Morgunblaðið - 14.09.1997, Page 34
34 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
4
GUÐNÝ
EIRÍKSDÓTTIR
+ Guðný Eiríks-
dóttir fæddist á
Smærnavöllum í
Garði 15. septem-
ber 1916. Hún and-
aðist á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 8.
september síðast-
iiðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Sveinsdóttir og
Eiríkur Guðmunds-
son, sem lengst af
bjuggu í Garðhús-
um í Garði. Guðný
var yngst sex systk-
ina en þau voru
Guðmundur, Vilborg, Þóra,
Kjartan, og Marta, þau eru öll
látin. Eftirlifandi maki Guðnýj-
ar er Þórður Pálsson, f. 1. apríl
1921 á Eyrarbakka. Þórður var
kennari við Austurbæjarskól-
ann. Þórður og Guðný eignuð-
ust sex börn, þau eru: 1) Elín,
deildarfulltrúi, f. 1942, gift
Reinhoid Kristjánssyni, þau
eiga þijú börn: Kolbrúnu,
Kristján, Jóhann og Kjartan
Þór. 2) Steinunn, starfar við
umönnun, f. 1943, gift Hrafni
Backman, þau eiga fjögur börn:
Gunnar, Þórð, Guðnýju, og
Guðrúnu. 3) Aðal-
steinn, verkfræðing-
ur, f. 1945, kvæntur
Guðrúnu Jóhannes-
dóttur, þeirra börn
eru: Kristín, Elísabet,
Jóhannes, Þórður,
Atli, og Fjóla Ósk. 4)
Kjartan, hagfræðing-
ur, f. 1949, kvæntur
Helgu Einarsdóttur,
þeirra börn eru: Ið-
unn Guðný, og Kjart-
an Dór. 5) Gunnar,
skrifstofumaður, f.
1953, kvæntur Haf-
dísi Kjartansdóttur,
þau eiga þijú börn: Þórnýju,
Eyþór og Jóhönnu. Yngstur er
Páll, bifvélavirki, f. 1958,
ókvæntur og barnlaus.
Guðný og Þórður ráku smá-
barnaskóla á heimili sínu, Mei-
haga 5, um 19 ár skeið, frá
1951 til 1970. Guðný starfaði
með líknarfélaginu Hvítaband-
inu frá árinu 1936 til dauðadags
og sinnti þar ýmsum trúnaðar-
störfum.
Guðný verður jarðsungin frá
Neskirkju á morgun, mánudag-
inn 15. september, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku amma mín.
Nú ertu farin frá okkur og ég
vil kveðja þig með þessum fátæk-
legu orðum. Margar af æskuminn-
ingum mínum eru tengdar ykkur
afa, Melhaganum og Þrastarskógi.
Þó ég hafi ekki verið há í loftinu
þegar þið hættuð að dvelja í Þrast-
arskógi man ég vel hvað mér þótti
húsið alltaf fallegt, eldrautt í miðju
skógarijóðrinu, og það sást ekki
fyrr en næstum var komið að því.
í mínum huga var þetta ekta
sumarbústaður og engir bústaðir
sem ég hef séð síðan standast sam-
anburð. Þama varst þú mörg sumr-
in með krakkahópinn þinn. Á að-
fangadag þegar við komum við á
Melhaganum með jólagjafirnar til
ykkar var alltaf svo spennandi að
sjá jólatréð. Það var alltaf stærsta
og flottasta jólatréð í bænum og
náði alveg upp í loft, enda úr Skóg-
inum. Á gamlárskvöld var svo lagt
á borð sem náði enda á milli í stof-
unni fyrir alla fjölskylduna og bor-
inn fram soðinn lax úr Soginu.
Þú varst mikill dugnaðarforkur,
með stóra fjölskyldu og svo rákuð
þið afi forskóla á efri hæðinni á
Melhaganum, þar sem hundruð ef
ekki þúsundir barna lærðu að lesa,
skrifa og reikna, þar á meðal ég.
Þú varst líka sípijónandi lopapeys-
urnar þínar fallegu, öll áttum við
peysur sem þú pijónaðir. Ég man
þegar ég kynnti Medda fyrir fjöl-
skyldunni, þá var það eitt af því
fyrsta sem þú spurðir mig hvort
hann vantaði ekki lopapeysu. Síð-
ustu peysuna sem þú pijónaðir
gafstu mér til að klára handa Hirti
mínum. Þó ekki mættirðu pijóna
lengur lopapeysur varst þú ekki
hætt í handavinnunni og bangsa-
parið sem þú pijónaðir á síðasta
ári er gullfallegt og ber vott um
vandvirkni- þína.
