Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 SKOÐUIM AUÐLEGÐ ÞJÓÐANNA EFTIR ADAM SMITH AUÐLEGÐ þjóðanna, fullu heiti Rannsókn á eðli og orsökum auð- legðar þjóðanna, eftir skoska heim- spekinginn og frumhagfræðinginn Adam Smith, er komin út á íslensku , tveimur öldum og tuttugu og einu ' ári eftir að bókin leit dagsins ljós í næsta grannlandi okkar í menn- ingarátt, gefin út í London 1776. Vitsmunalíf í Skotlandi var þá svo fjörmikið og upplýsingin svo þróuð, að Edinborg var stundum kölluð Aþena norðursins. Rit þetta hefur af mörgfum verið talið snjallasta og áhrifamesta fræðirit nýaldar, næst á eftir eða við hlið Uppruna tegund- anna eftir Darwin. Má því furðu sæta, að það skyldi ekki rata hing- að út fýrr, en margt annað hafði forgang í upplýsingunni, svo sem andleg velferð, og þjóðin vart reiðu- búin í fátækt sinni að takast á við gátur þjóðmegunar á fræðilegum grunni. Hins ber og að gæta, að bókin kom út á dönsku innan að- eins þriggja ára og var þannig gerð aðgengileg íslenskum mennta- mönnum, sem helst höfðu skilyrði til að tileinka sér boðskap hennar, sem síaðist með tímanum inn í rit íslenskra forgöngumanna eins og Jóns Sigurðssonar og Arnljóts Ól- afssonar og fyrir áhrif þeirra inn í tíðarandann. Þó býður manni í grun, að áhrifin hefðu getað orðið langtum meiri og tímanlegri, hefði 4 ritið verið gert aðgengilegt gáfuð- um framtaksmönnum i atvinnulíf- inu, og má ætla að þeim hefði fjölg- að við það og orðið djarfari og skel- eggari til framtaks og framfara. Um stöðu Adams Smith í sam- tíma og framtíma er óþarft að fjöl- yrða hér, þar sem Hannes Hólm- steinn Gissurarson hefur gert henni rækileg skil í 30 síðna inngangi. Þessi yfirgripsmikli inngangur, rit- aður á fjörmiklu og kjamyrtu máli og í nokkrum boðunarstíl, leiðir kenningar Smiths gegnum tveggja alda þróun hagfræði og efnahags- umræðu allt til okkar íslenska nú- tíma og eykur verulega á gildi bók- arinnar. Þó liggur í hlutarins eðli, ___ að menn getur greint allmjög á um mat á aðild og atfylgi einstakra manna og fylkinga, og það þótt höfundur sneyði, væntanlega vilj- andi, hjá sumum deiluefnum dags- ins. Aðeins eitt dæmi um vöntun viðurkenningar tel ég ástæðu til að nefna hér. Sem dæmi um stjórn- lyndi tíðarandans er getið álits hag- fræðinganefndarinnar 1946, sem hefur verið i umræðunni að undan- förnu, en síðan era þeir Ólafur Björnsson og Jónas Haralz „réttir af“ fyrir forgöngu þeirra um við- skiptafrelsi. Að mínu mati hefði Gylfi Þ. Gíslason verðskuldað sams konar eftirdóm fyrir skelegga for- ystu um viðskiptafrelsi á tíma við- -i reisnarstjómarinnar. í því sam- bandi má einnig minna á forgöngu Gylfa um ritun sögu íslenskrar hag- fræði, þar sem meðal annars er fjallað um samhengi hennar við kenningar Adams Smith. Ánægju- legt er, hve vel Hannesi tekst að tengja málefnið við íslenska hugs- uði, meðal annars með vel völdum ljóðatilvitnunum, sem fela í sér kjarna málsins. Faðir hagfræðinnar Adam Smith hefur verið kallaður faðir hagfræðinnar, og orka slíkar nafngiftir þó mjög tvímælis. Hitt mun sönnu nær, að hann stóð á mörkum hagfræðilegrar hugsunar í heimspeki og þjóðfélagsumræðu og hagfræðinnar sem fullburða vís- inda- og háskólafags. Undanfari hans var rökhugsun frá fomöld, um skólaspeki miðalda