Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 11 Morgunblaðið/Kristinn FORELDRAR með börnum sínum fyrsta skóladaginn. Hversu mikil áhrif eiga foreldrarnir að hafa á skólastarfið? launþegar og starfsmannafélögin voru orðin þreytt á þessu á sínum tíma. Sveitarfélögin hafa verið hlynnt þeim markmiðum launa- nefndar að reyna að samræma samninga milli sveitarfélaga og borga sömu laun fyrir sömu störf hvar sem er á landinu. Við tókum meðal annars upp starfsmat sem hefur hjálpað okkur mjög að jafna kjörin,. ekki síst milli karla og kvenna.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambandsins, segir að ef Launa- nefnd sveitarfélaga reynist ófær um að semja verði kennarar að hugleiða að semja við hvert sveitarfélag fyr- ir sig. „Við verðum samt að klára samningana að þessu sinni með því fyrirkomulagi sem nú er. Sveitarfé- lögin verða síðan að svara því hvemig þau skipa liði sínu.“ Eiríkur útilokar ekki blandað fyr- irkomulag þar sem samið verði um hin stóru mál á landsvísu og stéttar- félög kennara semji síðan við sveit- arfélögin um sérmál. „í sameigin- legri kynnisferð okkar og launa- nefndarinnar til Danmörku kynnt- umst við slíku kerfi. Það segir sig sjálft að stórt sveitarfélag eins og Reykjavík og lítið hafa gjörólíkar áherslur." Landsbyggðin styrkt til að borga hærri laun Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri í Súðavík, segist telja heppilegast að samningsumboðið sé á einni hendi. „Hins vegar fínnst mér löngu tíma- bært að farið sé að líta öðmm aug- um á landsbyggðina en höfuðborg- arsvæðið. Við ættum að gera eins og Norðmenn og Kanadamenn og borga hærri laun þar sem erfitt er að manna stöður. Það er ekki hægt að leggja það á sveitarfélögin að borga þennan mismun. Litlu sveit- arfélögin eru fyrir með miklu dýr- ari skóla vegna þess að nýtingin á húsnæði og mannafla er auðvitað miklu minni. Það er heldur ekkert réttlæti í því að hvert og eitt sveitar- félag fari að bera þessa bagga. Ég held að best væri að kostnaðinum væri jafnað út í gegnum Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga. Eg held að hreyf- ingin á starfsfólki skólanna sé ein aðalorsök fyrir slökum árangri nemenda á Vestfjörðum á sam- ræmdum prófum. Fjarnámið er reyndar mjög mikilvægt og hefur bætt aðstöðu okkar, því heimafólk sem menntar sig á þann hátt fer ekki burt.“ Unnur Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri samtakanna Heimili og skóli, telur að rannsaka þurfi betur þarfir mismunandi sveitarfé- laga í skólamálum. „Mín hugmynd er sú að gera ætti tilraunasamninga til 2-3 ára í nokkrum sveitarfélög- um á allt öðrum nótum en er í dag. Til dæmis mætti reyna það að kenn- arar ynnu til 20. júní, byijuðu 10. ágúst og dregið yrði úr vinnu á veturna. Það mætti reyna mismun- andi útfærslur, til dæmis eina sem hentaði í litlu sveitarfélagi og aðra í stórum þéttbýlisskóla.“ Fulltrúar stærri sveitarfélaga vilja ekki tjá sig um möguleika á því að semja sér. „Ég held að það sé langheppilegast fyrir sveitarfé- lögin að vera samtaka um það að semja fyrir kennara," segir Bragi Michaelsson í Kópavogi, „þó að kennslu úti á landi sé auðvitað allt öðruvísi háttað en hér.“ Góðvinir grunnskólanna Það er samdóma álit þeirra sem rætt var við að foreldrar geti haft veruleg áhrif á skólamál ef þeir beita sér. En áhugi þeirra á að hafa bein áhrif á launamál kennara virðist vera takmarkaður. Auk hefðbundins starfs foreldra í for- eldrafélögum hafa þeir einkum sinnt fjársöfnun til tækjakaupa í skólunum. Sums staðar virðist léleg útkoma nemenda í samræmdu próf- unum hafa ýtt við foreldrum. Á Patreksfirði hafa foreldrar og fyrrverandi nemendur að frum- kvæði skólastjórans stofnað sér- stakt félag til að styðja grunnskól- ann. „Þegar ég kom til starfa fyrir rúmum tveimur árum fann ég mik- inn velvilja íbúa til skólans," segir Guðbrandur Stígur Ágústsson skólastjóri. „Mér fannst þó vanta Því hef ur verið varpað fram hvort ekki væri ráð að spyrja íbúa sveit- arfélaga formlega í atkvæðagreiðslu að því hvort þeír vilji greiða hærra útsvar til að hægt sé að hækka laun kennara. vettvang fyrir fólk til að geta stutt skólann. Sumir skólar hafa látið borga efnisgjald til að bæta aðstöðu grunnskólanna, en við fórum þá leið að stofna félag sem við nefnum „Góðvinafélag Patreksskóla“.