Þú varst alltaf kát og skemmti-
leg og áttir fjölda vina. Á Melhag-
anum var alltaf mikill gestagangur
og þú fylgdist mjög vel með því
sem gerðist úti í þjóðfélaginu og
því sem fólkið þitt var að gera.
Alltaf var gaman að koma til þín,
þú sagðir líka svo skemmtilega
frá. Ófáar hafa þær verið stundirn-
ar sem ég hef setið hjá þér í krókn-
um í eldhúsinu, spjallað og hlegið
á meðan þú pijónaðir eða bakaðir
vöfflurnar þínar. Ég vil biðja guð
að styrkja afa, mömmu og systkini
hennar sem nú eiga um sárt að
binda. Guð geymi þig, elsku amma,
og hafðu þökk fyrir allt.
Kolbrún.
Guðný Eiríksdóttir hefur kvatt
þennan heim og langar mig með
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
Sendum
myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - Reykjavík
simi: 587 1960 -fax: 587 1986
UPPLÝSINGAR f SÍMUM
562 7575 & 5050 925
O
i
f HOTEL LOFTLEIÐIR.
S t «'« 1 r_» n < u 1 1
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
nokkrum orðum að þakka henni
störfin í þágu Hvítabandsins. Hún
kynntist ung líknarfélaginu og
gekk til liðs við það liðlega tvítug.
Guðný vann vel fyrir félagið og
var í stjórn Hvítabandsins á árun-
um 1982-1986. Hún vann í ýms-
um starfsnefndum féiagsins og
einnig var hún fyrir hönd Hvíta-
bandsins í áfengisvamanefnd
kvenna. Á 95 ára afmæli Hvíta-
bandsins árið 1990 var Guðný gerð
að heiðursfélaga.
Guðný hlaut í vöggugjöf marga
mannkosti sem hún kunni að nýta
sér og öðrum til gagns og ánægju.
Hún var létt í lund, einlæg og vildi
öllum vel. Guðný hvatti til sam-
starfs og fékk meðal annars systur
sína, Andreu Þóru, og dætur sín-
ar, Elínu og Steinunni, til starfa í
Hvítabandinu.
Ástvinum hennar sendum við
samúðarkveðjur. Minningin um
merka konu mun lifa með okkur
og kveðjum við hana með þökk og
virðingu.
Hildur G. Eyþórsdóttir,
formaður Hvítabandsins.
Á afmælisdegi sínum 15.
september verður jarðsett Guðný
Eiríksdóttir tengdamóðir mín. Hún
hefði orðið 81 árs. Þegar ég hugsa
til baka um öll þau ár sem við
Guðný höfum þekkst kemur svo
margt upp í hugann. Ég kynntist
henni þegar ég fór að koma á
Melhagann fyrir 28 árum með
Kjartani syni hennar. Strax urðum
við mestu mátar. Margt áttum við
sameiginlegt eins og allar stund-
irnar sem við gátum rætt um
handavinnu, matargerð, ferðalög,
félagsstörf, bókmenntir, bama-
uppeldi og menntamál. En pólitík
ræddum við aldrei. Hún hafði yndi
af að segja frá ættmönnum sínum
og afkomendum sínum úr Garðin-
um, öllum skemmtilegu stundun-
um með systkinum sínum og af-
komendum þeirra. Oft hef ég dáðst
að dugnaði hennar í lífi og starfí
og langar að setja nokkrar línur á
blað sem þakklæti til Guðnýjar,
sem ég virti mikils, fræddist af og
átti skemmtilegar stundir með.
Guðný var mjög falleg kona
þegar ég kynntist henni, sex barna
móðir, hvað þá þegar hún var ung.
Það er ekki að undra að Þórður
tengdapabbi yrði hrifinn af henni
þegar hann fór að heimsækja
frænku sína, Oddfríði, til Reykja-
víkur, en hann var þá við nám á
Laugarvatni. Oddfríður var þá með
vinnukonu sem hún biður að koma
með ijómatertu handa gestinum,
en vinnukonan var Guðný. Er
nokkur furðu þó að Þórður yrði
hrifinn, þarna stóð draumadísin
með ijómatertu. Þetta var 1936
eða fyrir 61 ári og þegar ég horfi
til baka og hugsa um stundirnar
sem ég átti með þeim saman, hvað
Þórður var hrifinn af henni, góður
við hana og duglegur í veikindum
hennar, það er aðdáunarvert. Eða
þegar hún var að pijóna lopapeys-
umar á alla ijölskyldumeðlimi,
stóra og smáa. Og þegar hún var
að útbúa jólapakkana eða afmælis-
gjafimar hans Þórðar í gegnum
árin, hann var nefnilega svo forvit-
inn að vita hvað væri í pökkunum.
