Morgunblaðið - 02.10.1997, Side 13
INTERNATWNAL SNAKESHOW
Hægtað
eflaog
bæta villta
laxastofna
Miðaverð
Fullorðnir kr. 700
Ellilífeyrisþegar og
námsmenn kr. 600
Börn kr. 500
TILBOÐ FYRIR HÓPA
I fyrsta skipti í Evrópu
Upplýsingar gefur Gula iínan sími 5808000
kjarni málsins!
Orri Vigfússon
NORÐUR-Atlantshafslaxasjóður-
inn, NASF, undirbýr nú ráðstefnu
sem haldin verður hér á landi 26.
október næstkomandi. Yfirskrift
ráðstefnunnar verður „íslenskar
laxveiðiár í brennidepli" og verða
þeir Steinar J. Lúðvíksson og Stefán
Jón Hafstein ráðstefnustjórar.
Orri Vigfússon formaður NASF
sagði í samtali við blaðið að hann
legði áherslu á að fá allmarga fyrir-
lesara, en hver þeirra myndi aðeins
halda stutta tölu, eða um fimm
mínútna. „Reglulega verður hlé á
mælendaskránni til þess að ráð-
stefnugestir geti borið fram fyrir-
spurnir og rætt þau mál sem fram
hafa komið hveiju sinni,“ segir
Orri. En hvetjir munu stíga í pontu
og um hvað verður talað?
„Það er dálítið erfitt fyrir mig
að fara út í smáatriði í þeim efnum,
því öll kurl eru ekki komin til graf-
ar og ég er enn að ræða við menn
og skipuleggja dagskrána. En í
stuttu máli verð ég með fulltrúa
úr röðum landeigenda, fiskifræð-
inga, leigutaka og fleiri aðila sem
að þessum málum koma. Eg get
nefnt sem dæmi að á dagskrá er
að Ásgeir Heiðar leigutaki Laxár í
Kjós ræði um netauppkaupin í
Faxaflóa, talsmaður frá SVFR ræði
um 5 ára áætlun um Norðurá,
Þröstur Elliðason leigutaki Ytri-
Rangár ræði um gönguseiðaslepp-
ingar, einhver frá leigutökum
Blöndu tali um hina nýju og tæru
Blöndu og Ingvi Hrafn Jónsson
leigutaki Langár ræði nýtt veiði-
skipulag í ánni.
Þá er á dagskrá að einhver frá
borgarverkfræðingi segi frá gangi
mála í vistfræðirannsóknum sem
eiga að vera byijaðar í Elliðaánum,
Pétur Pétursson leigutaki Vatns-
dalsár tali um veiða-sleppa fyrir-
komulagið, Vífil Oddsson stjórnar-
formaður Veiðimálastofnunar ræði
um nýja verkefnaáætlun stofnunar-
innar, Vigfús Jóhannsson hjá Stofn-
fiski segi frá samskiptum við fisk-
eldi, talsmaður frá Landsvirkjun
segi frá nýrri umhverfisstefnu fyrir-
tækisins og Böðvar Sigvaldason
formann LS ræði um veiðiþjófnað,"
sagði Orri og bætti því við að hug-
myndin væri að koma sem víðast
við.
„Með því að setja laxveiðiár í
brennidepil vil ég benda á mögu-
leika sem hér gætu verið fyrir
hendi. Laxastofnar erlendis hafa
verið að hrynja, en niðursveiflur hér
á landi eru í litlu samræmi við það.
Með því að ástunda hógværð hefur
tekist að byggja upp fiskistofna við
landið. Loðna í Atlantshafi er í
hámarki, síldarstofnar vaxandi og
þorskstofninn á hraðri uppleið. Er
ekki líka hægt að bæta og efla við-
gang villtra laxastofna með betra
skipulagi?" segir Orri.
5 páskaliljur
kr. 99,-
10 krókusar
kr. 149,
10 túlipanar
kr. 149,
DARGÆLUDYR
„990,-
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
SÍBASTA SýNINGARVlKA
Á SVTÐI: • Meðhöndlun á eiturslöngum • Eiturkirtlar Cobru mjólkaðir • Eitraðir manerófar í JL-HÚSINU Hringbraut 121 Opið daglega ffá 14-20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 13
FRÉTTIR ll, ■ ■ ..... ■■■ ......—