Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 Tommi og Jenni Ljóska Allt í lag-i, þú spilaðir út kóngin- Snjall leikur . . um, svo að ég set út ÁSINN!! BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Héraðsdómari fer í frí Frá Magnúsi Jóhannssyni: EINS og alþjóð veit af fréttum nú fyrir stuttu sagði einn dómari við Héraðsdóm Reykjaness, Már Pét- ursson, af sér vegna „áfengis- vanda“ síns. Hann hafði farið út í verslun á bifreið sinni og verið „timbraður", sem hann vafalítið hefír gert í áraraðir, trúi hver sem vill einhverju öðru, en sloppið þar til nú. Hann segir í sjónvarpsvið- tali, að hann hafi í mörg ár átt við „áfengisvandamál" að stríða, eins og svo margir aðrir í röðum opinberra starfsmanna. Hann upp- lýsir að hann hafi gert lögreglu- stjórasátt og greitt sekt að upphæð 35 þús. kr. Hann lýsir ennfremur yfir aðspurður, að dómar hans hafí ekki á nokkurn hátt liðið vegna „áfengisvandamáls" síns, trúi því hver sem vill. Það sem fær mig til að staldra við og rita þetta bréf til blaðsins í þetta sinn er, að nú fyrir skömmu varð ég þeirrar reynslu ríkari að hljóta dóm af hendi þessa fyrrver- andi dómara í Héraðsdómi Reykja- ness, vegna meintrar ákeyrslu á konu, af ráðnum hug, eins og seg- ir í ákærunni, og til vara umferða- lagabrots ef hin meinta ákeyrsla skyldi ekki halda. Hið meinta um- ferðalagabrot kveður á um akstur nálagt skólabifreiðum á skóla- svæði. Atvikið átti sér stað innan Keflavíkurflugvallar, en þar hefi ég stundað leigubifreiðaakstur síð- astliðin 30 ár, án nokkurs um- ferðaóhapps, og um umrætt skóla- svæði hefí ég og starfsfélagar mín- ir ekið mörg þúsund sinnum án nokkurra athugasemda. Már Pét- ursson, þá dómari, komst að þeirri niðurstöðu éftir vitnaleiðslu, að ég hafí ekki ekið á umrædda konu, en engu að síður varð niðurstaða hans sú að ég hafí sýnt þvílíkan glannaakstur (á u.þ.b. 5 km hraða) að honum fannst við hæfi að ég greiddi 150 þús. kr. sekt til samfé- lagsins, en fengi þó að halda öku- réttindum mínum. Þessi upphæð er nærri fimmföld á við það sem lögreglustjóri í umdæmi Más Pét- urssonar fannst við hæfi að hann greiddi til samfélagsins fyrir að hafa farið út á bifreið sinni undir áhrifum áfengis, „aðeins timbrað- ur“ í þetta eina ákveðna skipti? Skyldi það vera eina skiptið? Eng- inn getur fullyrt hvort hann með háttalagi sínu hefir verið nærri búinn að aka yfir börn eða full- orðna á þessum árum er þetta „áfengisvandamál" hans hefir var- að. Eitthvað hefir Hæstarétti ekki þótt dómur Más Péturssonar góð- ur, þar sem Hæstiréttur féllst á að taka mál þetta fyrir, þótt það uppfyllti ekki það skilyrði að ná 250. þús. króna sekt. Þeir í Hæstarétti kunna engu að síður sína „rullu“ í samspili réttarkerfisins þegar „sakborning- ur“ er kominn í „sigtið“. Ekki vildi Hæstiréttur þó fallast á sýknu, þótt dómurinn væri vondur, því einhver varð að greiða kostnaðinn af þessu upphlaupi saksóknara- embættisins. Sektin var því lækkuð niður í 20 þús. krónur. Fyrir þenn- an „túr“ er ég var í er allt þetta fjaðrafok upphófst fékk ég greidd- ar 350 krónur en varð að láta af hendi með málskostnaði 181 þús. kr. sem voru um 20% af árslaunum mínum það árið. (En hvað skyldi þessa menn varða um það, þegar þeir sleppa sjálfir með 35 þús. kr. eftir áratuga misnotkun áfengis.) Að auki hefir Varnarmálaskrif- stofa utanríkisráðuneytisins í sam- vinnu við sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli meinað mér all- an aðgang að leiguakstri innan vallar, þrátt fyrir að þau séu raun- verulega búin að tapa málinu fyrir báðum dómsstigum. Hér ætti grein þessari ef til vill að Ijúka, en eftir þá útreið sem dómur Más Péturs- sonar fékk í Hæstarétti þrátt fyrir fullyrðingar Más um að „áfengis- vandamál“ hafi ekki haft nein áhrif á gæði dóma hans, hefur hinn al- menni borgari leyfi til að efast um hana. í framhaldi má spyija hvort venjulegur leigubifreiðastjóri (Jón Jósson) hafi sömu réttarstöðu í þjóðfélaginu og héraðsdómari á borð við Má Pétursson. Leigubif- reiðastjóri sem yrði dæmdur fyrir sömu sök og Már Pétursson eftir áratuga „áfengisvandamál" væri einfaldlega atvinnulaus fyllibytta - hans biði örugglega ekki skrif- stofustarf á sömu stöð og hann var á áður. Það er heldur enginn barnaleik- ur fyrir venjulegt og eðlilega inn- rætt fólk að lenda í klónum á rétt- vísinni eða öðrum háttsettum embættismönnum hins opinbera, en eins og fréttir bera með sér, sér kerfið um sig og sína. Það er ég tók sérstaklega eftir í gegnum þetta mál mitt var sérstaklega fullyrðingasamt, ógeðfellt og meiðandi orðalag saksóknara og svo fulltrúa hans í málflutningi sínum, þar sem engin sök var sönnuð og allir teljast saklausir meðan svo er. Það er eins og þess- ir embættismenn kunni enga mannasiði í samskiptum sínum við meintan sakborning. „Áfengisvandamál“ virðist vera vaxandi hjá háttsettum embættis- mönnum. Skyldu vera „áfengis- vandamál“ hjá fleirum en héraðs- dómi Reykjaness? Svari hver fyrir sig. Og þó að Már Pétursson velji ekki „Island, já takk“ þá óska ég honum alls hins besta í baráttunni við Bakkus, hans erkifjanda, en sem Már hélt einu sinni, eins og svo margir aðrir að væri vinur sinn. Skora ég svo á aðra að láta álit sitt í ljós, hvort sem þeir eru mér sammála eður ei. MAGNÚSJÓHANNSSON, leigubifreiðastjóri, Miðgarði 7, Keflavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.