Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997
r
FASTEIGNA
MARKAÐURINN ehf
ÓÐINSGÓTU 4. SÍMAR SS1-1S40. SS2-1700. FAX S62-0540
KVENFATAVERSLUN.
Vorum að fá í sölu þekkta kvenfataverslun í miðborginni.
Eigin innfluttningur á þekktum vörumerkjum.
Gott leiguhúsnæði.
%
C-M
FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
Opiö hús í dag - Lundur 3, Kópavogi
Falleg 4ra herbergja, 104 fm íbúð með fallegu útsýni yfir Fossvogsdalinn.
Rúmgóð svefnherbergi, stórt eldhús. Falleg sameign. Stutt í skóla, þjónustu
og útivistarsvæði. Áhv. 3,8 millj. Verð 7,2 millj.
Helena tekur á móti þér og þínum í dag milli kl. 13 og 15.
Ath. gengið inn norðanmegin.
Fasteignasalan
GOMU
Þórsgötu 26 sími 552 5099
/fF
FASTEIGNA
MARKAÐURINN ehf
DINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540. 552-1700. FAX 562-0540
%
Opið hús
Skaftahlíð 9, Rvík.
Falleg 128 fm neðri sérhæð ásamt 20 fm herb. í kjallara. 28 fm bílskúr.
Tvær samliggjandi stofur og 3 svefnherb. Svalir. Hæðin er mikið
endurnýjuð. Falleg lóð. Verð 12,1 millj. Ahv. 2,6 millj. hagstæð langtlan.
Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag frá kl. 14-17.
Gjörið svo vel að líta inn.
rf$> FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf
= I ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551 -1540. 552-1700. FAX 562-0540 =====
-a
„Penthouse“ — Austurströnd
Stórglæsileg 131 fm 5—6 herb. íbúð á þessum frábæra
útsýnisstað. Falleqt eldhús, stór oa opin sólstofa.
Parket og flísar á öllu. Stórar suð-vestursvalir. Þessa
qullfallequ íbúð verður bú að skoða. Verð 11,2 millj.
(4455).
Hóll, fasteignasala,
Skipholti 50B, sími 551 0090.
Faxatún 13 Garðabæ
Opið hús í dag, sunnudag frá kl. 15 til 19
Um er að ræða einbýl-
ishús sem stendur á
failegri hornlóð. Húsið
er mikið endurnýjað að
innan.
Gjörið suo uel að líta inn.
Skeifan, fasteignamiðlun ehf.,
Suðurlandsbi-aut 46, s. 568 5556.
Sérhæfð
fasteignasala fyrir
atwinnu- og skrif-
stofuhúsnæði
¥
STOREIGN
FASTEIGNASALA
Austurstræti 18 sími 55 - 1 2345
Arnar Sölvason,
sölumaður
Jón G. Sandholt,
sölumaður
Gunnar Jóh. Birgisson hrl.
löggildur fasteignasali
Sigurbjöm Magnússon hrl.
löggildur fasteignasali
Til leigu
Opið í dag sunnudag
frákl. 13-15
VIÐ HLIÐIIMA Á VERSLUIM
11-11 í MOSFELLSBÆ
Ti leigu er ca. 400 fm. verslunarhúsnæði á mjög góöum stað í Mosfellsbæ.
Húsnæðið getur hentað vel fyrir t.d. efnalaug, framköllunarþjónustu, bakarí,
bókaverslun, leikfangaverslun, hárgreiðslustofu, blómabúð, barnafata-
verslun, apótek, fiskbúð, sportvöruverslun og m.fl.
flllar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
+ Þorvaldur Birg-
ir Axelsson
fæddist á Læk á
Skagaströnd hinn
22. ágúst 1938.
Hann lést 4. septem-
ber sl. Foreldrar
hans voru Axel
Helgason, f. 1896,
d. 1971, og Jóhanna
Lárusdóttir, f. 1908,
d. 1981, og var hann
fjórða barn þeirra
hjóna af átta systk-
inum. Syskini hans
eru Jakobína Helga,
f. 1930, Ingibjörg,
f. 1931, Rúdolf, f. 1936, Ævar,
f. 1943, Magðalena, f. 1946,
Ester, f. 1948, og Brynja, f.
1950.
Þorvaldur eignaðist fjórar
dætur með fyrrverandi eigin-
konu sinni, Elínu Skeggjadótt-
ur, f. 1939. 1) Bryndís, f. 1957,
gift Helga Þórhallssyni og eiga
þau þrjú börn, 2) Ragna Björk,
Það leita margar ljúfar minning-
ar á hugann þegar ég með þessum
fátæklegu orðum kveð ekki bara
tengdaföður minn heldur líka vin
og velunnara.
Það þarf nokkuð mörg lýsingar-
orð til að lýsa því sem prýddi Þor-
vald, en mér dettur helst í hug
hjálpsamur, hlýr, ráðagóður, gam-
ansamur, víðlesinn og afburða
greindur.
