Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Þegar fiskurínn
syndir í hringi
Lífvera sem gefur frá sér eitur til þess að lama fómarlömb sín
og leysir hold þeirra upp með ensími, er farin að valda fólki á
austurströnd Bandaríkjanna áhyggjum og fjárhagstjóni. Flest
eru fómarlömb lífvemnnar fískar, en dularfull sjúkdómseinkenni
í fólki hafa orðið til þess að nú er rannsakað hvort þessi lífvera,
pfíesteria piscicida, sé tekin að herja á fólk
EKKI er um það að ræða
að lífvera þessi, sem er
örsmár einfrumungur,
. upp heilan mann, en þeir
sem taldir eru hafa orðið fyrir barð-
inu á pfiesteria piscicida, kvarta
yfir skringilegum sjúkdómseinkenn-
um, allt frá útbrotum til minni-
staps. Læknar jafnt sem stjórnmála-
menn hafa af þessu áhyggjur.
Embættismenn í sex ríkjum í
austurhluta Bandaríkjanna, Virgin-
íu, Maryland, Delaware, Vestur-
Virginíu, Pennsylvaníu og Norður-
Karólínu, ásamt fulltrúum alríkis-
stofnana á borð við umhverfisvernd-
arstofnunina og sjúkdómavarnamið-
stöðina hafa átt fundi þar sem rædd
hafa verið hugsanleg viðbrögð og
hversu langt skuli ganga í því að
vernda almenning.
Hafa embættismennirnir farið
þess á leit við hóp vísindamanna að
þeir rannsaki hvort lífveran, sem
talin er hafa orðið um milljarði fiska
að aldurtila úti fyrir strönd Norður-
Karólínu, geti einnig hafa valdið
veikindum fólks. Pfiesteria fór nú
síðast að breiðast út fyrir um ári,
og varð vart er veiddist fískur með
sárum í Chesapeakeflóa, sem er
skammt frá Washington. Skömmu
síðar fóru sjómenn að kenna sér
meins.
Gleymdu nauðsynlegum
búnaði
„Þeir kvörtuðu meðal annars yfir
þreytu, höfuðverk, öndunarerfiðleik-
um, niðurgangi, minnkaðri líkams-
þyngd, húðertingu og minnistapi,“
segir í skýrslu frá vísindamönnum
við Háskólann í Maryland og Johns
Hopkins-háskóla, sem kom út nú í
mánuðinum. Vísindamennimir höfðu
rannsakað sjómenn og starfsmenn
umhverfísráðuneytis Marylandríkis,
sem höfðu sjúkdómseinkenni.
Minnisleysi var algengast. „Fóik-
ið kvaðst hafa framkvæmt einföld
viðvik á borð við að póstleggja
pakka, en síðan gleymt því að það
hafi innt þetta af hendi,“ segir í
skýrslunni. „Aðrir tóku eftir því að
þeir gátu ómögulega munað eftir
því að taka með sér nauðsynlega
hluti, sem þeir höfðu alltaf með, um
borð, og uppgötvuðu er á miðin kom
að þá vantaði nauðsynlegan búnað.
Þetta gátu menn ekki skilið, því
þeir höfðu aldrei lent í öðru eins.“
Rannsókn leiddi fátt í ljós sem
gæti verið að fólkinu. Ónæmiskerfi
þess virtist eðlilegt og útbrot og
smásár líktust venjulegu flugnabiti
eða algengum sýkingum. Það sem
var óvenjulegt voru erfiðleikar í
tengslum við minni og nám. „Það
er augljóst, að fóik sem er oft ná-
EINFRUMUNGUR HERJAR A
AUSTURSTRÖND BANDARÍKJANNA
lægt sjó, sem í er fiskur með þessum
sárum, á virkilega í erfiðleikum með
nám og minni,“ segir Glenn Morris,
farsóttafræðingur við Háskólann í
Maryland, sem fer fyrir rannsóknar-
hópnum.
