Morgunblaðið - 14.09.1997, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Raimsóknarráð
íslands
Nýtt fólk í
úthlutunar-
nefndir
Þórólfur Guðnason
barnalœknir
Hef flutt læknastofu mína frá Háteigsvegi 1, Rvík í
Domus Medica,
Egilsgötu 3.
Símapantanir virka daga frá kl. 9-17 í síma 563 1014.
RANNSÓKNARRÁÐ íslands hef-
ur skipað fjóra nýja einstaklinga í
úthlutunamefndir Vísindasjóðs og
Tæknisjóðs. Þeir eru dr. Ámý Erla
Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur,
dr. Sigríður Dúna Kristmundsdótt-
ir mannfræðingur, dr. Gunnar
Kristjánsson, prófastur í úthlut-
unarnefnd Vísindasjóðs, og Dagný
Halldórsdóttir, verkfræðingur í út-
hlutunarnefnd Tæknisjóðs.
Úthlutunarnefnd Vísindasjóðs
skipa nú, auk Árnýjar Erlu, Sigríð-
ar Dúnu og Gunnars, þeir dr. Sig-
urður Guðmundsson læknir og dr.
Jakob H. Kristjánsson líffræðing-
ur. Árný Erla er formaður nefndar-
innar.
Auk Dagnýjar sitja í úthlutunar-
nefnd Tæknisjóðs þau Þorgeir
Pálsson verkfræðingur, Jóhannes
Torfason bóndi, dr. Guðrún Péturs-
dóttir lífeðlisfræðingur og dr.
Hörður Arnarson rafmagnsverk-
fræðingur. Þorgeir er nefndar-
formaður.
Upplýsingar um styrki úr sjóð-
um í vörslu Rannsóknarráðs og um
skipan nefnda á vegum ráðsins er
hægt að fá á heimasíðu Rannsókn-
arráðs á alnetinu. Slóðin er:
http://www.rannis.is
Sunnudags-kaffihlabborb Skíöaskálans stendur frá 14 til 17
Sunnudags-matarhlabborb Skíbaskálans stendur frá 18:30
Hlaðborð í dag
Skíðaskálinn Hveradölum
Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935. Borbapantanir í síma 567-2020
■
-
MyndlisisarskóU fZúnu Gísladó-dPur:
* Alhliða kennsla í málun með olíu, akrýl oq vatnslitum.
Byrjendur, framhaldsfólk.
* Myndvefnaður.
* Teiknun I oq II.
* Unglingahópur: Dlönduð verkefni, málun.
Stutt námskeið - lengri námskeið.
Fámennir hópar.
Upplýsingar og innritun kl. 14-21 alla daga.
ðímar 5611525 og 393 3536.
*r jjas?* w smmmm i 1—11
a
1
SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 9
Námskeið - 8 vikur
mur að hefiast
ÍGRAFARVI
Átta vikna námskeið ætlað konum sem vilja
losna við 20 kg eða meira. Stjórnað af
íþróttakennara og næringarfræðingi. Fjöldi
takmarkast við 30 konur á hvert námskeið.
• Vikuleg mæting til næringarfræðings (fræðsla,
persónuleg ráðgjöf og vigtun).
• Fræðslustundir með íþróttakennara og
næringarfræðingi
• Mæling á þoli, húðfitu og þlóðþrýstingi í upphafi og
enda námskeiðs
• Mæting í fasta tíma mánud., miðvikud. og laugard.
• Frjáls mæting í aðra leikfimi og tækjasali
• Verð 13.900- fyrir 8 vikur
Ósk Víðisdóttir
íþróttakennari
Ólafur G. Sæmundsson
næringarfræðingur
HEILSURÆKT
Faxafeni, Skipholti og Langarima í Rvík. Upplýsingasímar 568-9915 og 567-7474
Ritverk Sigurðar Nordals
Heildarútgáfa ritverka Sigurðar Nordals, sem nú er fullbúin,
er bæði mikil að vöxtum, alls 12 bindi, og fjölbreytt að efni.
Hér er að finna mörg rit, skáldverk, heimspekilegar hugleiðingar
og fræðirit, sem markað hafa djúp spor í menningarsögu íslendingt
á þessari öld, en auk þess mikið efni, sem hefur ekki verið birt áður.
Hvort sem Sigurður Nordal ritar sem fræðimaður, skáld eða
heimspekingur eru markmið hans ætíð að auka skilning almennings
á menningararfi þjóðarinnar og mikilvægi mannlegs þroska.
MANNLÝSINGAR
Þrjú bindi í öskju, 434,411 og 467 bls.
