Morgunblaðið - 02.10.1997, Síða 51

Morgunblaðið - 02.10.1997, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSIIMS FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 51 ’ Fjör í forvömum Frá Jóni K. Guðbergssyni: MIKIÐ er nú orðið ánægjulegt að taka þátt í svokölluðum forvörnum. Þar vilja flestir vera. Það er nánast orðin tíska. Einkum og sér í lagi | eftir að Forvarnasjóður var stofnað- | ur og hugvitssamir menn gátu sótt þangað fé ti! eigin framfærslu og | annarra. Nú spila flestir sömu plöt- una. Ekki einungis íþróttafélög, kvenfélög og margs konar foreldra- samtök, að ógleymdum fyrirtækjum, sem lifa að nokkru leyti á vinsældum forvarna, heldur líka gömul og gróin félög á borð við Eimskipafélag ís- lands. Allir vilja vera með í forvörn- um. Fjöldinn allur er til í að stuðla | að því að einhverjir aðrir en þeir Isjálfir verði vímulausir upp úr alda- mótum. Lítið fer þó fyrir því að þetta hugsjónafólk reyni að stuðla að bættu umhverfi fyrir þá unglinga sem eiga að hætta svallinu eða byrja ekki á því. Það er engu líkara en að það haldi að unga fólkið lifi í einhvers konar lofttæmdum umbúð- um og það sé hægt að telja því trú um hvað sem er með fyrirlestrum og bæklingum þar sem gengið er þvert á lífsmunstur og hegðun full- orðna fólksins. Maður hefur á tilfinn- ingunni að obbinn af þessu fólki hafi ekki hugmynd um hvað sérfræð- ingar Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar segja um forvarnir. En kannski hressist Eyjólfur. í þeirri von bíður venjulegt fólk eftir því að forvarnaliðið fari að beita sér fyrir einhvetju sem líklegt er að hafi áhrif á þá sem eru að vaxa úr grasi. Hvað með áfengisauglýsingar úti um allar þorpagrundir og meira að segja á íþróttavöllum? Fá ekki íþróttasamtökin forvarnafé auk alls annars? Hvað með gegndarlausa fjölgun bjórkráa? Hvað með áfengis- gosið sem meira að segja Bretar hafa skorið upp herör gegn? Hvað með „fullorðna" liðið sem streymir inn til sjoppugreifanna og út frá þeim misjafnlega til reika? Hvað um það viðhorf hinna fullorðnu þar sem að skemmta sér merkir nánast það sama og að fá sér í glas? Víða er nauðsyn að taka til hendi. Verkefnin blasa við. Sífelldar ráðstefnur og blaður um aukaatriði skemmta bara skrattanum og áfengisgróðapung- unum. En sjálfsagt er til of mikils mælst að sjálfskipað forvarnaliðið reiði öx- ina að rótum vandans. Betra er að móðga engan en semja heldur nýjar áætlanir um gagnslausar aðgerðir. Þá er þó að minnsta kosti líklegt að áfram náist fé úr Forvarnasjóði. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Oflæti eða óraunsæi Frá Valdimar Kristinssyni: | EFTIR nýleg en að sjálfsögðu yfir- borðsleg kynni af nokkrum borgum ■ í Mið-Evrópu er niðurstaðan sú að Múnchen beri af hvað snyrti- mennsku áhrærir. Gengið var um miðborgina og ekið nokkuð víða um önnur hverfi og nær hvergi var van- hirt hús né rusl að sjá. Islendingar ætla sér oft stóra hluti og það nýjasta er að Reykja- Ivík, og þá væntanlega höfuðborgar- svæðið í heild, verði orðin hreinleg- ust og snyrtilegust borga upp úr aldamótunum. Þetta mun hins vegar * reynast fjarlægt markmið sem draga verður í efa að nokkurn tíma náist þótt sjálfsagt sé að reyna stöð- ugt að bæta ástandið. Að vísu geng- ur meirihluti og líklega meginhluti þjóðarinnar snyrtilega um, en sóð- arnir eru nægjanlega margir til að spilla fyrir heildinni og síðan eru Frá Herði Þorkeli Ásbjörnssyni: KÆRI séra Karl Sigurbjörnsson! Til hamingju með kjörið frá 1.1. 