Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ að ef við erum að taka á móti flótta- mönnum eigum við að gera það myndarlega og fá þá til að rótfest- ast og passa að þeir verði ekki út- undan þar sem þeir koma. Það réði nokkru um það að ísafjörður og Hornafjörður voru látnir taka á móti flóttamönnunum að þar er gott aðgengi að vinnu.“ Páll segir að flóttamönnunum sjálfum sé mjög mikilvægt að fá fljótt vinnu. „Um mánuði eftir að Júgóslavarnir voru komnir til ísa- flarðar heimsótti ég þá til að sjá hvernig þeim líkaði. Þeir voru þá í íslenskunámi og það sem þeir kvört- uðu yfir var að vera ekki komnir í vinnu. Það voru komin leiðindi í suma af körlunum sem fannst þeir ekki hafa nóg fyrir stafni. Þetta lagaðist strax eftir að þeir voru komnir í vinnu. Ég get líka nefnt að ég hef spurt nokkra Austur- landabúa sem komið hafa hingað til lands hvort þeim fínnist þeir vera beittir einhvetju misrétti. Það eina sem ég hef heyrt frá þeim er það, að þegar atvinnuleysi kemur upp þykjast þeir verða varir við að haft sé hom í síðu þeirra ef fólki finnst þeir vera taka vinnu frá heima- mönnum." Páll bendir á að byggðarlög þurfi ekki að fá flóttamenn til sín til að leysa úr vinnuaflsskorti, þar sem ekki fáist íslendingar til starfa sé fyrir hendi sá möguleiki að fá erlent verkafólk til tímabundinnar dvaiar. „Auðvitað er traustara og betra að fá fólk sem ætlar sér að setjast að og ég er ekki í neinum vafa um að báðir þessir hópar Júgóslava sem komið hafa eiga eftir að verða góð- ir borgarar hér. Þeir verða væntan- lega jafnframt til styrktar sínum lendinga til innflutnings á erlendu vinnuafli fyrr eða síðar. Búnaðarfé- lag íslands stóð þá fyrir því í sam- starfi við ríkisstjórnina að fá til landsins rúmlega 300 Þjóðveija til landbúnaðarstarfa. Á þessum tíma var mikill skortur á vinnuafli og einkum skorti verkafólk í sveitum. Einnig var tilfinnanlegt ójafnvægi í kynjaskiptingu í mörgum sveitum og því margir bændur í erfiðleikum með að finna sér kvonfang. Mikill meirihluta Ijóðveijanna voru konur. Um helmingur þeirra voru flótta- menn frá austurhéruðum Þýska- lands sem lögð höfðu verið undir Pólland og Rússland og bjuggu margir þeirra við kröpp kjör í flótta- mannabúðum í vesturhluta Þýska- lands. Ekki verður þó séð af heimild- um að mannúðarsjónarmið hafi nokkru ráðið um fyrirætlanir íslend- inga. Hugmyndir voru uppi um að fá fleiri hópa Þjóðveija til landsins eftir þetta, enda skorti mikið á að mannekluvandi sveitanna hefði ver- ið leystur. Árið 1950 kom til umræðu meðal ráðamanna hér á landi og Búnaðar- félags íslands að velja fólk úr „flóttamannahverfum álfunnar" og flytja það inn til landbúnaðarstarfa á Islandi. Ekkert virðist þó hafa orðið úr þeim áformum. Flóttamannastefna undir pólitískum áhrifum Árið 1956 er í fyrsta sinn fenginn til landsins hópur fólks undir for- merkjum flóttamannaaðstoðar. Stjórnmálalegar ástæður hafa án efa ráðið miklu um ákvörðun íslend- inga, rétt eins og annarra vestrænna þjóða sem brugðust eins við, að taka við 52 ungverskum flóttamönnum á flótta undan kúgun kommúnista. Fyrir og eftir síðari heimsstyijöldina var mikill ijöldi flóttamanna í leit að hæli en þá varð lítt vart við manngæsku