Morgunblaðið - 14.09.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.09.1997, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 14, SEPTEMBER 1997_______________________ ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Á kosningaferðalagi með sjávarútvegsráðherra Noregs í Norður-Noregi Guði sé lof fyrir ol- íuna en... Karl Eirik Schjett-Pedersen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, lauk kosningabaráttunni í Norður-Noregi. Urður Gunnarsdóttir fylgdist með honum drekka kaffi, borða vöfflur og ræða fískveiðistefnuna og sam- göngumálin á Vannoya í Troms-fylki. HEYRÐU mig, þú verður að breyta sjávarút- vegsstefnunni segir starfsmaður á feijunni sem gengur á milli Hansnes og Vannöy þegar hann rekur augun í Karl Eirik Schjett-Pedersen, sjáv- arútvegsráðherra Noregs. Ráð- herrann er á kosningaferðalagi, næstsíðasta degi baráttunnar um að ná endurkjöri á norska Stór- þingið, og hann tekur manninum því vel, hlustar af athygli og biður ráðgjafann sinn að punkta athuga- semdirnar hjá sér. Schjott-Peders- en er í Troms-fylki til að ræða við kjósendur og þegar þeim funda- höldum lýkur, heldur hann til Alta í Finnmörku, þar sem hann rekur endahnútinn á þriggja vikna stíf fundahöld, ferðalög og kaffi- drykkju. A mánudag er svo gengið að kjörborðinu. Sjávarútvegsráðherrann tók við embætti síðari hluta síðasta árs, svo honum hefur ekki gefíst tæki- færi til að heimsækja öll þau frysti- og vinnsluhús, og koma í allar hafnimar, sem embættið krefst. En hann hefur komið víða við síð- ustu vikumar, ferðast eftir Nor- egsströndu þverri og endilangri. Síðustu þijár vikumar hefur ekki liðið dagur án þess að hann hafi ferðast í bíl eða flugi og stóllinn í ráðuneytinu hefur staðið tómur. En með aðstoð góðra embættis- manna hefur ráðherranum tekist að stýra sjávarútvegnum og ham- ast í kosningabaráttu á sama tíma. Á leiðinni á fyrsta kosninga- fundinn í Troms-fylki talar ráð- herrann linnulaust í farsímann. Stundum tvo. „Ég veit ekki hvern- ig við hefðum komist af án far- síma,“ segir ráðgjafi hans, Karin Morvik, og hristir höfuðið. En stöð- ugt samband við um- heiminn hefur líka í för með sér að það er hvergi friður. Auk Morvik er með í för varaformaður Norges Fiskarlag, Knut Wemer Hansen, sem er í fimmta sæti á lista Verka- mannaflokksins í Troms og skartar nýjum stuttermabol sem á stend- ur: „Guði sé lof fyrir olíuna en veistu hver er næststærsta útflutn- ingsgrein Noregs? Fiskvinnslan!" Ráðherrann er stórhrifinn. Spurður spjörunum úr Undir hádegi er komið til Vannoya þar sem um 1.000 manns búa. Þar er Vifra saltfiskvinnslan, þangað sem förinni er heitið. Mannskapurinn er kallaður í pásu þegar ráðherrann birtist og hann messar yfir hópnum á kaffistof- unni. Heilsar öllum með handa- bandi, nokkuð sem ráðgjafinn hans segir mikilvægara en en kosninga- ræðan. Schjott-Petersen byijar á því að biðja Hansen um að standa upp og sýna boiinn góða og minnir fólk á að í fyrra hafí fiskútflutning- ur Norðmanna numið sem svarar til 225 milljarða íslenskra króna. Hann segir stærstu verkefnin sem framundan s'éu vera að endurnýja flotann og gæta þess að í honum séu skip af öllum stærðum, að leggja áherslu á fullvinnslu, nokk- uð s_em hljómar kunnuglega í eyr- um íslendings og minnir á að tek- ist hafi samkomulag við Evrópu- sambandið um sölu á laxi. Víkur talinu frá sjávarútvegnum, ræðir gott atvinnuástand, lægri vexti og verðlag og segir öldrunarmálin næst á dagskrá, en veita eigi sem svarar til 300 milljarða ísl. kr. á næstu árum til að bæta stöðu og aðbúnað aldraðra. Og hann varar við Framfaraflokknum, á aðra er ekki minnst. Áheyrendurnir spyija ráðherra spjörunum úr, þeir vilja nánari útlistanir á aðstoð við kaup á minni bátum, krefjast meiri vegafram- kvæmda á svæðinu, gagnrýna of mikla áherslu stjómvalda á Aust- ur-Noreg og margir taka undir þegar fullyrt er að Verkamanna- flokkurinn hafi ekki staðið sig nógu vel í landsbyggðarmálum. Því