Morgunblaðið - 02.10.1997, Síða 36

Morgunblaðið - 02.10.1997, Síða 36
' 36 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Er hægt að skatta burt launamun? Launamunur. Hvers vegna? Hvað er það sem veldur launa- mun? Af hverju vill launagreiðandi borga Jóni hærra kaup en Gunn- ari? Er honum ekkert sárt um aur- ana sína? Hvers vegna fá konur lægri laun en karlar? Unglingar lægri laun en fullorðnir og eldra fólk lægri laun en fólk á miðjum aldri? Hvers vegna eru laun for- stjóra hærri en verkamanna og laun lækna hærri en kennara, sem aftur hafa hærri laun en iðnverkafólk? Hvers vegna er rafiðnaðarmaður með hærri laun en pípari? Flugmað- ur með hærri laun en strætóbíl- stjóri? Hvers vegna eru laun á há- lendinu og í Smugunni hærri en laun í þéttbýli og hvers vegna fær Dísa duglega hærri laun en Lísa lata? Svörin við þessum spurningum eru margþætt. Launamunur getur í sumum þessara tilfella verið nátt- ~r úrulegur en í öðrum tilfellum finnst engin eðlileg skýring. Engin nátt- úruleg skýring er á launamun karla og kvenna. Hann stafar eflaust af fordómum og veikri kröfu um arð- semi. Launagreiðandanum er ekki sárt um aurana enda á hann þá oft ekki sjálfur. (Fé án hirðis.) Hann er því tilbúinn til að greiða lakari karli hærri laun en betri konu. Þetta er angi af stærra vandamáli, sem er misrétti fólks. Tveggja karla eða tveggja kvenna. Ættstór kona í réttum flokki er betur sett en ætt- laus karl utan flokka. Mörg dæmi eru um að hæfari karl fær ekki stöðu heldur sá óhæfari. Þetta er sérstaklega áberandi í ríkisfyrir- tækjum, t.d. bönkunum, enda lítil krafa gerð til arðsemi. Það að ein- blína á og krefjast jafnréttis kynj- anna leiðir athyglina frá hinu raun- verulega vandamáli, sem er jafn- rétti fólks. Að hæfasti einstakling- urinn fái jafnan stöðuna. Launa- munur lækna og kennara og raf- virkja og málmiðnaðarmanna er vegna lögbundins einkaréttar raf- virkja og lækna sem er mjög sterk- ur og hækkar laun þessara stétta. Launamunur flugmanna og strætó- bílstjóra stafar af úreltum verkfalls- rétti, sem gefur þeim stéttum hæstu launin, sem valdið geta mestu tjóni með verkfalli. Það er einkenni á ónáttúrulegum launamun að launa- greiðandi tapar. Hann er að borga of há laun, því hann gæti ráðið ódýrari en jafngóðan starfskraft. Það gerir hann ekki nema hann sé heimskur, óupplýstur eða honum sé alveg sama um afkomu fyrirtæk- isins. Geri ekki kröfu um arðsemi. Náttúrulegur launamunur Annar launamunur getur kallast náttúrulegur. Það þarf að borga fólki fyrir menntun, ábyrgð, dugn- að, snilld, reynslu, vosbúð, fjarvistir að heiman og mikla vinnu. Það færi enginn í langskólanám ef hann nyti þess ekki á einhvern hátt. Annaðhvort í launum, virðingu eða í skemmtilegu starfi (eða námi). Þeir, sem bera raunverulega ábyrgð (sem er nú reyndar nokkuð sjald- gæft hér á landi) og verða að greiða fýrir mistök með því að missa starf- ið eða greiða tjón úr eigin vasa, hljóta að krefjast hærri launa vegna ábyrgðarinnar. Það borgar sig fyrir launagreið- anda að hafa duglegt fólk og snjallt í vinnu og þessvegna vill hann greiða slíku fólki hærri laun en öðru fólki, sem ekki er duglegt eða snjallt. Það þarf að borga hærri laun fyrir sjómennsku og aðra vinnu, sem fylgir vosbúð. Annars fengi sjómaðurinn sér huggulega og hreinlega vinnu. Og það þarf að borga fólki, sem stundar sjó- mennsku, sölumennsku út um heim- inn og störf á hálendinu fyrir fjar- vistir frá fjölskyldu og heimili. Það er miklu elskulegra að eyða kvöld- inu í faðmi fjölskyldunar en einn á róli norður í ballarhafi eða í ókunnri stórborg. Þeir, sem auk þess eru