íslendinga, enda stjórnmálaástæður til þess að taka á móti þeim ekki eins skýrar. Heimildir benda til þess að varð- andi móttöku á Ungveijunum hafí enn fleiri sjónarmið verið ráðandi. Flóttafólkið var valið með tilliti til þess að vinnuhæfni, starfsmenntun og heilsa þeirra væri góð. Eftir því sem fram kemur í ritgerð Hólmfríð- ar E. Finnsdóttur sagnfræðings um flóttamenn á íslandi, virðist það hafa ráðið nokkru um kynjasam- setningu hópsins að íslendingar hefðu þá nýlega tapað fjölmörgum konum til Bandaríkjanna vegna „ástandsins". Sama viðhorfs hafði orðið vart sex árum fyrr þegar Þjóð- v Sambandið i er mjög tx... Við höldum áfram að bjóða ykkur þessa tvo afbragðssíma á fyrirtaksverði - á meðan birgðir endast. ... með Siemens símtækjum! GSM-FARSÍMI Einstaklega léttur (165 g), þunnur (16/22 mm) og meðfærilegur farsími. Hljómgæðin í S6 eru framúrskarandi. 29,900 kr. stgr. OSI ÞRÁÐLAUST SÍMTÆKI Sérlega skemmtilegt, létt og meðfærilegt þráðlaust símtæki með skjá og laust við allar truflanir. Langur endingartími rafhlöðu. Svo þægilegur að þú skilur ekki hvernig þú komst af án hans. DECT-staðall 19.900 fcr. stgr. Umboðsmenn um land allt. SMITH & NORLANO Nóatúni 4 ■ Sími 511 3000 Heimasíða: www.tv.is/sminor byggðarlögum, þó ekki séu neinir átthagafjötrar á þeim. Þeir geta flutt sig hvert sem er hér á landi, en ég vænti þess að þeir setjist að og uni sér á þessum stöðum þar sem þeir eru.“ Jarðnæði gefins til útlendinga Sú saga hefur verið lífseig, þótt sýnt hafi verið fram á að lítill fótur sé fyrir henni, að Danir hafi á sínum tíma haft fyrirætlanir um að flytja íslendinga til Jótlands. Þeir eru færri sem þekkja áætlanir íslend- inga um stórfelldan innflutning út- lendinga til landsins. Á Alþingi 1903 kom til umræðu tillaga Valtýs Guðmundssonar um að útlendingar, sérstaklega Norð- menn og Finnlandssvíar,_ yrðu styrktir til að setjast að á íslandi. Ástæðan var fólksekla í kjölfar fólksflutninga til Vesturheims. Val- týr lagði til að þeim sem fengjust til að flytjast til landsins yrði gefið jarðnæði að því tilskildu að þeir ræktuðu landið innan tilskilins tíma. Samþykkt var á Alþingi að veija fé til að auglýsa landið erlendis. Snorri G. Bergsson sagnfræðingur, sem kannað hefur komu útlendinga til íslands á fyrri hluta aldarinnar, seg- ir frá því að árið eftir hafi maður verið sendur til Noregs til að kynna málið. Undirtektirnar voru dræmar, enda höfðu Norðmenn einnig tapað fólki til Vesturheims. Nokkuð af norskum sjómönnum fékkst þó til landsins næstu árin. Þijú hundruð Þjóðverjar í sveitirnar Eftir síðari heimsstyijöld komst til framkvæmda stærsta tilraun ís- VÍETNÖMSK kona á tekur á móti barni úr hópi pólskra flótta- manna sem komu 1982. TVÆR pólskar flóttakonur á Keflavíkurflugvelli 1982. veijarnir voru fengnir til landsins. Árið 1959 var nýr hópur flótta- manna fenginn til landsins, í þetta sinn frá Júgóslavíu. í hópnum voru 32 menn og voru þeir sóttir í flótta- mannabúðir á Ítalíu. Þetta var fólk með reynslu af fískveiðum og var því vonast til að það myndi fljótt aðiagast íslandi og fá vinnu við sjáv- arútveginn. Um langt skeið á undan höfðu verið fengnir til landsins fær- eyskir sjómenn vegna þess að of fáir íslendingar