Morgunblaðið - 02.10.1997, Qupperneq 64
Fyrstir meö
Pentium íl
HP Vectra PC
WHh] hewlett !
mLVÍÆ PACKARD
Sjáöu meira á www.hp.is
<Ö>
AS/400
Mikið úrval
viðskiptahugbúnaðar
<33> NÝHERJI
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Lítið fískframboð og hátt fískverð
• •
Olium starfsmönmim
Sjávarfisks sagt upp
ÖLLUM starfsmönnum Sjávarfisks
hf. í Hafnarfirði hefur verið sagt
upp og taka uppsagnirnar gildi um
næstu áramót. 20 manns starfa hjá
Sjávarfiski. Gísli Gíslason fram-
leiðslustjóri segir ástæðuna vera
ótrygga hráefnisöflun og hátt verð á
mörkuðum.
Sjávarfiskur hefur byggt sína
vinnslu á hráefni af fiskmörkuðum.
„Það hefur verið hverfandi lítið
framboð á mörkuðum undanfarið og
•arist um það litla sem þar er í boði.
Það eru flestir sammála um að yfir-
verð er á hráefninu. Þeir sem mest
skipta við markaðina eru þeir sem
stunda ferskflakaútflutning og
kaupa hráefnið dýru verði til þess
að halda uppi viðskiptasambönd-
um,“ segir Gísli.
Sjávarfiskur hefur mest unnið
flök í salt og flutt út til Spánar í
gegnum SÍF. Fyrirtækið hefur
unnið úr um 4.500 tonnum af hrá-
efni á ári.
Línutvöföldun og
smábátar dottnir út
„Bátar sem voru á línutvöfóldun
lönduðu hjá mörkuðum og sömu-
leiðis smábátarnir. Núna er línu-
tvöföldun aflögð og smábátamir
hafa ekki eins frjálsa sókn og þeir
höfðu. Framboð af fiski á mörkuð-
um hefur því minnkað. Við viljum
hafa hreint borð um áramót og ætl-
um að nota tímann fram að áramót-
um til að skoða okkar gang og at-
huga hvort einhverjar leiðir finnist
til nýrrar sóknar," segir Gísli.
Hann segir að í besta falli verði
hægt að ráða alla aftur en í versta
falli geti starfsmenn ekki átt von á
því að halda starfinu. Hann segir að
stjórnendur flestra þeirra fisk-
vinnslufyrirtækja sem reiði sig á
fiskmarkaðina séu mjög tvístígandi
þessa dagana og eins kvarti for-
svarsmenn fiskmarkaðanna yfir
litlu framboði.
Gísli segir að ein leiðin sé að
kaupa Rússafisk en vandinn við það
sé að þá þurfi fyrirtækið að finna
markaði fyrir afurðirnar í Kanada
eða Bandaríkjunum því hár tollur
sé á söltuð þorskflök af þriðja lands
uppruna á Spánarmarkað.
Hitaveita Suðurnesja
í Svartsengi
Bygging
orkuvers
undirbúin
MIKLAR jarðvegsframkvæmdir
standa nú yfir við Bláa lónið en
þar er verið að undirbúa bygg-
ingu á nýju orkuveri auk kynning-
ar- og mötuneytishúss. Hreinsa
þarf allan kísil úr botninum
beggja vegna lónsins, svo hægt sé
að byggja á traustum grunni, að
sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra
Hitaveitu Suðurnesja.
Ráðgert er að hið nýja orkuver
verði tilbúið í september 1999 en
það verður við þann enda lónsins
sem Qær er á inyndinni. Fram-
kvæmdir við kynningar- og mötu-
neytishúsið, sem mun rísa framan
við orkuverið, eru mun lengra á
veg komnar en að sögn Júlíusar
stendur til að taka það í notkun í
febrúar eða mars á næsta ári.
Morgunblaðið/RAX
■ Trúnaðarbrestur/B8
Búlandstindur
og Njörður
Samein-
ing felld
EKKERT verður af fyrirhugaðri
sameiningu Búlandstinds á Djúpa-
vogi og Njarðar í Sandgerði, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins. Er ástæðan sögð trúnaðar-
brestur sem orðið hafi á milli fyrir-
tækjanna i kjölfar frétta af and-
stöðu innan stjórnar Búlandstinds
við samrunann í ágúst sl. Gengi
hlutabréfa í Búlandstindi lækkaði
um 25% í fyrradag.
Samkvæmt áætluninni var gert
ráð fyrir því að hlutur Njarðar í
hinu sameinaða fyrirtæki yrði tæp
35%. Fyrir lá hins vegar að a.m.k.
tveir stórir hluthafar, Hlutabréfa-
sjóðurinn íshaf, sem á um 24% hlut
í Búlandstindi, og Ki-ossanes, sem
á rúm 5%, væru andvígir þessari
samnmaáætlun. Þá munu fleiri
smærri hluthafar einnig hafa
reynst andvígir henni.
