Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 6
CIlÖAjaHUpHÖM 6 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997____________________________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Tyrkland tapar máli fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu Stúlku nauðgað í varðhaldi BAKSVIÐ IBESTA BÓKIN umgetnað, meðgöngu og fæðingu • Aretðanleg, nútímaleg og auðskilin bók um fæðingu barns og umönnun á fyrsta æviskeiði. • Fjaiað er um efnsð bæði fra sjónaíbóiii möður o§ bams. • Ljósmyndir, teikningar, ómsjármyndir og línurit — samtals yfir 500 litrnyndir. • 350 bls. í stóru broti. 3.980 kr. Eftirlitsstofnanimar í Strassborg hafa að und- anförnu fengið til um- fjöllunar kærur vegna grófra mannréttinda- brota í Tyrklandi. Mál þessi em á margan hátt annars eðlis en sú „fín- stilling gangvirkisins í vestrænum réttarríkj- um“ sem menn em venjulega að fást við í Strassborg. Páll Þór- hallsson fjallar um mál tyrknesku stúlkunnar Aydin sem dæmt var í í vikunni. TYRKIR hafa verið gagnrýndir fyrir að brjóta rétt minnihluta Kúrda í landinu. í Strassborg féll á fimmtudag dómur þar sem tyrkneska ríkið var dæmt fyrir mannréttindabrot. Myndin var tekin i einu af þorpum Kúrda í Austur-Tyrklandi um það leyti sem umrætt brot var framið og sést að viðbúnaður Tyrkja er mikill. að þótt nokkurt misræmi væri í fram- burði kæranda þá yrði trúverðugleiki hennar ekki dreginn í efa. Fangels- isbækumar væru vafasöm sönnunar- gögn. Þannig væru einungis sjö færsl- ur í bókinni árið 1993 en það væru mun fæiri færslur en árin áður. Skýr- ingarnar sem yfirmenn bækistöðv- anna í Derik hefðu gefíð á þessu væru óviðunandi. Þá hefðu yfirmenn- imir látið undir höfuð leggjast að geta þess í framburði sínum, þegar þeir lýstu bækistöðvunum, að þar væri kjallari. Myndband, sem nefnd- armenn skoðuðu, sýndi hið gagn- stæða og væru tveir fangaklefar og skrifstofa í kjallaranum. Þá taldi nefndin sannað að tyrknesk stjórn- völd hefðu með ýmsum ráðum beitt kæranda og fjölskyldu hennar ógnun- um til að aftra henni frá því að kæra málið til Strassborgar. Hafíð yfir skynsamlegan vafa Það ber mikilvægi málsins vitni að í því var Mannréttindadómstóllinn skipaður 21 dómara í stað 9 að jafn- aði. Meirihluti dómstólsins, 14 dóm- arar af 21, taldi ekki ástæðu til að endurskoða sönnunarmat Mannrétt- indanefndarinnar. Það yrði að teljast hafið yfir skynsamlegan vafa að ásak- anir kæranda um illa meðferð í varð- haldi væru réttar. Tekið var fram að sakamálarannsókn tyrkneska ríkisins hefði ekki leitt í ljós neitt sem hnekkti þessu. Því hefði tyrkneska ríkið gerst brotlegt við 3. gr. Mannréttindasátt- mála Evrópu sem legði bann við pynt- ingum og vanvirðandi meðferð eða refsingu. „Kæranda var nauðgað á meðan hún var í varðhaldi en ekki hefur enn verið leitt í Ijós hver framdi þann verknað. Líta verður á nauðgun varðhaldsfanga af hálfu embættis- manns ríkisins sem sérlega grófa og viðurstyggilega meðferð þar sem af- brotamaðurinn getur svo auðveldlega fært sér í nyt hversu fórnarlambið er varnarlaust og lítt fært um að veita