Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 18
LISTIR
„Gunna, Gunna,
farðumeð
sjálfa þig heim“
Bækur
Saí nrit
ÍSLENSKAR KVENNA-
RANNSÓKNIR
Erindi flutt á ráðstefnu um íslenskar
kvennarannsóknir sem haldin var á
vegum Rannsóknastofu i kvenna-
fræðum við Háskóla íslands í Há-
skóla íslands, Odda, 20. til 22. októ-
ber 1995. Ritstjórar eru Helga Kress
og Rannveig Traustadóttir. Háskóli
Islands, Rannsóknastofa í kvenna-
fræðum. Reykjavík 1997.319 bls.
stæða veru, án þess þó að hún
þyki rísa undir hinu viðtekna
kvenlega nafni sem eiginkona,
húsmóðir, móðir, ástkona, kyn-
vera.
Konan er sögð frá a til ö; í
áfengismeðferð, kynferði og
MINNISVARÐI eftir Wilhelm Freddie, 1941.
menntun, foreldrahlutverki og
kynjamismunun, mæðrahyggju,
ríkisfemínisma, launamun og
hrottalegasta formi kvennakúgun-
ar, kynferðislegu ofbeldi.
En konan guð fær líka málið. í
erindi séra Auðar Eir Vilhjálms-
dóttur vísar hún í ákall Guðs til
Móse í Exódus, um að fara með
fólkið. Kvennakirkjan biður Miij-
am systur Móse að leiða fólkið og
við megum syngja „um sjálfar
okkur, um brottförina heim til
sjálfra okkar, brottförina frá firr-
ingunni og óttanum, einmanaleik-
anum og samviskubitinu, röngum
hugmyndum um hveijar við
erum...“
„Gunna, Gunna, farðu með
sjálfa þig núna, Gunna, Gunna,
farðu með sjálfa þig heim.“ (220)
Helga Einarsdóttir
HAUSTIÐ 1995 voru liðin tíu
ár frá því fyrsta ráðstefnan um
íslenskar kvennarannsóknir var
haldin við Háskóla íslands. Erindi
ráðstefnunnar árið 1985 voru
gefin út á bók og árið 1995 var
haldin ráðstefna öðru sinni til
þess að sýna „breidd, fjölbreytni
og grósku í íslenskum kvenna-
rannsóknum“.
Markmiðið er einnig að gera
viðfangsefni rannsóknarkvenna
sýnilegri sem fylgt er enn betur
eftir nú með safnriti erindanna
32.
í stuttu máli er líka óhætt að
segja að bókin sé handa öllum,
alls staðar, við öll tækifæri, allt-
af, það er að segja þar til næsta
samantekt lítur dagsins ljós.
Greinarnar mynda ekki fræði-
lega heild að öðru leyti en því að
tengjast kvenna- og kynferðis-
rannsóknum og skiptast í sjö efn-
isflokka, það er ævi og ímyndir,
texta og tungumál, sögu og sam-
félag, menntun og uppeldi, konur
og kirkju, kynferði og ofbeldi og
kvennabaráttu og kvenréttindi.
Sigríður Dúna Kristmundsdótt-
ir mannfræðingur og dósent við
Háskóla íslands fjallar í erindi
sínu um ævi konu og sannleikann
i fræðunum um lífshlaup Bjargar
C. Þorlákson, sem var fyrst ís-
lenskra kvenna til að ljúka dokt-
orsprófi, nánar tiltekið hinn 17.
júní 1926, og fyrst norrænna
manna til þess að verja doktorsrit-
gerð við Sorbonne.
Sigríður Dúna skoðar sjálf-
sævisögulega rödd Bjargar sjálfr-
ar í verkum sínum, raddir þeirra
sem segja frá ævi hennar og sjálf-
sævisögulega rödd ævisöguritar-
ans út frá kvennafræðilegri ævi-
söguritun og mannfræði.
„Verður ævisöguritarinn hér
að velja og hafna og ákveða sjálf
hvaða raddir beri sérstaklega að
skoða.“ (17) Hugmyndin um „ævi
konu og sannleikann" yfirfærist
óhjákvæmilega á konuna, lesand-
ann, að hún geti ritað sína ævi-
sögu, jafnóðum, í takti við sína
eigin rödd og ef vill, í trássi við
þær sem glymja úr umhverfinu,
og eiga að vera um hana.
í safnritinu hljóma margvísleg-
ar raddir kvenna; skáldkonunnar
sem ekki var send í skóla, heldur
hjónaband, stúlkunnar sem ekki
mátti læra að skrifa og hnuplaði
blöðum með stöfum á, páraði í
snjó, á svell, moldarflag eða fjalir
úti í fjósi.
Konan kemur úr ýmsum áttum,
í ýmsum myndum; sú skugga-
sækna er á sínum stað, sem og
hin íróníska, tröllaukna og óbeisl-
aða, ofurmóðirin auðvitað og jafn-
framt hin hungraða og svelta.
Ekkjan, valkyrjan og ambáttin.
Þá lifnar við fatlaða konan,
holdtekning staðlaðra hugmynda
um konuna sem hjálparvana,
barnalega, ósjálfbjarga og ósjálf-
1200 Mb harðdiskur
Áttahraða geisladrif
16 bita tvíóma hljóð
Tvær 7" PCI-raufar
Localtalk
Verð með 15” Apple-skjá frá
120.402,- kr. stgr. án.vsk.
149.900,
kr.stgr.imsk.
Apple Power Macintosh 4400-tölvumar eru nú á sérlega hagstæðu
tílboðsverði. Þær geta nánast allt... nema hella upp á kafflö*
Apple-umboðið
Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111
Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is
MffS