Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 58
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Vikan 1 f\ j\ 11.-7. okt. I / // Nr. | var Lag Flytjandi 1. | (1) The Drugs Don't Work Verve 2. | (9) Put Your Hand Where My Eyes Can See Busta Rymes 3. i (2) One Man Army Prodigy & T.Morello 4. i (3) Got It Till Its Gone Janet, Q-tip & J.Mitchel 5. : (6) All Mine Portisheod 6. : (4) Everlong Foo Fighters 7. ; (5) Turn My Head Live 8. i (7) Reykjavikurnætur Botnleðja 9. i (10) Fly Sugar Ray 10. i (11) Even After All Finley Quaye ll.i (-) Sang Fezi Wydeef 12. i (-) Just For You M-People 13. i (16) 90 kr perla Maus 14. i (12) Stand By Me Oasis 15.1 (-) Sumchyme Dario i6.; (13) Jackass Beck 17. i (14) Tubthumbing Chumbawamba i8.; h Kick the P.A. Korn&Dust Bros 19.; (15) Nothing to Loose Naughty by Nature 20. i (-) Feel So Good Mase 21.; (8) Bang Bang 2 Shots in the Head Black Attack 22.: (18) Burnin Daft Punk 23.; (-) Phenomanom LLCoolJ 24.; (19) Summertime Sundays 25.; (20) Joga Björk 26.; (24) Legend of a Cowgirl Imani Coppola 27. i (29) Bentley's Gonna Sort Ya Out Bentley Rythm Ace 28.i (21) Sandman Blueboy 29. i (28) Karma Police Radiohead 30. i (-) Debaser Pixies *- .....r °g vetrarleðurflíkur, ekta pelsar og margt fleira. Opið fró 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. Verið velkomin. CHRIS Tucker óttast um líf sitt í „Money Talks“. Glæponar og ævintýri Væntanlegar kvikmyndir í Laugarásbíó in „Hoodlum" segir frá Ellsworth „Bumby“ Johnson (Laurence Fish- bume), sem er glæpakóngur Harl- em á fjórða áratugnum, og átökum hans við Dutch Schultz (Tim Roth). í öðrum stórum hlutverkum eru Andy Garcia, Vanessa Williams og Cicely Tyson. Leikstjóri „Hoodlum" er Bill Duke. Norska spennumyndin „Hovet over vannet", frá árinu 1993, hefur nú verið endurgerð í Hollywood og ber titilinn „Head Above Water“. Leikstjóri endurgerðarinnar er Jim Wilson en í aðalhlutverkunum eru Cameron Diaz, Harvey Keitel, Craig Sheffer, Billy Zane og Shay Duffin. „G.I Jane“ er ein þeirra mynda sem eru væntanlegar í Laugarás- bíó. Aðalhlutverkið er í höndum Demi Moore en myndin segir frá baráttu hermanns sem þarf að sanna getu sína sem fyrsta konan sem er tekin inn í sérsveit í hernum. MOWGLI og björninn Baloo skemmta sér saman í „The Second Jungle Book“. LAUGARÁSBÍÓ tekur þátt í Kvik- myndahátíð Reykjavíkur í haust og sýnir „The End of Violence" leik- stýrt af Wim Wenders og „The Sweet Hereafter" leikstýrt af Atom Egoyan. Mynd Wenders fjallar um Mike Max (Bili Pullman), kvik- myndaframleiðanda í Hollywood, sem hefur grætt á tá og fingri með því að gera blóðugar ofbeldismynd- ir, og konu hans, Paige (Andie MacDowell), sem er á leiðinni að skilja við hann. Max fær skyndilega að kynnast of- beldi af eigin raun þegar honum er rænt. „The End of Violence" var útnefnd til Gullpálmans á Cannes í vor sem leið. „The Sweet Hereafter" er nýjasta mynd kanadíska leikstjór- ans Atom Egoyan. Hún fjallar um eftirköst hörmulegs rútuslyss á íbúa smábæjar. í helstu hlutverkum eru Ian Holm, Sarah Polley, Bruce Greenwood og Tom McCamus. Myndin fékk sérstök verðlaun dóm- nefndar á Cannes í maí. Barna- og fjölskyldumyndin „The Second Jungle Book: Mowgli and Baloo“ verður sýnd í Laugarásbíó á haustmánuðum. Myndin er for- mynd („prequel") „The Jungle Book“ sem var sýnd á sínum tíma í Laugarásbíó. „The Second Jungle Book“ segir frá æskuævintýrum Mowgli í frumskógum Indlands á síðustu öld. Jamie Williams leikur frumskógardrenginn en í öðrum hlutverkum eru Bill Campbell og Roddy McDowall. Duncan McLachlan leikstýrir ævmtýrinu. Chris Tucker og Charlie Sheen eru síðan væntanlegir í grínspennu- myndinni „Money Talks“. Tucker leikur smákrimmann Franklin Hatchett sem flækist í blóðugan fangaflótta. Til þess að hreinsa nafn sitt af röngum ákærum leitar hann til fréttamannsins James Russell (Sheen), sem er á kafi að undirbúa brúðkaup sitt og Grace (Heather Locklear), en stenst ekki freisting- una þegar hann skynjar að þarna getur hann tryggt stöðu sína sem alvöru fréttamaður. Handritið er skrifað af Joel Cohen og Alec Sokolow en myndinni er leik- stýrt af Brett Ratner. Glæponamynd- Kvikmyndir um Línu langsokk og Oscar Wilde TIM Roth, Lawrence Fishburne, og Andy Garcia leika glæpona í „Hoodlum". Andskoti hennar er þjálfari leikinn af Viggo Mortensen. Ridley Scott leikstýrir. Breska myndin „Wilde“ fjallar um ævi skáldsins Oscar Wilde. Það er Stephen Fry sem leikur titilhlut- verkið en í öðrum hlutverkum eru Jude Law, Vanessa Redgrave, Jennifer Ehle og Gemma Jones. Brian Jones er leikstjóri „Wilde“. Spennumyndin „The Peacema- ker“ verður sýnd í Laugarásbíó á sama tíma og hún verður í Háskóla- bíó. Mimi Leder leikstýrir George Clooney og Nicole Kidman en þau reyna að bjarga heiminum þegar hættulegir hryðjuverkamenn kom- ast yfir kjarnorkuvopn. Önnur barna- og fjölskyldumynd sem er væntanleg í Laugarásbíó er teiknimynd um Línu langsokk. Myndin er að sjálfsögðu byggð á skáldsögum Astrid Lingren um æv- intýri sterkustu stelpu í heimi, en hún var gerð af Svíum í samvinnu við þýska og kanadíska teiknimynd- argerðarmenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.