“ Fyrsta verkefni félagsins var að safna peningum frá bæjarbúum, fyrirtækjum og félagasamtökum til tölvukaupa. Ráðgert er 1. október muni félagið afhenda skólanum átta nýjar margmiðlunartölvur af full- komnustu gerð. „En við stoppum ekki við þetta,“ segir Stígur. „Ég hef hugsað mér að næsta verkefni verði að gera eitthvað fyrir aðstöð- una til raungreinakennslu í skólan- um.“ Foreldrar þurfa að beita sér Sigurður Viggósson fram- kvæmdastjóri er einn stjórnar- manna í Góðvinafélaginu. „Það er augljóst mál að foreldrar þurfa að beita sér við menntun barna sinna. Skólinn er ekki nema framlenging uppeldisins. Ég held að það sé alveg ljóst að foreldrar verða að taka til hendinni eins og þeir geta. Ef for- eldrar hafa virkilegan áhuga á skólamálum og sýna svona frum- kvæði þá eykur það þrýsting á sveit- arfélögin að leggja meiri peninga í þetta.“ Aðspurður neitar Sigurður því að Góðvinafélagið muni safna pen- ingum til að hækka laun kennara. Það verði látið þeim eftir sem greiða eiga laun þeirra. Stígur skólastjóri segir gagnrýni á sjálfshjálparstarfsemi íbúa, eins og þá sem Patreksfirðingar hafa stundað, vera byggða á röngum forsendum. „Ef íbúar á einhveijum ákveðnum stað leggja meiri áherslu á menntun barna sinna en aðrir þá finnst mér að þeir eigi að fá að sýna það. Það má taka til saman- burðar hversu stór hluti af tækjum á sjúkrahúsum landsins eru gefin af kvenfélögum og einhveijum fé- lagasamtökum, sem er hið besta mál. Ef skólarnir ætla að fara þessa leið verður allt vitlaust. Sagt er að sveitarfélögin eigi að útvega það sem vantar í skólana. En gildir ekki það sama um sjúkrahúsin, að ríkið á að útvega það sem þar vant- ar. Ég er ekki að segja að sveitarfé- lögin eigi að hætta að setja peninga í skólana og senda skólastjórann og kennarana fyrir hvers manns hús og betla. En það er hægt að fara þessa leið til að gera góðan skóla ennþá betri. Það sem sveitar- félögin leggja í skólamálin er of oft í lágmarki." Lágar einkunnir leiddu til tölvukaupa Á Hólmavík var ráðist í svipað átak og á Patreksfirði, í kjölfar slæmrar útkomu grunnskólans í samræmdu prófunum. Haldinn var fundur á Café Riis þar sem mættu bæði sveitarstjórnarmenn og for- eldrar og í framhaldi af því var stofn- aður sérstakur vinnuhópur, Riis- hópurinn, til að vinna að endurbótum á skólamálum. Höskuldur Erlings- son, lögregluvarðstjóri á Hólmavík, var skipaður í nefnd til að safna peningum til tölvukaupa fyrir nem- endur. „Hugsunin á bak við þetta var sú að okkar krakkar myndu sitja við sama borð og aðrir í þessum málum. Hjá okkur voru aðeins til gamlar tölvur sem voru orðnar nán- ast ónothæfar og svona lítil sveitar- félög hafa einfaldlega ekki bolmagn í að kaupa nýjar tölvur." Leitað var bæði til einstaklinga og fyrirtækja um framlög og að sögn Höskulds voru viðtökurnar góðar. Samtals söfnuðust 6-700 þúsund krónur og í sumar voru keyptar sex tölvur, prentari, mótald og fleiri tæki sem verða afhent formlega síðar í þessum mánuði. í Raufarhöfn var tölvukostur grunnskólans endurnýjaður í fyrra fyrir um eina milljón króna. Gefend- ur voru fyrirtæki, verkalýðsfélagið og einn einstaklingur. „Þetta sýnir í verki hug heimamanna til skól- ans,“ segir Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri. í stærri sveitarfélögunum tíðkast einnig svipaður stuðningur foreldra. Að sögn Braga Michaelssonar í Kópavogi hafa foreldrafélög styrkt skólana þar með ýmsum hætti, til dæmis gefið tölvur, hljóðfæri eða styrkt tómstundastarf með ein- hveijum hætti. í Reykjavík hafa foreldrar gefið tölvur til ýmissa skóla og Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri segir að einn foreldra- hópur sé einmitt að hugleiða tölvu- gjöf um þessar mundir. Foreldrar gera auknar kröfur „Umræðan um skólamál fer vax- andi meðal foreldra og þeir gera auknar kröfur til skólanna," segir Gunnlaugur Júlíusson á Raufar- höfn. „Það sem þeir vilja er jafn- rétti til náms handa