Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Seinni leikur Islands og Sviss í Evrópukeppninni í handknattleik í Sursee í dag
„Strákarnir verða að spila
betur en í fyrri leiknumM
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir því svissneska íborg-
inni Sursee, skammt frá Ziirich, í undankeppni Evrópumótsins í
dag. Þetta er síðari viðureign liðanna - fyrri leiknum lauk með
jafntefli, 27:27, í Laugardalshöll á miðvikudaginn. Leikurinn ídag
er mjög mikilvægur með framhaldið i'huga, þvítvö efstu lið rið-
ilsins komast íúrslitakeppnina á Ítalíu næsta vor. Segja má að
það hafi verið íslendingum til happs að hin liðin í riðlinum, Júgó-
slavia og Litháen, gerðu einnig jafntefli, 25:25, í Belgrad.
Skapti
Hallgrímssort
skrífar
frá Sviss
Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf-
ari, sagði við Morgunblaðið að
hann vonaðist til að menn hans
stæðu sig betur í
dag. „Þeir verða að
spila betur en í fyrri
leiknum; verða að
standa sig betur al-
mennt séð, en ég legg líka sérstaka
áherslu á ákveðna þætti. Varnarleik-
urinn og markvarslan brugðust í
fyrri leiknum og ég er búinn að
klippa niður á eina myndbandsspólu
kafla úr þeim leik til að strákamir
geti skoðað sóknarleik Svisslendinga
sérstaklega, og á aðra er ég búinn
að klippa niður myndbrot handa
markvörðunum - til að þeir geti
grandskoðað skot móthetjanna."
íslendingar fóru flatt á slæmri
byijun í fyrstu Evrópukeppninni,
gerðu þá jafntefli gegn Finnum á
útivelli í fyrsta leik og þegar upp
var staðið kom það í veg fyrir að
liðið kæmist í úrslitakeppnina í Port-
úgal. Keppnin nú er sú þriðja í röð-
inni, en í síðustu keppni - þar sem
úrslitakeppnir, fór fram á Spáni í
fyrra - munaði einnig mjóu að liðið
kæmist áfram en lakara markahlut-
fall en andstæðinganna kom í veg
fyrir það. Þvi er ljóst að ætli liðið
sér að vera í vænlegri stöðu eftir
baráttuna við Sviss þurfa „strákarn-
ir okkar“ að spýta í lófana og leika
betur en á miðvikudag. Leikur liðs-
ins þá var einfaldlega langt frá því
að vera viðunandi, markvarslan var
í molum og vörnin léleg en sóknar-
leikurinn reyndar nokkuð góður.
íslendingar komust „fjallabaks-
leið“ á heimsmeistaramótið í Kuma-
moto í vor leið, með því að sigra
Dani í tveimur aukaleikjum um sæti.
„Svo virðist að það séu örlög okkar
að fara erfiðari leiðina inn á mót,
en ég vona svo sannarlega að við
komumst í úrslitakeppnina á Ítalíu,
sérstaklega þegar hugað er að fram-
haldinu," sagði Þorbjöm, en sex
efstu þjóðirnar í úrslitakeppni EM
fara beint á HM í Egyptalandi 1999.
