Morgunblaðið - 02.10.1997, Side 38

Morgunblaðið - 02.10.1997, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ X. LISTAKOKKAR OG PÁSAMLEGUR MATURI auRi AÐSENDAR GREINAR TilbodsréttiR Baibcquegrilluð Grillaður GRÍSA- LAMBA- LUND VOÐVI meö kaldri grillsósu 03 rauðlauksmarmelaöi AÐENSKR. 1390,- Glóðuð KJÚKLINGA BRINGA meö engifer og hunangi AÐBNS KR. 1390,- meö bakaðri kartöfiu og bernaisesósu AÐEINS KR. 1490,- Hún er engri lík þessi LÚÐU- PIPARSTEIK með hvítlauks- og Pemod-rjóma AÐEINS KR. 1390,- f/nnifúliti í pfiuufreindum rélliun er rjómalötjuS iiH-þfMi.'iíjHi JfíilluH’ijUur suIuIÍmuhiui mj hlnn ómóUtltxáilaji óJnu'á eflir. | Tilboð öll kvöld POTTURINN ! um helgar. OG PflNI Bamamatseðill fyrir smáfólkið! c/. BRflUTRRHOLTI 22 SÍMI551-1690 Stjórntækniskóli Islands Bíldshöfða 18 • Sími 5671466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækmiskóli íslands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðs- fræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Sölustjórnun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjórnun. Stjórnun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætlanagerð. Viðskiptasiðferði. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið." Elísabet Ólafsdóttir, Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tví- mælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags-, og/ eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja." Hendricus Bjarnason, Skýrr Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. Blab allra landsmanna! - kjarni máhinv! Alþjóðleg staða Atlantshafslaxins NÚ ER lokið veiðisumrinu 1997 og brátt liggja fyrir niðurstöður úr laxveiðiám landsins. Miðað við batnandi árferði til lands og sjávar og aukningu í framleiðslu í fersku vatni voru flestir sérfræðingar þeirrar skoðunar að íslenskar lax- veiðiár mundu ná sér upp úr þeirri lægð sem þær hafa verið í í all- mörg ár. Endanleg uppkaup á laxa- lögnum á Vesturlandi í byijun sum- ars drógu ekki úr þessum vænting- um. Niðurstöður munu sennilega gefa til kynna að nokkur bati hafi orðið frá fyrra ári en þó ekki í samræmi við væntingar sérfræðinga jafnt sem áreigenda og stangaveiði- manna. Á undanförnum árum hefur verið unnið mikilvægt rannsóknarstarf varðandi framleiðslu á laxi í fersku vatni og talin hafa verið gönguseiði í lykilám í mörgum landshlutum. Lítil framleiðsla á seiðum í fersku vatni er að jafnaði allgóð vísbending um rýra eftirtekju síðar á lífsferli laxins en þó hefur legið fyrir að sveiflur í afkomu laxins í hafinu eru sennilega margfaldar á við sveiflur í fersku vatni. Hins vegar hefur vantað skýringar á eðli þeirra þátta sem mest áhrif hafa á afkomu laxa í sjó. Nýlega var haldinn alþjóðafund- ur um stöðu Atlantshafslaxins í Galway á írlandi. Aðstandendur fundarins voru hagsmunasamtök um velferð Atlantshafslaxins beggja vegna Atlantshafsins, Atl- antic Salmon Federation (ASF) í Norður-Ameríku og Atlantic Salm- on Trust (AST) á Bretlandseyjum, en slíkir fundir hafa verið haldnir á um það bil 5 ára fresti allt frá 1973. Áhrifaþættir Á fundinum komu fram áhyggjur vegna þeirrar lægðar sem laxa- stofnar í flestum löndum hafa verið í. Flutt voru erindi um þá þætti, sem sennilega hafa mest áhrif á afkomu laxins, bæði í ferskvatni og sjó. Eft- irfarandi þættir eru taldir mikilvægastir: • Mengun, súrt regn, skógarhögg og lan- deyðing, sem valda verulegum búsifjum í þéttbýlli löndum á hveiju ári. • Skortur á hrygn- ingarfiski vegna of- veiði einstakra stofna, einkum þar sem sjáv- arveiði er stunduð. • Rýrari skilyrði fyrir lax í sjó vegna lægra ^rn; hitastigs í norðanverðu ísaksson Atlantshafi. • Samkeppni um fæðu við veiðar mannsins og aðrar lífverur hafsins. • Óheft fjölgun sela og hvala í Norður-Atlantshafi, sem haft geta óþekkt áhrif á nytjastofna. Aðstæður til