Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SNYRTISTOFAN GUERLAIN REYKJAVÍR /VWIE__IO <6/•//?)/// Laugavegi 4, sími 551 4473 Jæja lubbarnir mínir er sumarfríið búið. Ég hef störf á Hár Kúltúra þann 3. október. Hlakka til að sjá ykkur. Mjöll Daníelsdóttir BUIÐ OG STARFIÐ í BANDARÍKJUNUM 55.000 innflytjendaóritanir (Green Card) eru í boSi í nýju Ríkishappdrætti "U.S. Government Lottery". Opinbert happdrætti, ókeypis þóttaka. LOKAFRESTUR: 14. NOVEMBER 1997 Upplýsingar: Sendið einungis póstkort með eigin nafni og heimilisfangi til: 4200 WISCONSIN AVENUE N.W. WASHINGTON, D.C. - 20016 U.S.A. FAX 00 1 202 298-5601 - Sími 00 1 202 298-5600 NATION mWf VISA SERVICE 01997 IMMIGRATION SERVICES www.nationalvisacenter.com HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ 7P Viltu auka afköst í starfi með margföldun á lestrarhraða? ^ Viltu bjarga næstu prófum með glæsibrag? ^ Viltu njóta þess að lesa mikið af góðtnn bókum? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestramámskeið sem hefst þriðjudaginn 30. september. Skráning er í síma 564-2100. HRAÐL£SnTRARSKÖLJIN3N KORG i5S hljómtoorö Stórskemmtilegt heimilishljóðfieri d kr. 99.800.00 Ogþað er bara eitt ofmörgum góðumfrd KORG FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Gunnar Hersveinn heimspekingur hlustar á Bob Dylan á plötunni Time Out of Mind sem kemur út á þriðjudaginn. ★★★★ Skarpur Dylan BOB með kvikasilfur á strengjum. Dylan í vöru- skemmunni og skuggamynd- ir leika um nakta veggina. Rúss- nesk ljósapera í loftinu. Hljóðfæra- leikarar smella fmgrum - og fótum í grálakkað gólfíð. Tíminn handan hugans. Bob Dylan árið 1997 í 72 mínútur. 1. Love Sick: Orgel reikar um dauðar götur. Skuggar í gluggum, þreyttir á ástinni en bundnir henni. Lagið líkist svarthvítri kvikmynd. Röddin er hol og líkt og hrár tónn- inn þrammi um yfirgefínn bæ. 2. Dirt Road Blues: Orgelið líflegra og heldur áfram veginn. Skuggarnir fylgja í humátt á eftir blústónum hljóðfæranna. Rykið þyrlast upp en það gerir ekkert til. yfir vöruskemmunni. Ógnin bylur. 7. Not Dark Yet: Bið eftir flóttann og tíminn hverfur á braut. Allt tórir og allir eru eirðarlausir. Hljómur- inn rólegur en byrðin sem mennirn- ir bera þung. 8. Cold Irons Bound: Glymur í járnplötum undan bassanum. Uti nístandi vindur, en ryðið vinnur ekki á öllu. Viskí á járnköldum raddböndum söngvarans. Tónlistin á plötunni er nakin, hún er blússlegin tilfínning og hugsun mannsins í skuggadalnum. Þjáning- in vefst ekki fyrir honum, ástin ger- ir það. Og loks opinberast draumur- inn í lykillaginu nr. 9 en svo aftur sem undirtónn. 9. Make You Feel My Love: Söngvarinn flýgur um loftin á 3. Standing in the Doorway: Staldrað við og fylgst með draug- um ástarinnar eigra um, og söngvarinn grætur í dyragættinni. Hjartað vill ekki hætta að slá og orgelið spinnur tónana og gítarinn snöktir. 4. Million Miles: Ösléttur hljómur, ósléttur vegur og vegfarandinn reynir að brjóta hlekkina sem hann dregur á eftir sér en er alltaf jafn- langt frá frelsinu. Hrár blús til að hugga og verða huggaður. Það er rauður þráður í plötunni og lög og texti ofín saman, ekki eins og persneskt teppi heldur strigi. Það er angur í röddinni, en hún er ekki angurvær heldur grófgerð. Dylan er í vöruskemmunni heima hjá sér. Ekkert plast, heldur járn- klæddur viður. Afram í væg kafla- skipti: 5. Tryin’ to Get to Heaven: Gengið í neindinni, þurfti að skilja við ást- ina áður en himnadyrunum yrði lok- að. Speki á hvolfí: Sá sem telur sig hafa tapað öllu, uppgötvar að hann getur alltaf misst meira. Takturinn sleginn í rólegheitunum. 