Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLA.ÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
RÁLÁT skjálftavirkni fyr-
ir Norðurlandi að undan-
förnu hefur vakið upp spurn-
ingar um „Húsavíkurskjálfta",
segir í fréttaskýringu hér í
blaðinu. Jarðeðlisfræðingarnir
Páll Halldórsson og Gunnar
Guðmundsson komast að þeirri
niðurstöðu, að færist virknin
fyrir mynni Eyjafjarðar austur
á bóginn sé sérstök ástæða til
að vera á varðbergi. Það sting-
ur á hinn bóginn í stúf við
vaxandi viðbúnað, með hlið-
sjón af hugsanlegum jarð-
skjálftum, að ekki skuli vera
til séráætlun um viðbrögð
komi til Norðurlandsskjálfta.
Meginhættusvæðið á Norð-
urlandi nær frá Fljótavík inn
eftir Tröllaskaga, inn undir
Hjalteyri, þá til austurs yfir
Eyjafjörð, þaðan í austur að
Jökulsá á Fjöllum, síðan í aust-
urátt að Kópaskeri og þar út
í sjó. Almannavarnanefndir á
þessu svæði halda að sjálf-
sögðu vöku sinni og til er al-
menn neyðaráætlun, gefin út
af Almannavörnum ríkisins,
ætluð til leiðbeiningar fyrir
viðkomendur um land allt. En
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
með hliðsjón af fyrri tíðar
skjálftum nyrðra og umsögn-
um fagfólks nú, sem hér hefur
m.a. verið vitnað til, verður
að telja æskilegt, að unnin
verði séráætlun um viðbrögð í
Norðurlandsskjálfta.
Miklar framfarir hafa orðið
í vísindalegum rannsóknum og
skjálftamælingum á helztu
óróasvæðum lands og land-
grunns. Ekki er ástæða til
þess nú, fremur en endranær,
að blása til sérstaks
„hræðsluáróðurs" í tilefni af
umræddri skjálftavirkni. Það
þarf á hinn bóginn að gera
nauðsynlegar áhættugreining-
ar á helztu skjálftasvæðunum
og vinna vandaðar áætlanir,
hvern veg skuli við brugðizt,
þegar stórir jarðskjálftar verða
á tilteknum óróasvæðum.
STUÐLAR
STUÐLAR, meðferðarheim-
ili fyrir unglinga, hefur
nú verið starfrækt í eitt ár.
Þar dveljast unglingar, sem
þurfa á meðferð að halda
vegna hegðunarvandamála. Á
Stuðlum er einnig tekið við
unglingum, sem þurfa bráða-
vistun, t.d. vegna ofneyzlu
áfengis eða annarra vímuefna.
Stuðlar eru til húsa skammt
frá Korpúlfsstöðum í Reykja-
vík.
Á árinu, sem liðið er frá því
er meðferðarheimilið tók til
starfa, hafa 34 unglingar á
aldrinum 12 til 16 ára notið
þjónustu heimilisins, en það
getur vistað 8 unglinga í senn
og aðstaða er til að vista 4 í
svokallaðri bráðavistun. Flest-
ir hafa unglingarnir verið á
aldursbilinu 13 til 15 ára. Eins
og fram kom í Morgunblaðinu
á föstudag hefur árangur
heimilisins og unglinganna
verið góður, en brýna nauðsyn
ber til að kynna unglingunum
aga og kenna þeim þann sjálfs-
aga, sem hveijum manni er
nauðsynlegur til þess að
standa sig í lífinu. í meðferð
er farið yfir lífshlaup unglings-
ins og óskir hans og drauma
um framtíðina. Síðan er honum
kennt að setja sér markmið.
Áskell Örn Kárason, sálfræð-
ingur og forstöðumaður
Stuðla, leggur þó áherzlu á,
að meðferðin komi ekki í stað-
inn fyrir uppeldi og að foreldr-
ar hafa þýðingarmesta hlut-
verkinu að gegna. Því er lögð
rík áherzla á samstarf við þá
og boðin aðstoð og ráðgjöf.
Starfsemi eins og rekin er á
Stuðlum er stundum nauðsyn-
legt úrræði fyrir ungt fólk.