Það er síðsumarkvöld. Ég er einn
að basla við að leggja parket og
gólfflísar á íbúð sem við hjónin
höfðum fest kaup á. Þetta er dálít-
ið meira mál en ég hélt í fyrstu og
í mörg horn að iíta. Dyrabjöllu er
hringt og_ í forstofu stendur Þor-
valdur. „Ég ætlaði bara að kíkja
við af forvitni," segir hann og spíg-
sporar íhugull um gólf um leið og
hann forvitnast um verkið._ „Nú
ferð þú heim og hvílir þig. Ég lít
svo_ við á morgun."
Ég hef ekki kynnst lengra inn-
liti hvorki fyrr né síðar. I marga
daga var unnið langt fram á kvöld
og ekkert gefið eftir fyrr en allt
var komið á sinn stað. Ég get enn
heyrt hann segja kankvíslega:
„Eigum við ekki að taka eitt borð
enn, bara eitt borð,“ með þunga
áherslu á „bara“. Þannig var hald-
ið áfram af vandvirkni og ná-
kvæmni.
Það myndaðist á milli okkar ein-
hver strengur sem aldrei slitnaði.
Ég lærði ekki bara að leggja park-
et og flísar heldur kynntist ég
manni sem hafði svo mikið að gefa
og gat svo auðveldlega miðlað.
Vandamálin voru ekki til heldur
aðeins skemmtilegar þrautir sem
voru vegnar og metnar frá öllum
hliðum. Þorvaldur var hafsjór af
f. 1958, gift Arnari
Jenssyni og eiga
þau fjögur börn, 3)
Þórhildur Elín, f.
1967, í sambúð með
Helga Hjörvari og
eiga þau eitt barn,
og 4) Snæfríður, f.
1975, og á eitt barn.
Að loknu námi í
Stýrimannaskólan-
um starfaði Þor-
valdur sem stýri-
maður og síðar
skipherra hjá Land-
helgisgæslunni í
áratugi. Hann lét
öryggis- og björgunarmál sjó-
manna mjög til sín taka og kom
á fót Slysavarnaskóla sjómanna,
mótaði starfið og var fyrsti
skólastjórinn. Hann sótti fjöl-
mörg námskeið á sviði öryggis-
mála viða um lönd og var einn
best menntaði kafari landsins.
Útför Þorvaldar Birgis fór
fram í kyrrþey.
fróðleik enda óvenju víðlesinn og
hafði á takteinum margar tilvitnan-
ir úr fornritum og fagurbókmennt-
um. Til marks um það var hann
að Jesa Illíónskviður er kallið kom.
í sumar var hringt. „Þið eruð
að fara í ferðalag. Vantar ykkur
ekki bíl. Ég bara nefni þetta
svona,“ og enn var áherslan á
„bara“.
Það var aldrei komið að tómum
kofunum þegar leitað var ráða hjá
Þorvaldi. Hann fann alltaf jákvæð-
ar hliðar á öllum málum og aldrei
minnist ég þess að hafa heyrt hann
segja að eitthvað væri ekki hægt
heidur tækju hlutirnir aðeins mis
langan tíma.
Þorvaldur var lengst stýrimaður
og að lokum skipherra hjá Land-
helgisgæslunni. Hann tók þátt í
öllum þorskastríðunum og var skip-
herra í því síðasta. Hann var gæt-
inn og mjög fær skipherra sem var
minnisstæður starfsfélögum sínum
og hafa fyrrum skipherrar séð
ástæðu til að minnast hæfni hans
og áræði í endurminningum sínum.
Hann lét sig mjög varða öryggi á
sjó og slysavarnir sjómanna enda
hafði hann sem skipstjórnandi séð
víða pott brotinn í þeim efnum.
Það var því engin tilviljun að
honum var falið að koma á fót
Slysavarnaskóla sjómanna og með
þrautseigju, einbeitni, vilja og óbil-
andi áhuga mótaði hann starf skól-
ans svo eftir var tekið og telja
margir sig eiga honum mikið að
þakka. Þar naut sín vel öll sú þekk-
ing og fræðsla sem hann hafði við-
að að sér, en Þorvaldur var afburða
kennari og átti auðvelt með að
miðla til annarra. Hann hafði auk
þess sótt íjölmörg námskeið á sviði
öryggismála víða um lönd. Þá var
hann og einn best menntaði kafari
landsins og til marks um kappsemi
hans átti hann ekki að fá inni í
kafaraskóla erlendis þar sem hann
var lítið eitt yfir aldursmörkum en
skilaði samt bestum árangri yfir
skólann í skólalok.
Það er komið að leiðarlokum og
þessi fátæklegu orð segja fæst af
því sem í hugann kemur. Ég þakka
nú þær stundir sem þú áttir með
mér og fjölskyldunni eins og þegar
þú komst til okkar um síðustu jól.
Þessar stundir voru því miður allt
of fáar en ómetanlegar.
Ég átti samt því láni að fagna
að sitja hjá þér dágóða stund í síð-
ustu viku. Á borðinu stóð gjafa-
karfa frá þakklátum aðstandendum
manns sem þú bjargaðir úr háska
fyrir löngu. Þú vildir helst snúa
talinu að einhveiju öðru er ég innti
þig eftir þessu. Þegar ég hafði orð
á því að fólk langaði kannski til
að gleðja þann sem það stæði í
mestri þakkarskuld við var sem þú
ljómaðir. Þú máttir það svo sannar-
lega.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
kæri vinur minn og tengdafaðir.
