Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Hrossahlátur ÞAÐ er ævinlega gaman í Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit, eða það gætu menn að minnsta kosti ætlað af hrossahlátri þeim sem kvað við úr réttinni á dögunum. Ákveðið að selja á stofn Barnahús Siglingastofnun og Vegagerðin Heimilt að stofna hlutafélög HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra lagði fram frumvarp til laga um breytingar á vegalögum og lög- um um Siglingastofnun á ríkis- stjórnarfundi sl. föstudag. I frumvarpinu er kveðið á um að Siglingastofnun og Vegagerðin hafi heimild til að stofna hlutafélag, eiga aðild að hlutafélagi með tak- markaða ábyrgð eða sjálfseignar- stofnun með það að markmiði að vinna að rannsóknum og þróun á starfsviði stofnunarinnar og hag- nýta sér niðurstöður þess starfs. Samgönguráðherra segir að þessar stofnanir búi yfir mikilli þekkingu og reynslu. „Hugmyndin er sú að þær geti komið til liðs við fyrirtæki hér á landi og unnið að þróunarverkefnum annaðhvort með því að leggja til mannafla eða fé. Markmiðið er að sú þekking sem er í þessum stofnunum nýtist fyrir- tækjum í landinu til þess að sækja eftir verkefnum í önnur lönd. Við teljum nauðsynlegt að opna þessar stofnanir og gera fyrirtækjum kleift að eiga samstarf við þær telji þau sér það hagkvæmt án þess þó að stofnanimar fari inn á þröngan ís- lenskan verktakamarkað," sagði Halldór. Hann sagði að samstarf á þessu sviði gæti einnig orðið með þátttöku Háskóla íslands. ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja á stofn Barnahús á vegum Barna- verndarstofu, þar sem komið verður upp aðstöðu fyrir opinbera aðila við rannsókn á meintu kynferðisofbeldi gegn bömum. Að sögn Braga Guð- brandssonar, forstöðumanns Barna- verndarstofu, er tilgangurinn m.a. sá að forða bömum frá síendurtekn- um yfirheyrslum ólíkra rannsóknar- aðila. Ekki fyrir rétt í Barnahúsinu verður samstarfs- vettvangur allra opinberra aðila sem koma að rannsókn á meintum kyn- ferðisofbeldismálum gegn bömum og einnig þeirra sem veita bömum hjálp og meðferð eftir slíkt ofbeldi. Gert er ráð fyrir að starfsmenn barnavemdarnefnda og lögregluum- dæma á landinu öllu ásamt fulltrúum saksóknara komi þar saman og fari yfir mál sem upp koma og rann- saki. Sagði Bragi að miðað væri við að bamið komi í Barnahúsið til skýrslutöku, sem sérmenntaðir starfsmenn muni sjá um og verður rannsóknaraðilum gefinn kostur á að fylgjast með skýrslutökunni á bak við spegil. Allt verður tekið upp á myndband sem heimilt verður að nota fyrir rétti. „í flestum tilvikum ætti því að vera hægt að komast hjá að barnið mæti fyrir rétti,“ sagði Bragi. „Til- gangurinn með þessu er að forða barninu frá því að endurupplifa þessa erfiðu reynslu með því að þvælast frá einni stofnun til þeirrar næstu og hitta í sífellu nýja viðmæl- endur, sem ef til vill hafa enga þjálf- un eða reynslu í að spyrja böm. Því sem betur fer koma svona mál upp með löngu millibili víðast hvar.