Hún sýnir, að ungmennin eiga
sér uppreisnar von, þótt þau
hafi lent í vandræðum vegna
hegðunarbrota. Oft þarf ekki
nema rétta aðhlynningu og
aga til að kenna þeim, að til-
litssemi við náungann er nauð-
synleg.
VIÐBROGÐISTOR-
UM SKJÁLFTUM
Melkorku-
• staðir voru í
eyði þegar Laxdæla
var saman sett þvíað
það er beinlínis tekið
fram í sögunni, og þá
hafa Homstaðir feng-
ið nafn nokkru síðar þegar þeir
voru byggðir upp og húsaðir á ný.
Þá hefur bæjarnafnið endanlega
festst við þá vegna niðurlægingar
Melkorku og hlutskiptis hennar sem
homkerlingar í sögunni. Það segði
þá meira um þetta orð og afstöðu
alls almennings en langt mál og
væri nægileg skýring á ummælum
Hallgerðar og viðkvæmni. Það er
raunar ekki fráleitt að ímynda sér
að Melkorkustaðir hafi þegar á
þjóðveldisöld gengið undir nafngift-
inni Hornstaðir til að minna á örlög
Melkorku, konungsdóttur og am-
báttar Höskulds sem er e.k. guðfað-
ir Njálu. Hún hefst í umhverfi hans
og þeirra bræðra og síðar verður
nafn hans enn á ný eitthvert dular-
fullt hreyfiafl sögunnar, þegar Hall-
gerður, dóttir hans, ákveður að láta
dótturson sinn bera nafn hans frem-
uren Glúms, annars manns hennar,
sem hún unni þó mjög. Þorgerður,
dóttir þeirra Glúms, var ung gefin
Þráni Sigfússyni og eignuðust þau
Höskuld sem síðar var nefndur
hvítanesgoði og er frami hans fyrsti
neistinn í brennubálinu.
Höskuldur Þráinsson flytur með
nafni sínu höfuðból Laxárdals í
Dölum vestur heim á Rangárvelli.
Ást Njáls á þessum fóstursyni sín-
um vex inní sjúklega öfund Skarp-
héðins. Og það er þessi öfund sem
kveikir í arfasátu Sæunnar kerling-
ar.
Enn nokkur minnisatriði,
• rituð á spássíu: Sturla talar
um hornagarð við Hundadal en hitt
er þó öllu merkilegra að hann nefn-
ir Homstaði í 77. kap. íslendinga
sögu sinnar og hafa þeir þá verið
byggðir upp úr Mel-
korkustöðum uppúr
þriðja tug aldarinnar:
„Fóru þeir þá til
Heigafells og tóku
skriftir af Hallkeli
ábóta. Og fóru síðan
á Homstaði og vöfðust þar, en Sig-
urður var í Ljárskógum með Ólafi
Brynjólfssyni framan til allraheil-
agramessu". Þetta virðist benda til
þess að frumgerð Laxdæla sögu
hafi verið til í handriti um 1230,
eða á dögum Snorra, en að öllum
líkindum hefur hún verið endurrituð
og frá henni gengið einsog við höf-
um hana nú einhvern tíma eftir
miðja öldina. Margt bendir til að
frum-grettla hafi verið til í deiglu
Sturlu Þórðarsonar, svo og einhver
drög að Njálu.
Þess má þá einnig minnast
• að saga þeirra Hrúts og
Höskulds er bæði efniviður í Lax-
dælu og Njálu og fær hvor það sem
henni hentar af munnmælum og
arfsögnum um þá bræður. Fátt
hefur heillað sögufróða og skáld-
hneigða þrettándu aldar menn meir
en gamlar sagnir um þessi stór-
menni á Vesturlandi. Þeir sturlung-
ar hafa ekki verið gamlir, þegar
þeir heyrðu þær fyrst.
Þá er það ekki heldur tilviljun
að Gunnar og Kolskeggur komu við
í Heiðabæ í Danmörku í litríkri ut-
anlandsferð, en þar sat Haraldur
Gormsson og lét Gunnar sitja hið
næsta sér, að sjálfsögðu(I) Ólafur
hvítaskáld, bróðir Sturlu Þórðarson-
ar, hafði verið i hirðsölum Danakon-
unga og að öllum líkindum ritað
Knytlinga sögu. Ekki er ólíklegt að
þessi reynsla hafi slæðzt inní Njálu,
svo nánir sem þeir bræður voru.