1998 í þetta mikla og erfiða emb- $ ætti. Á I júlíumræðum í sjónvarpi minnt- ist þú á, að tryggja verði, að prest- € ar lendi ekki út á gaddinn. Slíks eru því miður dæmi, sbr. reynsla þess, sem þetta ritar. Ég vona, að í nýju stjórnkerfi fáir þú að ráða meiru en svo, að þú svarir aldrei presti á sama hátt og þrír forverar þínir, „Ég get ekkert nema aug- lýst“ eða „Ég hef ekkert starf fyrir þig“. Vissulega er þjóðkirkjan sem stofnun aðeins breysk mannleg smíð, sem getur ekki leyst sérhvern vanda. Engu að síður verður sú krafa gerð til íslandsbiskups, að hann höggvi endanlega á hnútinn, þegar eitthvað bjátar á í samskipt- um prests og safnaðar. En hvernig gæti væntanlegt nýtt stjórnkerfi mótast? Leið þess verður varla vörðuð einkavæðingu og æarkaðssetningu presta í sérsöfn- uðum í þéttbýli eftir að búið verður að fækka þeim í stijálbýli, vegna þess að þjónustan miðast ekki leng- ur við kirkjusóknir (flt.) heldur heildaríbúafjölda. Einsýnt er, að kirkjustjórn ráði ávallt prest í fyrstu án neitunar- valds sóknarnefnda. Ef til vill mætti skoða, að leggja prestakall niður sem smáa einingu (færri en 250 íbúar) að því leyti, að þjónusta illviðráðanlegar aðstæður sem bæta ekki úr skák. Hér er töluvert rusl á götum og lóðum þrátt fyrir skipulegt hreins- unarstarf. Til eru lóðir, einkum við atvinnuhúsnæði, sem eru jafnvel hreinasta hörmung. Hús eru allvíða í óhirðu eða í niðumíðslu. Á sumrin er veralegt fegrunarátak í gangi en þó tekst varla að slá óteljandi gras- fleti á vegum borgarinnar og illgr- esi vex víða. Þá vill oft dragast úr hömlu að laga eitt og annað smá- legt sem farið hefur úrskeiðis á götum og torgum. Stórfé var kostað til Ingólfstorgs, en hjólabrettastrák- ar hafa að mestu lagt það undir sig, átölulaust að því er virðist. Fjöldi fólks sniðgengur torgið enda kærir það sig ekki um að fá brettin á hælana og er því brýnt að fá úr því skorið hvort torgið er íþrótta- mannvirki eða ætlað almenningi. presta miðist við prófastsdæmi í heild með möguleika á brauðaskipt- um eftir 5 ár. Ég veit, að þú, séra Karl, munt vilja vinna gegn atvinnuleysi presta og guðfræðinga, þar sem einn slík- ur er einum of mikið. Það tekst auðvitað ekki nema með þvi að lækka viðmiðun íbúafjölda á sókn- arprest úr 4.000 í 2.000-2.500. Á Alþingi hefur ekki náðst meiri- hluti fyrir þrem biskupsdæmum, þar sem biskupar hefðu sama verkahring og sömu réttindi og skyldur. Það er miður, því þannig yrði öll safnaðaruppbygging mark- vissari. Mig minnir, að vígslubisk- upar hafi mælt með því í rituðu máli. Ef Alþingi samþykkti þrjú sjálfstæð biskupsdæmi, yrði emb- ættisheitið biskup íslands lagt niður en í stað þess kæmi biskup Reykja- víkur eða jafnvel biskup Reykjavík- ur-Reykjaness! Hluti Reykjaneskjördæmis, t.d. Mosfellsbær og Kjalarnes (hluti Reykjavíkur í framtíð) gæti tilheyrt Skálholtsbiskupsdæmi en Vestfírðir og/eða Austfírðir mundu bætast við Hólabiskupsdæmi. Ég veit, að sér Karl Sigurbjörns- son uppfyllir biskupsskilyrði sem eru talin upp í I. Tímóteusarbréfi 3, 1.