Morgunblaðið - 14.09.1997, Page 20
20 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Albert K. Bates Morgunblaðið/Þorkell
Vístvæn
lífsmenning
Einn gömlu hippanna, Albert K. Bates, er
lögfræðingur sem hefur flutt fjölmörg fræg mál
varðandi umhverfismál og mannréttindi fyrir
hæstarétti Bandaríkjanna og skrifað þekktar bækur
um kjarnorkugeislun og um gróðurhúsaáhrifin.
_____Elín Pálmadóttir ræddi við þennan____
heimsmann og virðulega hæstaréttarlögmann^sem
enn býr í elsta hippasamfélaginu, „The Farm",
____en hann hefur nú þróast í tilrauna-og_
fræðslumiðstöð fyrir vistvæna lífsmenningu.
ALBERT K. Bates hittum
við á Sólheimum í Gríms-
nesi, þangað sem hann var
kominn vegna þess að Sól-
heimar voru í aprílmánuði
valdir í hóp sjálfbærra eða vist-
vænna samfélaga í heiminum sem
svokallað „Global Eco-Village“, og
viðurkenndir sem slíkir á alþjóða-
vísu. Bates er framkvæmdastjóri
þessara samtaka í Norður-Ameríku
og jafnframt forstöðumaður
fræðslumiðstöðvar um vistmenn-
ingu í einu af elstu samfélögum af
því tagi „The Farm“ í Tennessee,
sem hefur verið að prófa sig áfram
og breytast í yfir 20 ár og gert til-
raunir um raunhæfni slíkra lifnað-
arhátta. Nú eru þessi samfélög 14
víðs vegar um heiminn og þróast
eftir eigin sjálfstæðum lögmálum.
Hefur Bates verið að heimsækja
þau, er að taka á myndbönd hvern-
ig þau vinna að verkefninu og bera
saman tilraunimar, var m.a. í Rúss-
landi í júní þar sem slíkt samfélag
er í allri menguninni að fínna leið til
vistvæns sambýlis. Nú er þetta
hans aðaláhugamál, sem hann bein-
ir tíma sínum og áhuga að.
En Albert K. Bates er annars
frægur fyrir annað. Hann er lög-
fræðingur og hefur flutt í hæsta-
rétti Bandaríkjanna mörg mál á
sviði umhverfis- og mannréttinda-
mála, m.a. fræg mál varðandi
geislavirkni og mengun. Og hann
hefur skrifað þekktar bækur um
þau málefni. Sú þekktasta, „Clima-
te in Crisis“, er um gróðurhúsa-
áhrifin og hvað við getum gert, m.a.
byggt á tilraunum og reynslu í vist-
væna samfélaginu „The Farm“.
Varaforseti Bandaríkjanna, Albert
Gore, skrifaði formála að bók hans.
Því varð fyrsta spumingin hvemig i
ósköpunum honum tækist að hafa
tíma og samræma þetta allt. Hvort
hann sé nú kannski hættur hæsta-
réttarmálflutningi.
Bótakröfur vegna geislunar
Bates kvaðst vera fangi að-
stæðna, en vera að reyna að losa
sig: „Ég er með mál sem ég tók
sum að mér fyrir 15 ámm og hvíla
enn á mér,“ útskýrði hann. „Eitt
þeirra em málaferli fyrir hönd 380
þúsund hermanna í Bandaríkjun-
um, Kanada, Ástralíu, Bretlandi,
sem á áranum 1946-62 tóku þátt í
kjamorkutilraunum. Sumir vora
staddir þar sem 50-60 sprengjur
vora sprengdar í eyðimörkinni og
urðu fyrir skelfílegum geislunum.
Þeir fóru svo heim, margir veiktust
hræðilega og sumir dóu. Undanfar-
in 20 ár hefur verið reynt að afla
gagna um þetta. En það var ekki
fyrr en Clinton-stjórnin opnaði mál-
ið og opinberaði leyndarmálin að
komu fram í dagsljósið skjalastafl-
ar, þúsundir og tugir þúsunda
skjala, sem upplýstu leyndina sem
yfir þessu hvíldi. Jafnvel höfðu ver-
ið færðar tvöfaldar skýrslur, þar
sem önnur breiddi yfir. Sá sem
veiktist og kærði fékk tilbúnu
skýrsluna. „Þessir hermenn voru
tilraunadýr sem í laumi var fylgst
með. Eftir tilraunina vora þeir ein-
faldlega gleymdir og aldrei látnir
vita um hana. Ég hefi verið með yf-
ir 700 mál fyrir þessa menn, fleiri
en nokkur annar bandarískur lög-
fræðingur."
