Morgunblaðið - 14.09.1997, Síða 35

Morgunblaðið - 14.09.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 35 SIGURÐUR LÁRUSSON I I I I I I i I 1 : I : i c I + Sigurður Lárus- son fæddist í Hörgslandskoti á Síðu 14. mars 1937. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Kirkjubæjar- klaustri 4. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus Stein- grímsson, bóndi í Hörgslandskoti, f. 11.11.1905, d. 1977, og kona hans Sigur- laug Margrét Sig- urðardóttir, f. 2.9. 1910, d. 1978. Bræður Sigurðar: Steingrímur, bóndi í Hörgslandskoti, og Magnús, vélstjóri á Akureyri. Utför Sigurðar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Vorið góða, grænt og hlýtt græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, æmar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasönpr. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur. (Jónas Hallgrímsson.) Mér duttu þessi vísukom í hug þegar ég frétti af andláti föðurbróð- ur míns, Sigurðar Lárussonar, bónda í Hörgslandskoti. Siggi, eins og allir í okkar fjölskyldu kölluðu hann var fæddur í Hörgslandskoti á Síðu og ólst þar upp ásamt fjöl- skyldu okkar. Amma mín, Sigur- laug M. Sigurðardóttir, og afi minn, Lárus Steingrímsson, foreldrar Sigga, áttu bæði stórar fjölskyldur sem komu og hjálpuðu til á sumrin í heyskap og til að létta sér upp í sveitinni. Það var því ætíð mann- margt í Kotinu, eins og Hörgsland- skot var oftast kallað. Ég og systir mín áttum heima í Hörgslandskoti til 16 ára aldurs og síðan höfum við verið með aðra litlu tána þar í fríum. Siggi var auðvitað hluti af lífinu á bænum. Þegar við vomm litlar lék hann við okkur og stríddi oft bæði mömmu okkar og ömmu með því að leyfa okkur að klípa í blómin í stofunni, sem auðvitað var alveg harðbannað. Siggi fór ungur til sjós og þótti afburða starfskraft- ur, hörkuduglegur og ósérhlífinn. Bakkus var þó allt frá unga aldri fastur förunautur Sigga. Ekki var það til neinnar gleði í fjölskyldunni og í raun held ég að þessi félags- skapur hafi ekki veitt honum neina lífsfyllingu en svona var þetta nú samt. Hann var á sjó með hléum fram yfir fertugt, en þá tók hann við hluta af búinu í Hörgslandskoti eftir foreldra sína sem létust á árun- um 1977-1978. Eftir það bjó hann við hlið foreldra minna til dauða- dags með rollurnar sínar og hross- in. Siggi vildi alla tíð helst eiga heilt stóð af hrossum, þó brösulega hafi honum oft gengið að temja þau og höndla með Bakkusi förunaut sínum. Má segja að hann hafi þó alltaf átt ágætis hesta og man ég þar sérstaklega hana Blesu sem ég fékk oft lánaða á æskuárum mín- um. Siggi var refaskytta í sveitinni ásamt nokkrum félögum sínum og voru það líklegast ánægjulegustu ferðir hans á fjöll að liggja fyrir tófu í góðum félagsskap. Mikla ánægju hafði hann af fjallaferðum og ekki síst ferðum á vélsleða í eftirleitir með sveitungum sínum og af því sagði hann ótal sögur þegar leiðir okkar lágu saman. Það verður öðruvísi að koma næst heim í Kotið, þar verður enginn Siggi. Ég er viss um að hann er kominn á betri stað núna. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð og góða engla að gæta hans þar. Lilja Steingrímsdóttir. En hvað mér fannst mikið vanta þegar ég kom austur í Kot um síðustu helgi og hitti ekki fyrir á bæjarhlað- inu „Sigurð Lárusson, stórbónda og hesta- mann“, eins og ég oft- ast kallaði hann þegar við vorum að gantast hvor við annan. „Hvað segir tölvufræðingur- inn, situr þú alltaf fyrir framan tölvuna?" svar- aði hann ávallt að bragði. Ég ætla mér ekki að rekja lífshlaup Sigga, heldur minnast einhverra þeirra stunda sem við átt- um saman frá því ég kynntist bróð- urdóttur hans og fór að venja komur mínar austur í Hörgslandskot. Ég fann það strax að hér fór maður sem hafði mörg lík áhugamál og ég hef, hann hafði til að mynda óbilandi áhuga á veiðiskap og var þá alveg sama hvort talað var um stangveiði eða skotveiði, þar var hann alls stað- ar á heimavelli. Sérstaklega fundust mér þær sögur sem hann sagði af afrekum sínum við grenjaleit nokkuð krassandi og hafði ég það stundum á tilfinningunni að sögurnar hefðu orðið stórbrotnari og ævintýrin enn magnaðri með árunum. Það skipti þó engu máli því mér fannst sögurn- ar verða enn líflegri fyrir vikið. Við fórum oft saman í veiði og var það oftar en ekki gæsa- eða andaveiði sem varð fyrir valinu. Hann var sjálf- ur hörkuveiðimaður og fór það oft- ast svo að hann hafði betur þegar aflatölur voru skoðaðar í lok veiði- dags. Siggi var meinstríðinn og hafði gaman af því að kvelja mig ef honum fannst mér ekki ganga eins og skyldi við veiðamar. Sérstaklega er mér minnisstæð sú útreið sem ég fékk hjá honum síðastliðið haust þegar ég, að áeggjan hans, skreið í skurði u.