Morgunblaðið - 14.09.1997, Page 30
30 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
NÝTINGARRÉTTUR-
INN ER SÉREIGN
Orri Hauksson Ulugi Gunnarsson
Verður þessi nýja tækni
þá um leið þjóðareign,
spyrja Orri Hauksson
^ og Dlugi Gunnarsson,
sem síðan aftur verður
„gefín“ útgerðarmönn-
um og þeir skattlagðir
sérstaklega fyrir að
nota?
TALSMENN auðlindaskatts hafa
margir hvetjir gert það að meginstoð
málflutnings síns að aflahlutdeildir
séu þjóðareign. Þar með sé það rétt-
lætismál að núverandi útgerðar-
menn greiði einhvem skatt gegn því
'' að fá að nýta þessa verðmætustu
auðlind þjóðarinnar. Sé þessi skiln-
ingur réttur hlýtur það að vera und-
arlegt að mótmæla jafn sjálfsagðri
kröfu eins og hæfilegum og skyn-
samlegum auðlindaskatti.
Hvert er verðmæti auðlindar?
Verðmæti auðlindar ræðst af því
hversu mikill munur er á þeim tekj-
um sem af auðlindinni fást og þeim
kostnaði sem fellur til við nýtingu
hennar. Ef til dæmis þannig væri
"málum háttað um einhveija auðlind
að kostnaðurinn við að nýta hana
væri jafn þeim tekjum sem af henni
mætti hafa væri sú auðlind næsta
verðlaus. Á sama hátt er sú auðlind
verðmikil þar sem sem tekjur eru
miklu hærri en kostnaður. Fjölmargt
kann að ráða um verðmæti auðlind-
ar. Tækniþróun getur leitt til þess
að auðlind sem áður var talinn verð-
laus öðlast verðmæti og þær reglur
sem samfélagið setur um nýtingu
kunna að skipta sköpum um hag-
kvæmni nýtingar. Til að mynda hef-
ur það reynst flestum samfélögum
happadrýgst að koma á kerfi sér-
eignar í stað t.d. sameignar á auð-
lindum.
íslandsmið
Það er grundvallarspurning í um-
ræðunni um auðlindaskatt á sjávar-
útveg hvernig fiskveiðiauðlindin
varð verðmæt. Það er skoðun undir-
ritaðra að það hafí gerst með eftir-
farandi hætti. Einstaklingar og fyr-
irtæki þeirra hafa búið til tækni sem
gerir það að verkum að hægt er að
nýta fískimiðin með arðbærum
hætti. Þetta hefur ýmist gerst með
því að keypt hefur verið tækni inn
í landið eða hún fundin upp. Þessi
viðleitni útgerðamanna var og er
ekki án áhættu. Framfarir verða
ekki af sjálfum sér og núverandi
tæknigeta varð ekki til að kostnaðar-
lausu. Sá hagnaður sem reikna má
með að fiskveiðiauðlindin gefi af sér
er afrakstur baráttu útgerðarmanna
við að fínna hagkvæmustu leiðina
til að sækja aflann. Af þessari rök-
semdafærslu má draga þá ályktun
að rétturinn til að nýta fiskveiðiauð-
lindina hafí ekki verið gefínn útgerð-
armönnum heldur hafi þeir sjálfír
skapað_ þennan rétt með starfsemi
sinni. Í þessu ljósi verður það sér-
kennilegt að fullyrða að þjóðin hafí
gefíð útgerðarmönnum veiðiréttindi,
þ.e. rétt til þess að nýta þá tækni
og þekkingu sem þeir sjálfír sköp-
uðu. Til þess að geta gefíð réttindi
þarf þjóðin að hafa átt réttindin fyr-
ir, þjóðin þarf öll að hafa skapað
þau. Því er ekki til að dreifa. Aðalat-
riðið er að fískveiðiauðlindin væri
verðlaus ef útgerðarmenn hefðu ekki
fundið leiðir til að nýta hana á hag-
kvæman hátt.
Nýtækni
Til að hnykkja enn frekar á þessu
atriði má skoða eftirfarandi. Setjum
nú svo að einhveijar útgerðir finni
leið til að lækka sóknarkostnað og
auki þar með verðmæti auðlindar-
innar umtalsvert. Verður þessi nýja
tækni þá um leið þjóðareign sem
síðan aftur verður „gefín“ útgerðar-
mönnum og þeir skattlagðir sérstak-
lega fyrir að nota? í framhaldi af
þessu má spyija hvenær það gerðist
að tæknin til að nýta auðlmdir hafs-
ins varð að þjóðareign. Áhugavert
væri að vita hvenær sú þjóðnýting
átti sér stað.
