Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 11
FRÉTTIR
Reglugerð sem skyldar hjólreiðamenn 14 ára og yngri til hjálmanotkunar tók gildi í gær
Morgunbl aðið/Þorkell
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra og börnin setja upp hjálm. „Þetta er ekkert mál,“ sagði Þorsteinn eftir að hann settist á hjól
í fyrsta sinn í 29 ár.
Ráðherrann á hjóli
í fyrsta sinn í 29 ár
REGLUGERÐ sem skyldar alla
hjólreiðamenn yngri en 15 ára að
nota hjálma tók gildi í gær. íslend-
ingar eru fyrstir Evrópuþjóða að
setja slíkar reglur, en Nýja-Sjáland
og nokkur ríki í Bandaríkjunum,
Kanada og Ástralíu hafa þegar
farið þessa leið. Engin viðurlög
verða við brotum gegn reglunum
fyrst um sinn
„Reglugerðin er að vísu tíma-
bundin tilraun og afmörkuð við
þennan hóp, en ég er sannfærður
um að þetta muni að lokum leiða
til almennrar skyldunotkunar
hjálma,“ sagði Þorsteinn Pálsson
dómsmálaráðherra í gær. Hann
vitnaði í Ólaf Ólafsson landlækni
þess efnis að með setningu reglu-
gerðarinnar gætu þeir báðir, ráð-
herrann og landlæknir, látið af
störfum því þeir hefðu látið svo
mikið gott af sér leiða.
Slysavarnafélag íslands ætlar
að he§a áróðursherferð fyrir
hjálmanotkun næsta vor og meðal
annars verður gert myndband til
að sýna rétta notkun þeirra.
Á lyóli í fyrsta
sinn í 29 ár
Mikill krakkaskari á hjólum, og
með hjálm, safnaðist saman fyrir
framan Laugardalshöllina til að
fagna tímamótunum, og til að
njóta veitinga í boði Mjólkursam-
sölunnar. Nokkrir miðaldra ráða-
menn tóku sig til og hjóluðu einn
hring með börnunum áður en þeir
stigu upp í limmósínurnar og óku
á brott.
Þorsteinn Pálsson, sem var að
setjast upp á reiðhjól í fyrsta sinn
í 29 ár, sagði að hjálmurinn myndi
sennilega koma sér að góðum not-
um, en komst þó klakklaust á leið-
arenda. Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri bar sig fagmann-
lega, enda vön hjólreiðum og á
hjálm og notar hann alltaf. Hún
sagðist þó enn eiga eftir að venja
eiginmann sinn á þann góða sið.
Árni Sigfússon borgarfulltrúi var
mannalegastur allra, mættur á eig-
in hjóli að heiman og í hjólreiðaföt-
um og hló að jakkafata- og kápu-
klæddum viðvaningunum.
Lísa Ingadóttir.
Pálmi Hreinsson.
Allir
noti
hjálm!
HVERNIG fáum við börn til
að nota reiðhjólahjálm? Um-
ferðarráð svaraði því á þennan
hátt i gær og óskaði sérstak-
lega eftir að allir hefðu þessar
leiðbeiningar í huga:
• Notum sjálf hjálm þegar við
hjólum.
• Tölum við börnin okkar um
það af hveiju við viljum láta
þau nota hjálm.
•Verðlaunum börnin fyrir að
nota hjálm.
• Leyfum börnunum ekki að
fara út að hjóla nema þau séu
með hjálm.
• Hvetjum vini barnanna okk-
ar til að nota hjálm.
Nær alltaf
með hjálm
LÍSA Ingadóttir, 11 ára, er alltaf
með hjálm. „Ég hef aldrei dottið
á hausinn af hjólinu, en einu sinni
rak ég hausinn í vegg. Þá hefði
ég sjálfsagt meitt mig mikið ef
ég hefði ekki verið með hjálm.“
Henni fannst fullorðna fólkið ekk-
ert hallærislegt með hjálmana.
Pálmi Hreinsson, sem líka er 11
ára sagði að Þorsteinn ráðherra
væri flottur á hjólinu. „Það er
asnalegt að vera ekki með hjálm.“
Pálmi var á hjóli systur sinnar,
því hans eigin hjóli hafði verið
stolið og það eyðilagt. „Ég hef
dottið á hausinn í torfærum og
hefði slasað mig ef ég hefði ekki
verið með hjálm."
„Ertu alltaf með hjálm?“ spurði
blaðamaður.
„Jájá,“ sagði Pálmi.
„Það er nú ekki alveg rétt,“
sagði félagi hans sem stóð við
hliðina á honum.