og til kaupauðg- , is- og búauðgisstefnu nýaldar Styrkur og gildi Auð- legðar þjóðanna í nútím- anum felst ennþá í því fyrst og fremst að gefa holl ráð um meginskipu- lag efnahagsstarfsem- innar, hagkerfíð sjálft, svo og í því að skýra uppkomu og þróun mik- ilvægra hagfræðikenn- inga, skrifar Bjarni Bragi Jónsson í tilefni af útkomu grundvallar- rits Adams Smith í nýrri þýðingu Þorbergs Þórs- sonar og með inngangs- kafla eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. (merkantilisma og kenningar fýsíó- krata), og er þeirri forsögu lýst í upphafsköflum Sögu hagfræðilegr- ar greiningar (History of Economic Analysis) eftir Joseph Schumpeter. Hann var sjálfur manna best heima í þeim fræðum, og hefur verið tal- inn einn hinna síðustu fjölfræðinga, sem fengu spannað mestalla áhuga- verða þekkingu. Tímahelguð bók- fræði nægðu honum þó ekki, heldur var hann óþreytandi við eigin rann- sóknir á samtíma sínum og öflun hliðstæðrar þekkingar frá öðram, svo að rit hans er eins konar speg- ill 18. aldar. Höfuðrit hans var ekki aðeins sprottið af háskólafyrirlestr- um hans og undirbúningi þeirra, heldur veittist honum færi á að helga sig ritun þess um nokkurra ára skeið. Helsta vinnuaðferð hans var að setja sér fyrir sjónir einföld- ustu aðstæður, á framstigi þróunar eða við upphaf atvinnustarfsemi, og bæta síðan fleiri og flóknari þáttum við. Unnt er að komast langt eftir þessari leið með því að gæta strangrar rökhyggju á hveiju slíku stigi, en hér er um að ræða aðferð huglægs innsæis, sem er háð augljósum takmörkunum í túlkun raunveraleikans. Hagfræðin sjálf hefur verið þróuð eftir leiðum verkaskiptingarinnar, sem Smith átti stærstan hlut í að varpa ljósi á. Það lætur því að lík- um, að margar aðrar undirgreinar vantaði við hlið þeirra, sem hann lagði sérstaka rækt við. Á hans tíma skorti mikið á, að helstu hugtök væru skýrt skilgreind sem tæki fræðilegrar hugsunar. Mest skorti á huglæga gildisfræði, jaðar- eða markahugtök og vísitölufræði til grandvallar viðmiðunum verðgildis, peningaeiningar og tekjuskiptingar. Umsköpun hagfræðinnar frá Smith til okkar daga lýsti Gylfí Þ. Gísla- son í erindi í 150 ára minningu séra Amljóts Ólafssonar: „Og sé hagfræði hans borin saman við efni þeirrar vísindagreinar, sem nú ber þetta heiti, er munurinn svo mikill, að meginhluti þeirrar hagfræði- þekkingar, sem nútímamaður hefur á valdi sínu, verður ekki rakinn til hans.“ Góðu heilli var Smith sér ekki meðvitandi um vöntun þess, sem síðar vildi verða, og lagði því ótrauður út í að skapa heilsteypt kerfi þeirrar hagfræðiþekkingar, sem hann hafði á valdi sínu. Um þetta sagði Gylfi í framhaldi af hinu fyrrgreinda: „Rit hans ... er í raun og vera fyrsta hreina vísindaritið um efnahagsmál og er að því leyti eitt af stórvirkjum mannlegrar hugsunar." (Pjármálatíðindi 1:1974) Þetta heilsteypta en þó ófullburða kerfi hlaut að verða eftir- komendum hans hvatning til að bæta um betur og fylla upp í mynd- ina, og þá fyrst þeim David Ricardo og Thomas Malthus, enda höfðu þeir frá upphafi enn skýrari hug- myndir um, hvernig bæri að skil- greina viðfangsefni hagfræðinnar. Gildi framtexta huglægra fræði- greina, sem era af heimspekilegri rót, felst heldur ekki í því að vera hagnýtt þekkingarsafn fyrir