Morgunblaðið - 28.09.1997, Side 50

Morgunblaðið - 28.09.1997, Side 50
50 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SNYRTISTOFAN GUERLAIN REYKJAVÍR /VWIE__IO <6/•//?)/// Laugavegi 4, sími 551 4473 Jæja lubbarnir mínir er sumarfríið búið. Ég hef störf á Hár Kúltúra þann 3. október. Hlakka til að sjá ykkur. Mjöll Daníelsdóttir BUIÐ OG STARFIÐ í BANDARÍKJUNUM 55.000 innflytjendaóritanir (Green Card) eru í boSi í nýju Ríkishappdrætti "U.S. Government Lottery". Opinbert happdrætti, ókeypis þóttaka. LOKAFRESTUR: 14. NOVEMBER 1997 Upplýsingar: Sendið einungis póstkort með eigin nafni og heimilisfangi til: 4200 WISCONSIN AVENUE N.W. WASHINGTON, D.C. - 20016 U.S.A. FAX 00 1 202 298-5601 - Sími 00 1 202 298-5600 NATION mWf VISA SERVICE 01997 IMMIGRATION SERVICES www.nationalvisacenter.com HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ 7P Viltu auka afköst í starfi með margföldun á lestrarhraða? ^ Viltu bjarga næstu prófum með glæsibrag? ^ Viltu njóta þess að lesa mikið af góðtnn bókum? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestramámskeið sem hefst þriðjudaginn 30. september. Skráning er í síma 564-2100. HRAÐL£SnTRARSKÖLJIN3N KORG i5S hljómtoorö Stórskemmtilegt heimilishljóðfieri d kr. 99.800.00 Ogþað er bara eitt ofmörgum góðumfrd KORG FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Gunnar Hersveinn heimspekingur hlustar á Bob Dylan á plötunni Time Out of Mind sem kemur út á þriðjudaginn. ★★★★ Skarpur Dylan BOB með kvikasilfur á strengjum. Dylan í vöru- skemmunni og skuggamynd- ir leika um nakta veggina. Rúss- nesk ljósapera í loftinu. Hljóðfæra- leikarar smella fmgrum - og fótum í grálakkað gólfíð. Tíminn handan hugans. Bob Dylan árið 1997 í 72 mínútur. 1. Love Sick: Orgel reikar um dauðar götur. Skuggar í gluggum, þreyttir á ástinni en bundnir henni. Lagið líkist svarthvítri kvikmynd. Röddin er hol og líkt og hrár tónn- inn þrammi um yfirgefínn bæ. 2. Dirt Road Blues: Orgelið líflegra og heldur áfram veginn. Skuggarnir fylgja í humátt á eftir blústónum hljóðfæranna. Rykið þyrlast upp en það gerir ekkert til. yfir vöruskemmunni. Ógnin bylur. 7. Not Dark Yet: Bið eftir flóttann og tíminn hverfur á braut. Allt tórir og allir eru eirðarlausir. Hljómur- inn rólegur en byrðin sem mennirn- ir bera þung. 8. Cold Irons Bound: Glymur í járnplötum undan bassanum. Uti nístandi vindur, en ryðið vinnur ekki á öllu. Viskí á járnköldum raddböndum söngvarans. Tónlistin á plötunni er nakin, hún er blússlegin tilfínning og hugsun mannsins í skuggadalnum. Þjáning- in vefst ekki fyrir honum, ástin ger- ir það. Og loks opinberast draumur- inn í lykillaginu nr. 9 en svo aftur sem undirtónn. 9. Make You Feel My Love: Söngvarinn flýgur um loftin á 3. Standing in the Doorway: Staldrað við og fylgst með draug- um ástarinnar eigra um, og söngvarinn grætur í dyragættinni. Hjartað vill ekki hætta að slá og orgelið spinnur tónana og gítarinn snöktir. 4. Million Miles: Ösléttur hljómur, ósléttur vegur og vegfarandinn reynir að brjóta hlekkina sem hann dregur á eftir sér en er alltaf jafn- langt frá frelsinu. Hrár blús til að hugga og verða huggaður. Það er rauður þráður í plötunni og lög og texti ofín saman, ekki eins og persneskt teppi heldur strigi. Það er angur í röddinni, en hún er ekki angurvær heldur grófgerð. Dylan er í vöruskemmunni heima hjá sér. Ekkert plast, heldur járn- klæddur viður. Afram í væg kafla- skipti: 5. Tryin’ to Get to Heaven: Gengið í neindinni, þurfti að skilja við ást- ina áður en himnadyrunum yrði lok- að. Speki á hvolfí: Sá sem telur sig hafa tapað öllu, uppgötvar að hann getur alltaf misst meira. Takturinn sleginn í rólegheitunum. 