„Jæja,“ sagði Pálmi, „næstum
því alltaf. Mig klæjar dálítið und-
an honum.“
Hugmyndir Leikfélags Islands og Við Tjörnina um rekstur Iðnó
Húsaskjól fyrir frjálsa leik-
hópa og rekið án styrkja
Kjörnefnd Sjálfstæðis-
flokks vegna prófkjörs
í Reykjavík
Kannað
hvort nöfn-
um skuli
bætt við
KJÖRNEFND vegna prófkjörs
sjálfstæðismanna í Reykjavík síðar
í mánuðinum vegna borgarstjórnar-
kosninga næsta vor situr nú á stöð-
ugum fundum og kannar hvort
bæta skuli við fleiri nöfnum á lista
vegna prófkjörsins. Sextán manns
tilkynntu um framboð sitt í byijun
vikunnar.
Eitt verkefna kjörnefndar er að
kanna hvort bæta skuli við nöfnum
og leita hófanna verði það niður-
staðan. Engin ákvörðun hefur enn
verið tekin en búist er við að nefnd-
in ljúki þessum athugunum sínum
fyrir helgina.
Halda á prófkjörið föstudag og
laugardag 24. og 25. október næst-
komandi.
FYRIR borgarráði Reykjavíkur ligg-
ur nú tillaga um að gengið verði til
samstarfs við Leikfélag Reykjavíkur
og veitingahúsið Við Tjörnina um
rekstur Iðnó með tilteknum skilmál-
um. „Hugmyndin er að þarna verði
leiksýningar, tónleikar og fleira,"
sagði Magnús Geir Þórðarson hjá
Leikfélagi íslands.
Verður þetta þá þriðja atvinnu-
leikhúsið í borginni? „Það er ekki
hugmyndin heldur að þetta sé hús-
næði sem frjálsir atvinnuleikhópar
komast í. Ekki að þetta verði stofn-
un, “ segir Magnús Geir.
Hann segir að félagið vilji leita
eftir samstarfi við sem flesta lista-
menn og sjálfstæða leikhópa sem
ekki hafa átt húsaskjól undir sína
starfsemi. Reynt verði að halda
þannig utan um að verkefni passi
saman og útkoman verði heilsteypt
verkefnaskrá. Einnig segir Magnús
Geir stefnt að því að efna til tónleika-
raða í húsinu í samstarfi við tónlist-
armenn.
Ekki bara léttmeti
í skilmálum Reykjavíkurborgar
kemur fram að rekstraraðilar Iðnó
geti ekki vænst annarra styrkja en
þeirra að fá húsið til afnota en Magn-
ús Geir segir að ekki megi setja
samasemmerki milli léttmetis og
þess að setja upp leiksýningar sem
þurfa að ganga upp fjárhagslega.
Þótt settar verði upp sýningar sem
talið er að fólk vilji sjá þýði það
ekki að menn ætli að varpa listræn-
um metnaði fyrir róða. „Þó að Iðnó
eða Leikfélag íslands fái ekki opin-
bera styrki er ekki útilokað að hóp-
arnir fái styrki vegna sinna sýn-
inga,“ segir hann ennfremur.
Viðræður borgarinnar og Leikfé-
lags íslands um Iðnó hafa staðið
yfir í nokkra mánuði og Magnús
Geir segir að unnið hafi verið að
ýmsum öðrum hugmyndum og velt
vöngum yfir verkefnavali. Hann vill
hins vegar ekkert upplýsa í því efni
fyrr en eftir að málið er í höfn og
afgreiðslu borgaryfirvalda lokið. Að
því búnu verði allt sett á fullt við
að útbúa verkefnaskrá. Hins vegar
segir hann ekki ólíklegt að fyrsta
verkefnið í húsinu verði á vegum
Leikfélags Reykjavíkur í tengslum
við aldarafmæli þess.
Við Tjörnina áfram
Jóhann Helgi Jóhannesson hjá
veitingahúsinu Við Tjörnina segir
enn ýmislegt ófrágengið varðandi
fyrirkomulag á veitingarekstri í Iðnó
enda séu samningar ekki í höfn og
það hafi fyrst í fyrradag orðið lík-
legt að þetta tækifæri mundi gef-
ast. Hann segir stefnt að því að
hafa opið veitingahús í Iðnó á hverj-
um degi, jafnvel verði veitingastaður
á efri hæðinni þar sem boðið yrði
upp á veitingar og jafnvel seldur
matur með sumum leiksýningum.
Meðal þess sem er óljóst er hvort
um daglegan kaffihúsarekstur verð-
ur að ræða.
Við Tjömina verður þó rekinn
áfram, segir Jóhann. „Það er spurn-
ing hvort það er ekki markaður fyr-
ir okkur á tveimur stöðum,“ segir
Jóhann Helgi aðspurður hvort veit-
ingahúsið verði þá ekki sinn eiginn
keppinautur. Hins vegar áréttar
hann að reksturinn í Iðnó muni aðal-
lega verða í tengslum við lista- og
menningaruppákomur í húsinu.