fjarri leikhúsum og skemmtistöðum vegna vinnu sinnar þurfa umbun. Sjómenn geta ekki skroppið í bíó eða á kaffihús til að spjalla við kunningjana. Margt vinstra fólk (og fleiri!) áttar sig ekki fyllilega á náttúruleg- um launamun. Því finnst óeðlilegt Tilraunirtil að jafna laun gegn um skattkerf- ið, segir Pétur Blöndal í þessari fyrri grein af tveimur, eru dæmdar til að mistakast. að fólk sé með mismunandi laun. Allir eigi að hafa svipað mikið fé til ráðstöfunar. Þessi stefna hefur haft gífurleg áhrif. Skattkerfi flestra landa leitast við að jafna kjörin með því að skattleggja hærri launin, breiðu bökin, og laga þann- ig launamunin. Þetta er gert í stór- um stíl í núverandi skattkerfi. Nonni, sem er ómenntaður og vinn- ur eingöngu dagvinnu, hefur 60 þ.kr. á mánuði í laun. Hann greiðir enga skatta en Gunna, sem er lækn- ir með 360 þ.kr. laun á mánuði fyrir gífurlega vinnu greiðir í hvetj- um mánuði kr. 117 þ.kr. til gjald- heimtunnar í tekjuskatt og útsvar. (Bílverð á ári!) Hún heldur eftir 242 þ.kr. af háu laununum sínum. (220 þ.kr. eftir 4% iðgjald í lífeyrissjóð og 1% stéttarfélagsgjald.) Þannig er búið að jafna 6 faldan launamun niður í 4 faldan. Gott mál, segir vinstra fólkið. Að auki nýtur Nonni allskonar bóta frá samfélaginu, sem Gunna fær ekki vegna háu teknanna. Vaxta- bóta, barnabóta, fé- lagslegra íbúða, ódýr- ari lyfja, húsaleigubóta eða námslána o.s.frv. Þannig er Nonni með hærri laun en sýnist. (Illmögulegt er að reikna út launin hans vegna þess hve kerfið er flókið.) Launamun- urinn er því minnkaður enn frekar. Áhrif skattkerfis á launamuninn Hvaða áhrif hefur skattkerfið á launa- muninn? Skoðum hvað laun hafa að segja fyrir launþegann. Lítum t.d. á Gunnu. Hún hefur farið í langt nám (átta ár) og verið launalaus mestan þann tíma. Hún þarf því að hala inn aukalega áttföld árslaun á ævinni. í budduna sína. Auk þess leggur hún á sig vinnu langt fram á kvöld og jafnvel um nætur. Fyrir það vill Gunna líka sjá eitthvað í buddunni sinni. Og það er akkúrat mergur málsins. Gunna hefur eng- an áhuga á þessum 117 þúsund kalli, sem svífur á hvetjum mánuði til gjaldheimtunnar. Hann kemur henni ekkert við. Hún kaupir ekk- ert fyrir hann. Hún lítur eingöngu á þá peninga, sem hún fær útborg- aða. Eftir skatt. Jafnvel eftir greiðslu iðgjalds í lífeyrissjóð og greiðslu félagsgjalds. Það er 220 þúsund kallinn, sem hún getur ráð- stafað. Þeir peningar eiga að greiða launaleysið og miklu vinnuna. Gunna mundi sætta sig við 220 þ.kr. í laun ef hún greiddi enga skatta, iðgjald né félagsgjald. í þessu tilfelli má segja að atvinnu- rekandinn greiði í reynd skattinn fyrir Gunnu. Sama má segja um náttúrulegan launamun, sem stafar af ábyrgð, fjarvistum, óþrifum og erfiði. Kröfum, sem starfið gerir til launþegans. Stundum er það launagreiðanda í hag að greiða hærri laun t.d. vegna dugnaðar. Segjum að Dísa duglega vinni á við bæði Lísu lötu og Lísu lúnu. Launagreiðandanum má vera sama hvort hann ræður Dísu eina og greiðir henni tvöföld laun eða ræður báðar Lísurnar og greiðir þeim einföld laun hvorri. En Lísurnar tvær greiða sama sem engan tekjuskatt, því þær eru með svo lág laun. Hins vegar greið- ir Dísa duglega sem hátekjumanneskja mikinn skatt þannig að hún fær alls ekki sömu laun útgreidd og Lís- urnar til samans. Rík- issjóður tekur góðan skerf af dugnaði Dísu. í þessu tilfelli er það hinn duglegi launa- maður, sem greiðir skattinn. Sama á við um snilld og reynslu. Eiginleika, sem tengjast einstak- lingnum. Þannig greiðir launagreiðandinn í reynd skattinn fyrir launþegann og hinn náttúrulegi launamunur