Teknar voru heilasneiðmyndir
(PET) af fimm einstaklingum og
rannsóknir gerðar á heilastarfsemi
og í ljós kom „umtalsverð breyting"
á heilastarfseminni, sérstaklega í
framhiuta heilabarkar. Vísinda-
mennirnir vita ekki hvaða merkingu
þetta hefur, en engur að síður veld-
ur þetta þeim áhyggjum.
„Núna eru um 35 manns sem
hafa einkenni," segir Morris. „Þetta
eru það margir að við erum eigin-
Loks kynnast
Tævanar
sögu sinni
Námsmenn í Tævan grínast með það sín á
milli að þeir þurfí að leggja á minnið hinar
fráleitustu staðreyndir um meginland Kína,
svo sem ferðir jámbrautarlesta milli staða
og leiðir strætisvagna. Þegar að Tævan
kemur fínnst þeim brenna við að þeir séu í
hálfgerðu tómarúmi, skrifar Jóhanna
Kristj ónsdóttir en hún bætir við að stjóm-
völd séu nú loks að hefja endurskoðun
á skyldunámsefni.
IBARNASKÓLUNUM í Tævan
hanga uppi kort sem sýna
„Lýðveldið Kína“ og á þeim
er meðal annars öll Mongólía,
stór héruð af Búrma og nokkur
kínversk fylki sem fyrir löngu hefur
verið skipt um nafn á eða steypt
saman við önnur. Þó að þetta sé
úr takt við allan raunveruleika gef-
ur það til kynna þá kröfu sem
stjórnarflokkurinn í Tævan, Kuo-
mintang, hefur löngum haft uppi:
að Tævan sé hið eina og sanna
Kína og stjómi svæðum og löndum
á meginlandinu eins og Sjang-kai-
sjek og eftirmenn hans staðhæfðu
eftir flótta þeirra undan heijum
Maos fyrir áratugum.
Allt þetta og fleira finnst náms-
mönnum sérdeilis afkáralegt; unga
kynslóðin í Tævan hefur fyrir löngu
áttað sig á að þetta styðst aðeins
við óskhyggju sem einu sinni var.
Sagnfræðingurinn David Ying segir
t.d. í viðtali við vikuritið Far East-
ern Economic Review að þegar
hann var ungur drengur hafi hann
alist upp við Tamshui-fljót sem
rennur í gegnum Taipei, höfuðborg
Tævans. Hann segist ekki hafa
haft hugmynd um upptök árinnar
né hversu löng hún var. A hinn
bóginn hafí hann getað þulið aftur
á bak og áfram lengd fljóta á meg-
inlandi Kína og um hvaða héruð
þau runnu.
Skólabækurnar
endurskoðaðar
En nú er að verða breyting á.
Ætlunin er að stoppa í þessi stóru
og gráthlægilegu göt í menntakerfi
Tævans, að vísu með fáeinum und-
antekningum. Í fyrstu meiriháttar
endurskoðun á námsskrá skóla þar
síðan herlögum var aflétt fyrir ára-
tug, hefur mennta- og kennslu-
málaráðuneytið kunngjört að nýjar
kennslubækur verði teknar í notkun
þar sem farið verði á annan hátt í
sögu Tævans. Þar eru gerð skil
sögu eyjarinnar, þjóðfélaginu og
landafræðinni og er þetta kallað „að
kynnast Tævan“. Þetta mun koma
í stað kennslu um meginland Kína
og 350 þúsund nemendur í 7. bekk
munu nú fá glænýja vitneskju um
eigið land - vitneskju sem margir
þeirra hafa væntanlega að nokkru
áttað sig á fyrir löngu.