nútím- ann, heldur hinu að þar birtast dýpstu gátur og grandvallaratriði oft í tærastri og framlegastri mynd, svo sem aldrei síðar eftir að form- leg rökleiðsla hefur hlaðist utan á og skyggt á kjamann. Samhengið við almenna heimsmynd og siðgæð- isvitund er að sama skapi skýrara. Þetta á sérstaklega við um Adam Smith, ekki aðeins sökum þess að hann lagði stund á og kenndi heim- speki og siðfræði og hafði ritað bók þess efnis (The Theory of Moral Sentiments), heldur og þess að hann var sjálfur gæddur yfirburða skap- gerð og siðgæðiskennd. Það hefur löngum verið plagsiður þeirra, sem lítt til þekkja að brigsla Smith um að dýrka eigingirni og gróðafíkn. Hið gagnstæða er hins vegar stað- reyndin, að hann lagði sterka áherslu á æðri siðgæðisleg og vits- munaleg gildi. Raunsæi hans var á hinn bóginn svo sterkt, að hann gerði sér fulla grein fyrir að efna- hagslíf þjóða yrði aldrei grandvallað fyrst og fremst á göfugum hugsjón- um, heldur á sjálfsbjargarhvötinni og framtaki til að fullnægja henni. Rökfærsla hans fyrir kenningu sinni leiðir glöggt í ljós þau þjóðfélagslegu og alþýðuhollu velferðarmarkmið, sem hann bar fyrir bijósti. Raunar andar þar allt af virðingu fyrir vinn- andi og ráðdeildarsömu fólki og samúð með fátækum, en andstyggð á óhófslífi og sukki auðs- og yfír- stétta. Enda skorti ekkert á, að Karl Marx virti hann sem vísinda- mann og reyndi að fara sínar leiðir með kenningar hans, en festist því miður að miklum hluta í utangama kennisetningum. Þó má vel halda fram, að Smith og klassísku hag- fræðingamir, sem byggðu á hans granni, hafi ekki skynjað sem skyldi allar samfélagslegar rökfylgjur kenninga sinna. Eðlileg mótsvöran iðnbyltingar, sem hreif fólk út úr framfærsluöryggi ættar og jarð- argróða, hefði verið félagslegt ör- yggisnet hins verkskipta iðn- og við- skiptavædda borgarsamfélags. Þótt það hefði getað dregið úr þjáningum og fómum, ættum við að varast dóma um, að svo hefði getað orðið með fjárhagslega ábyrgum hætti og án þess að draga að marki úr fram- faraþróttinum, svo miklar sem um- byltingar atvinnu- og þjóðfélags- hátta vora. Af samtímaheimildum má ráða, að ekki var síður nauðsyn á menntun og uppeldi alþýðu til að spoma við nautnum og svalli og efla ráðdeild, en á þá kosti lögðu klassísku höfundamir ríka áherslu. Smekkur manna fyrir umhverfis- vemd og -bótum kom síðar fram í ritum höfunda, þegar þörfín var orð- in augljós, en þó má telja þau gildi einnig innifalin í þeim lífsgildum, sem lýst var eftir til eflingar á kjör- um og stöðu fólksins. Ritverkið Auðlegð þjóðanna skipt- ist frá hendi höfundar í fímm bækur sem deilast eðlilega eins og í framút- gáfunni á tvö bindi. Þýðingin nær yfir þijár hinar fyrstu, sem inni- halda mest af þeim fræðikenningum og snilliyrðum, sem Smith er frægur fyrir og eiga erindi til nútímafólks. Síðustu tvær bækumar Qalla önnur um efna- hags- og þó einkum við- skiptakerfí þess tíma og hin um ríkisfjármál. Verður að telja rétt ráð- ið að láta þá hluta verksins liggja að sinni, hvað svo sem síðar verður. Af þessu leiðir þó, að atriðisorðaskráin fylgir ekki með, en skýringar við torskilda staði era þar á móti til mikilla bóta. Snúum okkur nú að efni þýðingarinnar, fyrstu þriggja bókanna. Helstu kenningar í Auðlegð þjóðanna Fyrsta bók