eftir skatt helst nema þegar um einstaklingsbundna eiginleika er að ræða. En sá launamunur vegur lík- lega minna. í þessum hugleiðingum er gengið út frá því að fólk hafi valið sér starf og að fyrirtæki geti valið sér starfsfólk að vild. Hvernig virkar launajafnandi skattkerfi á ónáttúrulegan launamun? T.d. á launamun karla og kvenna eða þann launamun, sem myndast þegar óhæfur stjórnandi er ráðinn vegna ætternis eða pólitískrar afstöðu. Þar sem þeim launamun er ætlað að hygla launþeganum án tillits til kostnaðar launagreiðanda má gera ráð fyrir að séð verði til þess að launþeginn haldi hlut sínum þegar skattkerfið reynir að ná honum nið- ur. Sér í lagi þegar ekki skiptir máli hvað launin eru há. Ónáttúru- legur launamunur er því ónæmur fyrir tilraunum til launajöfnunar. Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú, að launamunur hefur tilhneig- ingu til að haldast eftir skatt og allar tilraunir til að jafna laun með skattkerfi eru dæmdar til að mis- takast. Þessi niðurstaða ætti að leiða hugann að því hvort það flókna tekjuskattskerfi, sem búið er að koma á til þess að jafna laun, sé ekki óþarft og valdi jafnvel miklu tjóni. Um þjóðfélagslegt tjón vegna skattkerfisins ræði ég í næstu grein. Höfundur er alþingismaður. EKKI er ýkja langt síðan menn fóru í ein- hveijum mæli að átta sig á þeim verðmæt- um, sem felast í nátt- úru landsins og ekki síst í ósnortnum víð- ernum hálendisins, sem áður fyrr vöktu kannski fyrst og fremst óhug. Nú er mörgum orðið ljóst, Jb hversu mikilvægt og verðmætt svæði er um að ræða, hvort sem er til vísindarannsókna eða ferðalaga, til orku- vinnslu eða beitar. Og eftir því sem skilningur og áhugi eykst þeim mun ljósara verður hversu nærri þessari auðlind við höfum gengið og hversu brýnt er að setja lög og reglur um þetta svæði og umgengni um það. Karlmannleg vinna Samvinnunefnd 13 fulltrúa ' þeirra héraða sem liggja að hálend- inu hefur unnið að skipulagi miðhá- lendis íslands sl. 3 ár. Nefndin skil- aði tillögum og greinargerð í maí si., en frestur til athugasemda renn- ur út 10. október nk. Af því tilefni efndu Félag skipu- lagsfræðinga og Verkfræðistofnun Háskóla íslands til ráðstefnu 20. sept. sl. um framtíðarskipulag mið- hálendis íslands og eiga þakkir skildar fyrir það framtak. Efni hennar væri tilvalin uppistaða í víðtækri umræðu um þetta mikilvæga mál, t.d. í þeim áhrifamikla fjölmiðli sem sjónvarpið er. Engu að síður má gagnrýna uppsetningu ráðstefnunnar og val á frummælendum, þótt um það verði sjálfsagt aldrei allir sammála, svo marga sem málið varðar. En sérstaklega saknaði ég þess, að fijáls félagasamtök á sviði náttúruvemdar skyldu ekki eiga fulltrúa í hópi ræðu- manna, fýrir nú utan það að skipu- leggjendur hefðu mátt hafa jafnrétti kynjanna í huga, en það gerðu þeir augljóslega ekki. Það var hins vegar sannarlega í stíl við skipan sam- vinnunefndarinnar, þar sem sátu 13 karlmannlegir „héraðshöfðingjar og gjörkunnugir málum“, eins og einn ræðumanna orðaði það. V erndarstef nan ekki sem sýnist Nefndin og starfsmenn hennar lögðu sig nokkuð fram um að hafa samráð og leyfa öðrum að fylgjast með, þótt endalaust megi deila um, hvenær nógu langt er gengið í því Við höfum í hendi okkar framtíð ómetan- legrar auðlindar, segir Kristín Halldórsdótt- ir, og hana höfum við aðeins að láni frá afkomendum okkar! efni. Það er t.d. augljóst af nýlegri ályktun Ferðamálaráðs, að fulltrúar ferðaþjónustunnar telja hagsmuni sína fyrir borð borna og óska sér- stakrar frestunar á málinu með til- liti til þess. Eftir þeirri ósk ber að fara, slíkir eru hagsmunir ferða- þjónustunnar