Morgunblaðið - 02.10.1997, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÉSfÉ:, J$81i lij&i 1*., Ír .> jm Wl J x f W
F >JM agjjjjL ” 1 jl. Hir -&11P*
* m ! P- t > !
MYNDIN var tekin á 15 ára útskriftarafmælinu og með á myndinni er Hjálmar Ólafsson einn kennara þeirra en hann lést fyrir aldur fram.
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar
Perusalan
HIN árlega perusala Lionsklúbbs
Hafnarfjarðar hefst nú á næstu
dögum. Lionsmenn ganga í
heimahús og bjóða perur og
ágóði af sölunni rennur allur til
líknarmála.
Stærstu verkefni Lionsklúbbs
Hafnarfjarðar hafa á síðustu
árum verið tækjakaup fyrir St.
Jósepsspítala og Sólvang í Hafn-
arfirði. Einnig hefur klúbburinn
styrkt leikskólann á Víðivöllum,
að hefjast
Hörðuvelli, Skálatún, slysavarna-
félögin og sambýlið á Kletta-
hrauni 17, Hafnarfirði. Klúbbur-
inn hefur einnig lagt skólum
bæjarsins lið með Lions Quest
verkefnum, aðstoðað ýmsa ein-
staklinga og lagt áherslu á sjón-
verndarátak.
Félagar í Lionsklúbbi Hafnar-
fjarðar vonast eftir góðum við-
tökum í fjáröflun sinni nú sem
endranær.
Vetrarstarf KFUM
og KFUK að hefjast
NÚ er að heQast vetrarstarf KFUM
og KFUK fyrir böm og unglinga.
Félögin bjóða upp á tómstundastarf
fyrir börn og unglinga í Reykjavík,
Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði,
Keflavík, Vestmannaeyjum, Akur-
eyri og Akranesi. Starfið felst í
vikulegum fundum.
Viðfangsefni eru ólík eftir aldri.
Níu til tólf ára börnum er boðið
upp á leiki úti og inni, söng, marg-
víslega tómstundaiðju, stuttar ferð-
ir og fleira. í unglingastarfinu er
val um mismunandi kosti svo sem
Ten Sign sem leggur áherslu á
skapandi starf, Skógarvini sem
tengjast sumarbúðunum í Vatna-
skógi á sérstakan hátt og unglinga-
deildir þar sem lögð er áhersla á
þroskandi og skapandi viðfangsefni
á léttum nótum. í öllum deildum
er frætt um kristna trú og kenndar
bænir.
Þátttaka í starfí KFUM og KFUK
er ókeypis og leiðtogar í starfi félag-
anna eru flestir sjálfboðaliðar. Fé-
lögin starfa víða í nánu samstarfí
við söfnuði þjóðkirkjunnar.
Gagnfræðing-
ar frá Ingi-
marsskól-
anum 50 ára
GAGNFRÆÐINGAR úr Gagn-
fræðaskóla Reykjavíkur, Ingi-
marsskólanum, sem útskrifuð-
ust vorið 1947, hafa komið sam-
an til að minnast þess á fimm
ára fresti, allar götur síðan
1957.
Nú ætla þau að hittast á föstu-
dagskvöldið, 3. október, á Sex
baujunni, Eiðistorgi 15, ld. 19 til
að minnast þess að það eru 50
ár liðin frá því þau útskrifuðust.
Pjársöfnun
að ljúka
SÖFNUN fyrir fórnarlömb
flóðanna í Tékklandi „Neyðar-
hjálp úr norðri“ lýkur föstu-
daginn 10. október nk. og
verða peningarnir millifærðir
til Tékklands mánudaginn 13.
október.
Á tónleikunum í Háskólabíói
laugardaginn 20. september
söfnuðust 1.081.700 kr. en
bein útgjöld nema um 300.000
kr.
Þeir sem vilja leggja fórn-
arlömbum flóðanna í Tékk-
landi lið fram að því að söfnun-
arreikningi verður lokað er
vinsamlegast bent á reikning
Neyðarhjálpar úr norðri,
tékkareikningur númer 72000
í Búnaðarbanka íslands, aðal-
banka.
Þrjú prests-
embætti laus
BISKUP íslands hefur auglýst
þijú prestsembætti laus til
umsóknar. Þetta eru embætti
sóknarprests í Hallgríms-
prestakalli, Reykjavíkurpróf-
astsdæmi vestra, embætti
sóknarprests í Skálholts-
prestakalli, Árnessprófasts-
dæmi og embætti sóknar-
prests í Skinnastaðaprestakalli
í Þingeyjarprófastsdæmi.
Embættin eru veitt af dóms-
og kirkjumálaráðherra en um-
sóknarfrestur er til 1. nóvem-
ber 1997.
Ársþing Samtaka fámennra skóla
Fulltrúar úr flest-
um landshlutum
ÁRSÞING Samtaka fámennra skóla var hald-
ið á Haliormsstað dagana 26. og 27. septem-
ber sl. Þingið var nokkuð vel sótt og mátti
sjá þar fulltrúa úr flestum landshlutum.
„Meginþema þingsins var um kennslu
unglingadeilda í fámennum skólum. Meðal
annars var fjallað um það hvort stefna beri
að því að halda uppi kennslu í öllum bekkjum
grunnskólans í hveijum skóla eða hvort rétt-
ara sé að reka svokallaða safnskóla, þar sem
nemendum úr nokkrum skólahverfum er
safnað saman til kennslu í efstu bekkjunum.
