Morgunblaðið - 02.10.1997, Page 58
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Vikan 1 f\ j\
11.-7. okt.
I / //
Nr. | var Lag Flytjandi
1. | (1) The Drugs Don't Work Verve
2. | (9) Put Your Hand Where My Eyes Can See Busta Rymes
3. i (2) One Man Army Prodigy & T.Morello
4. i (3) Got It Till Its Gone Janet, Q-tip & J.Mitchel
5. : (6) All Mine Portisheod
6. : (4) Everlong Foo Fighters
7. ; (5) Turn My Head Live
8. i (7) Reykjavikurnætur Botnleðja
9. i (10) Fly Sugar Ray
10. i (11) Even After All Finley Quaye
ll.i (-) Sang Fezi Wydeef
12. i (-) Just For You M-People
13. i (16) 90 kr perla Maus
14. i (12) Stand By Me Oasis
15.1 (-) Sumchyme Dario
i6.; (13) Jackass Beck
17. i (14) Tubthumbing Chumbawamba
i8.; h Kick the P.A. Korn&Dust Bros
19.; (15) Nothing to Loose Naughty by Nature
20. i (-) Feel So Good Mase
21.; (8) Bang Bang 2 Shots in the Head Black Attack
22.: (18) Burnin Daft Punk
23.; (-) Phenomanom LLCoolJ
24.; (19) Summertime Sundays
25.; (20) Joga Björk
26.; (24) Legend of a Cowgirl Imani Coppola
27. i (29) Bentley's Gonna Sort Ya Out Bentley Rythm Ace
28.i (21) Sandman Blueboy
29. i (28) Karma Police Radiohead
30. i (-) Debaser Pixies
*-
.....r °g
vetrarleðurflíkur, ekta pelsar og margt fleira.
Opið fró 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga.
Verið velkomin.
CHRIS Tucker óttast um líf sitt í „Money Talks“.
Glæponar og ævintýri
Væntanlegar kvikmyndir í Laugarásbíó
in „Hoodlum" segir frá Ellsworth
„Bumby“ Johnson (Laurence Fish-
bume), sem er glæpakóngur Harl-
em á fjórða áratugnum, og átökum
hans við Dutch Schultz (Tim Roth).
í öðrum stórum hlutverkum eru
Andy Garcia, Vanessa Williams og
Cicely Tyson. Leikstjóri „Hoodlum"
er Bill Duke.
Norska spennumyndin „Hovet
over vannet", frá árinu 1993, hefur
nú verið endurgerð í Hollywood og
ber titilinn „Head Above Water“.
Leikstjóri endurgerðarinnar er Jim
Wilson en í aðalhlutverkunum eru
Cameron Diaz, Harvey Keitel,
Craig Sheffer, Billy Zane og Shay
Duffin.
„G.I Jane“ er ein þeirra mynda
sem eru væntanlegar í Laugarás-
bíó. Aðalhlutverkið er í höndum
Demi Moore en myndin segir frá
baráttu hermanns sem þarf að
sanna getu sína sem fyrsta konan
sem er tekin inn í sérsveit í hernum.
MOWGLI og
björninn Baloo
skemmta sér
saman í „The
Second Jungle
Book“.
LAUGARÁSBÍÓ tekur þátt í Kvik-
myndahátíð Reykjavíkur í haust og
sýnir „The End of Violence" leik-
stýrt af Wim Wenders og „The
Sweet Hereafter" leikstýrt af Atom
Egoyan. Mynd Wenders fjallar um
Mike Max (Bili Pullman), kvik-
myndaframleiðanda í Hollywood,
sem hefur grætt á tá og fingri með
því að gera blóðugar ofbeldismynd-
ir, og konu hans, Paige (Andie
MacDowell), sem er á leiðinni að
skilja við hann. Max fær
skyndilega að kynnast of-
beldi af eigin raun þegar
honum er rænt. „The End
of Violence" var útnefnd
til Gullpálmans á Cannes í
vor sem leið.
„The Sweet Hereafter" er
nýjasta mynd kanadíska leikstjór-
ans Atom Egoyan. Hún fjallar um
eftirköst hörmulegs rútuslyss á
íbúa smábæjar. í helstu hlutverkum
eru Ian Holm, Sarah Polley, Bruce
Greenwood og Tom McCamus.
Myndin fékk sérstök verðlaun dóm-
nefndar á Cannes í maí.
Barna- og fjölskyldumyndin „The
Second Jungle Book: Mowgli and
Baloo“ verður sýnd í Laugarásbíó á
haustmánuðum. Myndin er for-
mynd („prequel") „The Jungle
Book“ sem var sýnd á sínum tíma í
Laugarásbíó. „The Second Jungle
Book“ segir frá æskuævintýrum
Mowgli í frumskógum Indlands á
síðustu öld. Jamie Williams leikur
frumskógardrenginn en í öðrum
hlutverkum eru Bill Campbell og
Roddy McDowall. Duncan
McLachlan leikstýrir ævmtýrinu.
Chris Tucker og Charlie Sheen
eru síðan væntanlegir í grínspennu-
myndinni „Money Talks“. Tucker
leikur smákrimmann Franklin
Hatchett sem flækist í
blóðugan fangaflótta. Til
þess að hreinsa nafn sitt
af röngum ákærum leitar
hann til fréttamannsins
James Russell (Sheen),
sem er á kafi að undirbúa
brúðkaup sitt og Grace (Heather
Locklear), en stenst ekki freisting-
una þegar hann skynjar að þarna
getur hann tryggt stöðu sína sem
alvöru fréttamaður. Handritið er
skrifað af Joel Cohen og Alec
Sokolow en
myndinni er leik-
stýrt af Brett
Ratner.
Glæponamynd-
Kvikmyndir
um Línu
langsokk og
Oscar Wilde
TIM Roth, Lawrence Fishburne, og Andy Garcia
leika glæpona í „Hoodlum".
Andskoti hennar er þjálfari leikinn
af Viggo Mortensen. Ridley Scott
leikstýrir.
Breska myndin „Wilde“ fjallar
um ævi skáldsins Oscar Wilde. Það
er Stephen Fry sem leikur titilhlut-
verkið en í öðrum hlutverkum eru
Jude Law, Vanessa Redgrave,
Jennifer Ehle og Gemma Jones.
Brian Jones er leikstjóri „Wilde“.
Spennumyndin „The Peacema-
ker“ verður sýnd í Laugarásbíó á
sama tíma og hún verður í Háskóla-
bíó. Mimi Leder leikstýrir George
Clooney og Nicole Kidman en þau
reyna að bjarga heiminum þegar
hættulegir hryðjuverkamenn kom-
ast yfir kjarnorkuvopn.
Önnur barna- og fjölskyldumynd
sem er væntanleg í Laugarásbíó er
teiknimynd um Línu langsokk.
Myndin er að sjálfsögðu byggð á
skáldsögum Astrid Lingren um æv-
intýri sterkustu stelpu í heimi, en
hún var gerð af Svíum í samvinnu
við þýska og kanadíska teiknimynd-
argerðarmenn.