Af hverju? „Vegna þess að ég er
ókeypis lögfræðingur, tek ekkert
fyrir það. Samkvæmt lögum mega
eftirlaunahermenn ekki borga lög-
fræðingi vegna einhvers sem kom
fyrir þá í herþjónustunni. Við fóram
tvisvar sinnum með það ákvæði fyr-
ir hæstarétt, en töpuðum málinu.
Þetta hindraði hermenn í að krefj-
ast skaðabóta af ríkisstjórninni.
Þannig hefði liðsforingi getað skip-
að hermönnum að ganga fyrir björg
án nokkurs eftirmála. Við komum
þessu inn í þingið sem breytti lög-
unum 1988 og stofnaði sérstakan
dómstól sem hægt væri að áfrýja
til. Sé farið gegn um hann má fá og
greiða fyrir lögfræðiþjónustu. Þetta
era sjúkdómar sem eru illsannan-
legir fyrir rétti og leyndin í öll þessi
ár fellur ekki að venjulegum lög-
fræðistörfum. Ég get einfaldlega
ekki látið mál þessara manna eða
erfingja þeirra frá mér og verð því
að halda þeim áfram, enda hefur
þetta fólk ekkert fé handa í milli og
engar tryggingar.“
Bates hefur tekist að koma fleiri
málum í gegn eftir að Clinton
stjómin kom til. Hvernig víkur því
við? Hann hlær við. „Með aldrinum
eignast maður smám saman fleiri
vini við stjómvölinn, gamla skóla-
bræður eða gamla samstarfsmenn.
Jafnvel gamall hippi eins og ég á
orðið vini í stjórnarráðinu. Ég á t.d.
vin sem var með mér í mótmælun-
um gegn virkjun kjamorku á sjö-
unda áratugnum og er nú aðstoðar-
ráðherra í ráðuneyti orkumála. Það
var hann sem fékk opnaðar fyrstu
skýrslumar um tilraunimar sem ég
var að tala um. Varaforsetinn A1
Gore hefur nú margt gott fólk af því
tagi í kring um sig, enda veit hann
frá blaðamennskuárunum að hann
þarf að hafa þar góðan og greiðan
upplýsingabanka.“
Eiturgeymar undir bænum
Er varaforsetinn A1 Gore, sem
skrifaði formála að bók hans um
gróðurhúsaáhrifin, kannski sjálfur
einn af þessum vinum? „Gore heim-
sótti okkur fyrsta veturinn okkar á
The Farm þegar hann var blaða-
maður í Tennessee. Þá kynntumst
við honum fyrst. Nýkominn úr Víet
Nam stríðinu var Gore blaðamaður
og frétti af þessum hópi af hippum
sem hefðu sest þama að í Tenn-
essee. Hann sá þetta skrýtna sam-
félag okkar og varð vinur okkar til
langs tíma. Þar sem hann var að
læra guðfræði og lögfræði hafði
hann áhuga á félagslegum umbót-
um og eðli mannlegra umbótatil-
rauna. Ég held að hann hafi ekki
haft nokkurn áhuga á að fara í póli-
tík á þeim áram. Hafði í Víet Nam
orðið fyi'ir vonbrigðum með stjórn-
völd. Hann ætlaði ekkert að feta í
fótspor föður síns í stjórnmálin. En
það breyttist skyndilega fáum árum
síðar þegar honum bauðst tækifæri
til að bjóða sig fram til þings í
frjálsum kosningum og vann öllum
að óvörum sæti í fyrstu atrennu.
Haft vai- eftir honum 1988 að hann
ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur,
en nú verður hann þarna fram yfir
aldamót. Ég gæti skrifað bók um
Gore og nú væri rétti tíminn," segir
Bates og hlær við.