voru tiileiðanlegir til að stunda sjómennsku. Tuttugu ára bið varð á næsta flóttamannahópi. Árið 1979 var loks tekið á móti hópi 34 Víetnama. Hólmfríður Gísladóttir starfsmaður Rauða krossins segir að þá hafi orðið tímamót í flóttamannaaðstoð íslendinga. „Á sjötta áratugnum hafði verið unnið mjög gott starf, en við móttöku á Víetnömunum voru vinnubrögð faglegri og leitað var fyrirmynda hjá Rauða krossfé- lögunum á Norðurlöndum. Tekið var mið af alþjóðlegum samþykktum um skilgreiningu flóttamanna og mót- tökur á þeim.“ Skemmra varð milli flóttamanna- hópa eftir þetta. Árið 1982 var tek- ið á móti 26 Pólveijum á flótta undan herlögum sem þá höfðu ný- lega verið sett í heimalandi þeirra. Árið 1990 og 1991 komu nýir hópar víetnamskra flóttamanna, þijátíu manns í hvort skipti. Austur-Evrópubúar stóðu stutt við Hólmfríður E. Finnsdóttir kemst að þeirri niðurstöðu í ritgerð sinni um flóttamenn á Islandi að austur- evrópskir flóttamenn hafi yfirleitt staðið stutt við á íslandi. Aðeins þriðjungur Ungveijanna er enn bú- settur á íslandi, að minnsta kosti 65% þeirra fluttu úr landi. Tæpur þriðjungur Júgóslavanna sem kom 1959 býr enn á íslandi og af 26 Pólveijum sem komu 1982 eru að- eins fjórir eftir. Hólmfríður Gísladóttur, starfs- maður Rauða krossins, segir að væntingar Austur-Evrópubúanna hafi í sumum tilfellum verið óraun- hæfar. „Það var mjög fljótt ljóst að Pólveijarnir héldu að öll heimsins gæði myndu falla þeim í skaut við komuna til Vesturlanda. Þeir voru einnig mótaðir af heimalandinu á þann hátt að þeir gátu ekki tekið því að hægt væri að segja þeim upp vinnu og að ríkið ábyrgðist ekki húsnæði." Hólmfríður segir að það hafi vald- ið ákveðnum erfiðleikum varðandi aðlögun pólsku flóttamannanna að ijórir þeirra voru háskólamenntaðir. „Á þessum tíma vorum við ekki til- búin til að taka á móti fólki með háskólamenntun. Síðan þá hefur íslenska þjóðfélagið opnast útlend- ingum meira, en við höfum samt tekið þá stefnu á síðustu árum að taka fólk með starfsmenntun fremur en háskólamenntun að öllu öðru jöfnu.“ Því er við að bæta að vegna þess hveru stjórnmálaviðhorf voru áhrifamikil við móttöku á flótta- mönnum á tíma kalda stríðsins var samsetning hópanna sem komu frá Austur-Evrópuríkjunum töluvert önnur en hefbundinna flóttamanna- hópa. Vestur-Evrópuríkin litu á alla þá sem flúðu frá kommúnistaríkjun- um sem pólitíska flóttamenn, án þess að grennslast frekar fyrir um bakgrunn þeirra. Því leyndust stundum meðal þeirra ævintýra- menn og jafnvel fólk sem hafði ver- ið dæmt fyrir ýmsa glæpi. Hagsmunir gefenda og þiggjenda Það er vel þekkt að þróunarað- stoð iðnvæddra ríkja til Þriðja heimsins er oft tengd hagsmunum gefendanna og sama gildir um mót- töku á flóttamönnum. Það þarf þó ekki að þýða að velferð þeirra sem njóta eiga aðstoðarinnar séu fyrir borð bornir. Hagsmunir beggja geta farið saman. Flóttafólk er velkomn- ara þar sem vinnuafl skortir en þar sem er atvinnuleysi og vinnan er ein mikilvægasta leiðin til að laga flóttamenn að samfélaginu. Reynsla Júgóslavanna á ísafírði virðist hafa staðfest þetta. Það getur þó einnig farið á hinn veginn, eins og söguleg dæmi sýna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.