„Ef við komumst til Ítalíu og náum
þar að tryggja okkur sæti á HM í
Egyptalandi höfum við miklu meiri
tíma til æfinga og æfingaleikja fyrir
þá heimsmeistarakeppni heldur en
ef við þurfum að taka þátt í einhveij-
um aukaleikjum um HM-sæti.“
Það er gífurlega mikilvægt fyrir
þjóð, sem vill vera í hópi þeirra bestu,
að taka_þátt í sem flestum stórmót-
anna. „Ég skil vel Bengt Johansson,
landsliðsþjálfara Svía, sem hefur
verið gagnrýndur mikið í Svíþjóð upp
á síðkastið fyrir að hleypa ekki yngri
mönnum að í landsliðinu. Hann hef-
ur verið að taka „gamla“ menn inn
í liðið aftur, til dæmis homamanninn
Erik Hajas, sem var ekki með í
Kumamoto vegna meiðsla. Og spyr
hvers vegna hann ætti að stilla liðinu
þannig upp að það verði hugsanlega
í fimmta, sjötta, sjöunda eða áttunda
sæti á stórmótunum þegar það getur
orðið í fyrsta eða öðru sæti! Ég hef
velt því fyrir mér hvort alþjóðleg
mót séu ekki spiluð allt of þétt núorð-
ið, því segja má að vilji menn alltaf
vera með lið sitt sem best hafi þeir
Morgunblaðið/Einar Falur
UPP úr sauð á lokasekúndum fyrri lelks íslands og Svlss,
sem fór fram sl. miðvikudagskvöld. Marc Baumgartner sætti
sig ekki við brot Júlíusar Jónassonar og lét Dag Sigurðsson
heyra það en fyrirliðinn Geir Sveinsson gekk á milli.
aldrei tíma til að prófa yngri menn,
hafi ekki tíma til að taka áhættu
því alltaf er verið að keppa um sæti
á einhveiju móti. Það er svo annað
mál að aldur virðist orðinn afstæð-
ari í íþróttunum en áður, ég sá til
dæmis Júlíus [Jónasson] spila í Sviss
um daginn. Hann var tekinn úr
umferð mjög fljótlega í leiknum og
þá var það Erik Veje Rassmusen,
Daninn sem leikur og þjálfar með
liðinu og orðinn er 38 ára, sem tók
við og lék jafn vel og þegar hann
var þrítugur. Enda fór svo að mót-
heijarnir tóku hann líka úr umferð!“
Urslitin í Belgrad í vikunni vöktu
vissulega athygli. íslendingar mættu
umræddum liðum í Japan og sigruðu
þau bæði, Litháa snemma keppninn-
ar með tveggja marka mun en burst-
uðu Júgóslava síðar. Þrátt fyrir það
hafa Júgóslavar verið taldir vera
með mun betra lið en t.d. Litháar
og menn velta nú fyrir sér hvort
breyting hafi orðið þar á. Reyndar
hefur heyrst, að nokkrir af helstu
leikmönnum Júgóslavíu séu ósáttir
við þjálfarann, sem tók við liðinu
eftir HM í Kumamoto, og vilji því
ekki leika með. Rétt er að taka fram
að þetta hefur ekki fengist staðfest,
en sé svo eru úrsiitin í Belgrad ekki
jafn ótrúleg og þau virðast í fljótu
bragði. Litháar eru reyndar með
gott lið, leikmenn þess eru líkamlega
sterkir og „seigir" en íslendingar
eiga þó að ná að sigra það, verði
allt með felldu.
Lið Litháa verður næsti mótheiji
íslands í riðlakeppninni og Júgó-
slavía sá síðasti. Tvö efstu liðin kom-
ast í úrslitakeppnina, og íslendingar
eiga að hafa burði til þess að ná því
í fyrsta sinn - nái liðið t.d. að leika
jafn vel og í Japan, en mikið hefur
reyndar skort þar á upp á síðkastið,
bæði í æfingaleikjunum tveimur
gegn Dönum fyrir skömmu og gegn
Svisslendingum í vikunni. í dag gefst
liðinu tækifæri til að hrista af sér
slyðruorðið og sýna hvað í því býr.
Reyndar er ljóst að það saknar Pat-
reks Jóhannessonar tilfínnanlega,
bæði í sókn og vörn, en maður kem-
ur í manns stað og með samstilltu
átaki ætti liðið jafnvel að geta sigrað
í dag. Þó má ekki gleymast að sviss-
neska iiðið er nokkuð sterkt, en þó
ekki svo gott að íslendingar þurfi
að óttast það eitthvað sérstaklega.
Jafnvel ekki á útivelli. Þeir ættu
frekar að óttast að ná ekki að sýna
sitt rétta andlit.
