja dómnum til hærra dóm-
stigs. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að sér blöskri niður-
staða dómsins og að hann hljóti að
hafa áhrif varðandi samstarf þjóðanna
almennt og sameiginlega nýtingu
fískistofna.
►TÓLF manns fórust með
norskri Super Puma-þyrlu
undan Hálogalandi sl.
mánudag en talið er að bil-
un hafi orðið á flugi með
þeim afleiðingum að hún
hafí brotnað sundur áður
en hún hrapaði í hafið.
►LEIÐTOGAR Sinn Fein,
stjórnmálaarms írska lýð-
veldishersins (IRA), skrif-
uðu á þriðjudag undir yfir-
lýsingu þar sem ofbeldi í
pólitískum tilgangi er for-
dæmt. Með því tryggðu
norður-írskir lýðveldissinn-
ar sér sæti við samninga-
borð viðræðna um framtíð
Norður-írlands.
►MADELEINE Albright,
utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, heimsótti ísrael
og sjálfsljórnarsvæði Pal-
estínumanna á miðvikudag
og fimmtudag. Hvatti hún
ísraelsstjórn til að stöðva
landnám gyðinga á her-
setnum svæðum, sagði að
stöðvun aðgerða, sem Pa-
lestínumenn teldu ögrun
gegn sér, gæti verið mikil-
vægt skref í þágu friðar-
ferlisins. ísraelsstjórn, sem
var óviðbúin yfirlýsingu af
þessu tagi, hafnaði hug-
myndinni.
►SKOTAR samþykktu
stofnun skosks þings í þjóð-
aratkvæðagreiðslu á
fimmtudag, en hátt í þijár
aldir eru síðan hið forna
Skotlandsþing í Edinborg
var leyst upp. 74,3% sam-
þykktu endurstofnun
skosks þings og 63,5% lýstu
sig fylgjandi því að þetta
þing færi með völd til tak-
markaðrar skattlagningar.
34. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna
Morgunblaöiö/UolU
RÁÐHERRAR Sjálfstæðisflokksins silja fyrir svörum á þingi SUS á föstudagskvöld. Frá vinstri:
Halldór Blöndal, Björn Bjarnason, Friðrik Sophusson, Jón Kr. Snæhólm fundarstjóri, Þorsteinn
Pálsson og Davíð Oddsson.
Feður fái fæðingarorlof
RÁÐHERRAR Sjálfstæðisflokks-
ins sátu fyrir svörum á þingi
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna á föstudagskvöld. Fjöl-
mennt var á fundinum og bárust
margar fyrirspurnir. í máli Frið-
riks Sophussonar fjármálaráð-
herra kom m.a. fram að það lægi
fyrir ríkisstjórninni tillaga frá
honum þess efnis að feður sem
starfa hjá ríkinu fengju tveggja
vikna fæðingarorlof sem þeir
gætu nýtt sér á fyrstu átta vikum
eftir fæðingu barnsins. „Málið
er til skoðunar hjá stjórnarflokk-
unum og ég vonast til þess að
ríkisstjórnin samþykki þetta mál
þannig að hægt verði að segja
frá því í næstu eða þarnæstu
viku.“
í dag mun nefndarstörfum
þingsins Ijúka og að þeim loknum
verður gengið til kosninga í emb-
ætti formanns, stjórnar og vara-
stjórnar. Ásdís Halla Bragadóttir
aðstoðarmaður menntamálaráð-
herra er sú eina sem hefur lýst
yfir framboði í formannsembætt-
ið og er ekki búist við mótfram-
boði.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
Moskva heimsborg
innan örfárra ára
YURI Luzhkov, borgarsjtóri Moskvu, tók á móti Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur borgarsljóra en hún var viðstödd þriggja
daga hátíðarhöld í tilefni 850 ára afmælis Moskvuborgar.
INNAN örfárra ára verður Moskva
orðin ein af heimsborgunum ef þró-
unin heldur áfram eins og á undan-
fömum árum, að mati Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra en
hún var viðstödd þriggja daga hátíð-
arhöld í tilefni 850 ára afmælis
Moskvuborgar. Borgarstjóri átti með-
al annars fund með Yuri Luzhkov,
borgarstjóra Moskvu, sem sýndi mik-
inn áhuga á Reykjavík sem vetrar-
borg og fræddi hann um einangrun
húsa sem er mikið vandamál í
Moskvu.
