Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 23

Morgunblaðið - 03.10.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 23 Leikfélag Kópavogs sýnir ein- þáttunga Tsjekhovs LEIKFÉLAG Kópavogs frum- sýnir þrjá einþáttunga eftir Anton Tsjekhov á morgun, laugardag, kl. 20. Þættirnir heita Bónorðið, Skaðsemi tób- aksins og Björninn. Yfirskrift sýningarinnar er Með kveðju frá Yalta. Anton Tsjekhov fæddist í Tagonrog í Rússlandi árið 1860 og lést í Badweiler í Þýskalandi árið 1904. Öll helstu verk hans hafa verið sýnd hér á landi og er um þessar mundir verið að sýna verk hans, Þijár systur, í Þjóðleikhúsinu. Einþátt- ungarnir, sem Leikfélag Kópavogs sýnir, eru meðal bernskuverka höfundarins, og kallaði hann þá „brandara í einum þætti". Leikfélag Kópavogs er að hefja sitt 41. starfsár og er þessi sýning 70. viðfangsefni þess. Sex áhugaleikarar koma fram í uppfærslunni, Bjarni Guðmarsson, Frosti Friðriks- son, Jóhanna Pálsdóttir, Skúli Rúnar Hilmarsson, Ragnhild- ur Þórhallsdóttir og Örn Alex- andersson. Fræðslu- erindi um dulúð í OKTÓ- BER mun dr. Gunnar Kristjáns- son, prófast- ur Kjal- ames- prófasts- dæmis, halda röð fyrirlestra í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ um dulúð í bók- menntum og myndlist. Fyrir- lestrarnir verða á laugardög- um kl. 13-14. Fyrsti fyrirlest- urinn verður á morgun, laug- ardag, og fjallar um Jón prím- us og heilaga Theresu. Annar fyrirlesturinn verður 11. októ- ber og fjallar um Heimsljós og myndir Georgs Guðna: Land í þoku. Þriðji fyrirlest- urinn verður 18. október og fjallar Gunnar um myndlist Magnúsar Kjartanssonar: Dimmblár Kirkjusandur og lokaerindið verður 25. október og nefnist Dulúð. Egill sýnir svartan þúsundkall NÝTT gallerí, Gallerý Geysir, í Hinu húsinu við Ingólfstorg, verður opnað á morgun, laug- ardag, kl. 16. Sá sem ríður á vaðið með fyrstu sýninguna í galleríinu er Egill. Þetta er hans fyrsta einkasýning, en hann útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands sl. vor. Sýning hans stendur til 20. október og verður opin virka daga frá kl. 10-22 og um helgar frá kl. 13-18. Gunnar Kristjánsson LISTIR „Furðufuglar“ í Stöðlakoti SIGRÍÐUR Anna E. Nikulásdóttir opnar sýn- ingu á morgun, laugardag, kl. 15 í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6. A sýningunni eru grafíkmyndir unnar með ætingu og blandaðri tækni og ber sýningin yfirskriftina „Furðufuglar". Sigríður Anna stundaði listnám við Myndlista- skóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíða- skóla íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Anna er með vinnustofu í Þingholtsstræti 5 ásamt sex öðrum listakonum. Hópurinn nefnir sig Áfram veginn. Sýningin í Stöðlakoti stendur til 19. október og er opin daglega frá kl. 14-18. EINN furðufugla Önnu í Stöðlakoti. Nýjar bækur • IS OG Skanda, um orðið „IS“ í ísland er eftir séra Kolbein Þorleifs- son. Bókin er samantekt á blaða- greinum sem birst hafa eftir höfund- inn. Greinamar eru endurbættar og við bætast greinar um Skanda. í formála lætur höfundur þess getið að les- endur muni fljót- Kolbeinn lega sjá að þetta Þorleifsson er ögrandi bók: „Hún á að vera það, til þess að mönn- um verði ljóst, hvílík ógrynni þekk- ingar nútími okkar hefur að geyma varðandi merkingu orðsins ísland.“ Höfundur er útgefandi. Háskóla- fjölritun Ijósritaði. Bókin er 41. bls. DAGSKRA Tæknival Skeifunni kl. 10.30-11.30: Internetiö, sýnikennsla. uinn! ■ ■ Skemmtilegar kynningar fyrir byrjendur sem lengra komna á hverjum laugardegi Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfirði Simi 550 4020 Netfang: fjordur@taeknival.is Tæknival Skeifunni 17 108 Reykjavík Sfmi 550 4000 Netfang: mottaka@taeknival.is Verið ekkifeimin við nð kíkjn innf Tæknival Hafnarfiröi kl. 12.30-13.30: Internetiö, sýnikennsla. I|1 Tæknival í Skeifunni og Hafnarfirði býður þér til ■ f® skemmtilegrar og fróðlegrarsýnikennslu á hvers kyns hugbúnaði og öðru tölvutengdu efni á laugardögum í vetur. Hver laugardagur hefur sitt viðfangsefni og þá koma sérfræðingar hver sviði. Við eigum von á mörgum fróðlegum kynningum sú fyrsta, sem verður á rnorgun, fjallar um Internetið og hvernig fólk getur nýtt sér það í leik og starfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.