Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 27

Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 27 BÓKMENNTIR Ljóöabók JÓHANN VILLÖLLUM í HÚSINU VEL og fleiri sonnettur eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Prentun Grafík hf. Mál og menning 1997 - 39 síður. KRISTJÁN Þórður Hrafnsson hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur, í öðrum skilningi (1989) og Húsin og göturnar (1993). Öll ljóð nýju bókarinnar eru í sonnettuformi, en fyrri ljóð Krist- jáns Þórðar eru undir fijálslegri háttum. Borgin er yrkisefni Kristjáns Þórðar. Hús hennar, götur og fólk eru í hverju ljóði. í einu ljóðanna er ort um ár kreppunnar 1933 og skáld sem þrátt fyrir allt þótti ver- öldin fögur. Þetta skáld er aldrei mjög fjarri Kristjáni Þórði. Og segja má að yngra sáldið telji veröldina fagra þótt varla geti hún alltaf tal- ist töfrandi. Kannski er það ekki beinlínis lyk- ilatriði að vera frumlegur, en ein- hverju þarf að bæta við það sem áður var ort, auka við frá sjálfum sér. Það finnst mér Kristján Þórður gera í þessum geðfelldu ljóðum sem gaman er að lesa þótt ekki væri til annars en reyna að skilja fólk um þrítugt uppalið í Reykjavík, vel máli farið og að því er virðist ágæt- lega lesið. Fyrir þremur árum lítur Reykja- vík þannig út í augum skáldsins, ljóðið nefnir það Reykjavík er ekki bara...: Nokkrar snjóþungar götur sem bílar með erfiði aka, auðnarleg portin og vindbarið Lækjartorg, íbúðarhús þar sem einungis myndbðndin vaka LISTIR REYKJAVIK EREKKI BARA... að enduðu hversdagsins vafstri. Nei, lifandi borg. Þar sem Tómas Guðmunds- son gekk um í ljúfum trega, í Garðastrætinu snillingar þáðu mat, og Halldór Kiljan lét klippa sig vikulega, með kaffi á Skálanum Steinn Steinarr hugsi sat. Og leikhúsin setja upp Sha- kespeare og Bubbi rokkar, og Sigurður Pálsson á bók- menntahátíðum les, James Joyce er þýddur og Þórarinn Eldjárn skokkar, og Þorsteinn Gylfason ræðir um Sókrates. Ekki einungis steypa og malbik og málmur og gler, heldur menning og tunga og þess vegna lifum við hér. Hámenningunni kemur þó Krist- ján Þórður ekki endilega best til skila. Daglegt líf kynslóðar hans verður oft ekki síður trúverðugt: „Sigríður ætlar á eftir í bíó með Kára./ Ólafur hlustar á fréttir af deilum á þingi./ Og Pétur er aleinn að hugsa um hið harm- ræna og sára/ hlut- skipti mannsins. Karl vill að Guðríður hringi.“ Léttúð sonnettuskáldsins Það er í rauninni töluverð léttúð að setja hversdagslífið í Reylqavík í sonnettur. Sonnettuskáld eru yfirleitt meira en háttbundin. Þau eru upphafin og háfleyg, yrkja um hið ósnertanlega: ástir sem ekki verður notið, óumræðilega fegurð náttúrnnar, hið eilífa. Kristján Þórður þarf aftur á móti að koma götum og bakgörðum, ljósaskiltum, pylsum, skinku, pasta og heilhveitisamlokum í ljóð og þeim boðskap að annað líf hefjist þegar fólk kemur heim til sín. Að þessu leyti er hann í nokkurri uppreisn þótt hann standi ekki alveg einn. Og hann leggur líka rækt við annað ljóðform en flest ef ekki öll skáld á svipuðum aldri. Þótt nútímalífið og umhverfíð heilli Kristján Þórð eða kannski Kristján Þórður Hrafnsson megi segja að hann freisti þess ekki að sleppa við það eru honum ljósar hætturnar sem það býður upp á. Þetta kemur m.a. í ljós í íslenski tungu sem fjallar um þá sem fara á mis við tunguna. Þetta er fólkið sem les ekki neitt nema símanúmer og nýjustu tilboð frá veitingastöðum, fregnir af