6. ‘Till I Fell in Love with You: Þungur blús, engin mýkt leyfð, að- eins skarpir hljómar. Húsin brenna en eitthvað órætt heldur hlífískildi píanóinu og rödd berst af fjallinu. Huggarinn vill leggja allt í sölurnar og ausa úr brunni ástarinnar. Sálmurinn er um drauminn, skilyrðis- lausa ást elskhugans, guðs utan tímans. 10. Can’t Wait: Lendir aftur á grá- sprengdu gólfinu. Röddin er hrjúf og tónarnir þyngjast. Efast úm að hann geti beðið lengur. Lok tímans eru hafín og aðeins ein hugsun lifir í kirkjugarði hugans - um ást handan tímans. 11. Highlands: Hringl í glerglösum, gítartónar og hjartað á hálendinu, en lífið eins og skuggi á hellisveggj- um. Sólarglæta, en fátt við því að segja. Hann er týndur einhvers staðar en vonar að hjartað rati á réttan stað. Hugurinn utan tímans er á hálendinu og það verður að nægja í bili. Fagmennska - og hljómurinn er málmkenndur. Platan er heilsteypt og er um einstaklinginn gagnvart himni og jörð. Engin blekking, ekk- ert silikon, aðeins þungur silfurgrár málmur sem flýtur í hitanum. Kvika, skinnlaust hold og undiralda. Þannig er Dylan með hljómsveitinni í vöruskemmunni - undir ískyggi- legum himni. Ekkert silikon, aðeins þungur silfurgrár málm- ur sem flýtur í hitanum I iAFNAKFIARDAKl FIKHÚKID HERMÓÐUR OG HÁÐVÖR Leiklistarnámskeið fyrir börn í Hafnarfjarðarleikhúsinu hefjast laugardaginn 4. október. 6-8 ára frá kl. 10.00-11.00 9-10 ára frá kl. 11.30-12.30 11-12 ára frá kl. 13.00-14.00 Leiðbeinandi: Sigurþór Albert Heimisson. Innritun hafin i síma 561 8241 (Sigurþór) eða í leikhúsinu í síma 555 0562. Morgunblaðið/Jón Svavarsson RÖGNVALDUR og Hreinn Laufdal flytja barnalög. Blunda í manni barnalög ►ENGIN venjuleg hljómsveit stytti gestum á Bíóbarnum stundir í gærkvöldi. Þar var dægur- lagapönksveitin Húfan lifandi komin. Flutti hún barnalög á borð við Guttavísur, Ola skans og Jóa útherja í hráum útsetningum. „Eg spila á bassa og syng þegar ég kem því við,“ segir Rögnvaldur „gáfaði" eins og hann segist hafa verið kallaður í mörg ár. Félagi hans í sveitinni er Hreinn Laufdal sem spilar á gítar og syngur. Hvernig er nafnið til komið? „Þetta er bara stutt og þægilegt nafn, sem fer vel í munni,“ segir Rögnvaldur og ómögulegt að greina hvort hann talar í fúlustu alvöru. _____________ Er þetta a 1- vöru pönksveit? „Ég býst við að pönkurum þætti þetta dá- lítið sætt. En þetta er líklega eins pönkað og kassagítar og bassi geta orðið.“ Af hverju barnalög? „Þetta var bara gamall draum- ur,“ segir Rögnvaldur spekings- lega. „Það blunda alltaf í manni barnalögin." Hafið þið verið lengi að? „Við höfum unnið saman í hálft ár og aðallega troðið upp í afmæl- um og öðrum uppákomum. Einnig höfum við spilað á knæpum fyrir norðan." Ætlið þið ykkur að ná langt? „Við ætlum okkur að minnsta kosti að halda áfram á meðan við höfum gaman af þessu. Við vonum bara að aðrir hafi gaman af þessu líka.“ Dægurlaga- pönksveitin Húfan Horfíð fé TÖFRAMAÐURINN David Copperfield töfraði áhorfendur í Moskvu og Pétursborg í Rússlandi fvrr í þessum mán- uði. Mikil aðsókn var að skemmtunum kappans og velta skattayfirvöld í Rúss- landi því nú fyrir sér hvort ágóðinn, um 300 milljónir króna, hafí líka verið töfraðir í burtu. Skatturinn hefur ekkert fengið í sínar hendur og svo virðist sem aðstandendur sýn- ingarinnai' hafi látið sig hverfa með peningana! flísar ÍSSi Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.