LIST ,
OG LIFSSKOÐUN
Þrjú bindi í öskju, 442,407 og 400 bls.
FORNAR MENNTIR
Þrjú bindi í öskju, 419,462 og 523 bls.
SAMHENQI
OG SAMTIÐ
Þrjú bindi í öskju, 408,441 og 528 bls.
• Lýsingar á einstaklingum frá fomöld
til nútíma; m.a. Agli Skallagrímssyni,
Snorra Sturlusyni, Birni úr Mörk,
Gunnhildi konungamóður, Tyrkja-
Guddu, Hallgrími Péturssyni, Vatnsenda-
Rósu, Sigurði Breiðfjörð, Bólu-Hjálmari
og yftr sjötíu samtímamönnum Sigurðar.
Ath. Margir kunna að eiga upprunalegu
útgáfur þeirra rita sem áður hafa komið
út. Hér eru þau hins vegar öll saman-
komin, auk viðamikils áður óprentaðs
efnis, út gefin í einni samrœmdri útgáfu.
Hún er gerð sérlega aðgengileg
almenningi ogfrœðimönnum, m.a. vegna
nafna- og bókmenntaskrárinnar í
lokabindi verksins. Þess vegna sakar
ekki að eignast þau jafnvel aftur í heild
sinni í þessari útgáfu.
• Þessi flokkur hefur að geyma bundinn
og óbundinn skáldskap Sigurðar,
heimspekileg verk hans og maigvíslegar
ritgerðir frá ýmsum tímum.
M.a. er hér Ieikritið Uppstigning,
nokkrar smásögur, t.d. Lognöldur
og Síðasta fullið, söguljóðið Hel
sem bæði er tímamótaverk í íslenskum
bókmenntum og sígildur skáldskapur,
ogþýöing á kvæði Frödings um Atlantis.
I heimspekihlutanum eru fyrirlestra-
söfnin Einlyndi og marglyndi og Líf
og dauði, auk hugleiðinga um margvísleg
efni.
• Hér er fjallað um fomar bókmenntir
og menningu íslendinga, en þau efni
voru gildasti þátturinn í fræðastörfum
Sigurðar Nordals.
Höfuð ritverk hans er Islenzk menning
sem út kom 1942. Fjallar það um sögu
og menningu íslendinga á þjóðveldisöld
pg "vanda þess og vegsemd að vera
íslendingur nú á dögum" eins og
höfundur komst að orði. Hér er mikið
efni áður óbirt og í safninu Fragmenta
ultima eru drög að framhaldi Islenzkrar
menningar, þar er fjallað um sagnaritun
Islendinga, tildrög hennar og þróun.
• Meginviðfangsefni þessa flokks er
samhengi íslenskrar menningar frá
fornbókmenntum til vorra daga.
Fyrirferðarmestir eru áður óprentaðir
háskólafyrirlestrar um íslenska
bókmenntasögu 1350-1750. Tíðindum
sætir að fyrirlestrar þessir birtist nú, því
þeir hafa verið umtalaðir í áratugi.
Hér em einnig birtar ritgerðir um
margvísleg efni, s.s. þjóðsögur, alþingi
hið foma, bókmenntir síðari alda og um
menningu og málefni samtíðar. Einnig
em hér áður óprentuð útvarpserindi.
Nafna- og bókmenntaskrár
• í tólfta og síðasta bindi ritverksins
em einnig birtar rækilegar nafna-
og bókmenntaskrár yfir öll tólf bindin.
Er þess að vænta að þær reynist leitandi
lesendum og fræðimönnum dýrmætur
lykill að þeim mikla fróðleik og fjölþætta
efni, sem ritsafnið hefur að geyma.
í tilefni þess að nú
eru 111 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Nordals,
er ofangreind heildarútgáfa ritverka hans
boðin á sérstöku tilboðsverði meðan birgðir endast,
Heildarverð var kr. 31.800,-
TILBOÐSVERÐ ER AÐEINS KR. 19.990,-
fyrir alla fjóra flokkana; 12 binda ritsafn.
Verð hvers staks flokks er kr. 5.500,-
Sölu á tilboOsvcrfti annast fyrst um sinn;
Hift Islenska bókmenntafélag, SÍOumúla 21
Mál og menning Laugavegi 18
Eymundsson, Austurstræti 18
Eymundsson, Kringlunni • Bókabúö Jónasar, Akureyri
HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG
SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK- SÍMI588 9060 • FAX 588 90 95
Unnt er að eignast ritverkift í hcild sinni
með fjórum jöfnum mánaðargreiðsium
án aukakostnaöar hjá söluaftilum.