-7. v. Þar að auki er óskandi, að honum auðnist að sýna persónu, sem er sönn og heilsteypt, góðviljuð og hjálpsöm, fær um að fela öðrum verkefni og leiðrétta mistök, bæði annarra og eigin, jákvæð og upp- örvandi í sálgæzlu sinni fremur en í mælskusnilli, ákveðin og stjórn- söm í þágu réttlætis og jafnréttis. HÖRÐURÞORKELL ÁSBJÖRNSSON, fyrrv. sóknarprestur. Ekki höfum við heldur farið var- hluta af veggjakroti nútímans. Hef- ur það stórlega aukist að undan- förnu, en þótt húsum sé spillt sem nýlega hafa verið lagfærð fyrir millj- ónir og stórhýsi jafnvel fyrir tugi milljóna er það varla rætt opinber- lega. Á veturna eru götur saltbomar í hálku, væntanlega af illri nauðsyn, sem Akureyringar af einhverri ástæðu komast þó hjá. Saltið leysir upp tjörana og hvort tveggja berst víða, bæði til óhreininda og líklega heilsutjóns. Vindar gnauða ísland er talið eitt af þremur vindasömustu byggðum bólum jarð- arinnar. Hin era Aleutaeyjar út frá Alaska og Falklandseyjar undan Argentínu sunnanverðri. Af þessu leiðir að Reykjavík er sennilega vindasamasta borg í heimi. Hins vegar erum við blessunarlega nær aiveg laus við fellibylji. Hvassviðrið er erfiðasti þátturinn í íslenskri veðráttu, því hér er sjaldan mjög kalt og aldrei of heitt. Af vind- strengjunum leiðir að rusl, sem á annað borð fýkur, fýkur víða. Dijúg- ur hluti landsins er eyðimörk sam- kvæmt alþjóðlegum skilgreiningum, og jarðvegur fýkur sífellt á haf út, oft með viðkomu í borg og bæjum. Sjávarsaltið sameinast rykinu eins og glöggt má sjá á gluggum og bifreiðum þótt nýþvegin séu. Þá mæðir slagregnið og stöðug umskipti á vetram milli fosts og frost- leysu mjög á húsum og öðram mann- virkjum. Fjöldi húsa er því í vanhirðu eða í lagfæringu og dregur það vissu- lega úr þokka borgarinnar. Hitaveitan er aftur á móti stóra skrautfjöðrin sem með sinni mengunarlausu orku bætir veralega úr annars að mörgu leyti erfiðum aðstæðum. Þá er höfuðborgarsvæðið mjög dreifbyggt, sem ásamt veðráttunni kallar á mikla umferð bifreiða. Að berjast á móti henni að einhveiju ráði er því bein ögrun við íbúana. Hins vegar mun tæknin á næstu áratugum væntanlega draga mjög úr mengandi áhrifum unferðarinnar. Þegar strætisvagnar og aðrir stórir bílar fara að ganga fyrir vetni og ijöldi einkabíla fyrir sambærilegri orku þá breytist loftið mjög til hins betra. Þetta er lífsnauðsynleg breyt- ing fyrir stóru heimsborgirnar og við munum njóta góðs af. Ferðalangar sem tóku sér ferð á hendur til Færeyja fyrir aldarfjórð- ungi og óku vítt og breitt um eyjarn- ar sáu snyrtimennskuna blasa nær alls staðar við. Þegar snúið var til baka skammaðist landinn sín fyrir aðkomuna. Sú yrði ekki raunin nú, enda hefur snyrtimennska aukist mjög á undanförnum árum og ára- tugum Þetta er þó endalaus barátta við hugarfar jafnt sem veður og vinda, en þótt markmiðið sé fjar- lægt erum við vissulega á réttri leið. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. | Opið bréf til íslands- biskups og þingmanna Skilur SUS ekki gildi menntunar? Frá Þorvarði Tjörva Ólafssyni: UNGIR sjálfstæðismenn komust að ævintýralegri niðurstöðu á þingi sínu um daginn. Þeir virðast ekki skilja hvers virði menntun er fyrir þjóðina. í frétt Morgunblaðsins 16. september segir frá þinginu: „í ályktun þingsins um menntamál er m.a. lagt til að leggja beri áherslu á ríkari þátttöku einstakl- ingsins við fjármögnun menntunar sinnar, eftir því sem ofar dregur í skólakerfinu. Telja ungir sjálf- stæðismenn eðlilegt að nemendur greiði aukinn hluta af kostnaði við nám sitt, miðað við það sem nú sé, þar sem nemandinn sjálfur fái ábatann af námi sínu.