Auk þess báðir höfuðskáld sinnar
samtíðar. Náið er nef augum, segir
í Njáls sögu.
Harmsögulegasta
•persóna Brennu-Njáls sögu
er Ketill í Mörk. Hann er bróðir
Þráins Sigfússonar og frændi
Gunnars á Hlíðarenda en giftist
Þorgerði dóttur þeirra Bergþóru og
Njáls. Þegar Skarphéðinn drepur
Þráin á Markarfljóti er þess að sjálf-
sögðu krafizt að venju þeirra tíma
að hans verði hefnt grimmilega og
hefndarskyldu samfélagsins full-
nægt. Þá er Katli í Mörk nauðugur
sá kostur að ganga í lið með Sigfús-
sonum, frændum sínum, gegn mág-
um sínum á Bergþórshvoli. Hann á
þannig aðild að dauða tengdafor-
eldra sinna og sona þeirra. Þannig
verða þau orð sem hann mælir þar
á hlaðinu magnþrungnari og eftir-
minnilegri en flest annað sem fram
kemur í þessari margflóknu og
miskunnarlausu sögu. „Ketill úr
Mörk tók í móti honum og kippti
honum út og spurði vandlega að
Njáli, mági sínum; hann sagði allt
hið sanna. Ketill mælti: „Mikill
harmur er að oss kveðinn, er vér
skulum svo mikla ógæfu saman
eiga.“ Engum sögum fer af því,
hvernig viðtökur voru heima í Mörk
þegar Þorgerður tekur á móti Katli,
bónda sínum, eftir brennuna. En
Kári, svili hans, veitir honum enga
áverka þótt hann hefði líf hans í
hendi sér, þegar hann fór hamförum
og hefndi sín á ódæðismönnunum
eftir brennuna. Hann vorkennir
Katli einsog kemur fram í þessum
orðum hans: Ketill úr Mörk mælti:
„Renna munum vér til hesta vorra;
megum vér ekki viðhaldast fyrir
ofureflismönnum þessum." Runnu
þeir nú til hesta sinna og hljópu á
bak. Þorgeir mælti: „Viltu, að við
eltum þá? Og munum við enn geta
drepið nokkra.“ Kári svarar: „Sá
ríður síðast, er eg vil eigi drepa en
það er Ketill úr Mörk, því að við
eigum systur tvær, en honum hefur
þó farið bezt í málum vorum áður.“
M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 27. september
Mikill uppgangur
hefur verið í íslenzku
efnahagslífí síðustu
árin. Hagvöxtur hef-
ur verið meiri en um
langt árabil - og
meiri en að meðaltali
í aðildarríkjum
OECD. Verðbólga hefur verið lítil. Atvinnu-
leysi hefur farið minnkandi og ráðstöfunar-
tekjur vaxandi. Gjöfulasti nytjafiskurinn,
þorskurinn, réttir úr kútnum. Órku- og stór-
iðjuframkvæmdir eru meiri en um áratuga-
skeið. Halli ríkissjóðs árið 1996 var sá
minnsti á tólf síðustu árum. Og stefnt er
að því að skila ríkissjóði með umtalsverðum
afgangi á næsta ári.
Bati ríkis-
sjóðs
AFKOMA RIKIS-
sjóðs á fyrstu sex
mánuðum líðandi
árs og fyrirliggj-
andi áætlanir um
mitt árið bentu til þess að áform fjárlaga
um hallalaus ríkisfjármál á greiðslugrunni
gætu náðst. Þegar áhrif sérstakrar innköll-
unar spariskírteina höfðu verið dregin frá
var tekjujöfnuður ríkissjóðs fyrstu sex
mánuði ársins jákvæður um 0,3 milljarða
króna, sem er 1,4 ma.kr. betri útkoma en
gert var ráð fyrir í áætlun.