mótspymu,“ segir í dómnum. Hins vegar taldi dómstóllinn ósannað að tyrkneska ríkið hefði reynt að aftra kæranda frá því að bera fram kæru í Strassborg. Rannsókn saksóknara meingölluð Þá töldu 16 dómarar af 21 að Tyrkland hefði brotið 13. gr. sáttmál- ans þar sem mælt er fyrir um rétt manna til að fá úrlausn sinna mála fyrir stjómvöldum heima fyrir. Rann- sókn saksóknara í kjölfar kæru stúlk- unnar hefði verið meingölluð. Hann hefði ekki hirt um að rannsaka allar hliðar málsins heldur tekið yfirlýsing- um yfírmanna öryggissveitanna sem gefnum hlut. Þá hefðu læknisskoðan- ir haft það markmið fyrst og fremst að leiða í ljós hvort stúlkan væri óspjölluð fremur en að kannað væri aðalatriðið sem var hvoit hún hefði orðið fórnarlamb nauðgunar. Þeir læknar sem skoðuðu stúlkuna fyrst voru ekki sérhæfðir í því að rannsaka fómarlömb nauðgana. Ekkert sál- fræðilegt mat hefði verið lagt á það hvort andlegt ástand stúlkunnar renndi stoðum undir framburð henn- ar. Minnihlutinn Sjö dómarar voru í minnihluta og töldu ekki sannað að stúlkan hefði verið í varðhaldi og sætt þar iilri meðferð. Gerðu þeir athugasemdir við að niðurstaða Mannréttindanefndar- innar og meirihluta dómstólsins væri eingöngu byggð á framburði stúlk- unnar, föður hennar og mágkonu. Ekki hefði verið tekin nein skýrsla af öðrum þorpsbúum. Þótt læknir hefði fundið áverka á þeim þremur sem kæmu heim og saman við frá- sögn þeirra væri samt ekki hægt að draga örugga ályktun af því um hver væri orsök áverkanna. Þá þótti það grunsamlegt að stúlkan giftist nokkr- um dögum eftir að henni var sleppt lausri „sem kemur á óvart miðað við ríkjandi siðferði á svæðinu" eins og minnihlutinn segir. Auk þess hefði hún eftir því sem næst yrði komist eignast barn stuttu eftir að atburðirn- ir gerðust sem kæmi ekki heim og saman við að hún hefði verið hrein mey þegar hún var tekin höndum. Sérstaða tyrknesku málanna Þau tyrknesku mál sem komið hafa til kasta eftirlitsstofnana Evrópuráðs- ins á undanfömum árum hafa nokkra sérstöðu. Hin dæmigerðu mál sem Mannréttindanefndin og Mannrétt- indadómstóllinn fengust við fyrstu áratugina vörðuðu tjáningarfrelsi, fé- lagafrelsi, réttindi kynskiptinga og kvartanir út af seinagangi í málsmeð- ferð svo fátt eitt sé nefnt. Þarna er oft um fremur tæknileg atriði að ræða og má líkja því við að verið sé að fínstilla gangverkið í vestur-evr- ópskum réttarríkjum. En frá Tyrklandi hafa komið mál sem eru allt annars eðlis. Þar er um að ræða ásakanir um mjög gróf mannréttindabrot eins og pyntingar og pólitískar ofsóknir. Dómur Mann- réttindadómstólins frá því á fimmtu- dag í máli Siikran Aydin er þar nýj- asta dæmið. 