Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Þó nokkuð hefur gustað um veiðistjóraembættið. Það var flutt norður til Akureyrar og sýndist sitt hverjum um —— ————— —— — ágæti þeirra búferlaflutninga sem leiddu af sér að nýr maður tók við embætti veiðistjóra. A sama tíma hafa ýmsar breytingar verið á döfínni, hlutverk embættisins hefur verið undir smásjá og í endurskoðun. Veiðikorta- ' 7 fyrirkomulagið er eitt sem nefna mætti og um það eru skiptar skoðanir, Asbjörn Dagbjartsson heitir veiði- stjórinn og Guðmundur Guðjónsson hitti hann á skrifstofu embættis veiðistjóra á Akureyri á dögunum. ASBJÓRN er Mý- vetningur, fæddur 15. maí árið 1954. Hann var alinn upp í heimahögunum, í Álftagerði, en í íyllingu tímans fór hann suður og nam líffræði við Há- skóla Islands. Að námi loknu fór hann til starfa við Rannsóknar- stofnun fískiðnaðarins og var síðan útibússtjóri þeirrar stofnunar á Akureyri. Síðan varð hann fram- leiðslustjóri hjá fískvinnslufyrir- tækinu Krossanesi uns það fuðraði upp í frægum stórbruna árið 1989. Eftir það réð Ásbjöm sig sem ráð- gjafí í Malavi á vegum alþjóðasam- taka sem fara fyrir samræmingu á þróunarstarfi í fiskveiðum. Ásbjörn var í Malavi í tæp fjögur ár, en kom heim árið 1994. Veiðikortin stórauka svið veiðistjóra ÁSMUNDUR Dagbjartsson, veiðistjóri. Á meðan hann var ytra var til- kynnt í viðkomandi ráðuneyti, að veiðistjóraembættið skyldi flytjast til Akureyrar. Þáverandi veiðistjóri Páll Hersteinsson og fleiri starfs- menn stofnunarinnar sáu sér ekki fært að flytja norður. Staðan var auglýst skömmu eftir að Ásbjöm kom heim frá Malavi. „Ég verð að segja að það voru meiri viðbrigði að koma aftur heim frá Malavi heldur en að fara út á sínum tíma. Þess vegna var ég ánægður með að moldrokið sem geisaði vegna flutninga embættis- ins var nánast yfirstaðið þegar ég kom heim og sótti um starfið. Tím- inn minn úti var búinn og ég gat ekki gert meira þar. Þetta var eig- inlega staðnað, það sem ég kunni og var að kenna þama var ekki lengur það nýjasta nýtt og tími til kominn að fara heim og hlaða batt- eríin. Ég ákvað að söðla um, að fara aftur í líffræðina og þá kom þetta embætti upp á. Nýju villidýralögin 1994 Það vora miklar breytingar að verða á embættinu þegar umrædd- ir flutningar voru á döfinni. Ás- bjöm segir að áður hafi mátt segja að embættið hafi verið lítið annað en opinber meindýraeyðing, auk þess sem það stóð í áratugi fyrir þjálfun hunda til minkaveiða en til- koma nýju villidýralaganna árið 1994 hafl breytt því öllu. Á báðum sviðum var ríkið þannig í beinni samkeppni við einstaklinga sem margir hverjir höfðu töluverðar tekjur af veiðum og tamningum. „Þeir sem gagnrýndu þetta íyrir- komulag höfðu töluvert til síns máls, en í upphafi og framan af var þetta þó kannski ekki óeðlilegt, því engin þekking var á t.d. minkaveið- um og þær þurfti að læra. í dag era það skotveiðin, útgáfa og sala veiði- korta sem hljóta að teljast stærstu viðfangsefni veiðistjóra, en sala á veiðikortum á m.a. að kosta rann- sóknir á ýmsum stofnum veiðidýra s.s. rjúpu og gæsa,“ segir Ásbjörn. En gluggum aðeins í nýju villidýra- lögin. Þar stendur m.a. í 3. kafla, 3. grein: - Umhverflsráðherra hefur yflr- umsjón með aðgerðum er varða vernd, friðun og veiðar á villtum dýrum. Ráðherra til ráðgjafar við umsjón þessara mála er ráðgjafa- nefnd um villt dýr, sbr. þó 14. gr. að því er varðar hreindýr. Um- hverfísráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn og skal hún skipuð sjö mönnum, einum til- nefndum af Náttúraverndarráði, einum af Búnaðarfélagi Islands, einum af Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, einum af Náttúrufræði- stofnun Islands, einum af Sam- bandi dýravemdunarfélaga ís- lands, einum af Skotveiðifélagi Is- lands og einum af Veiðistjóraemb- ættinu. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Umhverfisráð- herra skipar formann og varafor- mann úr hópi fulltrúa frá stofnun- um umhverfisráðuneytisins. Til- lagna eða umsagnar ráðgjafa- nefndarinnar skal leitað við setn- ingu reglugerða. Og í fjórðu grein þriðja kafla stendur: - Umhverfisráðherra skipar veiðistjóra að fengnum til- lögum ráðgjafanefndar um villt dýr. Veiðistjóri skal vera líffræð- ingur með sérþekkingu sem nýtist honum í starfi. Veiðistjóraembættið hefur um- sjón með og stjóm á þeim aðgerð- um af opinberri hálfu sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og út- breiðslu villtra dýra eða tjón af þeirra völdum, sbr 6. kafla. Á vegum veiðistjóraembættisins skulu stundaðar hagnýtar rann- sóknir á villtum dýrum í samvinnu við Náttúrafræðistofnun íslands eftir því sem um semst milli þess- ara stofnana. Einnig skal höfð