Hvað hún lagði mikla rækt við að
gleðja hann og gefa honum óvænt-
ar gjafir. Því henni þótti svo vænt
um hann. Árið 1950 fluttust Guðný
og Þórður á Melhagann, þar hafa
þau búið síðan og þar var oft gest-
kvæmt. Það gátu allir fengið gist-
ingu, nóg var plássið og alltaf eitt-
hvað gott að borða. Hún var mikil
húsmóðir og hjá henni lærði ég
ýmislegt í matargerð, m.a. að gera
slátur og kakósúpu sem er í miklu
uppáhaldi. Hvað við sátum oft og
flettum Húsfreyjunni í leit að
spennandi uppskriftum. Oft próf-
aði hún nýja uppskrift í matargerð
á fjölskyldunni á laugardögum.
Alltaf að gleðja aðra.
Á Melhaganum var Þórður með
smábamaskóla frá 1951-1970
samhliða sinni hefðbundnu kennslu
í Austurbæjarskólanum. Guðný
hjálpaði honum í 19 ár, og kom
það sér vel því hún átti svo gott
með að leiðbeina bömum í lestri,
sérstaklega þeim, sem voru óró-
legri og seinni að ná tökum á lestr-
inum en aðrir. Hún var mjög fróð
manneskja, það var eins og að
fletta upp í alfræðiorðabók þegar
leitað var til hennar, svo mikið
hefur hún lesið um ævina og mundi
allt og alltaf þyrsti hana í að fræð-
ast og lesa meira.
Hún ferðaðist mikið innanlands
og erlendis, mesta unun hafði hún
af innanlandsferðum sínum og var
gaman að hlusta á hana segja frá
öllum ferðalögunum. Þegar hún
var ung ferðaðist hún mikið með
Helgu vinkonu sinni, þær fóm t.d.
á hestum í Þórsmörk, í margra
daga ferðalag, því_ þá voru engir
vegir eins og nú. Ég held að hún
hafi skoðað alla staði á landinu og
var gaman að fylgjast með, þegar
pakkað var í bílinn þegar hún og
Þórður fóru í öll tjaldferðalögin um
landið. Af utanlandsferðum þótti
henni Rússlandsferðin vera alveg
sérstök en hún var ekkert gefin
fyrir sólarlandaferðir. Til hvers að
liggja í sól, þegar svo margt var
hægt að skoða í heiminum? Guðný
starfaði í líknarfélagi Hvítabands-
ins frá 20 ára aldri. Var hún mjög
áhugasöm í starfi sínu þar, mætti
á alla fundi sem hún mögulega
gat. Sat í stjóm í 6 ár og í ýmsum
nefndum, t.d. ferðanefnd. Margar
ferðir skipulagði hún fyrir Hvíta-
bandskonur, m.a. var hún alsæl
eftir velheppnaða ferð með þeim
þegar farið var svokallaðan Nesja-
vallahring. í þessari ferð vom
margar erlendar félagskonur og
lauk ferðalaginu hjá Vigdísi for-
seta. Henni var eftirminnileg ferð
um Snæfellsnesið, þegar þær gistu
í verbúð í Grundarfírði, sem var
eins og fínasta hótel. Já, hún hefði
þurft að skrifa í bækur allar þessar
ferðir, sem hún hafði svo gaman af.
Þórður var skógarvörður í Þrast-
arskógi frá 1943-1970, átti Guðný
margar góðar stundir þar með
börnum sínum, barnabömum og
ættingjum. Þar var nóg pláss og
oftast nýveiddur silungur, sem
sumir fengu þó alveg nóg af. Allir
vildu vera þar sem þau voru.
Eftir að við Kjartan fluttumst
aftur heim frá Svíþjóð árið 1982
brást það varla, að Guðný kæmi
með Þórð í kaffisopa í Garðabæinn
einn dag í viku, til að hjálpa mér
með einhveija handavinnu eða að
fá hjálp með handavinnu. Síðasta
handavinnan okkar saman var
mynd sem heitir Nóttin og var
smáuppfylling eftir, sem hana
langaði að klára sjálf, en þá var
sjónin farin að gefa sig. Nú verð
ég að klára þessa mynd fyrir okk-
ur báðar.