laxarækt- unar í ám, segir Arni Isaksson, hafa verið betri hér en annars staðar, vegna banns við laxveiðum í sjó. • Aukin notkun flotvarpa til veiða á ýmsum sjávarfiskum, sem leitt gæti til blóraveiði á laxi af ýmsum stærðum. • Óskilgreind áhrif aukinnar fram- leiðslu á eldislaxi í kvíum við strend- ur Atlantshafsins, sem nú er hund- rað sinnum meiri en framleiðsla á Atlantshafslaxi í ám á svæðinu. Áhrifin gætu tengst bæði sjúkdóm- um, vistfræði og erfðafræðilegum þáttum. Eins og þessi upptalning ber með sér eru vandamálin flókin og mis- munandi eftir svæðum og löndum. Hér á landi hefur ástand sem betur 9íatuCver^smar(qiður á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi Kvenfélagið Seltjörn á Seltjarnarnesi stendur fyrir handverksmark- aði laugardaginn 4. okt. frá kl. 10-18. Um 50 aðilar víðs vegar að landinu sýna og selja fjölbreytta og glæsi- lega nytjalist. Börn úr Tónlistarskóla Seltjarnarness spila kl. 13.00. Kvenfélagið verður með kaffi- og vöfflusölu. Nánari uppl. í síma 892 9340. 84% ALOE VERA hand- og líkams- áburðurinn frá JASON á engan sinn líka. Gæðin tandurhrein og ótrúleg. Fæst meðal annars f öllum apótekum á landínu. HEILDARNÆRING SF. sfmar 567 8595 * fer verið þannig að hægt hefur verið að rekja sveiflur í lax- gengd milli ára að mestu leyti til breyti- legra umhverfisskil- yrða með þeirri undan- tekningu að lítið er vit- að um afdrif laxins í hafinu. Einnig hafa aðstæður til ræktunar á ám verið betri hér en annarsstaðar vegna banns við laxveiðum í sjó, eins og árangur í laxarækt í Rangánum ber með sér. Aðgerðir Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni með lækkun á kvótum í úthafsveið- um í samræmi við NASCO samn- inginn og á framtaki Norðuratlants- hafssjóðsins í kaupum og leigu á slíkum kvótum. Hinsvegar var lögð megináhersla á að vinna gegn fækkun Atlantshafslaxins á sem flestum vígstöðvum. Þar voru eftir- talin verkefni talin brýnust: • Endurheimtur á búsvæðum og umbætur á skilyrðum fyrir lax í fersku vatni. • Auknar rannsóknir á laxi í sjó og þeim umhverfisþáttum sem snerta laxgengd. • Auknar rannsóknir á áhrifum laxeldis á villta lax- og silungs- stofna. • Auknar rannsóknir á áhrifum sjávarspendýra á laxastofna. • Stöðvun úthafsveiða á laxi nema innan ramma NASCO samningsins. • Minnkun eða stöðvun á strand- veiðum á laxi, einkum þar sem hætta steðjar að villtum stofnum. • Áframhaldandi samstarf um verndun Atlantshafslaxins á al- þjóðavettvangi. • Fullnægjandi eftirlit með lögum og reglum. • Sleppingar á stangveiddum laxi, þar sem hætta steðjar að stofnum. Áberandi var hversu mikla áherslu fundarmenn lögðu á aukn- ingu rannsókna á iaxi í sjó og sam- spili við aðrar lífverur hafsins, en sá þáttur hefur helst staðið því fyr- ir þrifum að hægt væri að spá óyggjandi fyrir um laxgengd. Vegna kostnaðar við slíkar rann- sóknir var talið eðlilegt að þær færu að verulegu leyti fram sem samstarf milli þjóða. Ljóst er að ýmsar nágrannaþjóð- anna, svo sem Norðmenn og Skot- ar, hafa þegar hafið rannsóknir á laxaseiðum í sjó með hjálp sérútbú- inna flotvarpa. Hér á landi hafa starfsmenn Veiðimálastofnunar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun unnið mikilvægar rannsóknir á fyrstu sjávardögum hafbeitarseiða við Breiðafjörð og hegðun göngu- laxa á sama svæði með notkun mælimerkja. Betur má ef duga skal og auka þarf verulega skilning okk- ar á göngum og hegðun laxins í hafinu með aukningu á þessu sam- starfi auk samstarfs við erlendar stofnanir. Þátttaka laxasérfræð- inga í fjölstofnaverkefnum á vegum Hafrannsóknastofnunar væri mikil- vægur áfangi í þessu máli. Höfundur er veiðimálastjóri. i Olfusi Garöyrkjitfólk ! Stertcar víðiplöntur i pottuwn fyrir haustgróðursetningar. Hagstætt verö. Sími 483 4840

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.