í fyrra innleysti ríkissjóður spariskírteini
fyrir 10,1 milljarð króna. Áform stóðu til
þess að innleysa skírteini til viðbótar fyrir
9,0 milljarða á þessu ári. Þessi 19 millj-
arða innlausn skírteina segir að sjálfsögðu
til sín í afkomu ríkissjóðsins. Ástæða henn-
ar er sú að ríkissjóður átti kost á hagstæð-
ari vaxtakjörum en þá skírteinin voru gef-
in út. Áætlað var að innlausn spariskír-
teina í fyrra spari ríkissjóði um tvo millj-
arða í vaxtagjöldum fram til ársins 2000.
Að mati Ríkisendurskoðunar batnaði
afkoma ríkissjóðs um 1,7 milljarða króna
milli áranna 1996 og 1997 á föstu verð-
lagi. Tekjuhalli ríkissjóðs lækkaði um 6,5
milljarða króna í fyrra, eða úr 15,2 millj-
örðum í 8,7 milljarða. Tekjujöfnuður sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu fór úr
því að vera 3,4% halli árið 1995 í 1,8%
1996 og hefur ekki verið hagstæðari það
sem af er þessum áratug. Skuldir ríkis-
sjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu
námu 51,5% í endað ár 1995 en 49,2%
um síðustu áramót.
Verulegar launahækkanir, sem orðið
hafa á líðandi ári, hækka á hinn bóginn
umtalsvert útgjöld langstærsta launagreið-
andans í landinu, ríkissjóðsins. Þær hækka
og útgjöld sveitarfélaganna. Sem og al-
mannatrygginga. Þessi útgjaldaauki segir
að sjálfsögðu til sín í úppgjörum ríkis og
sveitarfélaga um komandi áramót. Á móti
kemur að aukin umsvif í þjóðarbúskapnum
færa þessum tveimur stjórnsýslustigum
vaxandi tekjur og lækka væntanlega láns-
fjárþörf þeirra. Ef ekki verður slakað á
aðhaldsklónni í ríkisbúskapnum standa
vonir til að áform um hallalausan ríkisbú-
skap næstu árin verði að veruleika.
FJÁRLAGA FRUM-
varp fyrir komandi
ár verður væntan-
lega lagt fram mjög
bráðlega. Bréfritari
þekkir ekki innviði
þess, en i frétt hér
í blaðinu fyrir fáum vikum segir, að geng-
ið sé út frá því að frumvarpið verði af-
greitt með 2,7 til 2,8 milljarða króna tekju-
afgangi. Það væri stórt spor til réttrar
áttar, ef satt reyndist, og mætti raunar
meiri vera afgangurinn miðað við núver-
andi efnahagsaðstæður. Það er fátt mikil-
vægara í efnahagsuppsveiflu sem þeirri,
er nú segir til sín í þjóðarbúskapnum,
bæði til að sporna gegn verðbólgu og til
að ná niður vöxtum, sem eru hærri hér en
í grannríkjum, en að standa fast á út-
gjaldabremsum ríkis og sveitarfélaga og
draga úr lánsfjáreftirspurn þessara stjórn-
sýslustiga.
Reynslan sýnir að vísu að eitt er að
Lítil verð-
bólga -
lækkun
vaxta
leggja fram fjárlagafrumvarp með af-
gangi, annað að halda útgjaldaáætlunum
þess í skefjum í fjárlagaafgreiðslu þings-
ins, einkum og sér í lagi þegar líður á
kjörtímabil og kosningar nálgast. Og raun-
ar enn annað að halda framkvæmdavald-
inu innan útgjaldaramma fjárlaga hveiju
sinni. Vinnubrögð íjárlagasmiða og fram-
kvæmdavalds hafa á hinn bóginn batnað
mjög að þessu leyti hin síðari árin, sem
bezt sést af batnandi hag ríkissjóðs.
Minna má í þessu sambandi á orð for-
sætisráðherra í síðustu stefnuræðu hans:
„Það er forgangsatriði ríkisstjórnarinnar
að fjárlög skyldu nú lögð fram hallalaus.
Þó skyldi forðast, að það yrði með þeim
hætti, sem hér hefur gerzt stundum á
árum fyrr, þegar útgjöld ríkisins voru van-
metin stórlega og tekjurnar ofmetnar og
með þeim hætti fengin hagfelld niður-
staða.“
Þess er að vænta að þessi orð speglist
einnig í fjárlagagerð komandi árs, enda
hefur fjölmargt breytzt til hins betra bæði
við gerð og framkvæmd fjárlaga, sem fyrr
segir, þótt enn megi betur að gera.
