Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 Tommi og Jenni Ljóska Allt í lag-i, þú spilaðir út kóngin- Snjall leikur . . um, svo að ég set út ÁSINN!! BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Héraðsdómari fer í frí Frá Magnúsi Jóhannssyni: EINS og alþjóð veit af fréttum nú fyrir stuttu sagði einn dómari við Héraðsdóm Reykjaness, Már Pét- ursson, af sér vegna „áfengis- vanda“ síns. Hann hafði farið út í verslun á bifreið sinni og verið „timbraður", sem hann vafalítið hefír gert í áraraðir, trúi hver sem vill einhverju öðru, en sloppið þar til nú. Hann segir í sjónvarpsvið- tali, að hann hafi í mörg ár átt við „áfengisvandamál" að stríða, eins og svo margir aðrir í röðum opinberra starfsmanna. Hann upp- lýsir að hann hafi gert lögreglu- stjórasátt og greitt sekt að upphæð 35 þús. kr. Hann lýsir ennfremur yfir aðspurður, að dómar hans hafí ekki á nokkurn hátt liðið vegna „áfengisvandamáls" síns, trúi því hver sem vill. Það sem fær mig til að staldra við og rita þetta bréf til blaðsins í þetta sinn er, að nú fyrir skömmu varð ég þeirrar reynslu ríkari að hljóta dóm af hendi þessa fyrrver- andi dómara í Héraðsdómi Reykja- ness, vegna meintrar ákeyrslu á konu, af ráðnum hug, eins og seg- ir í ákærunni, og til vara umferða- lagabrots ef hin meinta ákeyrsla skyldi ekki halda. Hið meinta um- ferðalagabrot kveður á um akstur nálagt skólabifreiðum á skóla- svæði. Atvikið átti sér stað innan Keflavíkurflugvallar, en þar hefi ég stundað leigubifreiðaakstur síð- astliðin 30 ár, án nokkurs um- ferðaóhapps, og um umrætt skóla- svæði hefí ég og starfsfélagar mín- ir ekið mörg þúsund sinnum án nokkurra athugasemda. Már Pét- ursson, þá dómari, komst að þeirri niðurstöðu éftir vitnaleiðslu, að ég hafí ekki ekið á umrædda konu, en engu að síður varð niðurstaða hans sú að ég hafí sýnt þvílíkan glannaakstur (á u.þ.b. 5 km hraða) að honum fannst við hæfi að ég greiddi 150 þús. kr. sekt til samfé- lagsins, en fengi þó að halda öku- réttindum mínum. Þessi upphæð er nærri fimmföld á við það sem lögreglustjóri í umdæmi Más Pét- urssonar fannst við hæfi að hann greiddi til samfélagsins fyrir að hafa farið út á bifreið sinni undir áhrifum áfengis, „aðeins timbrað- ur“ í þetta eina ákveðna skipti? Skyldi það vera eina skiptið? Eng- inn getur fullyrt hvort hann með háttalagi sínu hefir verið nærri búinn að aka yfir börn eða full- orðna á þessum árum er þetta „áfengisvandamál" hans hefir var- að. Eitthvað hefir Hæstarétti ekki þótt dómur Más Péturssonar góð- ur, þar sem Hæstiréttur féllst á að taka mál þetta fyrir, þótt það uppfyllti ekki það skilyrði að ná 250. þús. króna sekt. Þeir í Hæstarétti kunna engu að síður sína „rullu“ í samspili réttarkerfisins þegar „sakborning- ur“ er kominn í „sigtið“. Ekki vildi Hæstiréttur þó fallast á sýknu, þótt dómurinn væri vondur, því einhver varð að greiða kostnaðinn af þessu upphlaupi saksóknara- embættisins. Sektin var því lækkuð niður í 20 þús. krónur. Fyrir þenn- an „túr“ er ég var í er allt þetta fjaðrafok upphófst fékk ég greidd- ar 350 krónur en varð að láta af hendi með málskostnaði 181 þús. kr. sem voru um 20% af árslaunum mínum það árið. (En hvað skyldi þessa menn varða um það, þegar þeir sleppa sjálfir með 35 þús. kr. eftir áratuga misnotkun áfengis.) Að auki hefir Varnarmálaskrif- stofa utanríkisráðuneytisins í sam- vinnu við sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli meinað mér all- an aðgang að leiguakstri innan vallar, þrátt fyrir að þau séu raun- verulega búin að tapa málinu fyrir báðum dómsstigum. Hér ætti grein þessari ef til vill að Ijúka, en eftir þá útreið sem dómur Más Péturs- sonar fékk í Hæstarétti þrátt fyrir fullyrðingar Más um að „áfengis- vandamál“ hafi ekki haft nein áhrif á gæði dóma hans, hefur hinn al- menni borgari leyfi til að efast um hana. í framhaldi má spyija hvort venjulegur leigubifreiðastjóri (Jón Jósson) hafi sömu réttarstöðu í þjóðfélaginu og héraðsdómari á borð við Má Pétursson. Leigubif- reiðastjóri sem yrði dæmdur fyrir sömu sök og Már Pétursson eftir áratuga „áfengisvandamál" væri einfaldlega atvinnulaus fyllibytta - hans biði örugglega ekki skrif- stofustarf á sömu stöð og hann var á áður. Það er heldur enginn barnaleik- ur fyrir venjulegt og eðlilega inn- rætt fólk að lenda í klónum á rétt- vísinni eða öðrum háttsettum embættismönnum hins opinbera, en eins og fréttir bera með sér, sér kerfið um sig og sína. Það er ég tók sérstaklega eftir í gegnum þetta mál mitt var sérstaklega fullyrðingasamt, ógeðfellt og meiðandi orðalag saksóknara og svo fulltrúa hans í málflutningi sínum, þar sem engin sök var sönnuð og allir teljast saklausir meðan svo er. Það er eins og þess- ir embættismenn kunni enga mannasiði í samskiptum sínum við meintan sakborning. „Áfengisvandamál“ virðist vera vaxandi hjá háttsettum embættis- mönnum. Skyldu vera „áfengis- vandamál“ hjá fleirum en héraðs- dómi Reykjaness? Svari hver fyrir sig. Og þó að Már Pétursson velji ekki „Island, já takk“ þá óska ég honum alls hins besta í baráttunni við Bakkus, hans erkifjanda, en sem Már hélt einu sinni, eins og svo margir aðrir að væri vinur sinn. Skora ég svo á aðra að láta álit sitt í ljós, hvort sem þeir eru mér sammála eður ei. MAGNÚSJÓHANNSSON, leigubifreiðastjóri, Miðgarði 7, Keflavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.