18. desember 1996 var dæmt í máli Aksoy þar sem kærandi hafði verið hnepptur í varðhald í fjórt- án daga. Hann hélt því fram að hann hefði sætt pyntingum í varðhaldinu Laugavegl 18 • Sfmi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500 FORLAGIÐ TYRKNESKA ríkið var á fimmtudag dæmt fyrir brot á Mannréttindasátt- mála Evrópu. Sannað þótti að kær- andi, íbúi í Kúrdahéruðum Suðaustur- Tyrklands, sem var 17 ára gömul þegar atburðirnir gerðust, hefði verið pyntuð í varðhaldi öryggislögreglu og henni nauðgað. Tyrknesk stjómvöld hafa alia tíð neitað því að stúlkan hafi yfirleitt verið hneppt í varðhald. Kærandi, Siikran Aydin, er fædd og uppalin í þorpinu Tasit, sem er í Kúrdahéruðum Tyrklands. Allt frá árinu 1985 hefur ófriðarástand ríkt í þessum landshluta. Atök öryggis- sveita og Verkamannaflokks Kúrdist- ans (PKK) hafa kostað mörg þúsund manns lífið. Að sögn stúlkunnar ruddust liðs- menn öryggissveita inn á heimili for- eldra hennar 29. júní 1993. Var fjöl- skyldan yfirheyrð um tengsl við PKK. Síðan var henni ásamt fleiri þorpsbú- um safnað saman á torgi í þorpinu. Stúlkan, faðir hennar og mágkona voru síðan dregin út úr hópnum, bundið fyrir augu þeirra og farið með þau um 10 km leið til bæjarins Derik í bækistöðvar öryggissveitanna. Þar hafi hún verið skilin frá ættingjum sínum og látin sæta margháttuðum pyntingum. Hún hafi verið látin af- klæðast og Ieggjast inn í bíldekk sem síðan var velt eftir gólfi. Vatni hafi verið sprautað á hana úr háþrýsti- dælu. Þá sagði stúlkan að einkennis- klæddur maður hefði nauðgað sér. Stúlkunni og ættingjum hennar var sleppt 2. júlí 1993. Stúlkan kærði meðferðina til tyrkneskra yfirvalda. Saksóknari þar i landi rannsakaði málið en yfírmenn öryggissveitanna í Derik neituðu því að stúlkan hefði nokkum tíma verið í haldi. Framvís- uðu þeir varðhaldsbókum sem áttu að sýna að enginn hefði verið í haldi viðkomandi mánuði. Saksóknari fyrir- skipaði læknisskoðun á stúlkunni, voru það samtals þrír læknar sem skoðuðu hana, 8. og 9. júlí og 13. ágúst 1993. Læknisskoðun leiddi í ljós að meyjarhaft stúlkunnar var rofið og hún var hrufluð á innanverð- um lærum. Þá fundust áverkar á föð- ur stúlkunnar og mágkonu. Saksókn- ari taldi samt ekki nægilega ástæðu til málshöfðunar á hendur öryggis- sveitunum. Nefndin aflar sjálf sönnunargagna Stúlkan sendi í árslok 1993 kæru til Mannréttindanefndar Evrópu. Nefndin ákvað að afla sjálf sönnun- argagna. Meðal annars fóru fulltrúar nefndarinnar til Ankara og tóku þar skýrslur af átta manns. Átti nefndin þess kost að yfirheyra saksóknarann sem fór með málið í Tyrklandi, lækn- ana sem skoðuðu kæranda og liðs- menn öryggissveitanna. Niðurstöður nefndarinnar voru í stuttu máli þær og verið látinn hanga á handleggjun- um sem olli lömun. Dæmdi dómstóll- inn Tyrkland fyrir brot á 3. gr. sátt- málans. Pyntingar útbreiddar Mál þessi renna stoðum undir ásak- anir sem fram hafa komið úr ýmsum áttum um víðtæk mannréttindabrot í Tyrklandi. Þannig segir í yfirlýsingu Evrópunefndar um pyntingar og van- virðandi eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu frá 15. desember 1992: „í ljósi allra þeirra upplýsinga sem fyrir liggja, kemst nefndin ekki hjá því að álykta að pyntingar og önnur vanvirðandi meðferð á gæsluvarð- haldsfóngum séu útbreiddar í Tyrk- landi.