Nýflokkurinn andvígur
nýju kennslubókunum
Samt eru ekki allir sáttir við
breytinguna. Hávær minnihluti
Nýflokksins, sem heldur fast við
tilkall til meginlandsins, segir að
með þessu nýja kennsluefni sé gert
of lítið úr rótum Tævana á megin-
landinu og verði til þess að Tævan-
ar láti smám saman af þeirri hug-
sjónakröfu að þeir eigi rétt til yfir-
ráða á öllu Kína. „Þetta leiðir til
að nemendur sætta sig við að vera
bara Tævanar," sagði flokksfor-
maðurinn Li Ching-hua og sagði
að honum þætti kennsluefnið „ótta-
legt“. Þetta mundi leiða til sundr-
ungar og tilfinningalegrar ringul-
reiðar, að Tævanar hættu að hugsa
um sig sem Kínveija.
Endurskoðunarstarfið
hefur staðið í þrjú ár
Menntamálaráðuneytið skipaði
fyrir þremur árum nefnd tuttugu
sagnfræðinga og menntamanna
sem hafa síðan unnið að gerð nýju
kennslugagnanna og í textanum
eru ótal mörg atriði sem hafa verið
á algerum bannlista í Tævan. Þar
má nefna 50 ára hernám Japana í
Tævan 1895-1945, morð áþúsund-
um Tævana sem framin voru af
hersveitum Sjang-kai-sjeks árið
1947, skelfingar og hryllingsfram-
göngu KMT upp úr 1950, baráttuna
fyrir Iýðræði og pólitískar og þjóðfé-
lagsbreytingar síðustu tíu ár.
„Það hefur tekið yfir 50 ár fyrir
okkur að treysta okkur til að segja
tævönskum börnum sannleikann,"
segir Ying sem áður var nefndur.
Og hann segir að þrátt fyrir þessa
endurskoðun á sögunni sé enn
margt sem er haldið leyndu, eða
að minnsta kosti fær ekki inni í
nýju skólabókunum.
Eftir að nefndin hafði skilað text-
anum fór sérstök eftirlitsmanna-
sveit yfir hann og breytti ýmsu.
Til bóta þótti þeim sem eru hlynnt-
ir málinu að gerð var grein fyrir
frumbyggjum eyjarinnar, ættbálk-
unum sjö sem í hálfa öld hafa verið
hornrekur í landi sínu. En ýmislegt
var numið á brott og mildaðar mjög
frásagnir af grimmdai-verkum her-
manna Sjang-kai-sjeks. Einnig var
dregið úr lýsingum á atviki sem
varð 1979 þegar fjölmargir baráttu-
menn fyrir sjálfstæði Tævans voru
fangelsaðir. Margir líta á þann at-
burð sem upphaf þess að Tævan
aflétti loks illræmdum herlögum
árið 1987.
Blekkingarleik
í hálfa öld er lokið
Talsmenn Nýflokksins segja að
hlutur Japana í Tævan, meðan á
hernámi þeirra stóð, sé gerður of
veglegur en þeir áttu dijúgan þátt
í uppbyggingu iðnaðar og akuryrkju
hvað sem ógnarstjórn þeirra leið.
Talsmenn menntamálaráðuneyt-
isins segja að þeir vilji að náms-
menn fái raunsanna mynd af sögu-
legri framvindu og atburðum. „Við
viljum ekki að ungt fólk í Tævan
lifi í blekkingu, sú blekking hefur
verið hér við lýði of lengi og stenst
ekki í nútímanum,“ sagði talsmaður
ráðuneytisins þegar hann kynnti
endurskoðaða söguna.
Það blandast engum hugur um
að þetta er löngu tímabært. Flestir
Tævanar sem eru um fertugt og
þaðan af yngri líta á sig sem Tæ-
vana fyrst og fremst. Þeir hafa
ekki áhuga á að flytjast til megin-
landsins og þeir hafa heldur ekki
áhuga á að sameinast því. En það
sem sköpum skiptir er að þeir líta
á það sem fáránlegan brandara að
Tævan muni nokkru sinni taka yfir
meginland Kína.