Ingibjörg sagðist hafa skynjað
sterkt sögu og menningu þjóðarinnar
og um leið hvað möguleikamir væru
miklir í framtíðinni. „Mér finnst eins
og Moskva geti eftir örfá ár verið
orðin ein af heimsborgunum ef þróun-
in heldur áfram eins og hún hefur
verið á undanfömum áram,“ sagði
hún. „Vandamálin era gífuleg sem
Rússar eru að glíma við og má þá
nefna mengun og alla innri uppbygg-
ingu samfélagsins."
„Til marks um að lýðræðið er farið
að skjóta rótum get ég nefnt að gef-
in era út blöð, sem era mjög gagnrýn-
in á stjómvöld. í einu blaðanna, sem
gefið er út á ensku, var því haldið
fram að heimilisleysingjamir í
Moskvu hefðu allir verið reknir út
fyrir borgina í tilefni hátíðarhaldanna
en engu að síður þegar haldnir voru
miklir tónleikar á háskólatorginu,
vora þar saman komnar um 3,5 millj-
ónir manns. Það fólk sem maður sá
þar var ekki tötrum klætt og það sem
kom mér á óvart var að varla sá vín
á nokkram manni. Auðvitað sé ég
þetta með gestsaugum og sé þetta í
einhverri sjónhendingu en fólkið sem
sást á götunum hefði getað verið statt
hvar sem var í heiminum. í verslunum
var nóg af öllu en miðað við laun
hafa fáir efni á þeim vöram. Mér var
sagt að millistjómandi hjá Moskvu-
borg hefði 200 dollara á mánuði í
laun. Það dugar skammt en auðvitað
er kominn upp stór hópur nýríkra og
ábyggilega talsverður hópur sem hef-
ur mikla kaupgetu. Það sér maður á
bílunum sem hvergi sjást flottari.“
Stórtækur atvinnurekandi
Ingibjörg sagði að Moskvuborg
væri mjög stórtæk í atvinnurekstri.
Borgin ræki banka sem væri ein
stærsta fjármálastofnun í Rússlandi,
sjónvarpsstöð, símaþjónustu og olíu-
fýrirtæki og er allur þessi rekstur að
stóram hluta til í samkeppni við einka-
aðila.
Að undanfömu hefur verið unnið
við að gera upp gamlar byggingar í
borginni og meðal annars hefur Kirkja
frelsarans, sem reist var til minningar
um sigurinn yfír Napóleon verið end-
urbyggð en Stalín lét sprengja hana
í loft upp og byggja sundlaug í henn-
ar stað. Sagði Ingibjörg að kirkjan
væri tákn um að nú hefði blaðinu
verið snúið við.
Öflugur og kraftmikill
Ingibjörg sagði að Yuri Luzhkov,
borgarstjóri Moskvu, hefði virkað
öflugur og kraftmikill. „Sagan segir
að hann sé allt um kring og fari einu
sinni í viku í yfirreið á alla þá staði,
þar sem framkvæmdir eru í gangi til
að sjá hvort menn era á áætlun og
ef ekki þá fá menn bágt fyrir,“ sagði
hún. „Hann nýtur gífurlegra vinsælda
í Moskvu. Hann var endurkjörinn árið
1996 og hlaut 90% atkvæða. Öll þessi
hátíðarhöld voru sögð vera liður í því
að hann muni bjóða sig fram til for-
seta árið 2000.“
Ingibjörg sagði að Luzhkov hefði
sýnt mikinn áhuga á Reykjavík sem
vetrarborg og vildi vita hvemig við
einöngraðum húsin en það væri mikið
vandamál sem borgaryfirvöld í
Moskvu stæðu frammi fyrir. Hús
væru þar illa einangruð og því væri
leitað leiða til að draga úr hitatapi.
„Hann hafði áhuga á að vita hvemig
við færam að í þessum efnum og eins
hvemig nýta mætti orkuna sem best
til upphitunar," sagði Ingibjörg. „Þeir
vora mjög hrifnir af að heyra hvemig
við leiðum vatn 60 km frá Nesjavöll-
um og töpum ekki nema tveimur
gráðum í hita á leiðinni. Þessu sýndu
þeir mikinn áhuga.“