Þín er sárt saknað. Huggun er samt
harmi gegn að þú fórst hljótt og
virðulega eins og þú hafðir sjálfur
óskað þér.
Blessuð sé þín minning.
Helgi Þórhallsson.
Okkur systkinin langar að minn-
ast bróður okkar með fáeinum orð-
um. Hann hét fullu nafni Þorvaldur
Birgir Axelsson, fæddur á Læk,
Skagaströnd, A-Hún.
Margs er að minnast og fjöl-
margt að þakka. Það sem ein-
kenndi hann frá fyrstu tíð var áhugi
hans á sjó og sjómennsku. Enda
var starf hans, frá ungum aldri,
sjómennskan, sem hann helgaði
alla krafta sína. Þar átti hann að
baki langan og afar sérstæðan og
farsælan starfsferil. Þess verður
vafalaust getið síðar, á öðrum vett-
vangi.
Það sem einkenndi hann per-
sónulega, í augum okkar systkin-
anna, var glaðværðin og stundum
afar sérstætt skopskyn. Hann var
afar vel máli farinn, hafði mjög
gott vald á íslensku máli og átti
auðvelt með að kasta fram frum-
sömdum stökum. Á góðum stund-
um virtust stökur og hnyttileg
framsetning orða koma án fyrir-
hafnar. Oft heyrðum við hann fara
með heilu kvæðabálkana eftir þjóð-
skáld okkar. Efstur á blaði þar var
vafalaust Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi. Þar sem við vitum að
honum var ekki að skapi að fluttar
væru um hann langar lofræður
kveðjum við hann með þessum orð-
um, sem vel gætu verið hans.
Ég kem til að flytja þér kærar þakkir
og kveðja þig, vinur og bróðir.
Skip mitt bíður... Það skyggir að kvöldi
og skeflir á fomar slóðir.
MINMINGAR
ÞORVALDUR BIRGIR
AXELSSON
EINAR ÓLAFSSON
+ Einar Ólafsson fæddist á
Þjótanda í Villingaholts-
hreppi 25. janúar 1934. Hann
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
3. september siðastliðinn og fór
útför hans fram frá Oddakirkju
13. september.
Enn einu sinni er kær vinur fall-
inn í valinn, langt fyrir aldur fram,
eftir áralöng erfið veikindi. Það
mun hafa verið í kringum 1950
að fundum okkar Einars bar sam-
an, er faðir minn og afi unnu við
að stinga sniddu utan á vegfylling-
una við enda Þjórsárbrúar. Eg
hafði fengið að fara með í blíðu-
veðri, austur í Kampholtsmýri, þar
sem verkið fór fram. Ungur maður
á Chevrolet-vörubíl flutti snidduna
frá þeim félögum. Þar var kominn
Einar Ólafsson, þá búsettur á
heimili foreldra sinna á Þjótanda.
Ég mun hafa verið 7 eða 8 ára er
þetta gerðist. Einar bauð mér að
sitja í trukknum, sem ég þáði með
þökkum. Þar hófust kynni okkar,
sem entust til hinsta dags Einars.
Ég átti margar ökuferðir með þess-
um prúða og barngóða manni á
næstu árum, mér til mikillar
ánægju. Þegar árin liðu eignaðist
ég iíka vörubíl og unnum við alloft
saman víða hér um slóðir, þó mest
á Þingvallasvæðinu þar sem Einar
var flokksstjóri hjá Vegagerðinni
í mörg ár. Ég minnist margra
góðra stunda í vegagerðarskúrnum
með þessum stórskemmtilega
manni, sem sagði öðrum betur frá
og þekkti að mér fannst, meira en
annan hvern Islending. Hann var
glaður á góðri stund og hvers
mann hugljúfi, jafnt í starfi, sem
leik. Þó hefur mér aldrei fundist
sól hans rísa hærra en þegar við
ræddum lífið og stöðu hans í þeim
veikinum sem hann barðist við af
svo mikilli einurð og karlmennsku,
suður á Kanaríeyjum fyrir hart nær
tveimur árum. Þá tjáði hann mér
að hans hérvist teidist í mánuðum
hér eftir. Ég maldaði í móinn og
sagði eitthvað á þá leið, að ég
gæti allt eins farið á undan honum.
Hann samsinnti því, en sagði um
leið og við skáluðum fyrir góðri
ferð og okkur sjálfum, „Siggi! Sá
okkar sem síðar fer, sendir hinum
línu.“ Þetta heit skal hér efnt, þó
í litlu sé. Mig langar að kveðja
þennan vin minn með vísu Haf-
steins Stefánssonar, vinar míns,
sem er á þessa leið:
Gleðinni hann alltaf ann,
eignast fjölda vina.
Það er sól um þennan mann,
þótt’ann rigni á hina.
Ég sendi eiginkonu, börnum,
barnabörnum og ættingjum öllum,
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Einars Ólafs-
sonar.
Sigurður Karlsson
frá Kjartansstöðum.