í þessu máli. Ýmislegt er við vinnu skipulags- nefndarinnar að athuga, aðdrag- anda hennar, framkvæmd og niður- stöður. Engu að síður er hún verð- mæt og gagnleg, og að grunni til er ég tiltölulega sátt við niðurstöð- urnar að svo miklu leyti sem þær eru ljósar. Greinargerð og gögn eru vissulega upplýsandi, en því miður einnig villandi. Það þarf mikla yfir- legu til að átta sig á hvað kortin sýna í raun og veru, og helst þarf að gjörþekkja aðstæður. Það er slæmt vegna þess að niðurstöðurnar varða ekki bara sérfræðinga, heldur einnig og miklu fremur allan al- menning, sem verður að eiga mögu- leika á að skilja, hvað í þeim felst. Á kortunum er mikið gert úr stærð verndarsvæða, en afskaplega lítið úr notkun lands undir orku- vinnslu og orkuflutning, enda hafa talsmenn orkunýtingar og mann- virkjagerðar brugðist hart við til andmæla og staðhæfa m.a., að 90% svæðisins sé ráðstafað til vemdar. Betur að satt væri, en sú mynd, sem þessi kort gefa, er afar villandi. Stór- ir hlutar svokallaðra vemdarsvæða, sem sýnd eru á kortunum, em t.d. huldir jöklum, og víða eru djúpgræn náttúruverndarsvæði í rauninni sundurskorin háspennulínum með sínum risamöstrum rétt eins og slík mannvirki séu ósýnileg. Verndar- stefnan er því ekki öll sem sýnist. Miðhálendið er sameign Nefndin leggur til, að mörk að- liggjandi sveitarfélaga verði fram- lengd inn á miðhálendið og þeim falin öll stjórnsýsla á svæðinu. Þetta verður að teljast hið mesta óráð. Miðhálendi íslands er með réttu og á að vera sameign íslensku þjóðar- innar rétt eins og hafið í kringum landið. Eðlilegast og réttast væri að draga markalínu milli heimalanda og afrétta, stofna til friðlands á hálendinu og fella það undir sérlög og eina skipulagsstjórn í stað þess að skipta því niður eins og köku- sneiðum milli aðliggjandi sveitarfé- laga. Það breytir ekki því, að sveit- arfélögin geta áfram haft nytjarétt á hálendinu eins og hefðir og venj- ur segja til um, en að sjálfsögðu í fullri sátt við náttúruna og með strangari aðgæslu en hingað til. Þá væri eðlilegt að fela þeim t.d. löggæslu og heilbrigðiseftirlit skv. einhverri svæðaskiptingu. En yfir- stjórn, skipulags- og byggingamál eiga að vera á hendi eins aðila. Það furðulega samkrull, sem felst í tveimur stjórnarfrumvörpum, sem verða væntanlega til meðferðar á nýbyijuðu þingi, annað um þjóð- lendur og hitt um skiptingu miðhá- lendisins milli sveitarfélaga, mun aðeins leiða til óvinafagnaðar. Framtíð ómetanlegrar auðlindar Við stöndum nú frammi fyrir ákveðnum áfangaskilum í þessu mikla hagsmunamáli, og það eru sterk rök fyrir því að flýta sér hægt. Við höfum í höndunum tillögur um megindrætti, en landnýtingar- áform eru í raun að mestu óráðin. Tillaga nefndar og stjórnvalda er að skipta þessu svæði í 40 reiti, sem jafnmargir aðilar fái til um- sýslu, 40 aðilar móti hver með sín- um hætti aðalskipulag og deili- skipulag hver á sínu svæði. Margir telja réttara, að yfirstjórn þessara mála verði á einni hendi. Spjöll af völdum mannvirkja og vegna beislunar náttúrunnar verða aldrei aftur tekin. Skipulag og stjórnun miðhálendisins er stórmál, sem varðar okkur öll, ekki bara náttúrufræðinga, skipulagsfræð- inga, verkfræðinga og stjórnmála- menn. Við höfum í hendi okkar framtíð ómetanlegrar auðlindar, sem við þó höfum aðeins að láni frá afkomend- um okkar. Við megum ekki í skammsýni okkar glutra niður þeim möguleik- um, sem felast í einstæðum víðern- um miðhálendis íslands. Höfundur er þingkona Kvennalistans. Framtíðarskipulag miðhálendis Islands Kristín Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.