6. ‘Till I Fell in Love with You: Þungur blús, engin mýkt leyfð, að- eins skarpir hljómar. Húsin brenna en eitthvað órætt heldur hlífískildi píanóinu og rödd berst af fjallinu. Huggarinn vill leggja allt í sölurnar og ausa úr brunni ástarinnar. Sálmurinn er um drauminn, skilyrðis- lausa ást elskhugans, guðs utan tímans. 10. Can’t Wait: Lendir aftur á grá- sprengdu gólfinu. Röddin er hrjúf og tónarnir þyngjast. Efast úm að hann geti beðið lengur. Lok tímans eru hafín og aðeins ein hugsun lifir í kirkjugarði hugans - um ást handan tímans. 11. Highlands: Hringl í glerglösum, gítartónar og hjartað á hálendinu, en lífið eins og skuggi á hellisveggj- um. Sólarglæta, en fátt við því að segja. Hann er týndur einhvers staðar en vonar að hjartað rati á réttan stað. Hugurinn utan tímans er á hálendinu og það verður að nægja í bili. Fagmennska - og hljómurinn er málmkenndur. Platan er heilsteypt og er um einstaklinginn gagnvart himni og jörð. Engin blekking, ekk- ert silikon, aðeins þungur silfurgrár málmur sem flýtur í hitanum. Kvika, skinnlaust hold og undiralda. Þannig er Dylan með hljómsveitinni í vöruskemmunni - undir ískyggi- legum himni. Ekkert silikon, aðeins þungur silfurgrár málm- ur sem flýtur í hitanum I iAFNAKFIARDAKl FIKHÚKID HERMÓÐUR OG HÁÐVÖR Leiklistarnámskeið fyrir börn í Hafnarfjarðarleikhúsinu hefjast laugardaginn 4. október. 6-8 ára frá kl. 10.00-11.00 9-10 ára frá kl. 11.30-12.30 11-12 ára frá kl. 13.00-14.00 Leiðbeinandi: Sigurþór Albert Heimisson. Innritun hafin i síma 561 8241 (Sigurþór) eða í leikhúsinu í síma 555 0562. Morgunblaðið/Jón Svavarsson RÖGNVALDUR og Hreinn Laufdal flytja barnalög. Blunda í manni barnalög ►ENGIN venjuleg hljómsveit stytti gestum á Bíóbarnum stundir í gærkvöldi. Þar var dægur- lagapönksveitin Húfan lifandi komin. Flutti hún barnalög á borð við Guttavísur, Ola skans og Jóa útherja í hráum útsetningum. „Eg spila á bassa og syng þegar ég kem því við,“ segir Rögnvaldur „gáfaði" eins og hann segist hafa verið kallaður í mörg ár. Félagi hans í sveitinni er Hreinn Laufdal sem spilar á gítar og syngur. Hvernig er nafnið til komið? „Þetta er bara stutt og þægilegt nafn, sem fer vel í munni,“ segir Rögnvaldur og ómögulegt að greina hvort hann talar í fúlustu alvöru. _____________ Er þetta a 1- vöru pönksveit? „Ég býst við að pönkurum þætti þetta dá- lítið sætt. En þetta er líklega eins pönkað og kassagítar og bassi geta orðið.“ Af hverju barnalög? „Þetta var bara gamall draum- ur,“ segir Rögnvaldur spekings- lega. „Það blunda alltaf í manni barnalögin." Hafið þið verið lengi að? „Við höfum unnið saman í hálft ár og aðallega troðið upp í afmæl- um og öðrum uppákomum. Einnig höfum við spilað á knæpum fyrir norðan." Ætlið þið ykkur að ná langt? „Við ætlum okkur að minnsta kosti að halda áfram á meðan við höfum gaman af þessu. Við vonum bara að aðrir hafi gaman af þessu líka.“ Dægurlaga- pönksveitin Húfan Horfíð fé TÖFRAMAÐURINN David Copperfield töfraði áhorfendur í Moskvu og Pétursborg í Rússlandi fvrr í þessum mán- uði. Mikil aðsókn var að skemmtunum kappans og velta skattayfirvöld í Rúss- landi því nú fyrir sér hvort ágóðinn, um 300 milljónir króna, hafí líka verið töfraðir í burtu. Skatturinn hefur ekkert fengið í sínar hendur og svo virðist sem aðstandendur sýn- ingarinnai' hafi látið sig hverfa með peningana! flísar ÍSSi Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.