FORMULA 1
Einvígi Villeneuve við Schumacher
Gunnlaugur
Rögnvaldsson
skrífar
Það verður heitt í kolunum á
Nurburgring í Þýskalandi í
dag, þegar Formula 1 kappamir
Michael Schumacher
og Jacques Vil-
lenevue mætast. Að-
eins eitt stig skilur
þá að í heimsmeist-
arakeppni ökumanna. En fjöldi ann-
arra ökumanna getur skákað þess-
um köppum í slagnum um fyrsta
sætið á Nurburgring brautinni. Það
má því búast við hörkukeppni, en
bein útsending verður frá keppninni
í Sjónvarpinu í dag kl. 11.50.
Aðeins þremur mótum er ólokið í
heimsmeistaramótinu. Annað þeirra
verður í Japan um miðjan október,
hitt í lok október á Spáni. Keppnin
á Nurburgring er því geysilega' mikil-
væg fyrir bæði Villeneuve og Schum-
acher. Um tíma gekk hvorki né rak
hjá Williams og Villeneuve, en liðið
hefur nú náð áttum á ný. Þá eru
bæði Villeneuve og Frentzen famir
að hlusta meira á ráðleggingar
Patrick Head, liðsstjóra. í byijun
keppnistímabilsins vildu þeir meira
fara sínar eigin leiðir. Segir sagan
reyndar að ekki sé sérlega hlýtt milli
Head og Villeneuve.
Schumacher aftur á móti hefur
gjörbreytt gengi Ferrari. Liðið, með
Frakkann Jean Todt við stjómvöl-
inn, hefur náð mun betri árangri
en það gerði ráð fyrir á þessu tíma-
bili. Setja átti allt á oddinn fyrir
næsta ár. En núna munu ítalirnir
gera allt til að halda forystu í keppni
ökumanna, eftir að hafa tapað for-
ystu í keppni bílahönnuða um síð-
ustu helgi, þegar Williams náði for-
ystu með fyrsta sæti Villeneuve og
þriðja sæti Frentzen.
Schumacher hefur unnið þijá
sigra á árinu á móti sex sigmm
Villeneuve, en Þjóðveijinn hefur
hinsvegar verið duglegri að skila sér
í mark í einu af sex efstu sætunum
sem gefa stig. Schumacher hefur
þrisvar verið í öðru sæti, tvisvar í
fjórða sæti, einu sinni fimmta og
tvisvar sjötta. Hann átti góða mögu-
leika á verðlaunasæti í síðustu
keppni, en gleymdi sér í baráttunni
við Frentzen, sá ekki gul viðvömn-
arflögg og þurfti að taka út 10 sek-
úndna refsingu á viðgerðarsvæðinu.
Hrapaði í sjötta sæti, tapaði hálfri
mínútu á þessu atviki, en varð samt
sem áður aðeins 34 sekúndum á
eftir Villeneuve sem vann. Stal síð-
asta stiginu af heimsmeistaranum
Damon Hill á lokasprettinum á
Zeltweg brautinni, með fra-
múrakstri í krappri beygju í síðasta
hring.
Að sigra eða tapa
Villeneuve virðist aka með það
að leiðarljósi að vinna eða tapa.
Utan þeirra sex sigra sem hann
hefur unnið, þá hefur hann einu
sinni orðið í fjórða sæti og tvívegis
í því fimmta. Hann hefur í þeim
fjórtán mótum sem búin em átta
sinnum náð besta tíma í tímatökum
og þar með verið fremstur á rásl-
ínu. Það gæti skipt sköpum í keppn-
inni í dag, hvernig árangur hefur
náðst í tímatökum. Síðast var
Schumacher aðeins níundi og hefur
reyndar aðeins tvívegis náð besta
tíma í tímatökum á árinu.
Staðan
Staðan í stigakeppninni til
heimsmeistara í Formula 1
kappakstrinum fyrir keppnina
í dag.
Mikael Schumacher, Ferrari........68
Jacques Villeneuve, Williams......67
Heinz Harald Frentzen, Williams ....31
David Coulthard, McLaren..........30
Jean Alesi, Benetton..............28
Gerhard Berger, Benetton.........21
Giancario Fisichella, Jordan......20