Morgunblaðið - 03.10.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.10.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 23 Leikfélag Kópavogs sýnir ein- þáttunga Tsjekhovs LEIKFÉLAG Kópavogs frum- sýnir þrjá einþáttunga eftir Anton Tsjekhov á morgun, laugardag, kl. 20. Þættirnir heita Bónorðið, Skaðsemi tób- aksins og Björninn. Yfirskrift sýningarinnar er Með kveðju frá Yalta. Anton Tsjekhov fæddist í Tagonrog í Rússlandi árið 1860 og lést í Badweiler í Þýskalandi árið 1904. Öll helstu verk hans hafa verið sýnd hér á landi og er um þessar mundir verið að sýna verk hans, Þijár systur, í Þjóðleikhúsinu. Einþátt- ungarnir, sem Leikfélag Kópavogs sýnir, eru meðal bernskuverka höfundarins, og kallaði hann þá „brandara í einum þætti". Leikfélag Kópavogs er að hefja sitt 41. starfsár og er þessi sýning 70. viðfangsefni þess. Sex áhugaleikarar koma fram í uppfærslunni, Bjarni Guðmarsson, Frosti Friðriks- son, Jóhanna Pálsdóttir, Skúli Rúnar Hilmarsson, Ragnhild- ur Þórhallsdóttir og Örn Alex- andersson. Fræðslu- erindi um dulúð í OKTÓ- BER mun dr. Gunnar Kristjáns- son, prófast- ur Kjal- ames- prófasts- dæmis, halda röð fyrirlestra í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ um dulúð í bók- menntum og myndlist. Fyrir- lestrarnir verða á laugardög- um kl. 13-14. Fyrsti fyrirlest- urinn verður á morgun, laug- ardag, og fjallar um Jón prím- us og heilaga Theresu. Annar fyrirlesturinn verður 11. októ- ber og fjallar um Heimsljós og myndir Georgs Guðna: Land í þoku. Þriðji fyrirlest- urinn verður 18. október og fjallar Gunnar um myndlist Magnúsar Kjartanssonar: Dimmblár Kirkjusandur og lokaerindið verður 25. október og nefnist Dulúð. Egill sýnir svartan þúsundkall NÝTT gallerí, Gallerý Geysir, í Hinu húsinu við Ingólfstorg, verður opnað á morgun, laug- ardag, kl. 16. Sá sem ríður á vaðið með fyrstu sýninguna í galleríinu er Egill. Þetta er hans fyrsta einkasýning, en hann útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands sl. vor. Sýning hans stendur til 20. október og verður opin virka daga frá kl. 10-22 og um helgar frá kl. 13-18. Gunnar Kristjánsson LISTIR „Furðufuglar“ í Stöðlakoti SIGRÍÐUR Anna E. Nikulásdóttir opnar sýn- ingu á morgun, laugardag, kl. 15 í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6. A sýningunni eru grafíkmyndir unnar með ætingu og blandaðri tækni og ber sýningin yfirskriftina „Furðufuglar". Sigríður Anna stundaði listnám við Myndlista- skóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíða- skóla íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Anna er með vinnustofu í Þingholtsstræti 5 ásamt sex öðrum listakonum. Hópurinn nefnir sig Áfram veginn. Sýningin í Stöðlakoti stendur til 19. október og er opin daglega frá kl. 14-18. EINN furðufugla Önnu í Stöðlakoti. Nýjar bækur • IS OG Skanda, um orðið „IS“ í ísland er eftir séra Kolbein Þorleifs- son. Bókin er samantekt á blaða- greinum sem birst hafa eftir höfund- inn. Greinamar eru endurbættar og við bætast greinar um Skanda. í formála lætur höfundur þess getið að les- endur muni fljót- Kolbeinn lega sjá að þetta Þorleifsson er ögrandi bók: „Hún á að vera það, til þess að mönn- um verði ljóst, hvílík ógrynni þekk- ingar nútími okkar hefur að geyma varðandi merkingu orðsins ísland.“ Höfundur er útgefandi. Háskóla- fjölritun Ijósritaði. Bókin er 41. bls. DAGSKRA Tæknival Skeifunni kl. 10.30-11.30: Internetiö, sýnikennsla. uinn! ■ ■ Skemmtilegar kynningar fyrir byrjendur sem lengra komna á hverjum laugardegi Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfirði Simi 550 4020 Netfang: fjordur@taeknival.is Tæknival Skeifunni 17 108 Reykjavík Sfmi 550 4000 Netfang: mottaka@taeknival.is Verið ekkifeimin við nð kíkjn innf Tæknival Hafnarfiröi kl. 12.30-13.30: Internetiö, sýnikennsla. I|1 Tæknival í Skeifunni og Hafnarfirði býður þér til ■ f® skemmtilegrar og fróðlegrarsýnikennslu á hvers kyns hugbúnaði og öðru tölvutengdu efni á laugardögum í vetur. Hver laugardagur hefur sitt viðfangsefni og þá koma sérfræðingar hver sviði. Við eigum von á mörgum fróðlegum kynningum sú fyrsta, sem verður á rnorgun, fjallar um Internetið og hvernig fólk getur nýtt sér það í leik og starfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.