Einnig var fjallað um ýmis önnur mál, sem
fengjast skólahaldi í fámennum skólum, s.s.
samkennslu, skipulag valgreina og samnýt-
ingu faggreinakennara. Menntamálaráð-
herra, Björn Bjamason ávarpaði þingið og
svaraði fyrirspurnum, einnig fluttu ávörp
fulltrúar frá samtökum sveitarfélaga á Aust-
urlandi, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og
Kennarasambandi íslands.
Á þinginu var kosin ný stjóm. Hana skipa
eftirtaldir: Ólafur Amgrímsson, formaður,
Rúnar Sigþórsson, varaformaður, Rósa Björg
Þorsteinsdóttir, Sif Vígþórsdóttir, Þóra Björk
Jónsdóttir, Dagbjört Hjaltadóttir, Ingólfur
Ásgeir Jóhannesson og Ingvar Sigurgeirs-
son,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökum
fámennra skóia.
Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á
þinginu.
Um birtingu einkunna á samræmdum
prófum í 10. bekk
„Aðalfundur Samtaka fámennra skóla,
haldinn á Hallormsstað 27. september 1997,
vekur athygli á að í þeirri umræðu sem nú
fer fram um árangur einstakra skóla á sam-
ræmdum prófum í 10. bekk, er fyrst og
fremst verið að fjalla um fjölmenna skóla á
þéttbýlissvæðum. Þeir skólar sem hafa 10
nemendur og færri í 10. bekk eru ekki með
í umræðunni.
Fundurinn bendir á að víða í fámennum
skólum fer fram öflugt og blómlegt skóla-
starf og árangur nemenda fámennra skóla á
samræmdum prófum hefur síst verið lakari
en nemenda annarra skóla.
Samtök fámennra skóla ítreka þá skoðun
sína að einkunnir á samræmdum prófum séu
ekki algildur mælikvarði á skólastarf og sú
aðferð sem notuð hefur verið við birtingu
einkunna geti jafnvel gefið villandi mynd.
Neikvæð umræða
Aðalfundur Samtaka fámennra skóla,
haldinn á Hallormsstað 27. september 1997,
lýsir áhyggjum sínum yfír neikvæðum tóni í
umræðum um frammistöðu einstakra skóla
og landshluta á samræmdum prófum. Þessi
neikvæði tónn birtist einnig í umfjöllun um
gengi skólabarna í alþjóðlegum könnunum.
Fundurinn varar við þeim áhrifum sem
þessi neikvæðu skilaboð geta haft á sjálfs-
mynd og framtíðarsýn barna og unglinga.
Fundurinn minnir á að í flestum grunnskólum
landsins fer fram vel undirbúið og metnaðar-
fullt starf og hvetur til þess að því sé ekki
síður haldið á loft en því sem þarf að breyta
og bæta.
Um endurskoðun aðalnámskrár
grunnskóla
Aðalfundur Samtaka fámennra skóla,
haldinn á Hallormsstað 27. september 1997,
bendir á mikilvægi þess að endurskoðuð að-
alnámskrá skóla hafi nægilegan sveigjanleika
til að skólar geti skipulagt starf sitt á eigin
forsendum.
Fámennir skólar í dreifbýli hafa einstæða
möguleika á að nota nánasta umhverfí sitt,
náttúrulegt og menningarlegt, til að gæða
skólastarfið lífi. Mikilvægt er að aðalnámskrá
grunnskóla hafí svigrúm til að skólar geti styrkt
tengsl nemenda við heimabyggð og þannig
eflt búsetu í dreifðum byggðum landsins. Sam-
tökin hafa boðið menntamálaráðuneytinu
sérfræðiþekkingu sína á skólastarfí í fámenn-
um skólum og ítrekar hér með boðið.
Vinnuálag á skólastjóra
Aðalfundur Samtaka fámennra skóla,
haldinn á Hallormsstað 27. september 1997,
bendir á að finna verði leiðir til að draga úr
auknu vinnuálagi á skólastjóra í fámennum
skólum.
Með flutningi á rekstri grunnskóla yfir til
sveitarfélaga fluttust fjölmörg verkefni sem
aðrir sinntu áður á herðar skólastjóra án
þess að stjórnunarkvóti væri aukinn eða
kennsluskylda minnkuð. Þetta bitnar ekki
síst á skólastjórum fámennra skóla.
Fundurinn telur nauðsynlegt að í yfírstand-
andi kjarasamningum verði tekið tillit til
þessarar staðreyndar með því að auka veru-
lega stjómunarkvóta fámennra skóla og gera
þeim kleift að standast nýjar kröfur.
Blendinn fögnuður
Að vanda fagna Samtök fámennra skóla
öllu því góða sem gerst hefur í skólamálum
þjóðarinnar. Því er þó ekki að leyna að sú
staða sem nú ríkir í samningaviðræðum kenn-
ara og sveitarfélaga bregður nokkrum
skugga á hið öfluga starf sem víða fer fram
í skólum landsins um þessar mundir.
Það er einlæg von Samtaka fámennra
skóla að launanefnd sveitarfélaga og kenn-
arafélögin beri gæfu til að gera sem fyrst
með sér kjarasamning sem stöðvar stórfelld-
an flótta úr kennarastétt en eflir í þess stað
grunnskólahald í landinu."