Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 23 Magn eða gæði ÞÁTTUR Charles Saatchi í uppgangi YBA-hópsins er síðan enn ein þver- sögnin - milljarðamæringurinn sem fjárfestir í verkum ungra og alls óþekktra listamanna og á meira og minna öll helstu lykilverk þessarar kynslóðar. Hann er þó síð- ur en svo elskaður og virtur af þessum skjólstæðingum sínum, sem hafa uppi margvíslegar efasemdir um tilgang hans og smekkvísi, en eru þó of háðir honum til að þora að orða það undir nafni. Charles Saatchi er enda hin fullkomna andhverfa Austurbæinganna - maðurinn sem auðgaðist á auglýsingum og hlaut heimsfrægð ásamt bróður sínum fyrir auglýsingaher- ferðina fyi-ir íhaldsflokkinn sem olli langri eyðimerkurgöngu Verkamannaflokksins með slagorðinu Labour Isn’t Working. Charles Saatchi er þó eignaður heiðurinn að því að hafa fengið almenning í Bretlandi til að tala um list á þann veg sem ekki þekktist fyrir um 20 árum. Það var líka fyrir um 20 árum að hann fór að kaupa list, hvattur áfram af þáverandi eigin- konu sinni, Doris Lockhard, sem beindi honum að verkum bandarískra mínimalista á borð við Richard Serra og Donald Judd - sem sagt á áþekkar slóðir og Pétur Arason í Levi’s sem öðrum fremur hefur laðað þessa tvo listamenn hingað til lands. (Steinsúlui-nar úti í Viðey eru t.d. verk Serra.) Áhugi hans beindist síðan heim á við og hann fór að kaupa verk þessara óþekktu ungu listamanna, oft áður en þeir höfðu sýnt opinberlega. Síðan kom Hákarlinn og ekkert varð eins og áður. Á einni nóttu runnu Charles Saatchi og Young British Artists saman í eitt. Það eru til ýmsar sögur um viðskiptahætti Saatchi á þessu sviði. Stundum á hann að hafa komið inn í sýningarsalinn, horft lítillega í kringum sig og síðan sagt: Ég ætla að fá þetta allt - öll verk sýningarinnar á einu bretti. Sandro Chia atvikið hefur einnig átt þátt í að gera Saatchi tortryggilegan í margra augum. ítalinn Sandro Chia var ung- ur og upprennandi málari sem ruddi sér braut inn í listheim nútímans á níunda áratugnum með stórum ný-expressjónísk- um málverkum sem Saatchi féll fyrir. Hann keypti einhver ógrynni af verkum Chia sem varð til þess að vegur þessa unga málara óx mjög, að ekki sé talað um hvað verk hans hækkuðu í verði. En svo missti Saatchi skyndilega áhugann, setti verk Chia öll á uppboð í einu og þau seldust á augabragði. Sú stað- reynd að svo mörg verk sama listamanns voru seld á einu bretti og það af einum helsta og áhrifamesta listsafnara heims, varð auðvitað til að verk Sandro Chia féllu mjög í verði, og sól hans hneig hratt til viðar eftir það. í þessu og ýmsu öðru kristallast svo ef til vill það orð sem fer af Charles Saatchi í breskum listheimi - að hann hugsi meira um magn en gæði. „Ég er auðvitað ánægður að hann keypti verkin mín, en ég er ekki viss um að það hafi neitt að segja lengur,“ hefur TimeOut eftir einum nýútskrifuðum breskum myndlistarmanni. EN HVAÐ sem öllum þverstæðum og viðskiptaháttum líður, þá stendur Sensation-sýningin í Royal Academy fyrir sínu. Þama er að finna verk alls um 42 myndlistarmanna sem kenndir eru við YBA-hópinn, flestra höfuðpaur- anna og svo annara sem maður vissi misjafnlega mikil deili á fyrir. A margan hátt verður það skiljanlegt á göngu um sýn- ingarsali akademíunnar hvers vegna þessi kynslóð listamanna skuli hafa kallað fram svo hörð viðbrögð í breskum myndlist- arheimi - bæði með og á móti. Sýningin ber með sér mikla grósku meðal ungra breskra myndlistarmanna, frumleika og fersk efnistök. Hún er áhrifa- mikil og lætur varla nokkurn ósnortinn, en lífsýnin er nöpur og hráslagaleg, ögrandi, kaldhæðin og gráglettin og undirald- an er beitt ádeila á samfélag manna í nútímanum, á neyslu- þjóðfélagið, grimmd þess og ofbeldisdýrkun, vanahugsunina og gömul, stöðnuð gildi. Sýningargesturinn gengur aftur út á Piccadilly, ekki upprifinn heldur hugsi og jafnvel svolítið nið- urdreginn. Um margt daðrar Sensation við sömu kenndir og æsifrétta- blöðin bresku sem mestum hamförum hafa farið út af verkum listamanna af þessari kynslóð og Sensation-sýningunni; rót- andi í afkimum mannshugarins í leit að öllu því sem afbrigði- legt getur talist, æsilegt, einkennilegt eða sérstakt. Mesta fjaðrafokinu hefur auðvitað Myra hans Marcusar Harveys valdið - myndin af barnamorðingjanum Myru Hindley sem Harvey mótar með handprenti lítilla barna. Hún var horfin úr sýningarsölunum þegar ég var þar á ferð, en á veggnum þar sem hún hafði staðið var komin afsökunarbeiðni að vegna skemmdarverka væri myndin í viðgerð en það dró ekki úr áhrifunum að sletturnar eftir blekið og eggin voru enn allt í kringum skiltið. Sennilega hefðu sýningarhaldarar viljað fá öðruvísi auglýsingu en varla átt kost á