“ Þetta virðist kannski við fyrstu sýn sanngjarnt, fólk er að læra fýrir sjálft sig til þess að komast í betur launuð störf og af hveiju ættum við að borga brúsann? Én eru ungir sjálfstæðismenn búnir að gleyma hinni ósýnilegu hönd Adams Smith? Vita þeir ekki að þegar einstaklingurinn er að keppa að sínum eigin hag vinnur hann þjóðinni allri gagn? Vita ungir sjálfstæðismenn ekki að á öld upp- lýsinga og tækni er menntun besta fjárfestingin sem þjóð á völ á, sér- staklega svona smá þjóð eins og við íslendingar? Ef svo er af hveiju rökstyðja þeir þá hærri skólagjöld með því að nemandinn fái sjálfur ábatann? Af hveiju að gera stórum hópi fólks ókleift að stunda háskólanám með því að koma á skólagjöldum? Þjóðin tapar á því. Hafa ungir sjálf- stæðismenn gleymt þeim afleiðing- um sem breytingar á LÍN 1992 höfðu þegar 30-40% barnafólks og fólks utan af landi flúði Háskól- ann? Skólagjöld myndu hafa enn verri afleiðingar. Hugmyndir ungra sjálfstæðis- manna eru ekki nýjar af nálinni en það sem gerir þær hættulegar er það að menntamálaáðherra virð- ist þeim sammála. Ungir sjálf- stæðismenn og Björn Bjarnason ættu að minnast eftirfarandi orða Sigmundar Guðbjarnasonar, fyrr- verandi rektors við Háskóla ís- lands, sem hann mælti við braut- skráningu kandídata árið 1989: „íslenska þjóðin gerir eðlilega miklar kröfur til Háskólans, en kröfur til Háskólans leggja þjóð- inni jafnframt skyldur á herðar. Við slíka [rekstrarjerfiðleika vakna á ný hugmyndir um að krefja nemendur um raunveraleg skólagjöld, hugmyndir um fjölda- takmarkanir í fleiri greinum til þess að halda niðri kostnaði.. Það er ekki stefna Háskóla íslands að takmarka aðgang að Háskólanum. Það má ekki verða þrátt fyrir þrengri fjárhag." í skólamálaályktun SUS frá þingi þeirra 1995 sagði í byrjun: „Menntun er fjárfesting." - Þeir virðast ekki enn hafa komist að því að menntun er ekki bara fjár- festing fyrir sérhvern nemanda heldur þjóðina alla. Þetta er kannski ekkert skrítið. Björn Bjarnason menntamálaráðherra virðast ekki hafa áttað sig á þessu heldur. Kannski í orði en ekki á borði. Það sýnir sagan okkur. Það er einmitt þessi tvískinn- ungsháttur sem er svo hættulegur. Hversu oft höfum við ekki heyrt falleg fyrirheit um eflingu mennta- kerfisins en svo þurft að horfa upp á að kostnaðinum er velt yfir á námsmenn? Þarf að rifja upp að fjárframlög til Háskóla íslands stóðu óbreytt í sex ár á meðan fjöldi nemenda jókst um 30%? Þarf að ri^ja upp 200 milljóna niður- skurðinn til framhaldsskólanna eftir að ríkisstjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að skera niður meira til há- skólans? Þarf að rifja upp skóla- gjöldin í framhaldsskólunum, fall- skattinn, bókaskattinn, efnisgjöld- in - listinn er langur. Og nú á enn að lengja hann. Nú á að snúa sér að námsmönnunum í Háskóla ís- lands. Þeir eru hvort sem er bara að græða á þessu sjálfir! Einhvern tíma verður að segja stopp. Eiga ungir sjálfstæðismenn, sem hvorki skilja rúmlega tvö hundruð ára gamla hagfræðikenningar Adams Smith né nýrri hagfræðikenningar um gildi menntunar, að fá að ráða ferðinni? ÞORVARÐUR TJÖRVIÓLAFSSON, Haunbrún 8, Hafnarfírði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.