Morgunblaðið - 14.09.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.09.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 37'' Þú veist að ég get ekki verið hér lengur og verð að sigla og fara. Ef einhver spyr, því lagði ég frá landi, þá láttu þögnina svara. Svo kveð ég þig, vinur. Þú veist, hvað það er sem varð mér til hugarsorgar. Segðu, að ég ætli til Egyptalands eða austur til Jórsalaborgar. (D. Stefánsson.) Hvíl þú í friði, kæri bróðir. Systkini. Ég bið þess að muna. Að mega finna á ný vandlega geymdar minn- ingar bernskunnar þegar heimur- inn var svo einfaldur og skilin voru skýr. Og hann pabba minn. Finna það sem búið var að bijóta og týna. Raða saman þeim brotum sem kærust eru, raða þeim saman í eina heila mynd. Geyma hana í hjart- anu, lifandi og bjarta. Dýrmæta mynd af föður sem ég átti. Pabbi minn sem oftast var á sjónum, einkennisklædda hetjan í brú stóra skipsins við bryggjuna og við mamma komum að sækja. Sjópokinn sem ýmist táknaði heim- komu eða fjarveru, sá sem ég faldi í þvottakörfunni þegar leið að brottför. Svo pabbi yrði áfram heima. Svo hann gæti áfram verið leikfélaginn, hesturinn minn sem leyfði mér að sitja á baki sér, rífa i hárið á sér og slá fótastokkinn. Svo hann leyfði mér lengur að sitja í fangi sér við sjónvarpið á laugar- dagskvöldum og þreyttist aldrei á að lesa fyrir mig textann. Svo hann héldi áfram að kalla mig engilinn sinn. Kenna mér að óttast ekki myrkrið og segja mér að loka stjörnunum minum þegar kominn var tími til að sofna. Og ég syrgi. Litla drenginn, unglinginn, fjölskyldumanninn. Látinn föður minn. Væntingar hans til lífsins, vonir og þrár, ást og slit- in bönd, sigra og ósigra. Syrgi glöt- uð tækifæri til að sýna betur inni- legan kærleika til mannsins sem með móður minni kom fjórum dætr- um til manns. Systur minar. Sem alltaf eru til staðar til að hlæja með og gráta með, rífast við og sættast, faðma og hugga og fyrirgefa svo mikið. Við geymum í hjarta okkar fagra mynd af góðum manni sem gaf okkur lífið með öll sín gull. Við segjum börnunum okkar minning- arbrotin dýrmætu svo þau þekki hann eins og við munum hann. í dag er hann með Drottni í Paradís og þar munum við hittast á ný. Blessuð sé minning föður míns. Þórhildur. Þorvaldur Axelsson, kær vinur minn, er fallinn frá. Þrátt fyrir veikindi hans síðastliðin ár og vitn- eskju mína um að Þorvaldur vissi glöggt að hveiju stefndi, er eins og að tíminn standi í stað við slíka frétt. Eftir sitja ljúfar minningar um skarpgreindan mann og náinn vin, sem margt hafði reynt í lífsins ólgu- sjó. Þorvaldur var einstaklega skemmtilegur maður, vel máli far- inn, víðlesinn og hafði sérstakan frásagnarstíl. Þær voru ófáar stund- imar sem við skiptumst á sögum úr nútíð og fortíð og alltaf var stutt í brosið því Þorvaldur var glettinn maður og gamansamur að eðlisfari. Þá var hann kærkominn heimilis- vinur og er skemmst að minnast ljúfs sólskinsdags nú í ágústmánuði er hann sótti okkur heim og dvaldi hjá okkur daglangt. Það sem tengdi okkur þó enn frekar var spila- mennskan, en við höfðum verið spilafélagar undanfarin ár. Þar háð- um við marga hildi saman og áttum ófáar ánægjustundir tengdar því. Með þessum fáu orðum kveð ég nú góðan félaga með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Páll Ómar Vermundsson. Sérhæffl fasteigna- sala fyrir atuinnu- og skrif-stofuhús- næði STDREIGN FASTEIGNASALA Austurstræti 18 sími 55 - 1 2345 Amar Sölvason, sölumaður Jón G. Sandholt, sölumaður Gunnar Jóh. Birgisson hrl. löggildur fasteignasali Sigurbjöm Magnússon hrl. löggildur fasteignasali TIL SÖLU Qpið í dag sunnudag frá kl. 13-15 Lækjargata — Hafnarfirði Vorum að fá í einkasölu 149,8 fm verslunarhúsnæði í Hafnarf. Húsnæðinu fylgja 2 stæði i bílgeymslu. Til afh. strax. Einnig kemur til greina að leigja eignina. Verð 7,9 millj. Hvaleyrarbraut 23 — Hafnarfirði Vorum að fá ( einkasölu fasteignina á Hvaleyrarbraut 23, Hafn- arf. Um er að ræða 231 fm steinhús sem gæti hentað undir ýmsa starfsemi. Eignin er f útleigu í dag. Hagstætt verð kr. 7.900 þús. Seljendur athugið! Höfum fjársterka kaupendur á atvinnuhúsnæði af öllum stærður og gerðum. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. fs|EI(3VAMH)irNIN Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustjóri. Sími 5!!J! 9090 - l ax 5BÍ! 9095 - Síðininila 2 I Framnesvegur 29 - glæsilegar íbúðir í vesturbænum Opið hús í dag sunnudag milli kl. 13 og 17 Ein íbúöin verður búin húsgögnum frá Habitat. Hjá okkur eru nú til sölu ný uppgerðar íbúðir í þessu fallega húsi. Um er að ræða 2ja herb. og 4ra herb. íbúðir. 2ja herb. íbúðirnar eru frá 55 fm - 77 fm. 4ra herb. íbúðirnar eru 136 fm rislofti sem býður upp á mikla möguleika, fylgir 4ra herb. íbúðinn á 4 hæð. Sérsvalir fylgja ibúðunum, afgirt lóð til suðurs. Ibúðirnar eru allar með vönduðum innr. og fallegu parketi á gólfi. Húsið hefur verið endurnýjað að utan og innan og lagnir eru nýjar. ibúðir i sérflokki. REYRENGI - SÉRSTAKT HÚS Þetta fallega ein- býli á einni hæð ásamt rúmgóð- um bílsk. er til sölu og tilbúið til afhendignar í dag. Fokhelt að inn- an og fullbúið að utan eða lengra komið eftir nánara samkomulagi. Húsið er sérstakt að því leyti eð enginn burður er í innveggjum sem gefur eiganda frjálsar hendur með herbergja- skipan m.a. fjölda svefnherbergja ofl. Húsið er vandað að allri gerð, í rótgrónu hverfi. Áhv. 7 millj. í húsbréfum m.grb. kr. 41.700 pr. mán- uð. Verð 10,5 millj. Húsakaup, sími 568 2800 FASTEIGNASALAN SIÐUMÚLI 1 SÍMI 533 1313 FAX 533 1314 FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASAU HAGALAND 10 - OPIÐ HÚS Einbýli Mos. Opið hús í dag kl. 13-17. Um er að ræða 143 fm timburhús á einni hæð með sér 38 fm bílskúr. 4 svefnherb. og góðar stofur. Skjólgóður staður og öll þjónusta í göngu færi. Áhv. 2,5 millj góð lán. Vogar - Vatnsleysuströnd Höfum til sölu þetta glæsilega einbýlishús við Aragerði. Mikið endurnýjað, m.a. nýjar innréttingar í eldhúsi og baði, parket. Nýjar lagnir. Jón Bjarnason sýnir, sími 424 6542. Vogagerði Nýkomið vandað 142 fm einbýli á einni hæð auk 47 fm bílskúrs (aukaíbúð) áhv. byggsj. ríkisins 3,8 millj. verð 9 millj. Heiðargerði Glæsilegt 152 fm einbýli á einni hæð 64 fm bílskúr. Áhv.byggjs. ríkisins 7,2 millj. Verð 10,2 millj. Hraunhamar fasteignasala, Bæjarhrauni 22, Hf., sími 565-4511. *r Opið hús í dag milli kl. 14-17 Velkomin(r>) í Furubyggó 26 w Idag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þetta glæsilega 138 fm. parhús sem er á tveimur hæðum auk rislofts. Rúmgóður 26 fm. bflskúr fylgir að auki. Eignin er að mestu fullbúin á vandaðan máta. Ahv. 6.0 millj. Verð 11.6 millj. Eignin er laus til afhendingar strax og verður Ásmundur Sölumaður á Höfða á staðnum í dag með allar upplýsingar á reiðum höndum. (6008) Velkomin(n) á Hraunbraut Kóp. Tæpl. 70 fm 3ja herb. íbúð á 2 hæð í 5 býli, ásamt 25 fm bílskúr.Húsið sem og sameign er í tipp topp standi. íbúðin er talsvert enurnýjuð. Frábær staðsetning og hér er nú friðsælt að búa. Makaskiptiá minna kemurtil greina. Verð 7,5 áhv. 4,1. Kristjana tekur vel á móti ykkur á mili 2-5 I dag. Suðurlandsbraut 20/2 Hæð ■ Fax: 533 6055 ■ www.hofdi.is Opið kl.9:00-18:00 virka daga og um helgar 13-15 Sparisjóður Hafnarfjarðar auglýsir til sölu neðangreindar fasteignir 2. 118 m2 skrifstofuhúsnæði á Reykjavíkurvegi 62 2. hæð. Ekkert áhvflandi. Verð: Tilboð. Nánari upplýsingar veitir Ingimar Haraldsson ■ síma 550 2000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.