inniheldur framleiðslu- fræði Smiths, með megináherslu á verkaskiptinguna og þróunarfæri, sem af henni spretta, og mótsvöran hennar í viðskiptum og stækkun markaða, háð flutningum og hag- ræði þeirra einkum á sjó og fljótum. Ennfremur er fjallað um peninga, verðmyndun og laun eða umbun helstu framleiðsluþátta, og þar með það sem Smith hafði um tekjuskipt- ingu að segja. Þama kemur flest það fram, sem telja má til eiginlegra hagfræðikenninga, en í öðram hlut- um verksins era lýsingar á ástandi og þróun mála í ýmsum löndum miklu fyrirferðarmeiri. Verkaskipt- ingin er kynnt með hinu fræga dæmi um framleiðslu títupijóna, sem hann hafði kynnt sér út í hörgul. Hins vegar varð hann að setja sér fyrir sjónir framleiðslu eins manns án verkaskiptingar, sem varla réði við einn pijón á dag og alla vega ekki tuttugu. Þar krítaði hann nokk- uð liðugt, því að slíkur maður mundi auðvitað skipta verkum sínum milli daga eða dagsstunda, en ætti að sjálfsögðu ekki kost sömu þjálfunar í hveiju verki né jafngóðs tækja- kosts. Ýmis önnur dæmi tekur hann þó um vinnu sjálfstæðra verka- manna eða smáhópa þeirra, sem nái talsverðum árangri í einföldum verk- ferlum. Hugur og kenning Smiths er í mun ríkari mæli en hjá nútíma hagfræðingum bundin við að lýsa og meta raunveraleg, hlutlæg skil- yrði framleiðslu og framfara, svo sem skilyrðum og hagræði flutninga fyrir stærð og hagkvæmni markaða, og að sama skapi minna við huglæg og afstæð sambönd hagstærða og atferlis og mælanleg eða metin gildi þeirra. Fyrir bragðið er textinn líf- legur og skemmtilegur, hlaðinn fróð- leik aftan úr öldum og utan úr heimi. Peningar era hjá honum hlutlægir málmar með sinn eigin framleiðslu- kostnað, sem setur mörk fyrir verð- gildi þeirra, en þessar hugmyndir útfærði Ricardo nánar. í annarri bók fjallar hann svo sem í framhjáhlaupi um áhrif peningamagns og telur þau tæmast fljótt út í verðlag en hafí engin teljandi áhrif á vexti, og vís- aði hann í þessu fram til peninga- magnskenninga síðari tíma (mónet- arisma), en í andstöðu við Keynes- isma. Hagsveiflur vora honum þó fyrst og fremst árferðissveiflur, fremur en sprottnar af peninga- þenslu og samdrætti á víxl, og náðu því djúpt til róta lífskjara fólksins og lífsöriaga. í samsvöran við það skiptust á dýrtíð með harðæri og lágverð með góðæri, það er sveiflur raunverðs og kaupmáttar launa fremur en hlutlaus verðbólga yfir allt sviðið. Þetta verkar á okkur nútímamenn líkt og lýsing á öðram heimi, um leið og við skynjum harð- ari og fastari raunveraleika en við höfum átt að venjast í þenslu- og verðbólgufroðunni. Smith var raun- sannur persónuleiki að fást við raun- fastan heim, en að sama skapi getur verið viðsjált að heimfæra kenningar hans beint á skilyrði nútímans. Verðgildis- og verðmyndunar- kenning Smiths er æði samslungin, svo að síðari höfundum hefur orðið hált á að sjá aðeins þá hlið hennar, sem honum hentar. Vinnan sjálf, vinnu- gildið og vinnulaunin skipa miðstöðu og mynda viðmið og meg- ingrandvöll, sem felur í sér frjóanga kenninga af því tagi frá Ricardo og Marx allt til Keyn- es. En um leið átti verð á komi að gegna lykil- hlutverki í að ákvarða laun verkamannsins, svo að honum væri tryggt lágmark lífs- gæða til viðhalds sér og sínum og hæfilegs hvata til