Forsendur
framfara og
velmegunar
VÍST ER VARÚÐ-
ar þörf við fjárlaga-
gerð, ekkert síður í
uppsveiflu en niður-
sveiflu í þjóðarbú-
skapnum. I góðum
árum á að greiða niður skuldir og hafa
borð fyrir báru þegar gefur á bátinn á
nýjan leik. Það er á hinn bóginn ekki óeðli-
legt að talsmenn ýmissa þjónustuþátta,
sem þrengt var verulega að þegar þjóðar-
tekjur skruppu hvað mest saman, láti nú
í sér heyra þegar hagvöxtur eykst á nýjan
leik. Skilningur stjórnvalda í þessum efn-
um er og fyrir hendi. Þannig sagði forsæt-
isráðherra í áður tilvitnaðri stefnuræðu sl.
haust:
„Hinn umfangsmikli heilbrigðismála-
flokkur lýtur einmitt þessum lögmálum,
en útgjöld hans aukast jafnt og þétt, þótt
þeir sem leggja eyrun við pólitískum áróðri
gætu haldið annað. Meðalaldur lands-
manna eykst og sífellt koma til ný dýr lyf
og tækjabúnaður, sem nútímalæknisþjón-
usta getur ekki verið án, eigi hún ekki að
verða lakari hér en þar sem hún er bezt.
Áfram er tryggt að íslenzk heilbrigðisþjón-
usta verður í fremstu röð meðal þjóða.
Slíkri stöðu er hægt að halda þótt þess
sé gætt að útgjaldaþensla þessa mála-
flokks keyri ekki þjóðfélagið á hliðina.
Sömu sögu er að segja um mál er lúta
forræði menntamálaráðuneytisins. Það er
enginn ágreiningur um það á hinu háa
Alþingi að tryggja æsku landsins sem
bezt tækifæri til menntunar, enda er hún
helzta forsenda framfara og velmegunar
þjóðarinnar...“
Ekkert er ofsagt þótt staðhæft sé að
heilbrigði og menntun heildar og einstakl-
inga sé „helzta forsenda framfara og vel-
megunar“. Heilbrigður einstaklingur til
sálar og líkama og vel búinn að menntun
og þekkingu nýtist atvinnulífi og samfé-
lagi betur en aðrir. Menntun og þekking
eru raunar lyklar bæði einstaklinga og
samfélags að farsælli framtíð. Það er eng-
in tilviljun að þær þjóðir sem mestum fjár-
munum hafa varið í alhliða og sérhæfða
menntun, rannsóknir og þróun eigin at-
vinnulífs búa við langbezt lífskjörin. Þótt
aðhald sé nauðsynlegt í heilbrigðis- og
menntamálum, sem í öðrum stórum út-
gjaldaþáttum, má aldrei gleyma því, svo
mikilvægt sem það er, að engin fjárfesting
gefur meiri arð í hagsæld og velferð en
sú sem fer í heilbrigði, menntun og þekk-
ingu þjóðarinnar.
„Hið opin-
bera“
jónsson
HVER ER STAÐA
„hins opinbera“ hér
á landi í saman-
burði við umheim-
inn? Þórður Frið-
hagfræðingur svarar þessari
f ÍSHELLI VIÐ HRAFNTINNUSKER Morgunblaðið/Freysteinn G. Gunnarsson
spurningu í grein í vikuritinu Vísbendingu
[22. ágúst sl.]. Þar segir:
„Verðbólgan hefur ekki verið vandamál
hér á landi undanfarin ár; hún hefur verið
á bilinu 1-3% og talið er líklegt að svo
verði áfram á næstu misserum. Verðbólga
á þessu bili er ekki áhyggjuefni. Til saman-
burðar er verðbólgan í aðildarríkjum
OECD 1,8% að meðaltali ef undan eru
skilin ríki með meiri verðbólgu en 10%.