Þjóðareign
Um hitt þarf ekki að deila að fiski-
miðin sjálf eru eign íslensku þjóðar-
innar. Nauðsynlegt er að rugla ekki
saman réttinum til að nýta þessi
mið sem er í höndum einstaklinga
og fullveldisrétti þjóðarinnar á mið-
unum sjálfum. Þetta verður best
skýrt með nærtæku dæmi. Enginn
efast um það að íslenska þjóðin á
landið ísland. Hitt er líka óumdeilt
að bændur eiga jarðir sínar og yfir-
ráðaréttur þjóðarinnar á landi sínu
haggar ekki nýtingarrétti þeirra á
jörðum sínum. Með sama hætti ber
að túlka það ákvæði fiskveiðistjórn-
unarlaganna að þjóðin eigi físki-
stofnanna við strendur landsins. Það
ákvæði haggar ekki áunnum nýting-
arrétti útgerða. Það er þvi misskiln-
ingur að halda því fram að nýtingar-
rétturinn sé í sameign.
Hvers vegna séreignarréttur?
Það er eðlilegt að spurt sé hvers
vegna séreignarkerfí var komið á.
Hvers vegna mega
ekki allir sækja sjóinn
og láta hæfni ráða því
hveijir hagnist. Við
þessu er einfalt svar.
Þegar aðgangur var
frjáls að auðlindinni
og engin séreign á
nýtingarrétti _ var
stefnan ein. Á meðan
hagnað var að hafa
af veiðunum bættust
nýir í hópinn til að fá
hluta í hagnaðinum
eða þeir sem voru fyr-
ir juku sókn sína.
Þessi þróun hefði
haldið áfram þar til
heildarkostnaðurinn
við útgerð hefði orðið jafn þeim tekj-
um sem auðlindin gefur af sér. Þar
með er auðlindin orðin verðlaus og
engum til gagns, síst af öllum eig-
anda sínum þjóðinni. Með því að
festa í sessi séreign á nýtingarréttin-
um var þjóðin að tryggja að öllum
tekjum af fiskimiðunum yrði ekki
sóað í sóknarkapphlaupi. Um leið
lagði hún það á útgerðarmenninna
að þeir keyptu hver annan út. Þeir
sem vildu halda áfram að sækja
yrðu að borga fyrir minnkun flotans
með því að kaupa veiðiheimildir
þeirra sem hættu útgerð. Með þessu
væri mögulegt að stefna að hag-
kvæmari sókn og auka þar með arð-
semi auðlindarinnar. Þjóðin var því
að vemda hagsmuni sína með því
að koma á eignarrétti á nýtingu.
Opinber sveiflujöfnun órökrétt
Þórólfur telur að auðlindaskattur
sé heppilegur til að draga úr sveiflum
í hagkerfínu. Því er haldið fram að
tímabundnar launahækkanir sjó-
manna hafí keðjuverkandi áhrif og
valdi almennum launahækkunum,
eftirspurnaraukningu og þar með
hækkun á raungengi. Þessi þróun
leiði til erfiðari samkeppnisskilyrða
iðnaðarins. Til að leysa þennan
meinta vanda hefur verið lagt til að
auðlindaskattur verði lagður á, sem
hækki þegar vel árar í sjávarútvegi
en lækki þegar illa árar. Afleiðingin
verði sú að iðnaðurinn búi við stöð-
ugra rekstrarumhverfí. Við þessa
lýsingu er margt að athuga.
Það er varasamt að ætla að vernda
atvinnugreinar fyrir sveiflum; skyn-
samlegast er að fyrirtækin sjálf læri
að fást við þær. Þau fyrirtæki sem
ekki nota góðæri til að búa í haginn
fyrir hallæri munu smám saman
týna tölunni. Stjómmála- og emb-
ættismenn em mun verr í stakk
búnir en hvert fyrirtæki til að ákveða
hvenær það sjálft eigi að spara,
hvenær að fjárfesta og hvenær að
hækka laun. Meðaltalsgögn þau sem
ríkisvaldið þyrfti að byggja á mundu
engan veginn duga sem grunnur
skynsamlegra ákvarðana fyrir hvert
og eitt fyrirtæki. Á þeim tíma sem
það tæki opinbera aðila að safna
gögnum og greina þau yrðu upplýs-
ingamar að auki í flestum tilfellum
úreltar og því ónothæfar. Það er
rangt að launahækkanir sjómanna
valdi almennum launahækkunum í
að Efstaleiti 9
lokuð mánudaginn 15. september.
þriðjudeginum 16. september
9.00-17.00.