fólksfjölgun- ar, og hefur þetta verk- að á menn sem hringhugsun. Þetta mark raunlauna var þó ekki fast, heldur gaf sveigjanlegt merki um, hvort efnahagsskilyrði kölluðu eftir hröðum eða hægum vexti eða jafn- vel stöðnun mannafla. Jafnframt hafði Smith skýra hugmynd um hlutverk launasjóðsins svokallaða, þess flár sem ætlað væri til greiðslu launa og lífsframfæris, er Taussig skrifaði síðar mikið rit um. í þessu efni má segja, að Smith hafi vantað allt til alls í hráefni hugmynda frá öðram, bæði huglæga jaðargildis- fræði og vísitölufræði til skýrrar greiningar raunvirðis frá nafnvirði. Eigi að síður hratu þessi hugtök úr penna hans og hann meitlaði hugtök náttúrlegs eða eðlilegs verðs og launa til aðgreiningar frá breytilegu markaðsverði innan árferðis- eða hagsveiflunnar, og hafa þau æ síðan verið með okkur í fræðunum. Fræðimenn hafa greint á milli fems konar kennisetninga Smiths um vinnulaun: í fyrsta lagi að þau gildi sem granneining allra annarra nafnverða, svokallað numeraire, sem innleiði tiltekna tölulega hæð inn í verðkerfið, í öðra lagi og í skilningi raunlauna feli þau í sér úthlutun knappra lífsgæða með hliðsjón af launasjóði og lífsþurftum, í þriðja lagi séu þau grandvöllur skiptavirðis á framstæðu framleiðslustigi og í fjórða lagi megi hafa þau að viðmið- un huglægs verðgildis allra efnis- legra gæða. Fyrsta hlutverkið á bet- ur við um altækt kerfi launavinnu en skilyrði 18. aldar og við kerfi pappírspeninga (fiat money) en sleg- innar myntar og vísar fram til launa- einingar (wage unit) hjá Keynes. Hvaða nafnvirði svo sem laun kunna að gegnsýra kerfið af, geta fram- leiðsluskilyrði ráðið verði korns og annarra gæða út frá því, og þar með lífskjöram. Sýndarmótsögn milli þessara tveggja kennisetninga olli Ricardo mikilli hugarglímu við að skýra hugtök og samhengi. Seinni tvær hugmyndimar um skipta- og virðisgrandvöll vora vægast sagt illa grandaðar og rökstuddar og hefur þeim almennt verið hafnað af hag- fræðingum. Hins vegar gat Marx gert sér leik að því að tengja saman aðra og þriðju kennisetningamar í trúarlegu trausti á þessa vísindalegu hagfræði. Út úr því fékk hann arð- ránskenninguna með allri hennar yfirbyggingu og örlagaríku síðari afleiðingum. Fjórða kennisetningin er æði afdráttarlaus: „Segja má að á öllum tímum og öllum stöðum hafi sama vinnuframlag sama virði fyrir verkamanninn. Við sitt venju- lega heilsufar, styrk og hugará- stand, við sína venjulegu kunnáttu og leikni hlýtur hann alltaf að leggja til sama hlutfallið af makindum sín- um, frelsi og hamingju." Og áfram: „Vinnan ein, sem breytist aldrei að sínu eigin virði, er því hinn endan- legi og raunveralegi mælikvarði sem unnt er að nota til að bera saman og meta virði alls vamings á öllum tímum og stöðum.“ Þetta er nógu skorinort til þess að virðast fela í sér hrein sannindi. Og þó era sett svo mörg hliðarskilyrði um, hvað lagt sé í vinnuna, bæði í málsgrein- inni og víðar, að maður hlýtur að efast um, að vinnufómin sé einn staðall alls staðar og ætíð, auk þess sem fómimar era fleiri en mælast sem vinna. Smith setur fram merkilega dýnamíska kenningu um áhrif þró- unar á vinnulaun og kyijar í því samhengi lofsöng til hagvaxtarins Bjarni Bragi Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.