Morgunblaðið - 02.10.1997, Síða 24
roer AííHO’raO.SíJIKiAGUTMMI'l
24 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997
_________________________________MORGÚNBLÁÐIÐ
ERLEIMT
Zoran Djindjic vikið úr embætti borgarstjóra
Hvatt til daglegra
mótmæla í Belgrad
Belgrad. Reuter.
STJORNARANDSTÖÐUFLOKKAR
í Serbíu hafa hvatt til daglegra
mótmæia í landinu eftir að Zoran
Djindjic, einum af leiðtogum stjórn-
arandstöðunnar, var vikið úr emb-
ætti borgarstjóra Belgrad í fyrradag.
Um 20.000 stuðningsmenn
Djindjic söfnuðust saman í Belgrad
í fyrrakvöld til að mótmæla brott-
vikningunni en hundruð lögreglu-
manna réðust á þá með kylfum til
að stöðva göngu þeirra. Djindjic
hvatti fylgismenn sína til að hefja
dagleg mótmæli í serbnesku höfuð-
borginni eins og síðastliðinn vetur
þegar hundruð þúsunda manna söfn-
uðust saman á götum borgarinnar
á hveijum degi til að krefjast þess
að Slobodan Milosevic, þáverandi
forseti Serbíu, viðurkenndi sigra
stjórnarandstöðunnar í borg-
arstjórnarkosningum í Belgrad og
fleiri serbneskum borgum. Milosevic
neyddist ti! að verða við þeirri kröfu
eftir þriggja mánaða mótmæli og
hann hefur nú tekið við embætti
forseta Júgóslavíu, sambandsríkis
Serbíu og Svartfjallalands.
Hætta á stjórnlagakreppu
Fréttaskýrendur sögðu að frekari
götumótmæli gætu aukið á vanda
Milosevic, sem hefur reynt að
tryggja að sósíalistar haldi völdunum
í Serbíu eftir að hafa ráðið þar lögum
og lofum í hálfa öld. Sósíalistum
tókst þó ekki að fá meirihluta þing-
sætanna í kosningum 21. september
og frambjóðandi þeirra fékk ekki
nógu mikið fylgi til að ná kjöri í
forsetakosningum sem haldnar voru
sama dag. Kosið verður að nýju
milli tveggja efstu frambjóðendanna
á sunnudag en kosningarnar verða
ógildar ef kjörsóknin verður minni
en 50%. Nái forsetaefni sósíalista
ekki kjöri gæti orðið stjórnlaga-
kreppa í landinu.
Milosevic er einnig í vanda vegna
ólgu meðal albanska meirihlutans í
Kosovo-héraði, þar sem námsmenn
hafa sótt í sig veðrið að undanförnu
og boðið sósíalistum birginn. Lög-
reglan beitti táragasi og kylfum til
að kveða niður mótmæli þeirra í
Pristina, höfuðstað héraðsins, í gær.
Þá hefur Milosevic sætt harðri
gagniýni í Svartíjallalandi og búist
er við að andstæðingar hans þar fari
með sigur af hólmi í þing- og forseta-
kosningum í landinu á sunnudag.
Liður í valdabaráttu
Djindjic var vikið frá fyrir atbeina
Vuks Draskovic, leiðtoga Serbnesku
endurreisnarhreyfingarinnar (SPO),
sem myndaði bandalag gegn honum
með sósíalistum og þjóðernissinnum
í Róttæka flokknum í borgarstjórn-
mm.
Turnberry
Mjög vandað amerískt borðstofusett á
góðu verði. Settið kemur frá hinum
margrómaða framleiðanda Broyhill.
Borð, sex stólar, glerskápur og skenkur
af vandaðri gerð.
i Verð kr.
, 223.460,-
...
Wr'i /*
r- fc Éfe 'Mmid
Arlinton Heights
Amerískt hágæða borðstofusett fyrir
vandláta. Settið kemur frá Broyhill eins
og Turnberry.
Borð, sex stólar, glerskápur og skenkur
afvönduðustu gerð.
Verðkr.
418.
Reuter
ZORAN Djindjic, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Serbíu (t.h.),
karpar við lögreglumenn, sem stöðvuðu mótmæli stuðningsmanna
hans í Belgrad eftir að honum var vikið úr embætti borgarstjóra.
inni. Fréttaskýrendur sögðu að at-
lagan að Djindjic væri liður í baráttu
Draskovic fyrir því að verða óum-
deildur leiðtogi stjórnarandstöðunn-
ar.