RAUÐI KROSS ISLANDS
samfélaginu. Á ámnum upp úr 1990
lækkuðu raunlaun flestra stétta á
íslandi en raunlaun sjómanna hækk-
uðu hins vegar vegna hækkaðs af-
urðaverðs. Almenn laun í landinu
ráðast ekki af samanburði við laun
sjómanna, sem em um 5% vinnuafls-
ins, heldur ráðast þau af framboði
og eftirspum eftir vinnuafli í heild.
Fyrir daga aflamarkskerfísins leiddi
uppgangur í sjávarútvegi til að fjár-
festing var aukin í sóknar- og
vinnslugetu. Það gat kallað á eftir-
spumaraukningu í hagkerfinu og
hækkandi verðlag. Aflamarkskerfíð
breytti þessu; búhnykkur í sjávarút-
vegi mun ekki valda fjölgun skipa á
íslandsmiðum. Að auki em flest
sjávarútvegsfyrirtæki afar skuldsett
um þessar mundir og því dempa þau
sveiflumar sjálfkrafa með því að
greiða niður erlend lán.
Laun sjómanna ráðast af afla-
brögðum, aflaverðmæti og kjara-
samningum. Auðlindaskattur breytir
hvorki aflabrögðum né aflaverðinæti
en getur haft áhrif á kjarasamninga
þegar til lengri tíma er litið. Það er
því alvarlegur misskilningur að hægt
sé að koma í veg fyrir tímabundnar
sveiflur í launum sjómanna með því
að leggja á auðlindaskatt.
Það er einnig rangt að halda því
fram að uppgangur í sjávarútvegi
valdi sjálfkrafa samdrætti í iðnaði.
Á ámnum 1983 til 1987 hækkuðu
aflatekjur um 33% og á sama tíma
fjölgaði ársverkum í iðnaði (utan
byggingastarfsemi) um 2.000. Á
ámnum 1987 til 1993 lækkuðu afla-
tekjur um 14% en ársverkum í iðn-
aði fækkaði um 3.700. Þetta skýrist
m.a. af því að stór hluti iðnaðar í
landinu er nátengdur sjávarútvegi,
s.s. veiðarfæragerð, tæknibúnaður,
viðhald o.s.frv. Ekki má gleyma því
að þær tekjur sem stjórnvöld hefðu
af auðlindaskatti yrðu sveiflukennd-
ur. Hætt er við að ráðstöfun þessara
tekna ylli auknum sveiflum í hag-
kerfínu. Það er enda aðeins hægt
að endurdreifa byrðunum með þess-
um skatti og þar með blanda fleimm
með beinum hætti í sveiflurnar.
Auðlindaskattur hefur engin um-
talverð áhrif á nafngengið og enn
síður raungengið. Nafngengi ræðst
af framboði og eftirspurn eftir gjald-
eyri. Framboð á gjaldeyri sveiflast
m.a. með aflamagni og söluverð-
mæti sjávarafurða, auk annarra
þátta utan sjávarútvegs, s.s. fram-
leiðslu iðnaðar, stóriðju og erlendri
lántöku. Á þessa þætti hefur auð-
lindaskattur engin áhrif. Að auki
hefur hvergi verið sýnt fram á að
auðlindaskattur hafi áhrif á eftir-
spum eftir gjaldeyri. Til þess þyrfti
að sýna fram á að þeir sem ráðstafí
auðlindaskattinum hefðu öðruvísi
eftirspurn eftir gjaldeyri en sjávarút-
vegurinn. Engin ástæða er til að
ætla að svo sé. Að lokum má minna
á að tilraunir til að jafna sveiflur
eiga sér langa sögu í íslenskum þjóð-
arbúskap. Má þar nefna Aflatrygg-
ingasjóð og Verðjöfnunarsjóð físk-
iðnaðarins. Vart þarf að tíunda þau
vandamál sem af þessum tilraunum
hlutust. Auðlindaskattur sem nota á
til að jafna sveiflur mun að öllum
líkindum hafa enn verri afleiðingar.
Heppilegri skattheimta?
Þegar hið opinbera leggur á hefð-
bundna skatta, s.s. tekju- og virðis-
aukaskatta, verður til jaðaróhagræði
í markaðshagkerfinu. Óhagræði af
þessu tagi er talið minna ef lagður
er skattur á aflaheimildir. Þetta
nefnir Þórólfur sem rök fyrir því að
lagður verði á auðlindaskattur og
annar skattur lækkaður til jafns.