Vísbendingar um stöðu opinberra fjármála
í svona samanburði eru nokkuð misvís-
andi. Þannig eru heildarskuldir hins opin-
bera fremur litlar en á móti vegur að nettó-
skuldir eru töluverðar og samsetning
skuldanna í innlendar og erlendar er óhag-
stæð. Afkoman er nokkuð góð en upp-
sveiflan á þar þó stóran hlut að máli.
Umsvif hins opinbera miðað við tekjur og
útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu
eru svipuð að meðaltali og í OECD-ríkjum.
í því sambandi er þó rétt að benda að ís-
lenzka þjóðin er ung (lágur meðalaldur)
og atvinnuleysi er lítið og fyrir vikið eru
tilfærslur frá hinu opinbera til heimila
minni en í flestum ríkjum. Samneyzlan er
hins vegar mikil, báknið stórt og dýrt,
ekki sízt þegar tillit er tekið til þess að
kostnaður við varnir landsins er lítill.
Að öllu þessu athuguðu er hér komizt
að þeirri niðurstöðu að staða hins opinbera
á íslandi sé nálægt meðallagi miðað við
þær þjóðir sem við berum okkur saman
við.“
Markaður
og lífskjör
ÍSLENZKA HAG-
kerfið fær á hinn
bóginn slakari ein-
kunn í grein hag-
fræðingsins:
„Enginn vafi er á því að margt má bæta
í skipulagi hagkerfisins. íslenzka hagkerf-
ið er einfaldlega skemmra á veg komið í
þróun markaðsbúskapar en önnur vestræn
hagkerfi, þótt margt hafi breytzt til hins
betra í þessum efnum á síðustu árum. Til
marks um þetta er meiri ríkiseign og opin-
ber afskipti af atvinnulífi er víða tíðkast
annars staðar, svo sem á sviði fjármála,
orkumála, fjarskipta og í fleiri greinum,
sem falið hefur í sér ófullnægjandi sam-
keppni, vafasamar fjárfestingar oft á tíð-
um og óhagkvæman rekstur. Okkur hefur
sem sagt ekki verið jafnlagið og öðrum
að virkja markaðsöflin í þágu efnahags-
legra framfara . ..“
Niðurstaða hagfræðingsins er þessi:
„Með því að efla markaðsbúskap og
samkeppni, endurskoða rekstur hins opin-
bera og afskipti þess af atvinnulífi má
áreiðanlega stuðla að aukinni framleiðni
og afköstum í efnahagslífinu. Reynsla
annarra þjóða bendir eindregið til að skipu-
lagsbreytingar af þessi tagi geti skilað
miklum árangri. Með slíkum umbótum
gæti ísland styrkt stöðu sína í alþjóðlegu
samhengi og bætt lífskjörin."
TVENNT ER ÞAÐ
Velferð til sem einkennir öðru
„ fremur þjóðir, sem
tramtlðar lengst hafa náð í
hagsæld og velferð.
Hið fyrra er áherzla þeirra á alhliða og
sérhæfða menntun og þekkingu, rannsókn-
ir og vísindi. Það síðara er hagkerfi mark-
aðsbúskapar - virkjun markaðsafla í þágu
efnahagslegra framfara. Þjóðfélög mennt-
unar og markaðsbúskapar hafa ótvírætt
meiri burði til að skapa verðmæti - og
tryggja til frambúðar kostnaðarlega undir-
stöðu velferðar.
Það er fátt mikilvægara en að bæta og
treysta menntakerfið í landi okkar, rann-
sóknir og vísindi, samhliða því að efla
markaðsbúskap og samkeppni. Þannig
stuðlum við bezt að aukinni framleiðni og
afköstum í atvinnu- og efnahagslífi. Þann-
ig stuðlum við að mestum vexti tekju-
stofna ríkis og sveitarfélaga. Þannig
treystum við bezt lífskjör í landinu - og
undirstöður hagsældar, mannúðar og
menningar í samfélagi okkar.
Tvennt er það
sem einkennir
öðru fremur þjóð-
ir sem lengst hafa
náð í hagsæld og
velferð. Hið fyrra
er áherzla þeirra
á alhliða og sér-
hæfða menntun
og þekkingu,
rannsóknir og vís-
indi. Það síðara
er hagkerfi mark-
aðsbúskapar -
virkjun markaðs-
afla í þágu efna-
hagslegra fram-
fara.