Morgunblaðið - 02.10.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 45
MIMIMIMGAR
GUÐMUNDUR R.
ÞORKELSSON
+ Guðmundur R.
Þorkelsson var
fæddur í Tungu í
Sandgerði hinn 25.
júlí 1925. Hann
andaðist á Land-
spítalanum hinn 24.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Svanhvít
Sigríður Þórarins-
dóttir og Þorkell
Þorkelsson. Guð-
mundur var yngst-
ur í níu barna hópi
en eftirlifandi
bróðir er Jóhann,
búsettur í Sandgerði. Guð-
mundur kvæntist
hinn 1. nóvember
1952 eftirlifandi
eiginkonu sinni,
Helgu Ósk Mar-
geirsdóttur, og eiga
þau eina dóttur,
Hildi. Barnabörnin
eru tvö, Guðmund-
ur Þorkell og Elen-
ora Ósk. Hildur er
í sambúð með Ing-
ólfi Vestmann Ein-
arssyni.
Útför Guðmund-
ar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag
og hefst athöfnin kl. 13.30.
Elsku pabbi og afi, okkur langar
að kveðja þig hér með nokkrum
orðum. Við vitum að þú hefðir ekki
viljað hafa þessi orð of mörg, en
það er af mörgu að taka. Við vorum
þér alltaf allt, litla ijölskyldan þín
og þó að við byggjum nú ekki alltaf
í sama bæjarfélagi þá voruð þið
mamma alltaf jafn dugleg að koma
til okkar þó það væri nú ekki til
annars en að fá að fylgjast með
augasteinunum ykkar beggja,
barnabörnunum, eða þá að þau
komu í „bæinn“ til ykkar í helgar-
heimsókn og þá gátuð þið nú óspart
dekrað við þau svona í rólegheitum.
Ég man hvað þú varst stoltur þegar
þú fékkst hann nafna þinn, það tók
þig langan tíma að átta þig á því
að hann bæri nafnið þitt vegna
þess að þú varst alltaf svo lítillát-
ur. En þegar árin liðu þá kom nú
alltaf hjá þér inn á milli að Guð-
mundur væri nú ansi traust og
gott nafn sem reyndist líka rétt og
þá vissum við líka hug þinn allan.
Síðan þegar hann nafni þinn fékk
svo loksins systur, þá var ekki ann-
að til umræðu hjá honum en að hún
yrði skírð í höfuðið á ömmu og
langömmu, því hann var skírður í
höfuðið á afa og langafa og þá
vorum við komin með litla Mumma
og litlu Oggu eins og við kölluðum
þau svona okkar á milli.
Margs er að minnast elsku pabbi,
og þá kannski sérstaklega uppvaxt-
aráranna minna í Sandgerði. Það
var alveg yndislegt að fá að alast
upp í faðmi ykkar mömmu í Birki-
hlíðinni okkar, sem þið mamma
byggðuð sjálf með góðra manna
hjálp, hlaupandi fijáls i móanum
með frænkum og frændum á stutt-
buxunum með nesti eða í fjörunni
að safna skeljum og steinum eða
bara í fjársjóðsleit, því það var allt-
af hægt að finna eitthvað merkilegt
í fjörunni. Þá voru nú aðrir tímar
og við krakkarnir alveg grunlaus
um hve harður heimur var þarna
einhvers staðar langt í burtu, því
við vorum í okkar verndaða um-
hverfi í litla plássinu okkar við sjó-
inn. En árin hafa liðið og við flutt-
um til Reykjavíkur 1966, en Sand-
gerðisárin geymi ég alltaf í hjarta
mínu og hef reynt að miðla því til
barnanna minna hvað þetta voru
yndisleg og áhyggjulaus ár. Elsku
pabbi, þú áttir við erfið veikindi að
stríða eftir stóra hjartaáfallið þitt
í febrúar 1991. Þú varst ekki sami
maður eftir það, en við vitum að
þú varst áhyggjulaus svo lengi sem
þú hafðir mömmu í augsýn, en best
þótti þér nú að fá að halda í hönd-
ina á henni því þá varstu alveg
öruggur um að hún færi nú ekki
langt og síðast en ekki síst þá þurft-
ir þú alltaf að fá vissu þína um að
„sú litla“ væri komin heim til
mömmu sinnar, þá var allt gott.