“ Reynsla af yfírheyrslum í málum barna hefur verið bundin við þéttbýl- ið á suðvesturhorni landsins, að sögn Braga, en með breytingum á með- ferð mála í kjölfar nýrra lögreglu- laga flyst rannsóknin yfír til ein- stakra lögregluumdæma. „Þá er hætt við að sú þekking sem hefur skapast glatist, nema Barnahús komi til,“ sagði Bragi. „En við þurf- um að bæta okkur á þessu sviði. Sérstaklega í rannsóknum og með- ferð á börnunum og fjölskyldum þeirra og veita börnum bráðahjálp og bráðameðferð í kjölfar ofbeldis af þessu tagi. I könnun sem gerð var í upphafí ársins kom fram að þessu er verulega ábótavant á land- inu öllu. Hugmyndin er að í Barna- húsinu starfi sérfræðingar með þjálfun í að meðhöndla börn, sem hafa orðið fórnarlömb kynferðisof- beldis." Veggklukkui* — Gólfklukkur Fjölbreytt úrval af veggklukkum, hilluklukkum, gólfklukkum, eldhúsklukkum, skrifstofuklukkum, vekjaraklukkum og skipsklukkum. / (ý1 Garðar Olafsson i úrsmiður, Lækjartorgi sími 551 0081. Umhverfis- verðlaun Norðurlanda- ráðs veitt INSTITUTTET for Produktudvikl- ing (IPU) í Danmörku hlýtur um- hverfísverðlaun Norðurlandaráðs 1997. Þau nema 350.000 dönskum krónum og verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki mið- vikudaginn 12. nóvember. Ákveðið var að IPU hlyti verð- launin fyrir frumkvæði í UMIP- verkefninu. UMIP stendur fyrir „Udvikling af Miljovenlige Industri Produkter" (þróun umhverfísvænn- ar iðnaðarvöru) og hefur þetta verk- efni m.a. leitt til nýrrar aðferðar við umhverfísmat á vörum og til umhverfisvænni hönnunar. í dómnefndinni sitja fyrir hönd íslands þau Páll Kr. Pálsson og Bryndís Kristjánsdóttir. Siðanefnd Sjúkrahúss Reykjavíkur Trúnaður og virðing á heil- brigðisstofnunum SIÐANEFND Sjúkra- . húss Reykjavíkur stendur fyrir röð fyrirlestra í september og október sem nefnast Trún- aður og virðing, sjúklingar og starfsfólk heilbrigðis- stofnana á upplýsingaöld. Siðanefndin sem var sett á laggirnar á liðnu ári, er fagleg allra heilbrigðis- stétta. Núna eru í henni læknar, hjúkrunarfræð- ingar, siðfræðingur, prest- ur og sjúkraþjálfari. Markmiðið með fyrirlestr- unum er að vekja alla starfsmenn sjúkrahússins til umhugsunar um sið- ferðileg gildi. Einnig að gefa þeim tækifæri til að tjá sig um þessi mál og lýsa skoðunum sínum. Ástríður Stefánsdóttir læknir og heimspekingur er í siða- nefndinni og mun flytja opinn fyr- irlestur um mikilvægi þagnar- skyldunnar í suðursal (Gl) Sjúkra- húss Reykjavíkur í Fossvogi á þriðjudaginn. - Er hægt að þegja á upplýs- ingaöld? „Það er ákveðin spenna sem fylgir því að búa á upplýsingaöld annarsvegar og að efla trúnað og virðingu hinsvegar. Það verða bæði heimspekingar og lögfræð- ingar sem munu flytja erindi til að fjalla um þetta efni. Ráðstefn- unni lýkur í lok október á pall- borði með fyrirlesurum og starfs- mönnum." - Hverjir flytja fyrirlestra og um hvað verða þeir? „Fyrirlesturinn minn hefur yf- irskriftina „Hvers vegna trúnað- ur?“ og í honum mun ég fjalla um mikilvægi þagnarskyldunnar og líka um hvort hún sé afdráttarlaus eða ekki. Ég mun fjalla um hana frá siðferðilegu sjónarmiði. Róbert Haraldsson, lektor í heimspeki við Háskóla íslands, mun íjalla um virðinguna fyrir persónum í fyrirlestrinum „Að sjá og virða aðra“. Hann mun skoða hvað það er sem gerir persónuna virðingarverða og rökræðir og gagnrýnir viðtekin svör heimspek- inga við þessum spurningum. Þórunn Guðmundsdóttir hæsta- réttarlögmaður kallar fyrirlestur