er ráðherra ekki sammála og segir aukna tækni auka möguleika fólks á landsbyggðinni. Hann tekur hins vegar undir áhyggjur stjórn- enda í saltfiskvinnslunni að það sé mikið áhyggjuefni hversu fátt ungt fólk fá- ist til starfa í fiskvinnslu og til að gerast lærling- ar. Hvorki ráðherra né aðrir hafa lausnina á reiðum höndum en hann hvetur menn til að sýna starfinu og umhverfi sínu meiri virðingu, það sé ekki nema von að unga fóllkið leiti annað ef það heyri sí- fellt að engin framtíð sé í físk- vinnslu og umgengni á sumum vinnustöðum sé eins og á rusla- haugum. Vöfflur með geitaosti Ráðherrann gleypir í sig vöfflur með geitaosti og skolar þeim niður með kaffi. í lok dags hefur enginn tölu á kaffibollunum og vöfflunum. Áfram er haldið til Vannavalen þar sem er ein stærsta saltfisk- Áhugaleysi ungs fólks áhyggjuefni Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir SCHJOTT-Pedersen ræðir við starfsmenn saltfiskvinnslunnar Vannoya. ÍP vinnsla í heimi, framleiðslugetan er 60-80 tonn á sólarhring. Aftur er skotið á kosningafundi í pás- unni og ræðunni svipar til hinnar fyrri. Bolurinn er sýndur og rætt um nauðsyn þess að vernda fiski- stofnana í Barentshafi, um end- umýjum fiskiflotans, að störfum í Noregi hafi fjölgað um 180.000 á fjórum árum, húsnæðisvextir lækkað úr 13% í 6%. Starfsfólkið er flest undir þrítugu og enginn leggur í að spyija ráðherrann spurninga. Reksturinn gengur ágætlega segir framkvæmdastjór- inn, Viggo Petersen, en vandamál- in eru veikindafjarvistir og erfið- leikar við að fá fólk til vinnu. Flest- ir starfsmennimir eiga lítil börn og eru mikið frá og útilokað er að manna öll 36 störfin með heima- fólki, 10 Svíar vinna nú í verk- smiðjunni, Portúgalirnir sem fengnir voru til starfa gáfust upp. Móttökumar sem ráðherrann fær em blátt áfram og hressileg- ar. Menn gera óhræddir grín að vanþekkingu hans á tæknilegum atriðum í vinnslunni, segja honum að taka framboðsbrosið niður og leysa hann út með saltfiski. Hann tekur spurningum og fullyrðingum vel, skellihlær og virðist skemmta sér hið besta. Segist vissulega vera orðinn þreyttur en að hann finni það ekki nema þegar hann setjist niður augnabliksstund til að slaka á. Annars sé hann uppspenntur á meðan kosningabaráttunni standi. „Ég er spurður um allt á milli himins og jarðar. Auðvitað vill fólk fyrst og fremst ræða sjávarútvegs- mál við mig, en ýmislegt annað kemur upp á yfirborðið. Eg er svo heppinn að hafa tekið við góðu búi í sjávarútvegsráðuneytinu og í embættistíð minni hefur einnig ýmislegt jákvætt gerst. Ég leyfi mér að fullyrða að fólk er tiltölu- lega ánægt með stöðu sjávarút- vegsins í dag og sem dæmi um það get ég nefnt að ég hef ekki heyrt neinn krefjast afsagnar minnar, ótrúlegt nokk! Ekki búnir að gleyma Smugnnni Schjott-Petersen segir þá sem hann hefur hitt að máli fyrst og fremst vera upptekna af hvernig fryRgí3 megi búsetu á landsbyggð- inni, því þótt það hafi tekist nokk- uð vel, megi og verði að gera bet- ur. „En ástandið er býsna gott; firðimir krauma af síld, sem sýnir okkur að friðunin hefur skilað sér, ýsu- og þorskvótinn er hár, nýtt fjármagn hefur fengist til end- urnýjunar fiskiflotans, laxasamn- ingur tókst við Evrópusambandið og tekist hefur að leysa þá erfið- leika sem mörg frystihús í Finn- mörku stóðu frammi fyrir á síðasta ári. Vissulega eru mörg óleyst mál innan sjávarútvegsins en þau hafa ekki verið áberandi í þessari kosn- ingabaráttu. Eitt af þeim eru Smuguveiðar íslendinga. Við höf- um ekki skipt um skoðun í því máli þótt lítið hafi heyrst frá Nor- egi nú í haust. Ég hef heyrt radd- ir um að viðbrögðin við þeim hefðu átt að vera sterkari, norskir sjó- menn hafa fórnað svo miklu til að byggja upp fiskistofnana að þeir gleyma þessu ekki og við munum bregðast við.