Þú kynntist Ingó eftir að þú veikt-
ist en ég man að þegar ég sagði
þér frá honum þá horfðir þú dágóða
stund á mig og sagðir svo mjög
yfirvegaður: „Já, hann er góður
maður,“ og meira þurftir þú ekki
að segja, það var eins og þú þekkt-
ir allt til hans. Við erum þakklát
fyrir að þið mamma fenguð þó þessi
ár saman þó þau yrðu um margt
öðruvísi en við hefðum kosið, en
þú varst samt alltaf hvers manns
hugljúfi og varst hrókur alls fagn-
aðar þrátt fyrir veikindi þín.
Elsku pabbi og afi, nú ertu kom-
inn til mömmu þinnar og pabba sem
voru nú alltaf með þér eftir að þú
veiktist og við vitum að þér líður
vel. Hafðu þökk fyrir allt og allt
og við biðjum góðan guð um styrk
handa mömmu í því tómarúmi sem
nú myndast hjá henni.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
511 bömin þín, svo blundi rótt.
(Matth. Jochumsson)
Þín
Hildur, Guðmundur Þor-
kell og Elenora Ósk.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur-
gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
(5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast send-
ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er iögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
FRÉTTIR
Vann ferð
tilRíó
TÓLF ára stúlka, Edith Oddsteins-
dóttir hreppti 1. vinninginn í Karne-
valleik Banana ehf. og Chiquita.
Mikill fjöldi svarseðla barst Bönun-
um ehf. og var Edith hlutskörpust.
Hlýtur hún í verðlaun ferð til Ríó
eða einhvers annars áfangastaðar
Samvinnuverða Landsýnar að verð-
mæti 230.000 kr.
Eftirtaldir vinningshafar hrepptu
Sony ferðageislaspilara: Markús
Eyþórsson, Björk Högnadóttir, Páll
Sigurður Magnússon, Hulda María
Halldórsdóttir, Eyþór Sigmunds-
son, Jóhann Kristján Halldórsson,
Álfur Birkir Bjarnason, Kjartan
Ársælsson og Linda Gústafsson.
Verkföll og uppsagiiir valda
grunnskólum óbætanlegu tjóni
Á SAMEIGINLEGUM fundi bæjar-
stjórnar Neskaupstaðar og grunn-
skólakennara í Neskaupstað sem
haldinn var 25. september sl. vegna
yfirstandandi kjaradeilu sveitarfé-
laga og stéttarfélaga grunnskóla-
kennara var gerð eftirfarandi sam-
þykkt:
„Fundur bæjarstjórnar Neskaup-
staðar og gi-unnskólakennara í Nes-
kaupstað telur það vera sameiginlegt
verkefni sveitarstjórnarmanna og
grunnskólakennara að tryggja að
góður og öflugur grunnskóli sé í
hveiju sveitarféalgi. Það tekst ekki
nema að innan hans starfi hæft og
vel menntað starfsfólk sem er sátt
við kaup, kjör og starfsaðstæður.
Kjarasamningar kennara verða einn-
ig að taka mið af þeim breytingum
sem lög krefjast á hveijum tíma,
nú til dæmis breytingum sem verða
við einsetningu grunnskólans.
BæjarfuIItrúar og grunnskóla-
kennarar eru sammála um að verk-
föll og uppsagnir kennara valdi
grunnskólum óbætanlegu tjóni og
því verði að grípa til allra tiltækra
ráða til að koma í veg fyrir að til
frekari slíkra aðgerða komi. Þá vill
sameiginlegur fundur bæjarfulltrúa
og grunnskólakennara í Neskaup-
stað benda á að færa megi sterk rök
fyrir því að alvarleg kjaramálaátök
milli sveitarfélaga og kennara hafi
mun skaðlegri áhrif á landsbyggð-
inni en á höfuðborgarsvæðinu.