Einn heimildarmanna blaðsins
sagði þó í samtali við Morgunblaðið
í gær að andstaða Ishafs hefði ekki
legið ljós fyrir og því hefði ekki
verið öruggt að hann hefði greitt
atkvæði gegn sami-unanum hefði
komið til atkvæðagreiðslu um
hann. A það muni þó ekki reyna
þar sem fyrir liggi að hluthafafund-
ur Njarðar muni fella samrunann á
fundi sínum í næstu viku.
Peningum
stolið á ný
í Kjalfelli
Island vill ljúka viðræðum
um Schengen sem fyrst
UM 70-80 þúsund krónum í reiðufé
var stolið úr söluturninum Kjalfelli
við Gnoðarvog um miðjan dag í gær.
Að sögn Rúdólfs Axelssonar aðal-
varðstjóra komu þrír piltar, senni-
lega 16-17 ára, inn í verslunina og
gáfu tveir þeirra sig á tal við af-
greiðslukonuna. Á meðan laumaðist
sá þriðji á bak við án þess að hans
yrði vart. Það var ekki fyrr en um
20 mínútum síðar að afgreiðslukon-
áttaði sig á þjófnaðinum og gerði
lögreglu viðvart.
Rán í sömu verslun um
síðustu helgi í rannsókn
Lögreglan rannsakar rán sem
framið var í sömu verslun sl. laugar-
dag. Þá ógnuðu tveir hettuklæddir
menn afgreiðslukonu með hnífi og
néyddu hana til að afhenda sér pen-
inga, um 60-70 þúsund krónur.
ÍSLENZK stjórnvöld vilja fá nið-
urstöðu sem fyrst í samningavið-
ræður við Evrópusambandið um
breytingar á samstarfssamningi
þeim við aðildarríki Schengen-
vegabréfasamstarfsins, sem undir-
ritaður var í desember, að sögn
Gunnars Snorra Gunnarssonar,
sendiherra Islands í Brussel og að-
alsamningamanns í viðræðum við
ESB um Schengen.
Noregur og Island hafa til þessa
samið samhliða við ríki Schengen
og munu fylgjast að í nýjum við-
ræðum við ESB, sem eru nauðsyn-
legar vegna þeirrar ákvörðunar að
innlima Schengen í Evrópusam-
bandið. Fram hefur komið að
miðjuflokkarnir í Noregi, sem
reyna nú að mynda starfhæfa ríkis-
stjórn, vilji leitast við að draga það
á langinn að fá niðurstöðu í viðræð-
urnar við ESB, í von um að felli
Danir Amsterdam-sáttmálann í
þjóðaratkvæðagi’eiðslu næsta vor
sé aðild Norðurlandanna að
Schengen-samstarfinu úr sögunni.
Línur verði lagðar fyrir leið-
togafund í desember
„Stefna íslenzkra stjórnvalda er
að fá niðurstöðu í málið sem fyrst,“
segir Gunnar Snorri. „Þó vita
menn af reynslunni af samskiptum
við Evrópusambandið að hlutirnir
taka tíma. En við munum reyna að
fá niðurstöðu sem fyrst, að minnsta
kosti þannig að línurnar hafi verið
lagðar áður en til leiðtogafundar
ESB kemur í desember."
John Maddison, sendiherra Evr-
ópusambandsins í Noregi og á fs-
landi, segir að Lúxemborg, forsæt-
isríki sambandsins, leggi áherzlu á
að óformlegar viðræður við Noreg
og ísland um aðlögun samstarfs-
samninga þeirra að breyttri stöðu
Schengen-samstarfsins hefjist sem
fyrst eftir undirritu'n Amsterdam-
samningsins, sem fram fer í Amst-
erdam í dag.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er innan ESB gert ráð
fyrir að niðurstaða liggi fyrir í hin-
um óformlegu viðræðum áður en'
fullgildingu Amsterdam-sáttmál-
ans verður lokið og að hinar form-
legu samningaviðræður, sem síðan
fari fram, verði í raun formsatriði.
Þetta sé nauðsynlegt til þess að
standa megi við það fyrirheit, sem
gefið er í Amsterdam-sáttmálan-
um, að samningarnir við ísland og
Noreg taki gildi um leið og sátt-
málinn sjálfur.
Lagður fyrir Alþingi fljótlega
íslenzk stjórnvöld hafa sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
komizt að þeirri niðurstöðu að
nauðsynlegt sé að leggja sam-
starfssamninginn, sem undirritað-
ur var í desember, fyrir Alþingi
sem fyrst.
■ Evrópumál/23