“ Schjott-Pedersen segir að í sinni ráðherratíð hafi ekki verið formlegar viðræður við íslendinga um lausn Smugudeil- unnar, ekki hafi tekist að koma þeim á en um leið og íslendingar gefí norskum stjórnvöldum merki, séu þau reiðubúin til viðræðna. Mikilvægustu verkefnin telur sjávarútvegsráðherrann að end- urnýja fiskveiðiflotann og þá fyrst og fremst stærri skip, 15-30 metra. Ríkisstyrkir til þess muni nema allt að 50% af kaupverðinu. Tak- mörk hafi hins vegar verið sett við framleiðslu frystitogara og ekki fáist styrkir til kaupa á þeim. Þaulvanur stjórnmálamaður Ekki þarf að fylgjast lengi með Karl Eirik Schjett-Pedersen til að sjá að þar fer þaulvanur stjórn- málamaður. Þótt hann eigi enn nokkur ár í fertugt, hefur hann setið ellefu ár á þingi, var aðeins 25 ára þegar hann náði kjöri, næstyngsti þingmaðurinn í sög- unni. Áður en hann tók við emb- ætti sjávarútvegsráðherra var hann formaður fjárlaganefndar norska þingsins. Ferðin nú hefur þó gefið honum einstakt tækifæri til að heimsækja fjölmörg fyrirtæki í fiskiðnaði og fleiri sjávarþorp og bæi en hann hefur tölu á. „Það er tvennt ólíkt að funda í Ósló eða á landsbyggðinni, ég ætla ekki að líkja því tvennu saman,“ segir hann. Og —— á því liggur enginn vafi, ráðherrann fær hrós og skammir umbúðalaust, menn eru ófeimnir að ræða við hann og virðast ekki uppnæmir yfir því að ráðherra sé á ferð. Schjott-Pedersen segir róðurinn ekki hafa verið þungann í kosn- ingabaráttunni, lítið fylgi í upphafi hennar hafi vakið Verkamanna- flokkinn til dáða. „Ég segi ekki vakið af svefni, því við höfum ver- ið vakandi, annað gengur ekki í stjórn. En það var nauðsynlegt að gera kjósendum grein fyrir því að það væri ekki hægt að refsa flokknum með því að kjósa hann Af hverju þurfum við ís- lensk tæki? ekki, en óska þess jafnframt að hann væri áfram við stjórnvölinn. Að gera fólki grein fyrir því að þótt vissulega sé umbóta þörf á nokkrum sviðum, sé ástandið í þjóðfélaginu í heildina gott.“ Ráðherrann neitar því jafnframt að Verkamannaflokkurinn hafi valið sér léttan andstæðing þar sem Framfaraflokkurinn sé, því hann sé raunveruleg ógnun, næst- stærsti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum. „Við vildum að fólk gerði sér grein fyrir því hvað það væri að kalla yfir sig, kysi það Framfaraflokkinn eða annan borgaralegan flokk, sem þurfa á hinum fyrrnefnda að halda til að ná meirihluta á þingi. Að fólk áttaði sig á því að það þyrfti ekki að rífa niður hús með jarðýtu þótt eitthvað bilaði, heldur nægði að kalla á iðnaðarmann." Endaspretturinn Dagur er að kveldi kominn í Hansnes. Á bryggjunni stendur ráðherra sjávarútvegsmála og dreifir bæklingum til fólks sem ætlar með feijunni til Vannoya. Að því búnu vindur hann sér inn á krá við bryggjusporðinn, þar sem boðað hefur verið til pólitísks fund- ar. Þar eru þung orð látin falla; margir íbúanna telja stjórnina hafa lagt til atlögu við smábátaeigendur með því að leggja áherslu á styrki til stórra skipa og allir eru sam- mála um að grípa þurfi til rót- tækra aðgerða til að laga vega- kerfið. Það eru fleiri en íslendingar sem búa við malarvegi. Og menn hafa áhyggjur af því að 93% af fískinum sem unnin er í sveitarfélaginu er rússafiskur, og af fólksflóttanum úr byggðinni, sem er svo mikill að ekki fæst fólk til fiskvinnslunnar. Schjott- Ped- ersen bendir á undirritaða og spyr hvers vegna Norðmenn þurfi að kaupa íslensk tæki til vinnslunnar og flytja þar með arðvæn- legasta hluta sjávarút- iii.- vegsins inn í stað þess að vinna hann sjálfir? Það skyldi þó aldrei vera að Norð- menn gætu lært eitthvað af litla bróður í norðri? Svo leysist fundurinn upp og ráðherrann keyrir í loftinu á flug- völlinn en þaðan flýgur hann til Finnmerkur, kjördæmisins síns, þar sem hann ætlar að veija loka- degi kosningabaráttunnar. í dag, sunnudag, er frí, því kosning hefst þá í nokkrum sveitarfélögum. Schjott-Pedersen segist ekki sig- urviss, tveir dagar séu langur tími í pólitík, og forsætisráðherrann velji ráðuneyti sitt. En hann hefur þó ástæðu til að vera bjartsýnn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.