Síðustu 13 mánuði hefur Guðný
verið á deild B4 á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og var svo þakklát
fyrir alla þá aðhlynningu sem hún
fékk þar því allir væru svo góðir
við sig. Hún gerði engar kröfur
og kvartaði aldrei. Þótt hún væri
sárlasin og líkaminn slitinn var
hugurinn og dugnaðurinn alltaf sá
sami. Sem lítið dæmi, nú 9. ágúst
þegar Iðunn dóttir okkar Kjartans
gifti sig lét Guðný sig ekki vanta,
hún ætlaði í kirkjuna og kom. Var
það síðasta ferð hennar út af spíta-
lanum fyrir andlát. Ég kveð með
söknuði tengdamóður mína sem
ég stend í mikilli þakkarskuld við
og tel það vera mikla gæfu að
hafa verið samferða henni, kynnst
mannkostum hennar og ástúð.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stnð.
(V. Briem.)
Tengdaföður mínum votta ég
mína dýpstu samúð, svo og öllum
þeim sem eiga um sárt að binda
við fráfall tengdamóður minnar.
Blessuð sé minning Guðnýjar
Eiríksdóttur.
Helga Kristín Einarsdóttir.
SVAVAR
ÁRNASON
þetta, hinir muna.
Hver sem lifir á sinn stað og stund
stormum lífsins háður.
Sá harmur sem að olli sárri und
var okkar gleði áður.
(Sigurður Jósefsson)
+ Svavar Arnason
fæddist í
Reykjavík 5. sept-
ember 1991. Hann
lést af slysförum á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 13. ágúst síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Fossvogskirkju 21.
ágúst.
Elsku litli Svavar
okkar. Nú þegar þú
ert farinn frá okkur
er eins og geislar sól-
arinnar hafí hætt að skína. En við
trúum því að þú sért núna á æðra
tilverustigi þar sem alltaf er sól.
Við vitum að þar eru allir góðir
við þig því þú ert svo góður, gef-
andi og fallegur drengur. Við trú-
um líka að þú sért með okkur. Við
biðjum góðan Guð að vera með þér
og varðveita um alla eilífð. Við
biðjum hann einnig um að veita
okkur styrk til að tak-
ast á við þann mikla
sársauka sem sorgin
og hinn djúpi söknuð-
ur veldur okkur. í hug-
um okkar munum við
varðveita góðar minn-
ingar um yndislegan,
lítinn dreng.
Elsku Svavar, við
þökkum þér af öllu
hjarta fyrir allt og allt,
elskulega barn.
Bemska þín, svo björt og ljúf
og hrein
var burtu hrifin, fyrr en nokk-
urn varði.
Nú eftir stendur endurminning ein,
eins og blóm í vina þinna garði.
Nú litli vinur sárt við söknum þín
safn af Ijúfum minningum við geymum.
Við minnumst þín, hvert sinn er sólin skín
þú sannur geisli varst sem aldrei gleymum.
Hve gaman var I góðri bræðra sveit
og gott var þar að una.
Þar leikið var, þá keppt og unnin heit,
Á erfíðri stundu hefur stuðning-
ur og samhugur ættingja og vina
verið okkur mikils virði og hjálpað
svo mikið í hinni þungbæru sorg.
Viljum við þakka af heilum hug
fyolskyldum okkar, samstarfsfólki
í Marel og námsbraut í hjúkrunar-
fræði Háskóla íslands, vinahópi frá
Minnesota, skólasystkinum úr
Menntaskólum, starfsfólki leik-
skóla Arnarborgar, nágrönnum svo
og öllum öðrum vinum og vanda-
mönnum sem veitt hafa okkur og
aðstandendum okkar stuðning,
samúð og vinarhug.
Kom englasveit, flyt hann til himins heim.
Kom geisli skær að lýsa upp dimman geim.
Kom náðarstund, að sefa tregatár.
Kom varmi blær og þerrðu votar brár.
Kom bjarta ljós með birtu þína og yl.
Kom líkn til þeirra sem að finna til.
Kom mjúka hðnd að milda sárin nú.
Kom andi Guðs og gef oss sanna trú.
(Sigurður Jósefsson)
Innilegustu kveðjur,
Árni, Hildur, Sigurður Jósef,
Bjarni, Jón Þór og Unnsteinn.
€
C
i
V
<
í
i
(
(
(
I
I
I