sinn „Persónunjósnir". Hún ætlar þar að gera grein fyrir upplýsinga- lögunum og lögunum um skrán- ingu og meðferð persónuupplýs- inga. Ragnhildur Helgadóttir lög- fræðingur hjá Umboðsmanni Al- þingis mun tala úm _______________ þagnarskylduna og tjáningarfrelsi ríkis- starfsmanna, sérstak- lega þeirra sem starfa á heilbrigðisstofnunum og tryggð starfsmanna við stofnanir sínar og yfírmenn. Hún mun sennilega fjalla um hömlur á tjáningarfrelsi þeirra, t.d. þegar þeir ræða við fjölmiðla." - Hverjir munu hlusta á ykkur? „Siðanefndin leggur áherslu á að ná til allra starfsmanna í öllum stéttum sjúkrahússins og fyrir- lestrarnir verða aðgengilegir öll- um, enda á efnið erindi til allra. Þagnarskyldan er gott dæmi um siðagildi sem varðar hvern og einn á sjúkrahúsinu, líka sjúklinga. Það felst ákveðin tillitssemi og virðing í, fyrir sjúkling, að tala ekki um sjúklinginn í næsta rúmi við aðra, heldur virða einkamál hans. Hugsa fremur: „Ég myndi ekki vilja að hinir sjúklingarnir á stof- Astríður Stefánsdóttir ► Ástríður Stefánsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1961. Hún útskrifaðist úr læknadeild Há- skóla íslands árið 1987 og hlaut almennt lækningaleyfi árið 1989. Ástríður er einnig með BA-próf í heimspeki frá Háskóla íslands og MA-próf í heimspeki frá Dal- housie-háskólanum í Halifax í Kanada. Eiginmaður hennar er Jón Kalmansson heimspekingur og eiga þau tvö börn. Þagnarskyld- an veröur í brennidepli unni töluðu um mín innstu mál.“ Þessvegna fínnst okkur boðskapur fyrirlestranna eiga erindi til allra." - Hvað er þagnarskylda? „Virðingin fyrir persónunni liggur hugtakinu til grundvallar. Dæmi: Læknar komast óhjá- kvæmilega að einkamálum sjúkl- inga sinna, þeir komast inn í innsta hring persónunnar og því skiptir miklu máli að þeir fari með upplýsingar um þá af virðingu. Mér fínnst eiginlega best að skilgreina þagnarskylduna með því að lýsa mikilvægi hennar. Það þarf að vera hægt að treysta á þagnarskylduna, en traust er mjög mikilvægt fyrir fagstéttirnar og árangur í starfi. Þagnarskyldan merkir í grund- vallaratriðum að starfsmenn eigi ekki að vera að tala um persónu- hagi annarra, sem þeir fá vitn- eskju um í vinnu sinni, heldur þegja.“ - Má rjúfa þagnarskylduna? „Það eru skiptar skoðanir um hvernig eigi að bregðast við erfíð- um dæmum, þar sem efi vaknar um hvort rétt sé að halda þagnar- skylduna. Mér dettur t.d. eitt _________ dæmi í hug: Maður leit- ar eftir þjónustu á slysadeild og fljótlega kemur í ljós að hann er fíkniefnasali. Hann gæti hugsanlega hafa gleypt smokk fullan af amfetamíni. Hvernig á að bregð- ast við? Hér togast þagnarskyldan á við skyldur sem lagðar eru á hinn almenna borgara. Ógnar það almannahag að segja ekki til hans? Oftast þarf að grafast fyrir um allar aðstæður til að geta séð hvað best er að gera í hveiju einstöku tilfelli, og því er erfítt að setja strangar reglur. Aðstæður geta haft áhrif á hvort ákveðið sé að rjúfa þagnarskylduna eða ekki.“ Það eru alltaf að koma upp svona siðferðileg vandamál á stóru sjúkrahúsi og því er mikilvægt að umræðan sé lifandi, og er fyrir- lestraröðinni einmitt ætlað að vekja fólk til umhugsunar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.