henni áhrifameiri. Áhrifamikill óhugnaður Formalín og frost DAMIEN Hirst er þarna auðvitað með flest sín kunnustu verk og flest í formalíni - hákarlinn sem áður er ___________________ nefndur, rolluna, sundursagaða belj- una og asnann í hinn endann, svínið skorið eftir endilöngu, fiskana sem allir stefna í sömu átt og flugnabúr með lifandi maðkaflugum sem eiga að vera að bera víurnar í hesthaus í miðju búri. Bræðurnir Jake og Dino Chapmann, uppalningar dúettsins fræga Gilbert & Ge- orge, eru þarna líka með a.m.k. þrjú verk með hinum ótrú- lega mennsku mannslíkönum sínum. Eitt þeirra er í sal þar sem gildir 18 ára aldurstakmark, enda ekki fyrir viðkvæma - samvaxinn hópur smátelpna og á sumum þeirra hafa reist- ir piltareðir leyst nefið af hólmi, svo að útkoman verður ein- hvers konar afkáralegt tilbrigði við lyganefið á Gosa með einhvers konar ónotalega skírskotun til barnakláms, vegna þess að áhorfandinn er ekki viss hvort þetta er óður til þess eða afneitun. Ekki ósvipuð áhrif vekur Dead Dad eftir Ron Muek, listavel gerð og ótrúlega mennsk brúða af allsnöktum látnum manni. Á svipuðum slóðum er Garvin Turk með verk HÁRKARLINN _ hið fræga verk Damiel Hirst eða „The Physical Impossibility of Death in the Mind of Someone Living“, eins og það heitir fullu nafni, tímamótaverkið frá fyrstu samsýningu ungu bresku myndlistarmannanna 1991. MÁLVERK Jenny Saville eru einhvers konar kvenleg framlenging af verkum Bacon og Hockney, stórir fletir og yfirþyrmandi. MYND Marcus Harvey af barnamorðingjanum Myru, mynduð úr handprentum smábarna, og sú mynd sem mestu uppþoti hefur valdið. Hún er nú í viðgerð eftir skemmdarverkin sem unnin voru á henni í síðustu viku. YBA-hópurinn er samstæður að því leyti að listamennirnir deildu iðulega með sér vinnustofum, sýndu saman og sóttu sýningar hver annars, óttu í óstaraevintýr- um sín ó milli og duttu í það saman. BADKER Rachel Whiteread. Hún hefur fest sig í sessi sem ein fremsta myndlistarkona Breta, og er fulltrúi þeirra á Feneyjarbínalnum. Grafíkverk eftir hana voru sýnd hér á síðustu Listahátíð. sitt Pop, vaxbrúðumynd, en að þessu sinni innan allra vel- sæmismarka. Verk Marc Quinn, sem hann nefnir Self, hefur einnig verið talið meðal tímamótaverka þessarar kynslóðar, enda trónir það í fremsta salnum ásamt Hákarli Hirsts. Þetta er höfuð- mynd af Quinn sem hann mótaði í tannsmíðavax og fyllti með um fimm lítrum af blóði úr sjálfum sér sem hann tappaði af sér á fimm mánaða tímabili. Síðan var það fryst og til að verk- ið bráðni ekki er það geymt i glæru ferköntuðu búri í um 6 gráðu frosti. Þegar það var gert árið 1991 hefur hausinn lík- lega verið rauðlitaður vegna blóðsins en er nú orðinn sem næst svartur. Áfram mætti telja af þessu tagi - en mörg önnur verk eru þó hefðbundnari í útfærslu og vinnubrögðum. Af listamönnun- um 42 eru 14 þeirra að fást við málverkið, til að mynda áður- nefndur Marcus Harvey, Gary Hume, Alain Miller, Richard Patterson, Chris Ofili, Simon Callery, sem komst í blöðin þegar Saatchi keypti alla sýninguna hans fyrir fjórum árum, einnig Jenny Saville og Fiona Rae. Af sýnendunum eru konur reynd- ar ekki með sérlega hátt hlutfall, um 10 talsins eða fjórðungur. Breiddin er þó umtalsverð og af nógu að taka. Fyrir ís- lenska listneytendur er þó Sensation-sýningin tæpast sú kalda vatnsgusa í andlitið og fyrir þá bresku. Ætli við höfum ekki tekið út áfallið löngu fyrr eða fyrir um þremur áratugum með Súmmurunum og eftir það hafa evrópskir meginlandsstraum- ar og síðar amerískir átt hingað greiða leið, svo að allt er orð- ið leyfilegt og fátt sem kemur mönnum í opna skjöldu núorðið. Bretarnir með sína frægu málara á borð við Francis Bacon og seinna David Hockney og ofurveldi West End galleríanna virðast hafa einangrast meira í hinni hefbundnari listsköpun í málverki og skúlptúr uns þessir ungu bresku myndlistar- menn, eða Freeze-kynslóðin eins og þeir eru líka nefndir stundum, ruddust fram og stugguðu við þarlendum. Og þarna eru svo sem verk sem sýna að ekkert er nýtt undir sólinni. Til dæmis tjaldið hennar Tracey Emin þar sem skráð eru inni nöfn allra þeirra sem hún hefur sængað hjá - gerði ekki Róska eitthvað svipað í verki á Mokka hér í árdaga? Þegar grimmdinni sleppir skilur kanski helst milli okkar fólks og Freezaranna afar vandað handbragð Bretanna, þetta er yfir- leitt allt svo listavel gert, hrein listiðn í ofanálag á inntakið. Svo er bara að sjá hvort ríkjandi listaelíta Breta leggur endanlega niður vopnin og húsráðendurnir í The Royal Academy þessa dagana taki völdin. Þá vaknar líka spumingin hverjir muni þá rísa upp gegn þeim og hvað í ósköpunum þeir taki til bragðs?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.