Gore skrifaði formálann að bók-
inni hans, „Climate of Crisis“, um
straumhvörf í veðurfari sem kom
fyrst út 1990. Hann segir bókina
hafa átt 10 ára aðdraganda. „Það
byrjaði með verksmiðju nálægt
okkur í Tennessee sem framleiddi
tilbúinn áburð, skordýraeitur og
taugalyf. Um aldamótin framleiddi
hún taugagas, sem var lagt bann
við eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þá
fóru þeir að framleiða skordýraeit-
ur og slíkt. Til að drepa skordýr í
staðinn fyrir fólk. Þetta hafa þeir
gert í langan tíma. Til að losna við
úrganginn er honum dælt hálfan
annan kílómetra niður í brann, þar
sem hann bíður í geymi undir bæn-
um Mont Pleasant. Áður var úr-
ganginum dreift leynilega í
geymslustöðvar víðar, en á fimmta
áratugnum var farið að dæla hon-
um þama niður. Enginn vissi að
undir bænum voru milljarðar
gallona af ótrúlega hættulegu
taugagasefni. Kýr fóru að veikjast á
bæjum. Rannsóknastofa fylkisins
tók sýni, sem sýndi að einn vökva-
dropi af þessu gat drepið fisk í fisk-
eldistanki á 24 tímum. Fólk var að
veikjast af heilaæxlum, taugakerfis-
traflunum og fleiru. Svo ég fór að
berjast gegn þessu, reyna að fá
branninum lokað þar sem hann
væri ekki öruggur. Þeir sögðu að
þetta væri heila mílu niðri í jörðinni
og gæti engan veginn komist í
vatnskerfið. Okkar svar var að það
væri nú þegar í vatni þarna niðri og
hvað yrði þegar fólkinu fjölgaði og
þyrfti meira vatn, kannski á næstu
öld? Þeir sögðu að nægt vatn væri
ofar i jarðveginum og aldrei mundi
þörf fyrir þetta. Þetta var um 1979.
Til að afsanna þá kenningu fór ég
að skoða hve mikið fólkinu mundi
fjölga og hvenær við mundum þá
þurfa meiri vatnsbirgðir."
Verk um straumhvörf í
veðurfari
í sambandi við þessar rannsóknir
allar fór Bates að skoða hlýnun
andrúmsloftsins og gróðurhúsa-
áhrifin í heiminum. Þá var verið að
tala um einnar gráðu hitnun á þús-
und árum. Tíminn leið og um 1985
var farið að tala um eina gráðu á
100 áram og nú er talað um allt að 4
gráður á 100 árum. Þessi stökk í
vísindalegri hugsun urðu meðan
hann var að vinna að þessari könn-
un. Á 10 áram var hann að draga að
sér upplýsingar og var kominn með
yfir 3.000 skjöl, bækur og opinbera
pappíra um þetta efni. Þá dró hann
allar þessar heimildir saman og
gerði sér grein fyrir því að hvergi
væri hægt að ganga að þessu efni
öllu. I bókarlok birtir hann því lista
yfir þessar tilvísanir.
„Þannig var ég eiginlega að
draga saman bókasafn með inni-
haldi tiltækra rannsókna á ýmsum
tungumálum, grísku, rússnesku,
frönsku o.s.frv. Og athuga hvað
þær segðu okkur þegar allt er rakið
saman. Hvað þýðir það til dæmis í
Norður-Ameríku ef hitastigið
hækkar? Að þessi trjátegundin eða
hin hverfur og flytur sig norður til
Kanada. Og hvaða þýðingu hefur
það þá fyrir farfuglana sem á leið
sinni þurfa á henni að halda o.s.fi'v.
Ég var að reyna að draga upp slík-
ar myndir af áhrifum breyting-
anna,“ útskýrir hann.
Gore keypti 1991-92 500 stykki af
bókinni handa öllum þingmönnum í
Washington og embættismönnum.
Þá settust þeir niður og Gore bauð
honum starf við að vinna forgangs-
verkefni í sambandi við gróður-
húsaáhrifin. Af persónulegum
ástæðum þáði hann það ekki, þar