Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 56
560 6060
MORGUNBLADW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/RAX
Ásbjörn Dagbjarts-
son veiðistjóri
„Minkur-
inn hefur
gersigrað
okkur“
ÁSBJÖRN Dagbjartsson veiði-
stjóri telur nauðsynlegt að fjár-
veitingarvaldið og sveitarfélögin
marki stefnu í refa- og minka-
veiðimálum. Minkurinn hafí
„gersigrað" manninn og breyt-
ingar í framkvæmd refaveiða
hafi m.a. valdið því að minna
hafi veiðst af ref þrjú síðustu ár-
in en áður og það geti verið stór-
hættulegt að draga skyndilega
úr veiðiálagi á stofninn.
Ásbjörn segir í samtali við
Morgunblaðið að minkur hefði
verið veiddur hér á landi frá ár-
inu 1937 og með óbreyttu álagi
og litlum eða engum breyting-
um á vinnubrögðum eða stefnu
samkvæmt skýrslum frá 1957.
„Utkoman er sú, að minkurinn
hefur gersigi-að okkur. Hann
hefur farið hringveginn og
stofninn hefur alltaf verið í
vexti.“ Hann segir að aðeins á
afmörkuðum svæðum hafí tekist
að halda minknum í burtu og þá
með miklum tilkostnaði, t.d. við
Mývatn. Þar kostaði það sveit-
arfélögin 600.000 krónur að
drepa 56 minka á síðasta ári.
■ Hlutverk veiðistjóra/ 10
Lokkandi
litadýrð
haustsins
pHAUSTIÐ hefur smám saman
verið að færa landið í skrúða
sinn upp á síðkastið þrátt fyrir
að veðurfarið hafi víðast hvar
verið óvenju miit og hlýtt miðað
við árstíma. Litbrigðin hafa þó
ekki farið framhjá neinum og á
myndinni sést að hún Tinna
Dögg undi sér vel ásamt hundin-
um Símoni í litfögru laufskrúð-
Flugvélakostur íslenskra flugáhugamanna er að verða ellinni að bráð
44% íslenskra einka-
flugvéla eru óflughæf
UM 44% einkaflugvéla á íslandi eru óflughæf, 40% þeirra flughæfu eru
með 40 ára meðalaldur og engin einkaflugvélanna er yngri en 17 ára.
Þetta kemur fram í Flugtíðindum sem Félag íslenskra einkaflugmanna
gefur út, en félagið verður 50 ára 10. október næstkomandi.
Framkvæmdir við 75 MW orkuver í Svartsengi hafnar
.Rafmagnsframleiðsla á
að hefjast eftir tvö ár
HITAVEITA Suðurnesja hefur
hafið framkvæmdir við nýtt orku-
ver við Svartsengi. Því er ætlað að
framleiða 75 MW. Áætlanir gera
ráð fyrir að orkuverið hefji raf-
magnsframleiðslu í september
1999. Hitaveitan hefur enn ekki
fengið leyfi írá iðnaðarráðuneytinu
^til að vii-kja, en Júlíus Jónsson, for-
stjóri fyrirtækisins, segist treysta
því að það verði veitt. Raforkukerf-
ið sé löngu úrelt og það standist
ekki tvö ár í viðbót.
Þær framkvæmdir sem þegar
hefur verið ráðist í eru lóðafram-
kvæmdir. Búið er að reisa garð út í
Bláa lónið og hreinsa kísil úr lón-
*;nu. Unnið er af fullum krafti að
hönnun stöðvarhússins og reiknað
er með að túrbínur komi í lok
næsta árs.
Bygging magnesíumverksmiðju
gæti hafist á næsta ári
Hitaveita Suðurnesja er stærsti
hluthafinn í Magnesíumfélaginu, en
Júlíus segir að verið sé að ljúka
hönnun og arðsemisútreikningum
vegna byggingar 50 þúsund tonna
magnesíumverksmiðju. Hann seg-
ist vonast eftir að hægt verði að
hefja byggingarframkvæmdir í
byrjun næsta árs.