“ Pyntinganefndin tók fram að flest benti til að pyntingar væru al- gengari af hálfu tyrknesku lögregl- unnar heldur en öryggissveita. I yfír- lýsingu frá 6. desember 1996 segir nefndin að einhver bót hafi verið ráð- in á ástandinu í kjölfar athugasemda hennar en þó hafi reynst mjög erfitt að fá tyrknesk yfirvöld til að hrinda fögrum áformum í framkvæmd. Bágborin rannsókn Ennfremur hafa tyrknesku málin sérstöðu að því leyti að einatt hefur lítil sem engin rannsókn farið fram af hálfu yfirvalda heima fyrir. Eftir- litsstofnanirnar í Strassborg hafa því þui-ft að afia sönnunargagnanna sjálf- ar. Fara hefur þurft á vettvang og kanna málsatvik sjálfstætt. Er þar komin upp allt önnur staða heldur en að jafnaði þegar hægt er að reiða sig á að rannsóknin heima fyrir hafí ver- ið í lagi í stórum dráttum og treysta má því að málsatvikum sé þar rétt lýst. Þetta gerir það einnig að verkum að slaka hefur þurft á kröfunni, sem almennt gildir, að kærendur verði að hafa tæmt innlend réttarúrræði, sem kallað er, áður en bera megi upp mál i Strassborg. Þannig taldi dómstóllinn í máli Aksoy frá 18. desember 1996 að ekki væri hægt að leggja kæranda til lasts þótt hann hefði ekki tæmt innlend réttarrúrræði. Fyrir lá að sak- sóknari hafði ekki hafist handa þótt hann vissi að kærandi kom lemstrað- ur úr varðhaldi. Svipað er uppi á ten- ingnum í máli stúlkunnar Áydin því dómstóllinn telur það ekki standa kæru í vegi að hún hafði ekki freistað þess að fara í einkamál við sökudólg- ana. Sönnunarbyrði snúið við Dómstóllinn hefur ennfremur fikr- að sig í þá átt í málum af þessu tagi að snúa sönnunarbyrðinni við sem kallað er. Venjulega hvíiir það á ákæruvaldinu að sanna sekt þess sem sakaður er um glæpsamlegt athæfi. í máli Aksoy frá 18. desember 1996 segir hins vegar að þegar einstakling- ur sé við góða heilsu þegar varðhald hefst en með áverka að því loknu hvíii það á ríkinu að útskýra hvað gerst hafi. Komi engin sennileg skýr- ing fram verði að dæma ríkið brot- legt. Dómurinn í máli Aydin er vafa- laust byggður á svipuðum sjónarmið- um þótt ekki séu þau orðuð með jafn- skýrum hætti. Sérstaða málsins er líka sú að tyrknesk yfirvöld neita því að kærandi hafi yfirleitt verið tekinn höndum, nokkuð sem venjulega er ágreiningslaust. í þeim tyrknesku málum sem nefnd hafa verið hafa einnig verið uppi ásak- anir af hálfu kæranda um að þeim hafi verið ógnað í kjölfar kæru til Mannréttindanefndarinnar í Strass- borg. Það er mjög alvarlegur hlutur sem vegur að kærurétti borgaranna samkvæmt 25. gr. mannréttindasátt- málans. í máli Akvidar og fleiri frá 16. september 1996, þar sem Tyrkland var dæmt fyrir að leggja Kúrdaþorp í rúst, taldist sannað að kærendur hefðu verið beittir slíkum þvingunum af hálfu tyrkneskra stjómvalda. Ekki var slíkt talið sannað í máli Aksoy frá 18. desember 1996 en þar hafði því verið haldið fram að kærandi hefði misst lífið í kjölfar kæru til Strass- borgar. I máli stúlkunnar Aydin taldi dómstóllinn, öfugt við Mannréttinda- nefndina, heldur ekki sannað að tyrk- neska ríkið hefði ógnað henni og fjöl- skyldu hennar í kjölfar kærunnar. Samt lá fyrir að lögregla og saksókn- ari höfðu oftlega samband við hana og fjölskyldu hennar, í rannsóknar- skyni, að sögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.