Til að meta hversu sterk þessi rök
eru þarf að meta þá upphæð sem í
húfí er. Fram hafa komið hugmynd-
ir um að við fullkomlega fijálst fram-
sal og afnám allra undantekninga í
aflamarkskerfinu geti arðurinn af
fiskveiðiauðlindinni numið allt að 20
milljörðum á ári. Óhagræði tekju-
skattskerfisins er metið í hæsta lagi
2-5%. Ef fískveiðiarðurinn yrði allur
innheimtur í ríkissjóð og tekjuskatt-
ur lækkaður á móti hefði náðst fram
árleg hagræðing sem nemur 400-
1.000 milljónum. Tekið skal fram
að í raun væri nær óhugsandi að
ná fram öllu hagræðinu, heldur er
aðeins sett fram hæsta fræðilega
upphæð. Á móti má gera ráð fyrir
ýmsu óhagræði sem fylgir í kjölfar-
ið; rentusókn hagsmunahópa ylli
sóun ásamt aukningu ríkisútgjalda,
það yrði kostnaðarsamt að koma
hinu nýja skattkerfi á, aukakostnað-
ur er fólginn í því að reka fleiri skatt-
kerfí, byggðaröskun í kjölfar skatts-
ins myndi kalla á aukin útgjöld hins
opinbera, alþjóðleg samkeppnis-
hæfni íslenskrar útgerðar myndi
minnka o.s.frv. Því má ljóst vera að
óhagræði af breytingunni yrði meira
en mesta hugsanlega hagræði.
Enn um hollenska veiki
Þórólfur telur að sjávarútvegurinn
greiði ekki fyrir öll aðföng sín og
því sé arðsemi hans óeðlilega mikil
miðað við annan iðnað. Hann telur
að vegna of mikillar arðsemi sjávar-
útvegs sé raungengið of hátt og
samkeppnisstaða iðnaðar verri en
ella. Lausn þeirra sem lýst hafa þess-
um meinta vanda svo, er að leggja
á auðlindaskatt, fella gengi krón-
unnar og lækka tekjuskatt. Þetta
er sagt muni leiða til lægra raun-
gengis og að iðnaðurinn fái tæki-
færi til að þroskast.
Niðurstaðan á þannig að vera fjöl-
breyttara efnahagslíf og meiri hag-
vöxtur. Þessari lýsingu eru undirrit-
aðir ekki sammála.
Atvinnuvegir eru misarðbærir í
mismunandi löndum. Það er ekki
vandamál að sjávarútvegur hérlendis
sé arðbærari en margar iðngreinar.
Sá samkeppnismunur stafar ekki af
ókeypis aðföngum, eins og haldið
er fram. Eftir að kvótakerfið var
sett á myndaðist verð á aflaréttinn
og útgerðarmenn verða að taka tillit
til þess í rekstri sínum. Sama gildir
um þá sem þurfa að greiða beint
fyrir veiðiheimildirnar og þá sem
þurfa að taka tillit til kvótaverðsins
sem fómarkostnaðar. Það er því
röng ályktun að samkeppnishæfni
sjávarútvegs stafi af ókeypis að-
gangi að miðunum. Þá er rétt að
benda á, að raungengi er m.a. aðlög-
un hagkerfisins að þeirri staðreynd
að íslendingar hafa hlutfallslega
yfírburði í sjávarútvegi gagnvart
öðrum þjóðum. Það er einfaldlega
hagkvæmara fyrir íslendinga að
flytja inn ýmsan iðnvarning heldur
en að framleiða hann sjálfír. Má þar
nefna bíla og flugvélar sem dæmi.
„Lausnin" er ekki lausn. Breyt-
ingar á gengi með stjórnvaldsað-
gerðum em Islendingum að nokkru
kunnar. Reynsla af slíkum aðgerðum
hefur verið slæm hingað til og vart
líklegt að breyting verði þar á. Öllu
máli skiptir að nafngengið ræðst af
framboði og eftirspurn eftir gjald-
eyri. Þó að stjórnvöld breyti skráðu
verði gjaldeyrisins breyta þau hvorki
framboði né eftirspurn. Enn erfíðara
er fyrir stjórnvöld að hafa áhrif á
raungengið. Raungengið er nafn-
gengið margfaldað með viðeigandi
innlendum kostnaði, s.s. launum.
Raungengið ræðst því af framboði
og eftirspum eftir framleiðsluþátt-
um. Til að átta sig á þessu sam-
hengi má skoða hvað gerist í hag-
kerfínu ef gengisfellingarleiðin er
farin. Lægra raungengi skapar auk-
ið svigrúm fyrir iðnað. Starfandi iðn-
Einlœgar þakkir sendi ég sveitungum mínum,
œttingjum og vinum, nemendum mínum og
samstarfsmönnum, sem glöddu mig með
heimsóknum, skeytum, listflutningi og höfð-
inglegum gjöfum á sextugsafmœli mínu
8. sept. sl.
Kristinn Kristmundsson,
Laugarvatni.