Áætlaður byggingarkostnaður er
35 milljarðar. Júlíus segir útlit fyrir
stóraukna eftirspurn eftir magnesí-
um, einkum í bílaframleiðslu. Hann
segir að margir aðilar hafi sýnt
áhuga á að koma að rekstri verk-
smiðjunnar. Aðallega hafi verið
rætt við þýska aðila, en einnig
menn frá Rússlandi, Frakklandi,
Austurríki og Kanada. Áætlað sölu-
verðmæti framleiðslu verksmiðj-
unnar er 10-11 milljarðar á ári.
Gert er ráð fyrir að hún verði af-
skrifuð á 17 árum.
Hitaveita Suðurnesja hefur
einnig skoðað byggingu polýólverk-
smiðju og verksmiðju sem eimar
alkóhól. Júlíus segir að undirbún-
ingur að byggingu alkóhólverk-
smiðju sé það langt kominn að ekki
sé útilokað að framkvæmdir geti
hafist á næsta ári.
■ Nauðsynlegt að/26
í Flugtíðindum er birt loftfara-
skrá samkvæmt athugun sem gerð
var á vegum FIE í júlí síðastliðn-
um. Fram kemur í grein, sem Þor-
kell Guðnason, fyrrum formaður
Félags íslenskra einkaflugmanna,
ritar í blaðið að atvinnuflugvélar
eru 110 talsins, flugskólavélar 11,
flughæfar heimasmíðaðar vélar 11,
svifflugur 32, óflughæfar einka-
flugvélar 73 og verksmiðjufram-
leiddar einkaflugvélar með loft-
hæfiskírteini eru 94 talsins.
Sömu kröfur og til
atvinnuflugvéla
Af þessum 94 flughæfu einka-
flugvélum eiga 55 heimavöll utan
Reykjavíkur. Skylt er að kaupa allt
viðhald þeirra af flugvirkja og
verður því að fijúga þeim sjónflug
að starfsstöð hans á minnst 50
flugstunda fresti. Þótt margar vél-
anna séu búnar fullkomnum blind-
flugstækjum, er nánast engin
þeirra með gilda áritun til blind-
flugs og svipað er ástatt um rétt-
indi flugmanna þeirra. Vélarnar
verða að uppfylla nánast allar
sömu kröfur og gerðar eru til at-
vinnuflugvéla, og felur það í sér
skyldu til umskipta varahluta, sem
algengast er að kosti tífalt verð
samsvarandi bílavarahluta og hafa
borið virðisaukaskatt frá 1988, eins
og öll vinna og aðföng til vélanna.
Þá er bent á að vegna veðrátt-
unnar hér á landi verði að hýsa
flugvélar og víða um land hafi
einkaflugmenn hafið byggingu
flugskýla yfir vélar sínar um og
upp úr 1980 á meðan bjartsýni ríkti
um möguleika til einkaflugs á ís-
landi.
Illa farið með tíma og fjármuni
,Af þessum geymslum fyrir
einkaflugvélar er fasteignagjalda-
prósenta meira en þrefalt hærri en
af bflskúrum fyrir einkabfla (mun-
urinn er ennþá meiri ef borið er
saman við gjöld af hesthúsum). í
Reykjavík hefur holræsagjald ekki
fengist fellt niður af flugskýlum,
sem ekki eru tengd holræsakerfi
og vatnsskattur er innheimtur skv.
rúmmáli þeirra þótt þau séu ekki
tengd vatnsveitu. Venjulegum Is-
lendingum, er orðið nánast ókleift
að eiga eða reka flugvél til að við-
halda flugmenntun sinni og rétt-
indum. Þeir einir geta litið á flug
sem sport, sem eru launaðir at-
vinnuflugmenn og bera ekki kostn-
að af viðhaldi flugréttinda sinna.
Með samanburði á fjölda útgefinna
flugskírteina og fjölda einstaklinga
með gild flugréttindi, geta þeir sem
vilja séð hversu frámunalega illa er
farið með tíma og fjármuni þess
unga fólks sem velur sér að læra
flug,“ segir í grein Þorkels.