Draskovic og Djindjic voru banda-
menn í borgarstjórnarkosningunum
í nóvember sl. þegar Zajedno, banda-
lag stjórnarandstöðuflokkanna, bar
sigurorð af sósíalistum. Alltaf hefur
þó verið grunnt á því góða með þeim
og fjandskapur þeirra magnaðist
þegar flokkur Djindjic neitaði að
styðja Draskovic í forsetakosningun-
um. Djindjic og fleiri stjómarand-
stöðuleiðtogar ákváðu að sniðganga
kosningarnar.
Draskovic varð í þriðja sæti í for-
setakosningunum og fékk tæpa
milljón atkvæða.
Jagland sætir
gagnrýni
flokksfélaga
Ósló. Morgunblaðið.
STÓR hluti Óslóardeildar norska
Verkamannaflokksins er ósáttur
við hvernig flokksformaðurinn,
Thorbjorn Jagland forsætisráð-
herra, rak kosningabaráttuna
fyrir nýafstaðnar þingkosningar,
þar sem flokkurinn náði ekki
þeim atkvæðafjölda sem að var
stefnt. Undanfarna viku hafa
Jagland og samheijar hans í
flokksforystunni mátt sæta all-
harðri gagnrýni í flokksdeildum
víða um landið vegna þess hvern-
ig þeir héldu á málum I kosninga-
baráttunni og í kjölfar kosning-
anna.
Dagblaðið Verdens Gang
sagði frá því í fyrradag að Gro
Balas, fyrrverandi borgarstjóm-
arfulltrúi í Ósló, hefði efnt til
uppgjörs við flokksforystuna á
fundi í flokksdeild höfuðborgar-
innar. Aftenposten hefur líka
heimildir fyrir því að gagnrýni
hafí verið höfð i frammi á vinnu-
brögð forsætisráðherrans á fundi
í flokksfélaginu Sosialdemo-
kratisk forening, en það félag
er eldra en Verkamannaflokkur-
inn sjálfur, stofnað 1885.
36,9% takmarkið
vafasamt
Í hveiju gagnrýnin nákvæm-
lega felst er ekki fullljóst af frétt-
um blaðanna, en vitað er að Gro
Balas hafí lagt mest upp úr því
í sinni gagnrýni að yfírlýst mark-
mið Jaglands um að flokkurinn
yrði að ná 36,9% fylgi í kosning-
unum - það sama og í síðustu
kosningum, að öðrum kosti myndi
hann láta stjómartaumana af
hendi.
Einnig hlaut Balas góðar
undirtektir á fundi flokksdeild-
arinnar er hún gagnrýndi hvern-
ig Jagland tók á Framfara-
flokknum í kosningabaráttunni;
hann hefði tekið skakkan pól í
hæðina með því að einbeita sér
að því að gagnrýna stefnu
Framfaraflokksins í efnahags-
málum í stað þess að taka fyrir
stefnu hans í málefnum innflytj-
enda.
Bilun í indversku
gervitungli
Bangalore á Indlandi. Reuter.
FYRSTA indverska gervitunglinu,
sem er að öllu leyti starfhæft, var
skotið á loft á mánudag, en snurða
hljóp á þráðinn í gær er í ljós kom
að sporbraut þess var sporöskju-
laga en ekki hringlaga eins og til
stóð.
Vísindamenn við indversku
geimrannsóknasamtakanna sögðu
ástæðuna vera þá, að bilun hefði
orðið í eldflauginni sem bar gervi-
tunglið á braut. Að öðru leyti hefði
geimskotið verið óaðfinnanlegt. Á
næstu dögum yrði reynt að lag-
færa villuna og koma gervitungl-
inu á fyrirhugaða braut.
Þetta er fjórða geimskotið sem
samtökin standa að, en í fyrstu
þrem báru eldflaugarnar tilrauna-
gervitungl sem voru einungis að
hluta til starfhæf.
Framkvæmdastjóri viðskipta-
sviðs geimrannsóknasamtakanna
sagði í gær að geimskotið sýndi
að Indveijar hefðu að fullu tök á
þeirri tækni er þyrfti til að koma
gervitunglum á braut. Vonast Ind-
veijar til að fá sinn skerf af dijúg-
um heimsmarkaði fyrir geimskot,
og hafa þegar gert samninga um
að koma gervitunglum á spor-
braut. Síðla á næsta ári verður
suður-kóreskt gervitungl flutt,
ásamt indversku, út í geiminn.