þ.b. 500 metra vegalengd til að komast í færi við stóran hóp gæsa. Spennan var óbærileg og færið gott en á einhvern óskiljanlegan hátt slapp allur hópurinn óskaðaður á braut, þrátt fyrir ákafa skothríð. Siggi fylgdist með í eldhúsglugga- num hjá sér og tók mig svo á beinið þegar ég kom kófsveittur og illa til reika heim á bæ eftir útreiðina. „Hvað nú, stóð byssan á sér, hittirðu ekki, var móða á gleraugunum?" Allt þetta dundi á mér meðan ég reyndi að útlista fyrir honum ástæð- ur aflaleysisins. Siggi hafði mikinn áhuga á skepn- um, sérstaklega voru honum kærar kindurnar og hrossin. Það var auð- heyrt að það voru helst kýrnar sem ekki áttu upp á pallborðið hjá honum. Það bókstaflega hnussaði í honum þegar rætt var um blessaðar kýmar enda sá ég hann aldrei í fjósi tengda- foreldra minna þau 17 ár sem liðin eru frá því ég kom fyrst austur. Hestamennskan var honum einnig mjög hjartfólgin og fannst mér ein- staklega gaman hversu grannt hann fylgdist með dóttur minni, Höllu Hrund, stíga sín fyrstu spor í hesta- mennskunni. Fyrir fáeinum vikum fór hún í hestaferðalag sem stóð í þijá daga og krafðist þess að reiðmennim- ir hefðu mörg hross til skiptanna. Siggi lánaði henni tvo hesta til farar- innar og beið svo spenntur eftir því að heyra ferðasöguna. A þessari stundu hefur hann e.t.v. fundið að hann myndi ekki stíga í hnakkinn oftar. Hugurinn var samt svo mikill að honum fannst rétt að halda hross- unum í þjálfun þótt hann kæmist nú sennilega ekki á hesti í afrétt þetta haustið. Siggi var bamgóður og hafði gaman af því að gauka einhverju að litla fólkinu. Oft kom Haukur Steinn, sonur minn, með úttroðinn munninn af einhveiju „gúmmilaði" og þegar hann var krafmn skýringa á sælgæt- isátinu sagði hann yfirleitt „Siggi frændi gaf mér þetta!“ Margt fleira mætti segja um Sigga karlinn þegar litið er til baka. Hann var til að mynda maður sem ekki fylgdi hinu reglubundna lífsmynstri sem flestir feta. Honum fannst sem dæmi engin ástæða vera til að standa í eilífum stórþvottum á heimilinu, feitir bringukollar og hangikjöt var matur sem gaf aukinn kraft og styrk, og ekki fannst honum neitt tiltökumál þótt hann vökvaði sálartetrið stöku sinnum. Síðasta árið var Sigga erfitt. Hann lenti í alvarlegu slysi í leitum í fyrrahaust sem hann hafði ekki enn náð að jafna sig eftir og nú um mitt sumar greindist hann með krabbamein sem lagði hann að velli á mjög skömmum tíma, aðeins sex- tugan að aldri. Ég veit að hann var hvíldinni feginn, eins veikur og mátt- vana og hann var orðinn. Bræður hans og frændi, ásamt hjúkrunarfólki á hjúkrunarheimilinu á Klaustri léttu undir með honum síðustu vikurnar og lést hann þar aðfaranótt 4. september síðastliðinn. Elsku Siggi, við Jóhanna ásamt Höllu Hrund og Hauki Steini kveðj- um þig nú, um leið og við óskum þér gæfu og góðra daga í nýjum heimkynnum. Logi Ragnarsson. Hann Siggi í Kotinu er látinn. Sigurður Lárusson í Hörgsland- skoti eða Siggi eins og hann var ávallt nefndur lést eftir erfið veik- indi 4. september. Ég var ekki há í loftinu þegar ég man fyrst eftir Sigga þegar hann kom á heimili foreldra minna ef þau þurftu aðstoð við búskapinn. Hann var alltaf reiðubúinn til að rétta hjálparhönd hvort sem var við smalamennsku eða önnur störf enda leituðu þeir pabbi og Þorvarð- ur oft til hans. Eftir að ég flutti að heiman og foreldrar mínir hættu búskap tóku bræður mínir við, fyrst Vilhjálmur og síðan Kristófer. Hélst tryggð Sigga við heimilið í Hörgsdal og var hann alltaf tilbúinn að aðstoða ef með þurfti. Ég á margar góðar minningar um Sigga frá mínum yngri árum. Eftir að ég flutti að