Morgunblaðið - 02.10.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 21
Fangaskóli rek-
inn með sviknu fé
Prodi
varar við
stjórnar-
kreppu
ROMANO Prodi, forsætisráð-
herra Ítalíu, sagði við forystu-
menn ítalskra verkalýðssam-
taka í gær að hætta væri á
stjórnarkreppu í landinu.
„Prodi til-
kynnti form-
lega að
stjórnin væri
í alvarlegri
hættu,“ sagði
Pietro
Larizza, leið-
togi verka-
lýðssamtak-
anna Uil, eftir fundinn með
forsætisráðherranum.
Stjórn Prodis stendur höll-
um fæti vegna þess að
flokkurinn Kommúnísk end-
urreisn hefur neitað að styðja
frumvarp hennar til fjárlaga
næsta árs. Án stuðnings
flokksins hefur stjórnin ekki
meirihluta á þinginu.
Larizza sagði að Prodi hefði
sagt að hann hefði ekki í
hyggju að mynda nýja meiri-
hlutastjórn en hann hefði ekki
sagst ætla að segja af sér.
Bardagar í
Brazzaville
HÖRÐ átök blossuðu upp að
nýju í Brazzaville, höfuðborg
Kongó, I gær eftir að hersveit-
ir Pascals Lissouba forseta
réðust á hermenn sem eru
hollir andstæðingi hans, Den-
is Sassou Nguesso.
Daginn áður höfðu 31 mað-
ur fallið i stórskotaárásum frá
Brazzaville á Kinshasa,
höfuðborg Lýðveldisins
Kongó, sem hét áður Zaire.
Ekki var vitað hveijir gerðu
árásirnar og hvers vegna.
Lyf sem linar
kvef
BANDARÍSKIR vísindamenn,
sem eru að þróa lyf við kvefí,
sögðust í gær hafa reynt lyfið
á mönnum og tilraunirnar
bentu til þess að það gæti linað
kvef, án þess að lækna það.
Dr. Ronald B. Turner, sér-
fræðingur í þessum kvilla við
Læknaháskóla Suður-Karól-
ínu, kvaðst búast við því að
lyfið yrði sett á markað eftir
nokkur ár. Lyfið er kallað IC-
AM-1 og virðist draga úr kvef-
einkennum ef því er úðað í
nefið eftir sýkingu.
Dráp og
vopnahlé í
Alsír
DAGBLÖÐ í Alsír sögðu í gær
að uppreisnarmenn hefðu
skotið sex menn til bana,
þeirra á meðal tvo sjötuga
karla, í Saida-héraði í suð-
vesturhluta landsins. Rót-
tækri hreyfingu múslima,
GIA, var kennt um ódæðið.
Nokkrum klukkustundum
fyrir tilræðið hófst vopnahlé
íslamska frelsishersins (AIS),
sem þykir hófsamari en GIA
og hefur sakað hreyfinguna
um „öfgakennd grimmdar-
verk“ gegn óbreyttum borgur-
um.
Kaupmannahöfn. Morgfunblaöið.
FANGELSISSTJÓRI Vestra-
fangelsis í Kaupmannahöfn
liggur undir grun um að hafa
gefið upp fleiri nemendur en
raun voru í skóla fangelsis-
ins. A þann hátt hefur fengist
hærri styrkur frá borginni til
skólarekstursins en ella. Ekk-
ert bendir til að stjórnin hafi
á þennan hátt auðgast sjálf,
heldur aðeins fengið meiri
peninga í skólann og um leið
getað boðið upp á fleiri nám-
skeið og ráðið fleiri kennara.
í Vestra-fangelsi sitja
margir af harðsvíruðustu
glæpamönnum Dana og þar
eins og annars staðar er föng-
um boðið upp á kennslu. Þeim
er þá í sjálfsvald sett hvort
þeir sitja heldur á skólabekk
eða vinna í fangelsinu. Svo
virðist sem yfirstjórn fangels-
isins hafi ekki verið sátt við
fjöldann og því hefur kennur-
um fangelsisins verið falið að
skrifa fleiri á þátttökulistana
en í raun voru í skólanum.
Til þess hafa þeir jafnvel
fengið nöfn og nafnnúmer
fanga frá fangelsisstjóranum
til að geta fært þá á skólalist-
ana.
Þegar svo sótt hefur verið
um fé til skóians frá bæjaryf-
irvöldum hafa þessir listar
verið notaðir og þannig virð-
ist hafa fengist meira fé en
ella til skólahaldsins. Þessi
tilhögun hefur vakið reiði
ýmissa, þar sem féð er veitt
af fyrirfram gefinni upphæð,
sem skiptist á þá er standa
fyrir námskeiðshaldi af ýmsu
tagi, en ekki reglulegu skóla-
haldi. Á þennan hátt hefur
fangaskólinn því fengið hlut-
fallslega meira fé en aðrir
skólar. Enginn grunur leikur
á um að féð hafi runnið í
vasa neins nema hugsanlega
þeirra kennara, sem hægt var
að ráða út á rýmri fjárráð.
Margir af þeim 20 kennurum,
sem starfa við fangelsið eru
stúdentar, sem fjármagna
eigið nám á þennan hátt.