sam- vinna um rannsóknir við aðrar stofnanir og einstaklinga eftir því sem þörf krefur . . . Og um veiðikortin stendur í kafla 5: - Allir sem stunda veiðar á villt- um dýram, öðram en rottum og Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson músum, skulu afla sér veiðikorts gegn gjaldi, sbr. 3. mgr. Veiðikort þarf ekki til eggjatöku. Veiðistjóri skal annast útgáfu veiðikorta. Á veiðikorti skal geta nafns handhafa, gildistímabils og þeirra tegunda sem viðkomandi hefur heimild til að veiða. Korthafi skal ætíð bera kort- ið á sér á veiðum. Hann skal fram- vísa því ef óskað er. Korthafi skilar árlega skýrslu um veiðar sínar á gildistíma korts áður en nýtt kort er útgefið . . . Og síðar í sömu grein: - Gjald fýrir veiðikort skal notað til rann- sókna og stýringar á stofnum villtra dýra, auk þess að kosta út- gáfu kortanna. Umhverfisráðherra ákveður gjald fyrir veiðikort og skal það að hámarki nema 1.500 kr. á ári og taka breytingum í sam- ræmi við framfærsluvísitölu, sbr. lög nr. 5/1984. Umhverfisráðherra er heimilt að ákveða í reglugerð um veiðikort að þeir sem stundi veiðar á villtum dýrum skuli hafa lokið sérstöku prófi um villt dýr og umhverfi þeiixa og hæfni til veiða. Minkurinn gjörsigrað okkur Eitt af meginverkefnum Veiði- stjóraembættisins hefur ætíð verið að halda utan um minkaveiðar. Minkur hefur verið veiddur frá 1937 og með óbreyttu álagi sam- kvæmt skýrslum frá 1957 með litl- um eða engum breytingum á vinnubrögðum eða stefnu. „Utkom- an er sú, að minkurinn hefur ger- sigrað okkur. Hann hefur farið hringveginn og stofninn hefur alltaf verið í vexti. Það er aðeins á afmörkuðum svæðum, þar sem miklu er kostað til, að tekist hefur að halda honum í burtu. Það er eig- inlega aðeins einn slíkur staður, Mývatn, og það er kannski vegna þess að staðurinn er óvenjulega hagstæður frá landfræðilegu sjón- armiði til að taka vel á móti öllum nýjum minkum sem hugsa sér að setjast að. Það eru eiginlega eyði- merkur á þrjá vegu og veiðimenn- irnir vita hvar þeir eiga að sitja um dýrin. Hins vegar fýlgir þessu mik- ill kostnaður fyrir sveitarfélögin og spurning hversu lengi þau geta haldið veiðunum úti. Á síðasta ári var kostnaðurinn í Mývatnssveit 600.000 krónur og veiðin 56 mink- ar.“ Hvað myndi gerast ef minka- veiðum yrði hætt á Mývatnssvæð- inu? „Það mætti fyllilega búast við miklum breytingum í formi rösk- unar á fuglastofnum. Mývatns- svæðið er sérstætt, víðfrægt og hefur mikið aðdráttarafl. Það myndi vera í hættu. I ljósi þess að það er vonlaust mál að útrýma mink og menn vilja halda niðri öll- um útgjöldum, þá komum við fyrr eða síðar að þeirri spurningu, hvað viljum við vernda? Hvað kostar að vernda? Mér sýnist að niðurstaðan gæti orðið sú að afmörkuð við- kvæm svæði eins og Breiðafjarðar- svæðið, þ.e.a.s. eyjarnar með alla sína æðardúnsframleiðslu, lax- veiðiár og óvenjulega þétt varp- lönd, yrðu þau svæði sem keppst yrði við að vernda fyrir ágangi minka.“ Refum fjölgar Ásbjöm segir refum hafa fjölgað mjög síðustu tvo áratugina. Stofn- inn hafi þrefaldast á þeim tíma þó svo að veiðar hafi verið svipaðar og áður. „Tilfellið er, að stofninn að- lagast álagi. Frjósemi eykst og færri læður eru geldar. Hvolpar verða fleiri. Þetta eru vel þekkt við- brögð stofns við auknu veiðiálagi. Það gerist alltaf, ef aukinn fjöldi dýra er drepinn, fá önnur aukna möguleika. Veiðin hefur minnkað nokkuð síðustu tvö árin og mesta hættan núna er sú að nýliðun í refa- stofninum aukist í kjölfarið. Það væri í raun stórhættulegt að aflétta snögglega veiðiálagi. Þetta þarf allt að hafa í huga, ekki síst nú þar sem á síðasta ári var verulega hrært upp í ríkjandi fyrirkomulagi með auknum niður- skurði á kostnaði. Nú er aðeins greitt fyrir veidd dýr, en áður gátu refaskyttur fengið ýmsan tilfallandi kostnað greiddan." En hvaða skaða gerir refurinn? „Trúlega gerir hann mestan usla í æðarvörpum. Ef litið er af sann- girni á málið þá er fjöldi lamba sem refurinn drepur hverfandi, t.d. mið- að við hve mörg lömb verða fyrir bílum úti á þjóðvegum. Þó er fátt sem gerir bónda reiðari heldur en það er refur drepur frá honum lamb. En refaveiðar era dæmi um að fjárveitingavaldið hefur misst þol- inmæðina og það skynsamlegasta í stöðunni er að setjast niður og byggja upp raunhæfa stefnu í þess- um málum. Rétt eins og með mink- inn, þá er þetta spurning um hvaða svæði menn vilja verja. Veiðistjóraembættið er farið að taka á þessu máli, líffræðingur á okkar vegum, Brynjólfur Brynjólfs- son, er kominn í verkefni sem styrkt er auk þess af Háskóla ís- lands og Nýsköpunarsjóði. Verk- efnið felst í því að kortleggja æðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.