bömunum. Áður fyrr gat fólk í sjávarþorpunum farið beint á sjóinn og unnið í frysti- húsi og haft ágætis laun, hærri en kennararnir höfðu. Nú verður fólk að læra eitthvað til að koma fótun- um undir sig. Þetta ræður breyttum áherslum sveitarfélaganna gagn- vart_ skólunum." „Ég er viss um að það hafi ýtt við fólki að einkunnir úr samræmdu prófunum voru birtar,“ segir Stígur skólastjóri í Patreksskóla. „Auðvit- að segir útkoma skólans í sam- ræmdu prófunum ekki allt um gæði skólastarfsins þó vissulega gefi hún sterkar vísbendingar." Foreldrar hafa veruleg áhrif Ljóst er að þrýstingur foreldra og aðgerðir þeirra geta haft áhrif á skólastefnu sveitarfélaganna. En hversu langt eiga foreldrarnir að teygja sig til að gera sína skóla betri en skóla nágrannabyggðanna og hversu mikið á vald þeirra að vera. „Auðvitað hafa foreldrar veruleg áhrif á sveitarstjórnina," segir Gunnlaugur sveitarstjóri á Raufar- höfn. „Sveitarstjórnarmennimir eru oftast sjálfir foreldrar. En formlega er aðkoma foreldra að skólanum með þrennum hætti. Þeir sitja í skólanefnd sem að fer yfir ráðning- ar og fylgist með þróun skólans í stórum dráttum, starfa í foreldrafé- laginu og með flutningi skólanna til sveitarfélaganna var bætt við foreldraráði sem á að vera skóla- stjóra til halds og trausts varðandi innra starf skólans. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ekki væri rétt að kosin væri stjórn foreldra yfir skólann sem gæti haft meira að segja um beina ákvarðanatöku í ýmsum málum sem varða skól- ann.“ Stígur skólastjóri á Patreksfirði bendir á að skólar hafi alltaf verið misgóðir, eins og komið hafi í ljós þegar farið var að birta einkunnir úr samræmdu prófunum. „Sumir skólarnir eru alltaf í hópi tíu efstu, ár eftir ár. Það hlýtur að liggja í því að menntunin þar sé betri. Auð- vitað er ekkert að því að það sé hæfileg samkeppni milli sveitarfé- laga um starfsfólk. Ég er ekkert hræddur við það. Ef að við í Vestur- byggð viljum ekki láta nema eitt- hvert lágmarkfé í skólahald þá er- um við að gefa til kynna að þetta sé málaflokkur sem ekki sé í önd- vegi hjá okkur. Það sjá þá bæði foreldrar sem hér búa og kennarar. Ef nágrannabyggðin leggur meiri metnað í skólahaldið fara kennar- amir þangað og jafnvel fólkið líka. Auðvitað má þetta ekki fara út í öfgar. Þess vegna er til dæmis einn landssamningur um laun kennara nauðsynlegur. Það ætti ekki að stoppa metnaðarfull sveitarfélög sem vilja gera betur.“ Meiri áhugi á samgöngumálum „Menntamál eru framarlega á forgangslista í Reykjavík og ég veit ekki hvort íbúar sveitarfélaga myndu allir setja þau framar ef þeir fengju að ráða meiru,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir. „Ég fór á nokkra borgarafundi sem borgar- stjóri hélt í fyrra. Samgöngumál voru fólki þar mun ofar í huga en skólamál." Aðspurð segist Gerður ekki hafa fundið að birting einkunna úr sam- ræmdu prófunum hafi haft áhrif á áhuga fólks í Reykjavík á málefnum skólanna, en það gæti tengst því að borgin kom vel út. JbOfnasmiðjaii Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Ratahrauni 13 • Sími 555 6100 Hillumerkingakerfi Verðmerkingaborðar Skiltarammar á fæti Þunnhærður? Hin húðvinsamlega, eðlilega Apolloaðferð, sem gefur þér hárið aftur, er byltingarkennd fyrir þær sakir að enginn annar en þú veist um það! Hættu að hugsa um hártoppa, hárkollur og aðrar efnafræðilegar aðferðir. Þú getur tekið þátt í íþróttum og sundi án þess að hafa áhyggjur. Apollo er sem þitt eigið hár, - alltaf. ALLAN SÓLARHRINGINN. Já, ég vil gjarnan fá nánari upplýsingar. Nafn: Heimili: Pnr. Staður: APOLLO HÁR STÚDÍÓ Hringbraut 19, 107 Reykjavík. Sími: 5522099. Kynning í dag! Opið í dag frá kl. 15-18 Jóhanna Kondrup og Gréta Boða, förðunarmeistarar. Námskeið eru að hefjast Nýjustu línur í förðun Nemendur taka þátt í glæsilegri tískusýningu í haust Konur Á stuttum tíma gefum við ykkur kennslu og persónulegar leiðbeiningar í förðun með fyrsta flokks vörum. Erum með mest spennandi námskeið fyrir alla. tóáJliiÁlsKÓLI Skútuvogi 11, s. 551 9217 og 565 4661.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.