Fundurinn vill beina þeirri ein-
dregnu áskorun til samninganefnda
sveitarfélaganna og kennarasam-
takanna að nýhafnar viðræður milli<
þeirra verði alvörusamningaviðræð-
ur um nýjan kjarasamning og verði
ekki slitið fyrr en niðurstaða er feng-
Morgunblaðið/Golli
EIGENDUR verslunarinnar þeir Kormákur Geirharðsson og
Skjöldur Sigurjónsson ásamt verslunarstjóranum Ragnari Kjart-
anssyni fyrir framan verslunina að Skólavörðustíg 15.
Flytja á
Skólavörðu-
stíginn
HERRAFATAVERSLUN
Kormáks & Skjaldar hefur
flutt sig um set af Hverfisgötu
26 að Skólavörðustíg 15.
Áfram verður lögð áhersla á
hverskonar fatnað sem karl-
menn þarfnast daglega sem og
fyrir stórhátíðir.
Kaffistofan er á sínum stað
þar sem gestir og gangandi
geta tyllt sér niður.
N orðurlandamót
Visa í skák
ÚRSLITAMÓT í Visa Nordic
Grand Prix skákmótaröðinni hefst
í Reykjavík miðvikudaginn 8. októ-
ber. Keppnin hófst með fyrsta for-
mótinu „Reykjavík Open 1996“. í
kjölfarið fylgdu 4 hliðstæð mót í
Danmörku, Noregi, Svíþjóð og
Færeyjum.
Þrettán norrænir skákmeistarar
tryggðu sér þátttökurétt í lokamót-
inu með frammistöðu sinni í keppn-
inni þar sem besti árangur í alls
þremur mótum af fimm reiknaðist
til stiga. Fjórtánda og lokasætið í
mótinu er boðsæti sem að þessu
sinni gekk til Finnlands svo öll
Norðurlönd ættu þar keppanda.
Með því telst mótið jafnframt
Skákþing Norðurlanda 1997. Mun
sigurvegari mótsins því verða tvö-
faldur meistari, vinna hinn eftir-
sótta NGP-bikarameistaratitil og
hljóta sæmdarheitið skákmeistari
Norðurlanda.
Skáksamband Islands er skipu-
leggjandi mótsins sem fram fer á
Grand Hótel Reykjavík þann
8.-22. október nk. Aðalstyrktar-
aðili mótsins sem og keppninnar í
heild er Visa International. Aðrir
stuðningsaðilar eru Visa ísland og
aðildarbankar/sparisjóðir þess.
Verðlaunasjóðurinn nemur
1.562.000 þar af eru fyrstu verð-
laun 460.000 kr.
Keppendur í mótinu eru eftir-
taldir, skákstig í sviga: Curt Han-
sen stórmeistari, Danmörku
(2600), Jóhann Hjartarson stór-
meistari, íslandi (2605), Hannes
Hlífar Stefánsson stórmeistari, ís-
landi (2545), Tiger Hillarp-Pers-
son, alþjóðlegur meistari, Svíþjóð
(2445), Rune Djurhuus stórmeist-
ari, Noregi (2525), Einar Gausel
stórmeistari, Noregi (2540), Jon-
atan Tisdall stórmeistari, Noregi
(2480), Þröstur Þórhallsson stór-
meistari, íslandi, (2510), Ralf Ake-
son stórmeistari, Svíþjóð (2520),
Helgi Áss Grétarsson stórmeistari,
íslandi (2475), Jonny Hector stór-
meistari, Svíþjóð (2470), Lars
Schandorff stórmeistari, Dan-
mörku (2505), John Arni Nilssen
skákmeistari, Færeyjum (2310) og
Heikki Weterinen stórmeistari,
Finnlandi (2410).
Margeir Pétursson stórmeistari,
sem hefði áunnið sér rétt, (42.50)
féll frá þátttöku í mótinu vegna
anna á öðrum vettvangi. Mótið
telst 10 í styrkleika flokki.
Undirbúningsnefnd mótsins
skipa: Ágúst Sindri Karlsson, for-
seti SÍ, Andri V. Hrólfsson, Askell
Kárason, Ásdís Bragadóttir sem
jafnframt er framkvæmdastjóri.
Aðalskákdómari verður Þráinn
Guðmundsson, aðstoðardómari
Gunnar Björnsson. Frumkvöðull
keppninnar og yfirumsjónarmaður
er Einar S. Einarsson, svæðisfor-
seti FIDE á Norðurlöndum.