heiman hringdi Siggi stundum í mig til að spjalla og vita hvernig ég hefði það. Hinn 20. ágúst kom ég í heim- sókn til mömmu á dvalarheimilið að Klaustri, hún sagði mér að Siggi væri á hjúkrunardeildinni. Ég heim- sótti Sigga og varð það síðasta skiptið sem ég sá hann. Við spjöll- uðum góða stund, mest um sauðfé, heyskap og annað er tengist bú- skap. Ég vona að Siggi hafi haft jafn gaman af þessu spjalli og ég og er þakklát fyrri að hafa haft aðstöðu til að hitta hann. Ég, Ólafur sonur minn, mamma, og systkini, vottum Steina og Magnúsi dýpstu samúð okkar svo og öðrum aðstandendum. Far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hanna Bjarnadóttir (Lóló). „Daginn“ var yfirleitt það fyrsta sem ég heyrði Sigga frænda segja á hvetjum morgni, allan þann tíma sem ég dvaldist í sveitinni. En nú er sá tími liðinn. Siggi gerði mikið að því að gant- ast í mér og Einari. Við vorum vinnumennirnir á bænum og þegar við gátum ekki eitthvað spurði hann okkur hvaða „sjoppufæði“ við lifð- um á í þessari Reykjavík, var það e.t.v. eingöngu Coco Puffs, pylsur og kók? Þess vegna gerði ég mikið grín að honum þegar hann keypti sér pylsu og kók á hestamannamót- inu í sumar og einnig þegar ég sá Coco Puffs-pakka á eldhúsborðinu hans. Við skemmtum okkur líka oft konunglega þegar við vorum ekki sammála urn eitthvað og nöldruðum um það allan daginn. Hann sagðist nefnilega hafa svo gaman af því að espa mig upp. Síðustu samfund- ir okkar urðu svo í framhaldi af æðislegri hestaferð sem ég fór í haust, með tvo lánshesta frá Sigga. Hann var þá jafnvel spenntari en ég við undirbúning ferðarinnar og fann ég að hann beið með óþreyju eftir ferðasögunni þegar ég kom og heimsótti hann eftir ferðina. Siggi minn, ég mun sakna þín. Ég veit að þér mun líða vel þarna uppi. Halla Hrund. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐNÝ EIRÍKSDÓTTIR, Melhaga 5, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. september si. Jarðarför hennar fer fram frá Neskirkju mánudgainn 15. september 1997, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélagið Hvítabandið, símar 551 7193 og 561 5622. Þórður Pálsson, Elín Þórðardóttir, Reinhold Kristjánsson, Steinunn Þórðardóttir, Hrafn Bachmann, Aðalsteinn Þórðarsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Kjartan Þórðarsson, Helga Kr. Einarsdóttir, Gunnar Þórðarsson, Hafdís Kjartansdóttir, Páll Þórðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. C + Útför JÓNU SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður til heimilis í Furugerði 1 og Bergþórugötu 45b, fer fram frá Kapellu Fossvogskirkju, þriðju- daginn 16. september kl. 15.00. Aðstandendur. Innilegar þakkir tii allra þeirra er heiðruðu minningu INGU MAGNÚSDÓTTUR kennara, Sólheimum 27, er lést 1. sept. s!., með blómum, skeytum og minningargjöfum, eða með nærveru sinni á útfarardegi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á 13-B og 14-G Landspitala. Teitur Þorleifsson. Úlfar Teitsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Inga Teitsdóttir, Óli Jóhann Ásmundsson, Leifur Teitsson, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Nanna Teitsdóttir, Magnús Ólafsson, Hrefna Teitsdóttir, Bjarni Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð við andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORVALDS BIRGIS AXELSSONAR, fyrrverandi skipherra og skólastjóra Slysavarnarskóla sjómanna, sem lést fimmtudaginn 4. september. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bryndís Þorvaldsdóttir, Helgi Þórhallsson, Ragna Björk Þorvaldsdóttir, Arnar Jensson, Þórhildur Elín Þorvaldsdóttir, Helgi Hjörvar, Snæfrtður Þorvaldsdóttir og barnabörn. + Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hiýhug og samúð við andlát og útför ástkærs föður míns, sonar okkar, bróður og mágs, AÐALSTEINS VERNHARÐSSONAR, Þinghólsbraut 34. Hlýr hugur ykkar er okkur ómetanlegur styrkur. Guð blessi ykkur öll. Arnór Ýmir Aðalsteinsson, Vernharður Aðalsteinsson, Anna Rannveig Jónatansdóttir, Jónatan Vernharðsson, Sylvía Reynisdóttir, Anna Sigríður Verharðsdóttir, Auðurtn Páll Sigurðsson. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.