gestum á krám, æsingafréttir og ljósmyndasíður í blöðum ásamt því sem stendur á umbúðum neysluvara og fáeinar línur á sýningartjaldi, svo að gripið sé niður í þessa upptalningu daglega lífsins. Hér er vissulega umhugsunarefni á ferð, en einhvern veginn lætur skáldinu grínið betur og gerir sér það auðvitað ljóst. Gamansemin er ríkur þáttur ljóðanna en skopsæi orð sem lýsir viðleitni ljóðanna þó betur. Ekki skal treganum gleymt. Það er heilmikið af honum í bókinni. Til dæmis í eftirfarandi línum: „Ég þekki hana ekki sem núna um garðshliðið gengur./ Mín gamla vinkona býr ekki hérna lengur." Treganum er þó yfirleitt ýtt til hliðar með því að koma sér upp eilítið kaldranalegu viðhorfi: „Múslí og rúsínum mun út í súrmjólk hrært./ Senn morgnar. Þú veist ei hve fegurð þín getur sært.“ Treginn fær líka á sig aðrar myndir eins og í Samræðum á kaffihúsi: „Hún er ung og vel vaxin og vill láta dást að sér./ Þú veist að við þörfnumst öll annarra, því er nú verr.“ Sé litið á sonnettur sem ljóðrænt hnossgæti þá gætir Kristján Þórður þess að bera ekki of mikið á borð. Jóhann vill öllum í húsinu vel er hófleg bók, sonnetturnar 30 talsins. Þetta er bók sem er líkleg til að fá hljómgrunn hjá mörgum og ekki bara yfirlýstum ljóðavinum. Jóhann Hjálmarsson Vetrarstarf Listaklúbbs- ins að hefjast LISTAKLÚBBUR Leikhúskjall- arans er nú að hefja sitt fjórða starfsár og hefur verið gengið frá dagskránni fram að áramótum. Kvennahljóm- sveitin Ótukt hef- ur vetrarstarf 6. október, síðan verður dagskrá helguð (jóðlist- Machon leikkonan Maehon Ghita N0rby kemur fram ásamt Svend Skipper- tríóinu og franska leik- og söng- konan Machon flytur frönsk al- þýðulög við píanóundirleik Corinne Mamet Machon. I nóvember koma tíu ungra lista- menn frá Belgíu, Hollandi, Þýska- landi og Spáni með sjónhverfinga- leikhús; Söngskólinn í Reykjavík verður með ljóðatónleika í tilefni áttræðisafmælis Jóns Þórarinsson- ar tónskálds; dagskrá verður í tengslum við leikritið „Grandaveg- ur 7“ eftir Vigdísi Grímsdóttur í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmunds- dóttur; leikhópurinn Bandamenn og bandamenn þeirra undir sljóm Sveins Einarssonar leiklesa „Bel- ialsþátt" eftir Sebastian Wild. í desember standa „Fjölnis- menn“ fyrir dagskrá í tUefni full- veldisdagsins 1. desember; þá verð- ur jólabókalestur á aðventu; Vox Feminae, kvennakór undir sljóm Margrétar Pálmadóttiu' flytur jóla- lög og sögur sem helguð em hinni heilögu guðsmóður. i Kwt Sýnd kl. 5 og 9 ÍTHX Digital 11 f ITTTTT11«K1 HJrr TTTl phiimj-L Skilaboð utan úr geimnum! Hver verður fyrstur til að fara? www.$amfllm.ls JODIE FOSTER Matthew McConaughey Gdntact Nýjasta kvikmynd Óskarsverðlauna-hafans og leikstjóra Forrest Gump, Robert Zemeckis, gerð eftir metsölubók Pulitzer-verðlaunahafans Carl Sagan, (Cosmos). ®RNERBROS.^ .SOUTH SIDE AMUSEMENT COMPANY^ .ROBERT ZEMECKIS^ JODIE FOSTER MÁTHW McCONAUGHEY “COmCT" JAMESWOODS jOHN HURT TOM SKERRITL ANGEIÁ BASSETT1AIAN SILVESTRl “SARTHUR SCHMIDT 'tsEDlRD VERREAUXittsíDON BURGESSna h*sCARLSAGAN-AiDRllN SSjOAN BRADSHAW^ IM)A OBST “^stCARL SAGANANN DRUYAN -tótCAESAGAN -^JAMES V, HART.i MICHE GOLDEiERG “íROBERT ZEMECKIS- STEVE STARKEY ^ROBERT ZEMECÖS^ m www.contoct-themovie.com —— KRINGLUB Sýnd kl. 11 ÍTHX Digital BÍm56Öi.B. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í THX Digital nmtrn i» nnnmumm; SAMM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.